Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 41

Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 41 Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins talar á Austurvelli. Til vinstri er Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Frá sýningu leikhópsins frá Bjarkarási Morgunblaðið/Keli. Skammdegisvaka fatlaðra: Formönnum þingf lokka afhent mótmælaskjöl LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp og Öryrkjabandalag- ið gengust í gær, 11. desember fyrir skammdegisvöku á Hótel Borg. Vakan hófst með því að safnast var saman á Austurvelli kl. 14, þar sem Arnþór Helgason flutti ávarp og formönnum þingflokkanna voru af- hent mótmælaskjöl. Var verið að mótmæla meðferð Alþingis á málefnum fatlaðra. Tilefni þess að skammdegis- vakan var haldin, er að enn einu sinni ætlar Alþingi að skerða Framkvæmdasjóð fatiaðra. Þeg- ar lög um málefni fatlaðra voru sett árið 1973, var gert ráð fyrir að Ríkissjóður sæi sjóðnum fyrir ákveðnum fjárframlögum. Sú upphæð ætti að ver, framreikn- uð, um 150 milljónir króna. Gert var ráð fyrir því að fjárframlag þetta héldist óbreytt næstu fímm árin og yrði notað til að gera átak í uppbyggingu á málefnum fatlaðra. Framkvæmdasjóðnum er fyrst og fremst ætlað að fjár- magna stofnframkvæmdir. Aldrei hefur verið staðið við ijárframlög ríkisins og Fjár- málaráðuneytið hefur leikið þann ljóta leik að taka megin- hlutann af fé Erfðasjóðs, sem ætlað er í Framkvæmdasjóð, og ráðstafa því til annarra hluta. Nú ber svo við að Fjármála- ráðuneytið ætlar að skila öllu fé úr Erfðasjóði í Framkvæmdasjóð á næsta ári. Upphæðin nemur um 48 milljónum króna. Aftur á móti ætlar Alþingi aðeins að verja 52 milljónum króna til málefna fatlaðra og er það að- eins um þriðjungur af því sem Ríkissjóði ber að greiða, sam- kvæmt lögum. Þessu vilja samtökin mótmæla og var þetta ástæðan fyrir Skammdegisvö- kunni á Hótel Borg, auk þess sem málefni fatlaðra voru kynnt þar. Allvíða er pottur brotinn í málefnum fatlaðra og í viðtali við Amþór Helgason, kom fram, að þeir fatlaðir sem hafa ein- göngu tekjur frá Trygginga- stofnun Ríkisins, hafa ráðstöf- unarfé sem er langt undir fátæktarmörkum. En þótt á móti blási, ríkti gleði á Skammdegisvökunni. Eftir að mótmæli höfðu verið afhent for- mönnum stjómmálaflokkanna, var haldið út á Hótel Borg í kaffí og meðlæti og hófst þar tveggja stunda löng dagskrá. Jóhann Pétur Sveinsson ávarp- aði gesti. Hann Iagði áherslu á að þolinmæði og langlundargeð fatlaðra og samtaka þeirra væri á þrotum. Hann benti á að frá árinu 1980 næmi skerðing á framlögum ríkissjóðs til málefna fatlaðra á verðlagi l.desember 274.5 milljónum króna. Bubbi Morthens tók lagið, svo og Bjartmar Guðlaugsson. Þá var komið að hápunkti skamm- degisvökunnar, en það var leikhópurinn frá vinnuheimilinu Bjarkarási sem flutti leikþátt. Því næst flutti Eggert Jóhannes- son, formaður Þroskahjálpar ávarp um orð og efndir þing- manna. Hann bað fólk þó að minnast þess að þrátt fyrir allt og allt hefði mikið áunnist, það mikið að hægt væri að tala um byltingu í málefnum fatlaðra á ýmsum sviðum á liðnum árum. Að lokum fluttu Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir létta tónlist, áður en fundi var slitið. Eftir fundinn var svo farin blysför kringum Austurvöll. Jóhann Pétur Sveinsson býður gesti velkomna til skammdegissvöku á Hótel Borg. Á Austurvelli. Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir voru i hópi þeirra, sem sungu á skammdegisvökunni. Gestir á skammdegisvökunni voru margir og fleiri en svo, að allir fengju sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.