Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
Astralía:
Leyniskjölin um
MI5 verða ekki birt
Sydney, AP., Reuter.
DOMARI í Ástralíu hefur úr-
skurðað, að brezka stjórnin þurfi
ekki að birta leyniskjölin um
gagnnjósnaþjónustuna MI5.
Gerðist þetta eftir að lögmenn
brezku stjórnarinnar og Peters
Wright, fyrrum háttsetts starfs-
manns í MI5, höfðu sætzt á
málamiðlun til lausnar málinu.
Brezka stjómin hefur stefnt að því
að fá dómsúrskurð um, að útgáfa
í Ástralíu á bókinni „Njósnaveiðari"
eftir Wright verði stöðvuð. Haft var
eftir Malcolm Tumbull, lögmanni
Wrights, að með tilliti til þess, sem
lögmaður stjórnarinnar hefði þegar
greint frá efnislega úr leyniskjölun-
um, þá myndi hann falla fiá
kröfunni um, að leyniskjölin yrðu
birt í heild.
Dómarinn í málinu, Philip Pow-
ell, hafði áður fyrirskipað brezku
stjóminni að afhenda Tumbull
leyniskjölin. Gerðist það 2. desem-
ber sl. Brezka stjómin hugðist hins
vegar áfrýja þeim úrskurði, en Theo
Simos, lögmaður hennar, sagði í
fyrradag, að eftir það, sem nú hefði
gerzt í málinu, væri slík áfrýjun
óþörf.
Búlgarinn fær
hæli í Tyrklandi
Ankara, AP. Reuter
BÚLGARSKI lyftingamaðurinn
Neum Shalamanov, sem farið
hefur huldu höfði í Ástralíu frá
því á sunnudag, hefur verið boð-
ið pólitískt hæli í Tyrklandi, að
sögn talsmanns utanríkisráðu-
neytisins í Ankara.
Shalamanov er enn í felum og
hyggst ekki gefa sig fram fyrr en
búlgarska keppnisliðið og farar-
stjórar em famir frá Ástralíu, en
það verður ekki fyrr en á sunnudag.
Shalamanov er sagður hafa
ákveðið að verða eftir í Ástralíu til
þess að komast hjá ofsóknum, sem
tyrkneski minnihlutinn í Búlgaríu
hefur mátt sæta. Hann hefur sjálfur
orðið að sæta ofsóknum þrátt fyrir
að vera heimsmetshafi í lyftingum
og var m.a. neyddur til að breyta
nafni sínu þannig að það félli að
búlgörsku nafnakerfi. Shalamanov
er 19 ára gamall.
• g* x AP/Símamynd
Geimfara fagnað
Nemendur í Hutchinson grunnskólanum í Hemdon í Virginíuríki taka fagnandi á móti rússneska
geimfaranum Vladimir Solouyer. Hópur sovézkra geimfara kom í gær í 12 daga kynnisferð til
Bandaríkjanna. Munu þeir m.a. skoða stöðvar bandarísku geimvísindastofnunarinnar víðsvegar í
Bandaríkjunum. Bandarískir geimfarar fóm fyrr á þessu í samskonar ferð til Sovétríkjanna.
Elie Wiesel, friöarverölaunahafi Nóbels:
Ætlar að nota verðlauna-
féð í þáeru mannréttínda
Ósló. AP. ^
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Elie Wiesel, sem lifið af vistina
í útrýmingarbúðum nasista, tók
í gær við fénu, sem fylgir úthlut-
Góð bók
Leiðtogafundurinn í
Reykjavík eftir Guð-
mund Magnússon.
Umbúðir um fundinn,
fréttamenn, fundurinn
sjálfurog þau mál, sem
tekin voru fyrir og deilt
varum. Fjöldi mynda
með íslenskum og
enskum textum.
Útdráttur í bókarlok á
ensku.
mmm
Leiðtogafundunnn
í Reykjavík
eftir
Guömund Magnusson
..
lCEtANÖ
OCtOBF-W’
*
un friðarverðlauna Nóbels. Var
það ávísun upp á tvær milljónir
skr. eða sem svarar til 11,7 millj.
isl. kr.
„Eg hef aldrei séð jafn stóra
ávísun," sagði friðarverðlaunahaf-
inn um leið og hann fól konu sinni,
Marion, að geyma hana en pening-
ana kvaðst hann ætla að nota til
að kosta ráðstefnur um mannrétt-
indi. Annars vegar ráðstefnu „um
og gegn hatri" og hins vegar ráð-
stefhu heimspekinga, vísindamanna
og baráttumanna fyrir mannrétt-
indum í Hiroshima í Japan „til að
komast að því hvað mennimir hafa
lært af Hiroshima".
í þakkarræðu sinni sagði Wiesel,
að eftir ósigur nasismans hefðu
menn látið sig dreyma um betrí
heim og þá hefði engan órað fyrir
því, að kynþáttamisrétti og ofstæki
myndu aftur ná að sækja í sig veðr-
ið. „Þá lét sig enginn dreyma um,
að ríkisstjómir sviptu mann á borð
við Lech Walesa ferðafrelsi fyrir
það eitt, að hann vogaði sér að
vera á öðm máli en þær. Og hann
er ekki einn á báti,“ sagði Wiesel.
„Ríkisstjómir til hægri og vinstri
ganga miklu lengra og beita andófs-
menn, rithöfunda, vísindamenn og
menntamenn pyntingum og ofsókn-
um. Hvemig er unnt að útskýra
þennan sigur gleymskunnar,“
spurði Wiesel í ræðunni, sem hann
kallaði „Orvæntingu og endurminn-
ingu“.
„Hvemig fáum við skýrt þá
svívirðingu, sem kynþáttaaðskiln-
aðurinn er, þá svívirðingu, sem
hryðjuverkin em: gíslatökuna í Te-
heran, fjöldamorðin í bænahúsinu í
Istanbul, tilgangslaus manndrápin
á strætum Parísarborgar. Allar sið-
menntaðar þjóðir verða að gera
hryðjuverkin útlæg, beijast gegn
þeim og uppræta þau - ekki reyna
að útskýra þau eða réttlæta. Dráp
saklauss fólks og vamarlausra
bama er ekki og verður aldrei hægt
að réttlæta.
Á stundum virðumst við ekkert
geta gert til að koma í veg fyrir
óréttlætið en sá tími má aldrei
renna upp, að við látum það ógert
að mótmæla," sagði Wiesel.
Noregur:
Sovézkur kafbátur flækt-
ist í hlustunarvíra
Osló, frá fréttarítara Morgunblaðsins, J. E.
SOVÉZKUR kafbátur flæktist í
hlustunarvíra í Noregshafi á
svæðinu mOli Finnmerkur og
Svalbarða. Eftir sólarhring tókst
kafbátnum svo að losna af eiginn
rammleik.
Atburður þessi á að hafa gerzt
í lok árs 1984 eða í byijun árs
1985. Skýrði blaðið Verdens Gang
frá þessu á þriðjudag. Á kafbátur-
inn að hafa verið þama í njósnaferð
í þeim tilgangi að kortleggja hlust-
unartæki á hafsbotni á þessum
slóðum, er komið hafði verið fyrir
á vegum Noregs eða NATO. Var
tækjum þessum ætlað að fylgjast
með öllum skipaferðum Sovét-
manna frá Murmansk.
Kafbáturinn fékk hlustunarvír-
ana í skrúfu og stýri, þar sem hann
Laure.
var staddur fyrir utan norska land-
helgi. Hann sendi síðan frá sér
fjölda tilkynninga heim í kafbáta-
lægið í Murmansk. Auðvelt var hins
vegar að ná þessum orðsendingum
frá hlustunarstöðvum í landi, sér í
lagi frá Vardö, segir blaðið.
Kunnur bandarískur sérfræðing-
ur, Steven Miller, hefur staðfest
þetta. Hann hefur heyrt um þetta
mál við ýms tækifæri bæði í Banda-
ríkjunum og Noregi. Norska
vamarmálaráðuneytið hefur hins
vegar ekki viljað staðfesta atburð-
inn. Heldur Miller því fram, að
ástæðan sé sú, að ráðuneytið vilji
ekki gera það opinskátt, hvaða
möguleikum það ráði yfir til að
fylgjast með ferðum sovézkra kaf-
báta.