Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
31
Aukið samstarf íslenskra fyrir-
tækja í Evrópu rætt í Brussel
EINAR Benediktsson, sendi-
herra íslands í Belgíu og stjórn-
armaður í Útflutningsráði, átti
fund með framkvæmdastjórum
islenskra fyrirtækja á megin-
landi Evrópu í hinni nýju skrif-
stofu íslenska sendiráðsins í
Brussel i gærmorgun. Það var í
fyrsta skipti sem fundað var á
skrifstofunni.
Möguleikar á auknu samstarfi
fyrirtækjanna og hugsanleg aðstoð
skrifstofunnar við þau voru rædd á
fundinum. Til greina kemur að við-
skiptafulltrúi Útflutningsráðs fái
aðstöðu á henni.
Matthías Á. Mathiesen, utanrík-
isráðherra, hitti framkvæmdastjór-
ana að máli en auk þeirra sátu
fundinn þeir Hreinn Loftsson, að-
stoðarmaður utanríkisráðherra,
Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytis-
stjóri viðskiptaráðuneytisins, Kjart-
an Lárusson, formaður Ferðamála-
ráðs og Þráinn Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.
BruHscl, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morjfunblaðsins.
Einar Benediktsson
Bjargaði telpu úr
vök á Tj örninni
TÍU ÁRA gamalli stúlku var
bjargað upp úr vök á Tjörn-
inni síðdegis á mánudag.
Telpan var að leik á Tjörninni
ásamt vinkonu sinni þegar
ísinn brast undan fótum henn-
ar. Maðurinn sem bjargaði
henni, Bjarni Bargi Jónsson,
segir svo frá:
„Ég hafði lagt bílnum mínum
við Tjörnina um hádegið á mánu-
dag. Eftir vinnu ætlaði ég að
halda heim á leið og var staddur
við hom Tjarnargötu og Vonar-
strætis þegar ég tók eftir því að
tvær telpur voru úti á ísnum og
virtist sem önnur þeirra buslaði í
polli. Ég kallaði til hennar hvort
hún væri að leika sér, en þá
heyrði ég að hún kallaði veikt á
hjálp.
Þama nálægt vom staddar
tvær konur og sagði sú eldri þeirra
að það þyrfti að ná í hjálp. Ég
sagði henni að gera það og skellti
mér svo út í Tjörnina, því þama
var engum öðmm til að dreifa en
mér. Það gekk nokkuð seint að
komast til telpunnar, því ég þurfti
að bijóta ísinn á undan mér. Það
gekk hins vegar vel að ná henni
upp úr vökinni og yngri konan
hjálpaði mér síðan við að koma
henni á þurrt. Þá bar þá eldri að,
en hún hafði farið og hringt á
sjúkrabíl. Ég ákvað hins vegar
að aka telpunni heim til sín og
bað konuna um að senda bflinn
þangað. Þetta endaði því allt vel
og telpunni varð ekki meint af
volkinu," sagði Bjami Bragi, og
bætti því við að þetta hefði verið
merkileg reynsla.
Nú í
DÝRTÍÐINNI
biðja allir um
ÓDÝRU
STJÖRNU
JÓLAKORTIN
FÁST í FLESTUM
BÓKA- GJAFA- OG
RITFANGAVERSLUNUM
LITBRÁ HF.
SÍMAR 22930 - 22865
I
GJAFAVÖRUR.
.. AUÐVITAÐ í IKEA
Opið kl. 10.00-20.00 föstudaginn 12. des.
Opið kl. 10.00-18.00 laugardaginn 13. des.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.
108 Reykjavík. Sími 686650