Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
67
Vilhjálmur Th. Bjarnar
tannlæknir — Minning
heimili sitt af myndarskap og rausn.
Þau voru þar fyrst með nokkum
búskap, geitur og hænsni og voru
á undan sinni samtíð í ræktun
garðávaxta. Anna lagði einlæga
rækt við garðinn sinn og kenndi
niðjum sínum að meta hollustu
grænmetis. Jafnframt lögðu þau
áherslu á útlit jarðar sinnar, enda
fengu þau viðurkenningu frá Feg-
runarfélagi Hafnarfjarðar. Það var
eðlileg verkaskipting milli þeirra
hjóna, að hún sæi um rekstur heim-
ilisins, því að Guðbjöm, hinn
harðduglegi og farsæli sjósóknari,
var oft langdvölum að heiman.
Anna var mjög trúuð kona og
þess fullviss að líf sé eftir þetta
jarðneska. Trú hennar kom m.a.
fram í einlægum áhuga á fagurri
tónlist. Var hún góður liðsauki þeg-
ar hún nýkomin úr sveitinni söng
með Alþingishátíðarkómum á Þing-
völlum 1930.
Þrátt fyrir mikil skyldustörf
heima fyrir hafði Anna alltaf tíma
til ýmissa félagsstarfa og svo til
að rækta samskiptin við ættingja
og vini. Nánir ættingjar hennar
vora margir en hún fylgdist grannt
með öllum og lét velferð einstakra
sig ávallt skipta þegar á þurfti að
halda. Við tengdafólk sitt átti hún
og einstaklega gott samband og
vora t.d. samskipti foreldra minna
og systur við þau Önnu og Guð-
bjöm fádæma innileg, og saknar
móðir mín samfylgdar hennar í
opið hús hjá Félagi aldraðra.
Anna trúði á land sitt og þjóð
og leitaði allra Ieiða til að bæta eig-
ið mannlíf sem og annarra. Hún tók
forystu í Náttúrulækningafélagi
Hafnarfjarðar og var um langa tíð
mjög virkur og virtur félagi í
Hraunprýði, kvennadeild Slysa-
vamafélags íslands í Hafnarfirði.
Þá lét hún einnig skógrækt mjög
til sín taka, var virkur félagi í Skóg-
ræktarfélagi Hafnarfjarðar og var
meðal þeirra sem fóra árið 1952
til að kynna sér skógrækt í Nor-
egi. Hún lét sig ógjaman vanta á
samkomur þar sem áhugamál henn-
ar vora á döfinni.
Anna Eiríksdóttir taldi sig ótví-
rætt Snæfelling og lét sig varða
vöxt og viðgang sveitar sinnar. Er
því viðeigandi að gera tvö síðustu
erindin úr ljóði Ármanns Dalmanns-
sonar, „Sólarlag við Snæfellsjökul",
að lokaorðum þessarar minningar.
Þessi orð Ármanns frænda hennar
lýsa vel lífsviðhorfi Önnu.
Hafið og allar Faxaflóa strendur
faðmar nú sólarinnar mildi bjarmi
eins og hún vilji minna á mjúkar hendur
móður sem leggur hvítvoðung að barmi
- eins og hún vilji minna mig á það,
sem mér var kærast hér á þessum stað.
Himinsins drottning, móðir Ijóss og lita
lítur í svip af þessu breiddarstigi,
en strax að morgni meira ljós og hita
miðlar hún oss, þó nú til viðar hnigi.
Það er sem jörð og hafa svo undurhljótt
hlusti, er sólin býður - góða nótt
Hafi Anna Eiríksdóttir þökk fyrir
það líf sem hún gaf okkur nánustu
samferðamönnum hennar.
Almar Grímsson
Fæddur 19. ágúst 1923
Dáinn 30. nóvember 1986
Vilhjálmur Th. Bjamar, tann-
læknir í Uddevalla í Svíþjóð, varð
bráðkvaddur sunnudaginn 30. nóv-
ember sl. og verður jarðsunginn þar
í dag, 12. desember.
Hann fæddist í Reykjavík 19.
ágúst 1923. Faðir hans var Theódór
kaupmaður í Reykjavík, sonur Vil-
hjálms Bjamarsonar, bónda á
Rauðará, og Sigurlaugar Jóhannes-
dóttur. En móðir Vilhjálms var
Vilborg, dóttir Vilhjálms Þorláks-
sonar, bónda á Kollsstöðum í
Vallnahreppi og Hólmfríðar
Grímsdóttur frá Öxará í Ljósavatns-
hreppi. Vilborg lézt 21. september
1923, einungis rúmum mánuði eftir
að Vilhálrhur fæddist. Faðir hans,
Theódór, drakknaði úti fyrir Mýram
9. desember 1926, þá á leið að
norðan frá jarðarför móður sinnar.
Það vildi Vilhjálmi og systrum
hans tveim, er eldri vora, Sigfríði
og Guðnýju, til happs, að móður-
systir þeirra, Guðný og maður
hennar, Einar Sveinn Einarsson,
bankamaður frá Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði, tóku þau í fóstur og
reyndust þeim sem bestu foreldrar.
Þau bjuggu lengstum á Lokastíg 7
í Reykjavík, og þangað átti maður
forðum marga ferðina að heim-
sækja frændsystkin sín. Við Vil-
hjálmur, sem voram nær jafnaldrar,
voram eitt sumar á skólaáranum
saman í vegavinnu norður á Stóra-
Vatnsskarði. Var hann alltaf sami
góði og glaðlyndi félaginn, er öllum
þótti vænt um er kynntust honum
og samvistum voru við hann.
Að loknu stúdentsprófi í
Reykjavík vorið 1945 vann Vil-
hjálmur við skrifstofustörf í
Reykjavík um hríð, en réðst síðar
til náms í tannlækningum við Tann-
læknaháskólann í Málmey í Svíþjóð
ög lauk prófi úr þeim skóla snemma
árs 1953. Hann vann sem tann-
læknir á ýmsum stöðum á Svíþjóð
í Jönköping 1953—55, þá tvö ár í
Gautaborg, sfðan ár í Kristianstad,
fimm ár í Varberg og loks í Udde-
valla, þar sem hann rak eigin
tannlæknastofu frá 1964 til ævi-
loka. Heimsótti ég hann og fjöl-
skyldu hans þar einu sinni og
minnist þeirrar heimsóknar með
mikilli ánægju.
Vilhjálmur gekk hinn 6. desem-
ber 1952 að eiga sænska stúlku,
Irmu Elvira Nilsson, dóttur Nils
Martinssonar bónda í Kjellstorp í
Glimákra og Önnu konu hans.
Vilhjálmur og Irma eignuðust
tvær dætur og era þær Rita Elíza-
bet, kennari og sálfræðingur og
Birgitta, hjúkranarkona.
Þótt fjölskyldan öll kæmi hingað
heim, vora þær þó fleiri ferðimar,
er Vilhjálmur kom einn, í honum
þrá til gamla landsins og ættingja
og vina hér. Það var alltaf jafn-
ánægjulegt að hitta hann og spjalla
við hann um heima og geima, heyra
hve vel hann hélt hinu íslenzka
tungutaki, sem hann fékk svo lítt
beitt úti um byggðir Svíaríkis.
Nú er þessi vinur minn og frændi
snögglega fallinn frá. Ég votta Irmu
og dætranum, ennfremur systram
Vilhjálms hér heima og öðram nán-
um vandamönnum innilega samúð.
Finnbo gi Guðmundsson
Arnleif S. Höskulds
dóttir - Minning
Að loknum veikindum síðustu
tveggja mánaða lauk Amleif Stein-
unn Höskuldsdóttir lífsferli sínum
að morgni sunnudagsins 7. desem-
ber. í dagsins önn er dauðinn ætíð
svo íjarri okkar hugsun, þeirra sem
erum við fulla heilsu og á fullu að
lifa lífinu dag hvem. Enda ekkert
skrítið, því dauðinn er jú andstaða
lífsins. Alla Steina var tengdamóðir
mín og við andlát hennar verður
tregt um tungutak. Hugurinn leitar
víða og þaðan streyma ótal spum-
ingar sem ekkert svar fæst við, því
leitar hugurinn á vit minninganna.
Þær renna hjá straumþungar en
um leið milda þær huga manns. Á
aðventu þessa árs kveð ég góða
tengdamóður mfna sem ég og fjöl-
skylda mín áttum með svo margar
dýrmætar stundir. Hennar heimili
stóð okkur alltaf opið og var hún
boðin og búin að rétta hjálparhönd
þegar eitthvað stóð til, eða bara
þegar strákamir okkar fóra til
hennar Öllu ömmu til að fá að
drekka og var það þá oft að Alla
amma bakaði vöfflur handa þeim
til að hafa með mjólkinni. Ég kynnt-
ist Öllu Steinu fyrst er ég og kona
mín, Margrét Þórdís Egilsdóttir,
trúlofuðum okkur. Þá bjuggu Egill
og Alla í Miðstrætinu en nú síðustu
árin í Klapparbergi 23 hér í borg.
Hún Alla Steina fæddist 5. mars
1915 á Djúpavogi, dóttir hjónanna
Höskuldar Sigurðssonar og Þórdís-
ar Stefánsdóttur. Alla var næst
yngst bama þeirra hjóna, en þau
vora fimm.
Alla Steina fluttist ung til
Reykjavíkur þar sem hún kynntist
eftirlifandi eiginmanni sínum, Agli
Gestssyni, tryggingamiðlara, og bjó
þar æ síðan. Þau hjónin eignuðust
fjögur böm. Þau era Öm Egilsson,
kvæntur Lonný Egilson, Höskuldur
Egilsson, kvæntur Soffíu Rögn-
valdsdóttur, Ragnheiður Egilsdótt-
ir, gift Lárasi Svanssyni og Margrét
Þórdís Egilsdóttir, sem er konan
mín. Ég vil að lokum biðja góðan
guð að styrlqa fjölskylduna á sorg-
arstundu, en minningin um elskaða
eiginkonu, móður, ömmu, lang-
ömmu, tengdamóður og systur mun
lýsa hjörtum ykkar um ókomin ár.
Óskar Smári HaUdórsson
Egill Benedikts-
son íDal - Kveðja
Fundum okkar bar fyrst saman
með undarlegum hætti, en átti vel
við manninn umhverfið. Ég mætti
honum út á auram Jökulsár í Lóni
einn sólbjartan vordag 1963. Hann
dróst áfram og dröslaði á eftir sér
pokaslq'atta með gijóti í.
Þennan mann hefir dauðinn
merkt sér, laust samstundis niður
í huga minn. Hann heilsaði mér
andstuttur og kvaðst heita Egill
Benediktsson, kenndur við Dal í
, Lóni. Hann sagðist vafra um aurana
að vana sínum að líta eftir fágætum
steinum, sem þar kynnu að finnast
í framburði árinnar. Síðar kom í
ljós að af sjaldgæfum bergtegund-
um átti hann mikið og forkunnlegt
safn.
Skömmu síðar leitaði Egill sér
lækninga á Skotlandi. Kom þá í ljós
að mein hans var ekki í hjartanu
sjálfu heldur umbúnaði þess. Fékk
hann fullan bata við uppskurð hjá
skozkum og kunni sögur að segja
af þeim atburðum.
Þessi maður varð einhver hlýjast-
ur vinur sem ég hefi eignazt um
ævina. Og minnar fjölskyldu. Böm-
in mín bemsk gerðust miklir
aðdáendur þessa manns með töfra-
steinana og linntu ekki látum fyrr
en smíð höfðu verið gerð úr gjöfum
hans.
Egill í Dal var snemma til kvadd-
ur að vera fyrirsvarsmaður sveitar
sinnar í félagsmálum. Það má mik-
ið vera ef fundizt hafa hnökrar á
þeirri embættisfærslu. Hann var
allra manna samvizkusamastur í
störfum sínum og lét ekki hendi
óveifað ef það gat orðið til góðs
félagsskap sveitarinnar. Sótti
mannamót kappsamlega hennar
vegna. Var hvarvetna að honum
hinn mesti sómi og þótti samferðar-
mönnum hans í hópi sveitarstjóm-
armanna hið mesta til hans koma
af drengskaparsökum. Um það hef-
ir margur borið vitni í mín eyru.
Egill var allra manna gestrisn-
astur og glaðbeittastur heim að
sækja. Leiddi hann þá jafnan gesti
sína í gimsteinastofu að sýna þeim
dýrðarsmíð móður náttúra. Um all-
an beina og vináttu voru þau
samtaka hjónin, Guðfinna og hann.
Mátti svo kalla, eftir að þau fluttu
í Volasel, að skáli þeirra stæði um
þjóðbraut þvera.
Margir af góðum vinum mínum
hafa gengið fyrir ættemisstapann
austur þar á umliðnum aldaifyórð-
ungi er ég fyrst nam þar land.
Fari þeir í friði. Friður Guðs þá
blessi. Einn af þeim beztu var Eg-
ill bóndi í Dal.
Sverrir Hermannsson
Gústav Sigvalda-
son - Minning
Fæddur 12. júlí 1911
Dáinn 6. desember 1986
Elsku afi minn, Gústav Sigvalda-
son, varð bráðkvaddur þann 6. þ.m.
Svo skyndiiega sem hendi væri veif-
að var hann kallaður burt héðan.
Það er alltaf erfitt að sætta sig við
það þegar ástvinur er kallaður burt
en minningamar munu lifa og þær
era það dýrmætasta sem hver mað-
ur á.
Afí minn var fæddur þann 12.
júlí 1911 að Hrafnabjörgum í
Svínadal, A-Húnavatnssýslu og ól
hann bemskualdur sinn þar. Varð
hann búfræðingur frá Hólum í
Hjaltadal 1932 og nam síðan við
Samvinnuskólann árin 1933—35.
Fluttist hann síðan til Reykjavík-
ur og vann þar hin ýmsu störf
meðal annars sem skrifstofumaður
hjá heildverslun Jóns Loftssonar
(’36—’38), bókari og gjaldkeri hjá
Öfnasmiðjunni hf. (’38—’48). Varð
hann svo aðalgjaldkeri hjá Flug-
málastjóm frá 1. janúar ’48 og
síðan sem skrifstofu- og Qármála-
stjóri. Vann hann hjá Flugmála-
stjóm til 70 ára aldurs eða til ársins
1982.
Afi kvæntist ömmu minni, Ásu
Pálsdóttur, 18. maí 1940 ogeignuð-
ust þau þijú böm, Jónínu Guðrúnu,
Pál og Sigvalda.
Þegar ég lít til baka og minnist
bemsku minnar þá er afi alltaf til
staðar því í Blönduhlíðinni hjá afa
og ömmu vildi ég alltaf vera. Öll
sumur, sem bam og unglingur, fór
ég með afa norður að Hrafnabjörg-
um, en þar hafði hann (á fæðingar-
jörð sinni), hafið uppbyggingu og
varð þar hið reisulegasta bú svo
af bar í sveitinni. Enda var afi stolt-
ur af jörð sinni, enda átti hún hug
hans allan og þar undi hann sér
best.
Rak hann fyrst búskap á Hrafna-
björgum með ráðsmanni en sfðan
með öðram ábúendum. Dáðist ég
alltaf að þvf hvað hann var viljugur
að keyra norður stanslaust í 7 klst.
og þá voru nú vegimir ekki eins
góðir og nú orðið. En hin seinni ár
treysti hann sér ekki að fara svo
ört norður.
En hann sagði ekki skilið við
skepnumar þvf hann hefur ávallt
haft hesta fyrir sunnan. Fyrst var
hann með hesthús á Reykjavíkur-
flugvelli en byggði síðan hesthús í
Víðidal og hefur hann haft hestana
þar síðan. Hafa hestamir alltaf
verið honum mjög hjartfólgnir og
vora þeir bestu vinir hans.
Það vora yndislegar stundir sem
ég átti með afa f útreiðartúram en
eftir að árin fóra að færast yfir
hann fækkaði þeim.
Ég mun aldrei gleyma þvi atviki
sem skeði er ég var u.þ.b. 6 ára.
Þá afrekuðum við það ég og vin-
kona mín að kveikja í gardínunum
í svefnherbergi ömmu og afa. Allur
glugginn var í ljósum logum og
földum við okkur og létum engan
vita um þennan hræðilega atburð.
Eftir u.þ.b. 3 tíma fundumst við
svo. Vorum eilítið skammaðar en
afi eins og endranær kenndi í bijóst
um okkur og fór með okkur út í
isbúð, fengum við sir.n ísinn hvor
og var afi þá sannarlega besti afi
í heiminum.
Þegar eitthvert okkar systkinana
var veikt var afi fyrstur af öllum
að koma í heimsókn með fulla vasa
af sælgæti, og þá færðist nú bros
yfir sjúklingana. En alltaf var hann
kominn ef eitthvað bjátaði á.
Við systkinin þökkum fyrir öll
árin sem við fengum að njóta sam-
vista við hann.
Megi góður guð styrkja elsku
ömmu, Siwa frænda og alla ástvini
á þessari stundu.
Ása Kolla