Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 43 Hluti verkanna á sýningunni í Gallerí íslensk list Gallerí íslensk list: Ellefu listamenn sýna á vetrarsýningu ELLEFU félagar í Listmálarafé- laginu hafa opnað sýningu á 36 myndverkum í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, Reykjavík. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-17. Um er að ræða sölusýningu, sem stendur fram að jólum. Sú ný- breytni er tekin upp við þessa sýningu, að þeir sem kaupa myndir fá þær afhentar strax og aðrar myndir þá settar upp í staðinn. Þeir sem verk eiga á sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Geir, Jóhann- es Jóhannesson, Kristján Davíðs- son, Kjartan Guðjónsson, Vilhjálm- ur Bergsson og Valtýr Pétursson. Auk þeirra á Guðmundur Bene- diktsson myndhöggvari verk á sýningunni. Kvennadeild Rauða krossins 20 ára KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða kross Islands er 20 ára í dag. Hún var stofnuð 12. desember 1966. Stofnandi Kvennadeildarinnar var Ragn- heiður Guðmundsdóttir, læknir. Fyrsti formaður var Sigríður Thoroddsen. Núverandi formaður Kvennadeildarinnar er Karitas Bjargmundsdóttir. Kvennadeild RKÍ rekur bóka- safnsþjónustu við sjúklinga í fimm sjúkrahúsum borgarinnar, þ.e. í Borgarspítala, Landspítala, Landa- kotsspítala, Grensásdeild og í Sjúkrahóteli Rauða kross íslands. Kvennadeildin rekur heimsókn- arþjónustu við aldraða með lestri, stuttum gönguferðum ofl. Öll störf Kvennadeildarinnar eru sjálfboðastörf. Kvennadeild RKÍ rekur fjórar sölubúðir í sjúkrahúsum borgarinn- ar og rennur allur ágóði af þeim til líknarmála, t.d. til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsin og til aðstoðar við önnur líknarfélög. Um 300 konur starfa að staðaldri fyrir Kvenna- deild RKÍ og eins og áður segir er það allt sjálfboðavinna. Kvennadeild RKÍ heldur upp á 20 ára afmæli sitt með hófi í Sigríður Thoroddsen, fyrsti formaður Kvennadeildar RKÍ. Víkingasal Hótels Loftleiða kl. 19.00 í kvöld. Samkomur hjá Ungu fólki með hlutverk Teo van der Weele UNGT fólk með hlutverk verður með almennar samkomur 12., 13. og 14. desember í Grensáskirkju og hefjast þær kl. 20.30. Hollendingurinn Teo van der Weel mun tala á samkomunum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Teo van der Weele hefur fjölbreytt- an starfsferil að baki. Hann er guðfræðingur og hefur lagt stund á sálarfræði og hefur mikla reynslu af mannlegum samskiptum og skilning á ýmsum innri vandamál- um sem fólk uppsker við erfiðar kringumstæður sem það ratar í á Iífsleiðinni. í heimalandi sínu starf- ar hann sem ráðgjafi fyrirtækja sem þurfa að endurskipuleggja og bæta starfsmannahald sitt“. Teo hefur áður komið til íslands og í þetta skipti mun hann dvelja hér í 10 daga. Leiðrétting Ranghermt var í frétt f blaðinu í gær að beitingamenn hefðu samið um 420 kr. greiðslu fyrir hvert bjóð. Rétta talan er 400 kr. án orlofs en 440,68 kr. með orlofi. Vinsældarlisti Rásar 2: Bubbi enn á toppnum BUBBI Morthens er enn á toppi vinsældarlista rásar 2 með lag sitt „Serbinn“. Raunar á hann annað lag sem komið er i hóp 10 vinsælustu laga og það er „Augun mín“, sem fór úr 14. sæti í 9. sæti í þessari viku. Listinn lítur annars svona út: 1. ( 1) Serbinn.........Bubbi 2. ( 4) Through the Barricades..Spandau Ballet 3. ( 2) The Final Countdown..........Europe 4. (17) JÓI alla daga......Eiríkur Hauksson 5. (11) ÞórðurSverrir Stormsker 6. ( 3) Don’t Give Up ....Peter Gabriel/Kate Bush 7. ( 6)Foramerica....RedBox 8. ( 5) War...BruceSpringsteen 9. (14)Augunmín........Bubbi 10. (10) You Keep Me Hanging On..............Kim Wilde 15.880.- Hjónarúm með svampdýnum Jólaboð Stóllinn sem þú situr í eða liggur í getur snúist. 360°. Bestu greiðslukjör íbænum E húsgagna4iöllin IIH-3533 BÍLDSHÖFÐA 20 — 112 REYKJAVÍK - 91-681199 og 681410 á meðan birgðir endast: Prince stressless stóll + skammel 41.640 kr. Aðeins 5640 kr. út og 4000 kr. á mán. 3ja ára ábyrgð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.