Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 34

Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Minningar Krist- jáns Albertssonar ÚT ER komin bókin Margs er að minnast, sem í eru minningar Kristjáns Al- bertssonar skráðar af Jakobi F. Asgeirssyni. Kristján Albertsson í fréttatilkynningu AB segir: „FVásagnasnilld Kristjáns Alberts- sonar er alkunn og nýtur sín enn vel þó að árum fjölgi. En sjónleys- ið vamar honum ritstarfa og því er þessi dýrlega minningabók til orðin fýrir samstarf tveggja. Kristján Albertsson kynntist mörgum og var vinur manna eins og Matthíasar Jockumssonar, Ein- ars Benediktssonar, Jóhanns Siguijónssonar, Jóhannesar Kjarv- als, Guðmundar Kambans, svo að einhveijir séu nefndir af þeim sem koma við sögu í þessari bók, og njóta frásagnir hans slíkra náinna kynna í ríkum mæli. Kristján Albertsson segir um- fram allt frá því sem hann hefur heyrt og séð innan lands og utan, og er það bæði margt og minni- svert.“ Bókin er 200 bls. og 24 mynda- síður að auki. Hún er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Bókband annaðist Félagsbókband- ið hf. Bókmenntaritgerðir Krisíjáns Karlssonar ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Hús sem hreyf- ist, sjö ljóðaskáld, bókmenntarit- gerðir eftir Kristján Karlsson. í fréttatilkynningu AB segir: „Bókin hefur að geyma sjö bók- menntaritgerðir sem allar flytja að einhverju leyti túlkun á verkum þeirra skálda, sem um er fjaljað. Skáldin eru þessi: Bjami Thorar- ensen, Einar Benediktsson, Stefán frá Hvítadal, Guðfinna frá Hömr- um, Tómas Guðmundsson, Magnús Ásgeirsson, Steinn Steinarr. Ritgerðimar hafa áður birst sem formálar fyrir verkum skáldanna. „Þær em ekki hugsaðar sem inn- gangur í merkingunni skýringar — því að í skáldskap er ekkert að skýra, — heldur sem íhuganir um ljóðagerð skáldunum til heiðurs“, segif höfundur í eftirmála. Um aðferðir þær sem Kristján Karlsson beitir í bókmenntagagn- rýni hefur Halldór Laxness komist svo að orði: „Svona eiga bók- menntafræðingar að hugsa og skrifa um bækur ... þá verður bók- menntagagnrýnin líka það sem hún á að vera: sérstök listgrein innan bókmenntanna.““ Hús sem hreyfíst er 176 bls. að stærð, prentuð í Prentbergi og bundin í Félagsbókbandinu. Kristján Karlsson Smásögur eftir Indriða G. Þorsteinsson ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Átján sögur úr álfheimum eftir Indriða G. Þor- steinsson. í fréttatilkynningu AB segir: „Indriði hóf ritferil sinn með verð- Indriði G. Þorsteinsson launaðri smásögu og síðan hefur hann alltaf öðm hveiju fengist við smásagnagerð og em sumar af þessum sögum í úrvalsflokki íslenskra smásagna. Átján sögur úr álfheimum er fjórða smásagna- safn hans. Þessar sögur em til orðnar á alllöngum tíma, sú elsta er frá 1953, þær yngstu fullgerðar fyrir tveimur til þremur mánuðum. Margra grasa og margs konar blæbrigði kennir í þessum sögum. Fjórar þeirra gerast í útlöndum, aðrar í Reykjavík og sumar út um sveitir. Sögutíminn er líka misjafn — frá 19. öld til dagsins í dag. Hér em bæði harmsögur og gamansögur, ástarsögur og ekki ástarsögur, lausamenn, miðlungs- fólk og höfðingjar í lífsins ólgusjó. En hvert sem efnið er nýtur sín ávallt jafn vel hinn skýri og stund- um dálítið háðski og svali stíll höfundarins." Bókin er 198 bls. að stærð og prentuð og bundin í Odda. Með Biblíuna á bögglabera Leikhús í Hallgrímskirkju LEIKHÚS og Guðshús eru oftast, í hugum okkar, óskyldir stað- ir, en þegar betur er að gáð, eru þessar tvær stofnanir mannlegs samfélags, náskyldar. A báða staðina förum við til að leita að einhverskonar sannleika. I leikhús til að leita að sannleika um líf okkar í mannlegu samfélagi, í kirkju til að leita að einhveijum algildum sannleika eins og afhverju við erum stödd í þessu sam- félagi Kirkjuleikhús er svo til óþekkt- ur hlutur hér á landi, þótt komin sé margra áratuga löng hefð á þessa tegund leikhúss í nágranna- löndum okkar. Fyrir tveimur mánuðum var þó brotið blað í leikhússögu okkar, þegar Guðrún Asmundsdóttir, Ieikkona, hóf æfingar á „Leikrit- inu um Kaj Munk“ í Hallgríms- kirkju, ásamt 14 leikurum. Guðrún er höfundur verksins og leikstjóri. En hvað kom Guðrúnu til að ráðsast út í þetta verkefni? „Þetta er fyrirtæki sem er byggt á miklum bjarsýnisgrund- velli. Það hefur verið draumur minn í mörg ár að setja leikrit upp í kirkju, því leikhús er ein- hver besti tjáningarmiðill sem við eigum, þ.e. lifandi leikhús, ekki helgileikir. Það er þó mikill trúaráróður í verkinu um Kaj Munk, því hann var eldheitur trúmaður. Hann var eiginlega mest spennandi sem prédikari og trúmaður. Miklu meira en sem leikritahöfundur. Það eru fjögur ár síðan ég byij- aði að skrifa verkið. I því er ég að segja sögu manns sem er trú- aður maður og prestur í hernumdu landi, Danmörku. Hann hafði kjarkinn til að tala þegar aðrir þögðu. Vegna þess var hann dreg- inn út af heimili sínu 4. janúar 1944, en við ætlum einmitt að frumsýn a 4. janúar. Það voru nasistamir sem skutu hann, ekki svo Ijarri heimili hans Astæðan fyrir því að mér finnst hann svo spennandi sem höfuð- persóna í leikriti er þó ekki sú að hann lét lífið fyrir málstað sinn, heldur afþví hann var snillingur í að koma boðskap sínum til skila. Reyndar skilur þar milli feigs og ófeigs að hann er skáld. Við erum í fyrsta skipti í þessu leikhúsi sem er kirkja og þá vakna ýmsar spumingar, „Hvað getum við leyft okkur?“ „Hvað megum við gera?“ Allra síst viljum við fara að fremja hér helgispjöll. Við fengum því til liðs við okkur hjón- in Birgittu Hellerstedt og Ingemar Thorin frá Svíþjóð. Þau hafa rek- ið kirkjuleikhús í 30 ár. Frá því árið 1960 hafa þau verið með leik- hús við Dómkirkjuna f Lundi. Eftir því sem við höfum heyrt frá þeim sem séð hafa sýningar hjá því leikhúsi, er það frábært. Þau eru aðeins með atvinnuleik- ara og þau hafa sömu skoðun og Kaj Munk á því að þjóðfélagið komi kirkjunni við. Það hefur ver- ið okkur mikill styrkur að fá þetta fók til liðs við okkur. Við fengum þau til að koma í viku til að skoða það sem við erum að gera. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá þeim. Það hefur gef- ið okkur kjarkinn, því við viljum ekki bijóta helgi kirkjunnar. Þeg- ar maður les um Kaj Munk sáer maður alltaf þetta skemmtilega skopsyn sem hann hafði. I bréfi sem hann skrifar til vinar síns frá Veðrasæ á Jótlandi, þar sem hann þjónaði alla sína preststíð segir hann: „Hér hjóla ég um sóknina með Jesú á bögglaberanum og húsvitja sóknarbörnin og þau eru mér vinaleg og góð. Þó hef ég ekki hugmynd um hvort þeim líkar við mig sem prest eða ekki.“ Þessi hugmynd um prest, á vaðstígvélum og hjóli, fannst mér svo skemmtileg að mér fannst ég verða að hafa hjólið með í sýning- unni. En allt í einu vissi ég ekki hvort það er óviðeigandi að hafa hjól í krikju. Þeim Birgittu og Ingemar fannst ekkert athugavert við þetta. Hjólið væri svo tákn- rænt fyrir Kaj Munk. Hinsvegar var mikið mál fyrir fátækt leikhús að útvega sér gam- alt hjól. En ein ung leikkona úr hópnum fór til lögreglunnar í „tapað/fundið" og fékk hjólið lán- að. Þeir sögðu að það eina hættulega sem gæti gerst, væri að eigandinn kæmi einhvemtíma á sýningu. En við lofuðum að skila því aftur þegar við hættum að sýna leikritið. Aðspurð hver væri tilgangurinn með kirkjuleikhúsi svaraði Birg- itta Hellerstedt „Við viljum reyna að komast hjá því að aðskilja kirkjun frá umheiminum. Kirkjan er heimurinn. I vinnu okkar með leikhús sjáum við fyrst og fremst skyldu okkar til að skynja hveiju fólk er að velta fyrir sér. Það eru mikil vonbrigði hvað fólk hefur fjarlægst kirkjuna. Við höfum mikið af lélegum prédikurum. Með leikhúsi fínnst okkur við lyfta kirkjunni upp, gera hana að góð- um og áhugaverðum hluta af lífi okkar.Við förum jú í leikhús til að uppgötva nýja hluti. Við lítum ekki á það sem hlut- Höfundur og leikstjóri, Guðrún Asmundsdóttir, ásamt Birgittu Hellerstedt og Ingemar Thorin. Ur leikritinu um Kaj Munk. Elín Edda Arnadóttir, Helga Steffensen, Helena Jóhanns- dóttir og Þorsteinn Guðmunds- son. verk okkar að endurvekja og flytja þemu og leikirit frá miðöldum. Það er skylda okkar að sýna ný verk og flytja nýja tónlist, því alltaf bætist við þekkingu okkar og sögu. Mannfólkið hefur mikinn áhuga á allskonar sögum og Bibl- ían er mjög áhugaverð bók. Fókið sem í henni talar er allt að segja sögu. Fók segir oft við okkur að kirkja og leikhús eigi ekki sam- leið, við séum að troða inn í kirkjuna hlutum sem ekki eigi heima þar. Jesús var einhver besti sögumaður sem til hefur verið. Það er nú líka svo að þegar prest- ur er að messa, er hann að segja sögu og rétt eins og leikarinn, reynir hann að gefa henni líf, gera söguna betri. Þetta er leik- hús, án þess að maður geri sér grein fyrir því. Sagan um Kaj Munk er falleg og áhugaverð saga. Guðrún Asmundsdóttir bætir við: „Það var hræðileg frétt þegar Kaj Munk var drepinn. Aftakan hafði verið lengi 'undirbúningi hjá nasistum. Þegar fréttin kom til Islands, var ljóðið hans „Hugboð" ofarlega í vitund fólks. A þeim tíma höfðð fimm manns reynt að þýða það. I ljóðinu segir Munk að hann vilji fylgja Kristi, en hann sé hræddur um að guggna, því hann elski lífíð svo mikið. En afþví hann á þessa hugsjón gengur hann út í dauðann. I ljóðinu virð- ist hann gera sér grein fyrir því sem koma skal. Kannski vissi hann bara að hann talaði of mikið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.