Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 47 Albert Camus E .......... llilTl Utlending- urinn eftir Albert Camus ÆSKAN hefur gefið út bókina Útlendingurinn eftir Albert Camus, sem hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels 1957. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi þýddi. Sagan segir frá skrifstofumann- inum Mersol, sem verður manni að bana, og réttarhöldum yfir honum. í formálsorðum segir þýðandi meðal annars: „Stíl þeirrar sögu, sem hér birt- ist, hefur verið líkt við fágað gler, blikandi stál og önnur alskír efni. Hinsvegar hefur vafist fyrir mönn- um að túlka efni hennar til hlítar. Hér verður þess ekki heldur freist- að, en við lestur hennar mætti vera nytsamlegt að hafa þetta í huga: Sagan skiptist í tvo jafna hluta. í hinum fyrri rekur Mersol skrif- stofumaður stuttan kafla ævisögu sinnar, án hlutdrægni og ástríðu. það er einfaldur annáll viðburða. I seinni hlutanum rekur hann þennan kafla enn í meigingreinum; en nú lýsir hann atburðum frá sjónarmiði samborgara og réttvísi, þ.e. þjóð- félagsins. Og sjá: Það sem í vitund einstaklingsins Mersols er eðlilegt og meinalaust háttemi, það er glæpsamlegt atferli frá sjónarmiði réttvísinnar, þjóðfélagsins. Sagan var skrifuð árin 1939 og 1940. Þau viðskipti þjóðfélags og einstaklings, sem hér eru greind, kynnu öðrum þræði að vera sniðin eftir viðureign nasískrar réttvísi við menn og þjóð- ir á þessum tíma. Sagan er af- sprengi sinnar tíðar.“ Útlendingurinn er 100 blaðsíðna kilja. Prentsmiðjan Oddi hf. vann bókina og kápu teiknaði Almenna auglýsingastofan/Anna Gunn- laugsdóttir. (Bókin var gefin út af Menning- arsjóði 1961.) Hveragerði: Lúðrasveit Hvera- gerðis með bingó Morgunblaðið/Sigrún Lúðrasveit Hveragerðis leikur fyrir bingógesti. Stjórnandi er Kristj- án Ólafsson. Áhuginn var mikill. Hveragerði. LÚÐRASVEIT Hveragerðis gekkst fyrir bingókvöldi nýlega í Hótel Ljósbrá. Margir góðir vinningar voru þar á boðstólum. Aðalvinning- urinn var utanlandsferð. Húsfyllir var á bingóinu og stjórnaði Þórður Snæbjörnsson þvi af mikilli röggsemi. annast Lúðrasveitina í fjögur ár og hefur hún tekið miklum framförum undir hans handleiðslu og eru sífellt að fjölga félögum, eru nú um 40 börn og unglingar í sveitinni. Á bingóinu lék Lúðrasveitin nokkur lög, áður en leikurinn hófst og í hléinu, við góðar undirtektir. Hveragerðingar sýna í verki að þeim er annt um Lúðrasveitina og gáfu fyrirtæki í bænum alla vinn- ingana fyrir bingóið. Aðalvinning- urinn var gjöf frá Útsýn og Hótel Örk, en hann hlaut lítill drengur Björn Kristjánsson. Kristján Ólafsson skólastjóri bað mig fyrir góðar kveðjur og þakkir til þessara velunnara Lúðrasveitar- innar og allra þeirra sem mættu og gerðu þetta kvöld ánægjulegt. Sigrún. Lúðrasveit Hveragerðis er ung að árum, en hún mun halda upp á 10 ára afmæli sitt þann 3. febrúar á komandi ári. Skólastjóri Tónlist- arskólans, Kristján Ólafsson, hefur Góð bók Kristmn i Björgun — Eldhuginn í sandinum Skráð af Árna Johnsen Leitin að gullskipinu, björgun strandaðra skipa, fiskirækt, dæling bygging- arefnis úr sjó. Bók full af fjöri og spennu eins og líf þessa eldhuga. KRISTINN Arm Johnsen skróðt Tilvaldar jólagjafír Fatastandarnir vinsælu, 3 viðarlitir. Kr. 2.500,- Mikið úrval af speglum á mjög hagstæðu verði. Myndbandaskápar. 4 gerðir. Símabekkir. Verð frá kr. 7.500.- VaUiúsgögn hf., Ármúla 8. Sími 82275. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | Hárgreiðslustofan Edda Sólheimum 1. Strípur 750 kr. Sími 36775. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvírkjam. — S. 19637. Raflagnir — Viðgerðir S.: 687199 og 75299 Ungt fólk með hlutverk Almenn samkoma í Grensás- kirkju í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maöur: Teo van der Weele fró Hollandi. Allir velkomnir. Frá Guðspeki- fólaginu Áskriftarsími Ganglera er 39573. Vegur pílagrímsins [ kvöld kl. 21.00 Vegur pllagrlms- ins. Upplestur Herdis Þorvalds- dóttir leikkona. Kynningaraðili Hvaða starfandi sönghljómsveit á Reykjavikursvæðinu eöa skemmtikrafur hefur áhuga á að kynna lag og Ijóð samið I tilefni afmælis Reykjavikur, þar sem minnst er Ingólfs, Skúla, Thors Jensen, Hallgrímskirkju og Hallgríms. Áhugasamir leggi nafn og sima- númer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. des. 1986 merkt: „Ekk- ert atómljóð”. I.O.O.F. 12 = 16812128'/! = I.O.O.F. 1 = 16812128'/! =

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.