Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 69

Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 69 Þórdís Hólm Sigurð- ardóttir — Minning í dag verður færð til hinstu hvfldar frú Þórdís Hólm Sigurðardóttir er lést þann 4. þ.m. í Landspítalanum eftir þungbæra sjúkdómslegu sem hún átti lengi við að stríða, en umbar með ótrúlegum kjarki og því jafnað- argeði sem einkenndi hana einatt. Dodda, eins og hún var ávallt köll- uð meðal ættingja og vina, fæddist að Urriðaá á Mýrum þann 13. ágúst 1908, en fluttist ung til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka. Þann 19. október 1935 giftist Dodda Guð- laugi Stefánssyni fyrrverandi yfir- verkstjóra hjá gatnamálastjóra Reylq'avíkurborgar. Þau hjón voru því búin að búa í farsælu og hamingju- sömu hjónabandi rúmlega hálfa öld. Á meðan heilsa Doddu entist nutu þau hjónin mjög ferðalaga um landið og eins til Kaupmannahafnar, en þar bjó systir hennar sem lést þar á þessu ári. Mágur Doddu, Börge Jörgensen, kom hingað frá Danmörku þegar séð var hvert stefndi í hennar veikindum og dvaldi hér í 4 daga, en þeir dagar veittu Doddu mikla ánægju því þeim gafst tími til að minnast liðinna ára og síðan kveðjast hinsta sinni. Dodda eignaðist tvö fyrirmyndar- börn, þau Hilmar Leósson flugstjóra hjá Flugleiðum, giftan Sigríði Krist- jánsdóttur, og Sólveigu Guðlaugs- dóttur hjúkrunarkonu, gifta Áma Filippussyni markaðsstjóra hjá Velti hf. Bama- og bamabamabömin eru orðin mörg svo það er víða harmur kveðinn eftir góða og mæta konu, sem kvatt hefur jarðvistarskeiðið og flutzt til æðri tilvistar þar sem hún mun hitta látin ættmenni og vini. Ég átti því láni að fagna að kynnast Doddu þegar ég giftist mágkonu hennar og fluttist í sama hús og hún bjó í á Bergþómgötu 6b. Mér eru ógleymanlegar þær mörgu ánægju- stundir sem ég átti með þeim hjónum og tengdafólki okkar á heimili þeirra. Með þessum fáu línum mínum kveð ég Doddu með söknuði og bið Guð að veita eiginmanni hennar, afkom- endum og tengdafólki styrk og gæfu til að bera harm sinn vel. Blessuð sé minning góðrar konu. Haraldur Jensson Syigja nú látna svanna prýði eiginmaður, böm og ástmenni. Deyi góð kona er sem daggar geisli hverfi úr húsum verður húm eftir. (Stgr. Th.) Þessar ljóðlínur komu mér í hug, þegar mágkona mín, Þórdís Hólm Sigurðardóttir, kvaddi þennan heim. Hún lést f Landspítalanum 4. desemb- er sl. eftir stranga sjúkdómslegu. Þórdís fæddist 13. ágúst 1908 að Urriðaá í Álftaneshreppi. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Gunnlaugs- dóttur og Sigurðar Þórðarsonar bónda þar og síðar á Hlíðarenda í Ölfusi. Hún kom ung til Reykjavíkur og hóf nám í Kvennaskólanum. Þórdís bar það með sér, að hún var vel gefín kona til munns og handa, eins og sagt var hér áður fyrr, og þótti prýði hverrar konu. Hún var vandvirk, hvort sem hún vann við matargerð eða saumaði klæði. Nutum við systur oft góðrar tilsagnar hennar og þótti mér stundum nóg um no- strið. Hún kom inn í líf okkar syst- ranna, er hún giftist bróður mínum, Guðlaugi Stefánssyni, verkstjóra, 19. október 1935. Þau stofnuðu heimili í húsi móður okkar, Ólínar Hróbjarts- dóttur, á Bergþórugötu 6b, sem þá var ekkja með 7 dætur. Þær yngstu voru 5 ára, sjálf var ég aðeins 11 ára gömut, svo að samveran er orðin löng. Bróðir minn hafði verið móður okkar stoð og stytta frá því að faðir okkar dó, enda dáði hún hann mjög. Einhver hefði nú guggnað við að hefja búskap við slíkar aðstæður, en innilegt samband varð fljótt á milli þeirra tengdamæðgna. Það má til sanns vegar færa, að er móðir okkar lá helsjúk í sjúkrahúsi, þá óskaði hún eftir því að tengdadóttir hennar vekti yfir henni. Vitnar það best um nær- færni og ljúfmennsku Þórdísar, enda höfum við systumar elskað hana og virt eins og okkar bestu systur. Seinna byggði Guðlaugur hæð ofan á húsið á Bergþórugötu og bjuggu þau þar í ein 27 ár. Þá eignuðust þau fallega hæð í Safamýri og var sama hvort þau bjuggu í lítilli íbúð eða stórri og glæsilegri, alltaf var heimil- ið jafn hlýlegt og fallegt, og þar var alltaf gott að koma og vel tekið á móti öllum, en sjálf var Þórdís mesta heimilisprýðin. Þegar Guðlaugur hætti störfum, minnkuðu þau við sig og hafa síðustu árin búið í Sólheimum 27. Þórdís og Guðlaugur eignuðust eina dóttur, Sólveigu hjúkrunarfræð- ing, sem gift er Ama Filippussyni, markaðsstjóra hjá Velti hf., og eiga þau tvö böm. Þórdís átti einn son áður en hún giftist Guðlaugi, Hilmar Leósson, flugstjóra. Kona hans er Sigríður Kristjánsdóttir og eiga þau 4 böm. Bamabömin em orðin 9 og öll sakna þau nú ömmu og „ömmu lang“, eins og þau minnstu kölluðu hana. Það líður að jólum og mikinn skugga ber á jólagleðina hjá þessari stóm fjölskyldu. Við söknuðum henn- ar öll, systur, svilar og systrabömin, en mestur er söknuður Guðlaugs, bróður míns, sem búinn er að hafa hana við hlið sér í meira en fimmtíu ár, en ég trúi því að honum veitist styrkur til að taka því, er honum er ætlað. Megi hún njóta jólabirtunnar, laus við líkamsþjáningar, með þeim vinum, sem á undan em gengnir. Blessuð sé minning hennar, hafi hún þökk fyrir allt og allt frá okkur systmm og fjölskyldum okkar. Margrét Stefánsdóttir Hún fæddist 13. ágúst 1908, en lést í Landspítalanum 4. desember síðastliðinn. Það er erfítt til þess að hugsa að hún Dodda okkar sé dáin, hún sem aldrei virtist eldast nema undir það síðasta þegaer hún barðist við erfíð veikindi. Ég man eftir henni frá því ég var bam, er hún rétti okkur hjálparhönd þegar þörfin var brýnust og var okk- ur stoð í hinu daglega lífi. Dodda, eins og ég kallaði hana, var mér bæði amma, sem las fyrir mig og hlýjaði köldu hendumar, og vinur sem huggaði og skildi. Hún var mjög vandvirk og það sem hún tók sér fyrir hendur bar glögglega merki um að þama hafði Dodda okkar komið næm. Ég kveð hana með söknuði, en minning hennar mun alltaf vera ljós- lifandi í huga mér. Ég votta aðstandendum hennar samúð mína. Sigurveig Bjömsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaður, viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (Vald. Briem) Hún amma lang er horfin héðan. Hún hlúir ekki lengur að langömmu- bömunum sínum. Nú þakka ég fyrir þann tíma, sem litla telpan mín fékk að njóta hennar ömmu minnar. Það var ekki ósjaldan, að bfllinn hans afa lang stóð fyrir utan bama- heimilið hennar Sollu litlu, ef eitthvað var að veðri, og þau vom þar bæði til að létta okkur leiðina heim. Við emm nú langt í burtu og get- um ekki fylgt henni síðasta spölinn, en hugur okkar er hjá henni og hon- um afa. Við vonum að Guð gefi honum styrk til að lifa áfram án hénn- ar. Þórdis og Sólveig í Odense. „JOLATILBOÐ RJOLSKYLDUNNAR FRA PANASONIC Nú, þegar fjölskyldan slær saman í eina veglegajólagjöf, er mikiö atriði að vanda valið. Á tímum gylliboða er nauðsynlegt að staldra við og hugsa sig vel um, því nóg er framboðið og ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin. Við viljum þess vegna benda ykkur á Panasonic sem vænlegan kost, sérstaklega þegar það er haft I huga, að Panasonic myndbandstækin fara sigurför um heiminn og eru í dag lang-mest keyptu tækin. Einnig má minna á, að sem stærsti myndbands- tækjaframleiðandi heims, eyða þeir margfalt meiri peningum I rannsóknir og tilraunir en nokkur annar framleið- andi. Það þarf því engum að koma á óvart að samkvæmt umfangsmestu gæðakönnun sem framkvæmd hefur verið hjá neytendasamtökum í sjö V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú, að myndbandstækin frá Panasonic biluðu minnst og entust best allra tækja. Þessar staðreyndir segja meira en hástemmt auglýsingaskrum. Jólatilboð á NV-G7 frá 37.850,- £ *JAPIS BRAUTARHOLT 7 SlMI 27133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.