Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 53 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur! Ég hef mikinn áhuga á að kom- ast að sem flestu um sjálfan mig, þar sem ég er helst til ráðvilltur. 27.04. 1967 kl. 12.04 er minn tími. Hvemig passar hann við 20.09. 1962 kl. 15.45? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna." Svar: Þú hefur Sól og Miðhimin í Nauti, Tungl í Bogmanni í 5. húsi, Merkúr í Hrút, Venus í Tvíbura, Mars í Vog og Ljón Rísandi. EirÖarlaus Ástæðan fyrir því að þú ert ráðvilltur er líkast til sú að þú hefur Tungl, Venus og Úranus í spennuþríhyming. Það táknar að þú ert eirðar- laus og hefur þörf fyrir fjölbreytileika og þolir ekki stöðnun og vanabindingu. Það kemur í veg fyrir að þú festir þig í einu málefni. Öryggi Ofan á þetta kemur að þú ert Naut. Nautið vill sjá áþreifanlegan árangur gerða sinna, vill skapa sér öryggi og fást við uppbyggileg mál- efni. Ljónshlið þín vill síðan virðingu frá umhverfínu. Engar ásakanir Það æskilega í slíkri stöðu, er í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir þessum ólíku þátt- um og sætta sig við þá. Mikilvægt er að þú ásakir ekki sjálfan þig, eða farir að telja þig á einhvem hátt ómögulegan. Þú ert ágætur, þarft einungis að fínna far- veg fyrir orku þína. Um leið og það gerist verður þú ánægður. Vandinn Vandi þinn er hugsanlega sá að þú einblínir um of á eitt afmarkað nám eða svið sem er það þröngt að þú tapar áhuga eftir smá tíma. Lausn gæti verið fólgin í viðhorfs- breytingu, að þú gerir þér grein fyrir því að eitt af- markað svið á ekki við þig. Fjöltœkniþjóðfélag Kannski ættir þú að sætta þig við eirðarleysi þitt og til- hneigingu til að fara úr einu í annað. Ná þér í menntun sem gefur kost á breiðum starfsvettvangi síðar meir. Sem dæmi má nefna tungu- málanám, það að taka nokkra áfanga í viðskiptum, fara erlendis og kynnast menningu annarra þjóða, læra fjölmiðlun, fara út á hinn almenna vinnumarkað og reyna að kynnast þjóð- félaginu á sem fjölþættustum gmnni. Þjóðfélagið í dag er flókið og not eru fyrir per- sónuleika sem hafa fjöl- breytilega reynslu. Að lokum í þessu sambandi: Þú ert ennþá ungur og ættir því ekki að flýta þér, vera róleg- ur og sjá hvað setur. Það er engin ástæða til þess að þú festir þig niður. Ef þú þarft að velja nám, athugaðu þá fög sem eru lifandi, ekki of langvarandi og gefa kost á fjölbreytilegu starfí síðar. Ósanngirni Hvað varðar ósanngimi sem þú nefnir í óbirtum kafla í bréfínu, myndi ég athuga hvað það er í hegðun þinni sem kallar á þessa framkomu hjá öðram. Fyrst og síðast löðumst við að vinum sem höfða til einhvers í eigin fari. Ágœt saman Kort ykkar era lík. Naut og Meyja eiga vel saman og sömuleiðis Tungl í Bogmanni og Tvíbura. Þú ert hins vegar of ungur og óráðinn til að vera að binda þig. Eigi að síður getur sambandið verið ánægjulegt. y-9 GRETTIR TOMMI og jenni UOSKA Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Breska brídskonan Rixi Mark- us átti kost á tveimur svíningum í eftirfarandi spili, en hafnaði báðum. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK7 ♦ G4 ♦ ÁK10985 ♦ 98 Vestur Austur ♦ 9843 ♦ G105 ♦ K95 V10762 ♦ D74 ♦ G632 ♦ D32 ♦ 65 Suður ♦ D62 ♦ ÁD83 ♦ - ♦ ÁKG1074 Vestur Norður Austur Sudur Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass ltígull Pass 1 hjarta Pass 3 grönd Pass 61auf Pass Pass Pass Vestur hitti á besta útspil vamarinnar, spaða. Við sem sjáum öll spiiin vitum að báðar svíningamar sem til greina koma, í trompi og hjarta, misheppnast. Flestir myndu þó treysta á að önnur þeirra gengi og byija á því að svína fyrir lauf- drottninguna í öðram slag. En ekki frú Markus. Hún tók fyrsta slaginn í blindum, henti hjörtum heima niður í ÁK í tígli og trompaði tígul heima með gosanum. Spiiaði síðan litlu laufí á blindan! Vestur stakk upp drotting- unni og spilaði aftur spaða. Markus tók slaginn heima á drottningu, læddi sér inn á laufníuna í blindum og fríaði tígulinn með trompun. Tók los síðasta tromp vesturs og átti innkomu á spaða eftir í blindum til að taka frítígul. Hérna er kassi með veizluhöttum sem þú varst að biðja um ... Vona að þú skemmtir þér vel í kvöld Það geri ég svo sannar- lega... Það er heil listgrein að vera hrókur alls fagnað- ar... SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Bugojno í Júgóslavíu í vor kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Lajos Portisch, Ungveijalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Jan Timman, Hollandi. 39. Hc6! — De5 (Auðvitað er 39. — Bxc6 svarað með 40. Rf5+, og eftir 39. — De7, 40. Bxd5 vinnur hvítur peð. Timman bregður því á það ráð að fóma : drottningunni fyrir hrók og ridd- ara) 40. Re6+! - De6+!, 41. Hxe6 — Bxe6, 42. Dd4 og um ! siðir vann Portisch á liðsmunin- um. Þeir Portisch og Timman hafa báðir þegið boð um að tefla á stórmóti IBM í Reykjavík í febr- úar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.