Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 63 Jólavaka í Hafnar- fjarðar- kírkju HIN ÁRLEGA Jólavaka við kerta- ljós verður haldin í Hafnarfjarð- arkirkju 3. sunnudag í aðventu, 14. desember nk., og hefst hún kl. 20.30. Jólavakan er Hafnfirðingum svo og öðrum sem hana sækja augljós vottur um nánd og komu helgra jóla. Líkt og áður verður nú mjög til henn- ar vandað og þess gætt að efni hennar sé öllum aðgengilegt og hæfí- legt að lengd. Ræðumaður kvöldsins verður Guðrún Helgadóttir alþingismaður. og flytjendur tónlistar upprennandi listamenn, Guðný Ámadóttir altsöng- kona, Gunnar Guðbjömsson tenór- söngvari og Bjöm Davíð Kristjánsson flautuleikari og svo kór Hafnarfjarð- arkirkju undir stjóm Helga Braga- sonar organista. Flytur kórinn m.a. þijá nýja sálma eftir norska sálma- skáldið Svein Ellingsen og hefur hr. Sigurbjöm Einarsson, biskup, þýtt einn þeirra sérstaklega fyrir Jólavökuna. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið við hendur. Gengur þá loginn frá helgu altari til hvers og eins sem tákn um það að sú friðar og Ijóssins hátíð sem framundan er vill öllum lýsa, skapa samkennd og vinarþel. Megi enn sem fyrr flölmargir eiga góða og uppbyggjandi stund á Jóla- vöku í Hafnarfjarðarkirkju. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. Kvennadeild Fáks með bazar í Austurstræti KVENNADEILD Fáks verður með jólabazar í Austurstræti á morgun, laugardaginn 13. des- ember. Meðal þess sem á boðstól- um verður em sauðskinnsskór og lopapeysur og teppi með merki Landsmóts hestamanna sl. sumar. Þama verður líka hægt að kaupa kökur alls konar og til að aukja jólabraginn kemur jólasveinninn í heimsókn. Rakarastofa Björns Gíslasonar 15 ára Selfossi. BJÖRN I. Gislason hárskerameistari á Selfossi hélt upp á það 4. des- ember síðastliðinn að 15 ár eru siðan hann hóf sjálfstæðan rekstur rakarastofu á Selfossi. Viðskiptavinum og öðrum sem litu inn þennan dag var boðið upp á gómsætar kökur í tilefni dagsins. Rakarastofa Bjöms Gíslasonar á rætur að rekja til ársins 1948 en þá hóf faðir hans, Gísli Sigurðsson, rekstur rakarastofu sinnar að Kirkjuvegi 17 á Selfossi. Björn nam hjá föður sínum og annaðist rekstur stofu hans frá 1967 til þess er hann hóf eigin rekstur og flutti stofuna að Eyravegi 5. Á rakarastofunni hjá Bimi eru auk hans tveir starfsmenn að stað- aldri ásamt einum til viðbótar þegar álagstímar eru. Öll alhliða hársnyrti- þjónusta er veitt á stofunni og þar voru miklar annir á afmælisdaginn enda jólaklippingin mikilvægur liður í jólaundirbúningnum. Það er oft margt spjallað á rak- arastofum og þær verða rabbpunkt- ur í hversdagsleikanum, þar sem spurt er frétta um menn og mál- efni. Stofan hjá Birni byggir á Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Starfsfólk rakarastofu Björns Gíslasonar. F.v. Kjartan Björnsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Heiðdís Einarsdóttir og Björn Gíslason. gömlum grunni hvað þetta varðar ýmislegt fjúka í stólnum þegar mik- enda margir góðir fastakúnnar sem ið er að snúast í bæjar- eða þjóðlíf- spanna litróf mannlífsins og láta inu. Sig. Jóns. 6i6ðraí^aapí>f 5leðundV a veittur et V\aWa inrvt Vskarnlí SPORTBÆR Selfossi SPORTVAL v/Hlemm SPORTBÚÐ ÓSKARS Kenavík BIKARIIiri Skólavörðustíg JÓM HALLDÓRSSOIi Dalvfk SPORTHÚSIÐ Akureyri SPORTBÚÐIH Drafnarfelli MÚSIK & SPORT Hafnarfirði SKÍÐALEIQAIi v/Umferðarmiðstöðlna SPORTHLAÐAIi ísanrði Á MORGUN LAUGARDAG KYNNUM VIÐ JÓLABAKSTUR í NÝJU RAFHA BLÁSTURSELDAVÉLINNI. JÓLABAKSTURSKYNNING EINNIG KYNNUM VIÐ NOTKUN A ZANUSSI ÖRBYLGJUOFNINUM. OPIÐ FRÁ KL. 10.00 TIL 18.00 KAFFI OG PIPARKÖKUR VERIÐ VELKOMIN LÆKJARGOTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.