Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 43

Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 43 Hluti verkanna á sýningunni í Gallerí íslensk list Gallerí íslensk list: Ellefu listamenn sýna á vetrarsýningu ELLEFU félagar í Listmálarafé- laginu hafa opnað sýningu á 36 myndverkum í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, Reykjavík. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-17. Um er að ræða sölusýningu, sem stendur fram að jólum. Sú ný- breytni er tekin upp við þessa sýningu, að þeir sem kaupa myndir fá þær afhentar strax og aðrar myndir þá settar upp í staðinn. Þeir sem verk eiga á sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Geir, Jóhann- es Jóhannesson, Kristján Davíðs- son, Kjartan Guðjónsson, Vilhjálm- ur Bergsson og Valtýr Pétursson. Auk þeirra á Guðmundur Bene- diktsson myndhöggvari verk á sýningunni. Kvennadeild Rauða krossins 20 ára KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða kross Islands er 20 ára í dag. Hún var stofnuð 12. desember 1966. Stofnandi Kvennadeildarinnar var Ragn- heiður Guðmundsdóttir, læknir. Fyrsti formaður var Sigríður Thoroddsen. Núverandi formaður Kvennadeildarinnar er Karitas Bjargmundsdóttir. Kvennadeild RKÍ rekur bóka- safnsþjónustu við sjúklinga í fimm sjúkrahúsum borgarinnar, þ.e. í Borgarspítala, Landspítala, Landa- kotsspítala, Grensásdeild og í Sjúkrahóteli Rauða kross íslands. Kvennadeildin rekur heimsókn- arþjónustu við aldraða með lestri, stuttum gönguferðum ofl. Öll störf Kvennadeildarinnar eru sjálfboðastörf. Kvennadeild RKÍ rekur fjórar sölubúðir í sjúkrahúsum borgarinn- ar og rennur allur ágóði af þeim til líknarmála, t.d. til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsin og til aðstoðar við önnur líknarfélög. Um 300 konur starfa að staðaldri fyrir Kvenna- deild RKÍ og eins og áður segir er það allt sjálfboðavinna. Kvennadeild RKÍ heldur upp á 20 ára afmæli sitt með hófi í Sigríður Thoroddsen, fyrsti formaður Kvennadeildar RKÍ. Víkingasal Hótels Loftleiða kl. 19.00 í kvöld. Samkomur hjá Ungu fólki með hlutverk Teo van der Weele UNGT fólk með hlutverk verður með almennar samkomur 12., 13. og 14. desember í Grensáskirkju og hefjast þær kl. 20.30. Hollendingurinn Teo van der Weel mun tala á samkomunum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Teo van der Weele hefur fjölbreytt- an starfsferil að baki. Hann er guðfræðingur og hefur lagt stund á sálarfræði og hefur mikla reynslu af mannlegum samskiptum og skilning á ýmsum innri vandamál- um sem fólk uppsker við erfiðar kringumstæður sem það ratar í á Iífsleiðinni. í heimalandi sínu starf- ar hann sem ráðgjafi fyrirtækja sem þurfa að endurskipuleggja og bæta starfsmannahald sitt“. Teo hefur áður komið til íslands og í þetta skipti mun hann dvelja hér í 10 daga. Leiðrétting Ranghermt var í frétt f blaðinu í gær að beitingamenn hefðu samið um 420 kr. greiðslu fyrir hvert bjóð. Rétta talan er 400 kr. án orlofs en 440,68 kr. með orlofi. Vinsældarlisti Rásar 2: Bubbi enn á toppnum BUBBI Morthens er enn á toppi vinsældarlista rásar 2 með lag sitt „Serbinn“. Raunar á hann annað lag sem komið er i hóp 10 vinsælustu laga og það er „Augun mín“, sem fór úr 14. sæti í 9. sæti í þessari viku. Listinn lítur annars svona út: 1. ( 1) Serbinn.........Bubbi 2. ( 4) Through the Barricades..Spandau Ballet 3. ( 2) The Final Countdown..........Europe 4. (17) JÓI alla daga......Eiríkur Hauksson 5. (11) ÞórðurSverrir Stormsker 6. ( 3) Don’t Give Up ....Peter Gabriel/Kate Bush 7. ( 6)Foramerica....RedBox 8. ( 5) War...BruceSpringsteen 9. (14)Augunmín........Bubbi 10. (10) You Keep Me Hanging On..............Kim Wilde 15.880.- Hjónarúm með svampdýnum Jólaboð Stóllinn sem þú situr í eða liggur í getur snúist. 360°. Bestu greiðslukjör íbænum E húsgagna4iöllin IIH-3533 BÍLDSHÖFÐA 20 — 112 REYKJAVÍK - 91-681199 og 681410 á meðan birgðir endast: Prince stressless stóll + skammel 41.640 kr. Aðeins 5640 kr. út og 4000 kr. á mán. 3ja ára ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.