Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
Sala Borgarspítala rædd á Alþingi:
Góð þjónusta með
hóflegum kostnaði
er markmiðið sagði heilbrigðisráðherra
Það var ekki mín stefna né að
mínu frumkvæði að hafin var
umræða um kaup ríkisins á Borg-
arspítala, sagði Ragnhildur
Helgadóttir heilbrigðisráðherra
á Alþingi i gær. Það var
Reykjavíkurborg sem setti fram
ósk um viðræður um þetta mál
í tengslum við tiUögur um að
færa Borgarspítalann af dag-
gjaldakerfi á fjárlagakerfi, en
ríkið greiðir þegar rúmlega 90%
rekstrarkostnaðar sjúkrahúss-
ins. Það sem að baki býr við-
ræðna af þessu tagi er að leita
leiða til samræmingar og ha-
græðingar i rekstri sjúkrahúsa á
höfuðborgarsvæðinu tíl að
tryggja sem bezta þjónustu með
sem hóflegustum kostnaði.
Atök og neyðarfundir
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
beindi fyrirspumum til heilbrigðisráð-
herra varðandi hugsanleg kaup
ríkisins á Borgarspítala, sem mikil
átök hafi staðið um innan Sjálfstæðis-
flokks og verið tilefni margra
neyðarfunda þar. Hér er gamalt bar-
áttumál framsóknarmanna á ferð,
sagði Svavar, sem borgarstjóri hefur
nú gert að sínu.
Svavar sagði Borgarspítalann ekki
lakar rekinn en önnur sjúkrahús. Það
væri hinsvegar mikilvægt að geta
metið stöðuna í rekstri sjúkrastofn-
ana á höfuðborgarsvæðinu út frá
fleiru en einu rekstrarformi. Rekstur
Borgarspítala væri og að hluta til
sjálfstæðismál borgarinnar.
Daggjaldakerfíð væri gengið sér
til húðar en flutningur sjúkrahúsa
yfír á fjárlög væri skref sem ekki
væri hægt að stíga nema í samráði
við hlutaðeigendur, stofnanir og
starfsfólk. Málið hafi hinsvegar hlotið
lítinn og lélegan undirbúning.
Svavar krafði ráðherra upplýsinga
um, hver væri stefna hans í þessu
máli og næstu skref í framvindu þess.
Sjúkrahús á f öst fjárlög
Ragnhildur Helgadóttir heil-
brigðisráðherra sagði m.a. að
færsla sjúkrahúsa af daggjaldakerfi
á flárlagakerfi eigi sér langa sögu.
Upphaf hennar hafi raunar verið í
heilbrigðisráðherratíð Svavars Gests-
sonar, sem fært hafí Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri og
Landaskotsspítalann í Reykjavík yfir
á ijárlög.
Síðan hafi þessi framvinda verið
til umræðu og meðferðar. Ráðherra
greindi frá skipan sérstakrar nefndar
í janúarmánuði síðast liðnum, sem
hún hafi haft frumkvæði um, í kjöl-
far þess að fá þá frestað yfirfæslu
sjúkrahúsa á fjóriög, sem yi með-
ferðar var fyrir rúmu ári. Síðan hafi
verið rækilega rætt við forstöðumenn
allra sjúkrahúsa, sem hlut eiga að
máli, svo rangt sé, að málið hafi ekki
fengið góða athugun eða umfjöllun.
Ráðherra sagði að meðalhallinn á
sjúkrahúsum, sem ríkið kostaði rekst-
ur á að öllu eða langmestu leyti,
væri talinn 16% nú. Hallinn á fjár-
lagasjúkrahúsum væri hinsvegar um
4,6%. Með færslu sjúkrahúsa yfir á
§árlög væri stefnt að þvi að þau, sem
rekstrareiningar, gerðu raunhæfari
rekstraráætlanir, en verið hafi með
daggjaldakerfi, og stuðla þannig að
virkari rekstraraðhaldi, án þess að
skerða þjónustu, en hér væri um
mikla §ármuni að tefla.
Ráðherra sagði hinsvegar að það
hafi ekki verðið sín stefna að ríkið
keypti Borgarspítalann, þótt settur
yrði á íjárlög. Viðræður um það efni
hafi farið fram að frumkvæði
Reykjavíkurborgar. Sér hafi hinsveg-
ar þótt eðlilegt að kanna möguleika
á samræmingu og hagræðingu
sjúkrahúsarekstrar á höfuðborgar-
svæðinu, hverra kostnaður væri að
rúmum 90% greiddur af ríkinu. Það
hafi og hingað til verið stefna Sjálf-
stæðisflokksins að saman færu
stjómunarleg- og fjármálaleg ábyrgð.
AIMnCI
ísland á 19. öld
eftir Frank
Ponzi listfræð-
ing.
Áannað hundrað
mynda sem sumar
hafa aldrei birst áður.
Áðuróbirtardag-
bækur úr íslandsferð-
um tveggja prinsa.
Á íslensku og ensku.
Óskagjöf til vina er-
lendis.
Góð bók
Frank Ponzi '
ÍSLAND Á 19. ÖLD
lAðangrar og listamenn
19TH
•NTURY ICELAND
1 rtvits and„ Odysseys
Líkan af Borgarspítala eins og hann er fyrirhugaður.
Hinsvegar væri eðlilegt, ef úr kaup-
um yrði, að taka mið af röksemdum
starfsfólks um að virða sjálfstæði
Borgarspítalans innan þess ramma
sem gildandi lög um ríkissjúkrahús
settu.
Kunningi selur
kunningja
Stefán Benediktsson (A-Rvk.)
sagði óhjákvæmilegt að þetta mál
yrði hluti af fjárlagaumræðu (í dag,
fimmtudag) og nauðsynlegt að heil-
brigðisráðherra væri viðstaddur þá
umræðu. Hann sagði hér á ferð eina
spilltasta aðgerð í stjómsýslunni ef
kunningi seldi kunningja heilan
spítala með manni og mús án þess
að ráðgast við einn eða neinn.
Framsókn með
opnar dyr
Páll Pétursson (F.-Nv.) sagði að
Framsóknarflokkurinn lokaði ekki
dyrum á yfirtöku ríkisins á Borg-
arspítala, að því tilskyldu, að það sé
liður í bættu skipulagi í heilbrigðis-
kerfinu. Afstaða til málsins væri
hinsvegar ekki fullmótuð. Hann sagði
endurggreiðslu á útlögðum kostnaði
Reykjavíkurborgar flókið mál, en
yfirtaka á rektri væri annað. Mergur-
inn málsin væri sá að hagsmunir
sjúklinga, sem þyrftu á þjónustu
sjúkrahússins að halda, væm tryggð-
ir.
Sjúkrahús á
landsbyggð
Hjörleifur Guttormsson (Abl,-
Al.) las upp samþykkt Læknafélags
Austurlands, hvar varað er við breyt-
ingum á rekstrargrunni sjúkrahúsa á
landsbyggðinni, sem ekki sé sýnt að
leiði til nokkurs spamaðar (innskot:
hér er væntanlega átt við yfirfærslu
á íjárlög). Fresta beri þessari breyt-
ingu unz ítarleg könnum hafi farið
fram á kostum og göllum breytingar-
innar. Hjörleifur sagði ekki gerlegt
að greina á milli Borgarspítalamáls-
ins og hliðstæðra mála fjölda sjúkra-
húsa vítt um land.
Andvígar og
mótmælum
Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-
Rvk.) lýsti Kvennalistakonur
andvígar sölu Borgarspítlans. Hún
sagði þær átelja þau vinnubrögð
sem viðhöfð hafi verið í þessu máli.
Ekkert hafi heldur komið fram er
staðfesti fullyrðingar um hag-
kvæmni eða hagræðingu við yfir-
töku ríkisins á sjúkrahúsinu.
Verkaskipting í lagi
Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.)
talaði um forkastanleg vinnubrögð
og nauðsyn þess að skoða þetta mál
ofan í kjölinn. Hún sagði verkaskipt-
ingu milli Landspítala og Borgarspít-
ala í góðu lagi.
Kaupir ríkið sjúkrahús
sveitarfélaga?
Kolbrún Jónsdóttir (A.-Ne.) taldi
kaup ríkisins á Borgarspítala leiða
það af sér að ríkið yrði að kaupa
önnur sjúkrahús sveitarfélaga, vítt
um land, ef eftir væri Ieitað. Hugsan-
lega hefðu sveitarfélög áhuga á að
tryggja sér flármuni á þessa leið, t.d.
til nauðsynlegra framkvæmda.
Miðstýringar-
málflutningur
Svavar Gestsson fagnaði þeim
ummælum ráðherra að það væri ekki
stefna hennar að kaupa Borgarspítla.
Málflutningur hennar hafi að öðru
leyti verið dæmigerðasti miðstýring-
armálflutningur, sem fluttur hafi
verið úr ræðustól þingsins.
Reykjavík og
grannbyggðir
Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) sagði
Borgarspítala ekki þjóna Reykjavík-
urborg einni heldur mörgum sveitar-
félögum í næsta nágrenni höfuð-
borgarinnar. Reykjavíkurborg stæði
að þessu leyti undir þjónustu sem
þessi nágrannasveitarfélög ættu með
réttu að taka kostnaðarlegan þátt í.
Stór-Reykjavíkursvæðið í heild ætt
að standa undir hlut Reykjavíkur í
rekstri Borgarspítalans. Það er ekki
amalegt að reka sveitarfélag í skjóli
borgarinnar og geta sótt margvíslega
þjónustu á hennar kostnað. Öðru
máli gegnir um sjúkrahús stijálbýlis-
sveitarfélaga úti á landi. Þau þjóna
nokkuð afmörkuðu svæði.
Heilbr igði sst ofnun
Islands
Ragnhildur Helgadóttir ráðherra
sagði gagnrýni Svavars Gestssonar
koma úr hörðustu átt. í fyrsta lagi
hafi það verið heilbrigðisráðherra úr
Alþýðubandalagi (Magnús Kjartans-
son), sem flutt hafi frumvarp um
Heilbrigðisstofnun íslands, sem haft
hafí að geyma dæmigert miðstýring-
arsjónarmið í heilbrigðismálum. í
annan stað hafi hann sjálfur sem
heilbrigðisráðherra hafið færslu
sjúkrahúsa af daggjaldakerfi yfir á
fjárlög (Landakot og Fjórðungs-
sjúkrahús Akureyrar). Annað mál sé
að hún viti ekki betur en þau sjúkra-
hús, sem flutt hafi verið á fjárlög,
uni því þokkalega.
Ráðherra ítrekaði að ekki væri
óeðlilegt að ríkið vildi stuðla að sam-
ræmingu og hagræðingu í heilbrigð-
isþjónustu á höfuðborgarsvæðinu,
sem það greiddi að meir en 90%, en
sín skoðun væri sú, að sjúkrahús út
um land ættu að lúta stjórnunarlega
undir heimafólk. Ríkisspítalar lúti
hinsvegar stjómunarlega undir
stjómamefnd, sem kosin væri af
þingkjömum fulltrúum á Alþingi.
Samráð við starfsfólk
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
(Kl.-Rvk.) taldi fyrispurnaform þing-
skapa ekki gefa nægan tíma til að
ræða jafn viðamikið mál ofan í kjöl-
inn. Hún sagði 75% af sjúklingum
Borgarspítala vera Reykvíkinga.
Halli á rekstri spítalans hefði ýmsar
skýringar, m.a. rekstur dýrrar slysa-
þjónustu í þágu höfuðborgarsvæðis-
ins alls. Hún gagnrýndi harðlega að
ekki hafi verið haft samráð við starfs-
fólk Borgarspítalans um hugsanlega
sölu hans.
Vinnubrögð þá og nú
Ragnhildur Helgadóttir gerði
samanburð á vinnubrögðum þá Svav-
ar Gestsson flutti Fjórðungssjúkra-
hús Akureyrar og Landakotsspítala
á fjárlög á sinni tíð og ráðgerðan
flutning sjúkrahúsa nú, eftir ítarlegar
viðræður við forsvarsmenn viðkom-
andi stofnana. Þá hefðu forsvars-
menn viðkomandi sjúkrahúsa ekki
vitað um flutninginn fyrr en fjárlaga-
frumvarp, sem fól hann í sér, var
fram lagt. Það væri því ekki að furða
þó honum færist gagnrýnin illa úr
hendi.