Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 fclk i fréttum Ekki tilað tala um, læknirgóður! Þessum hvutta virðist fullkunnugt um hvað í vændum er og ekki ber hann mikið traust til eiganda síns eða læknis. Enda kannski lítil ástæða til. Seppi verður þó að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti, því að jafnvel hundar verða að vera bólusettir við þeim sðttum, sem jarð- linga hrjá. — Já, þetta er hundalíf! Bob Darch við píanóið. Ragtime Bob á Fógetanum Unnendur góðrar ragtime-tón- listar þurfa ekki að leita langt til þess að geta notið hennar þessa dagana. Hingað til lands er nefni- lega kominn Bob Darch, en hann hefur ekki gert annað en að leika ragtíme frá níu ára aldri. Bob er einn þeirra sem er trúr hinu „klassíska" ragtime, sem hæst reis á árunum 1897 til 1920. Þessi tónlistarstefna er samanbland suð- uramerískrar tónlistar, hillbíllys og dreifbýlistónlistar, með vænum slurk af negraáhrifum. Upphafs- maður ragtime er líkast til William Krell, en hann samdi „Mississippi Rag" í mars, 1897. í september sama ár samdi Tom Turpin „Harlem Rag", sem var fyrsta ragtime-lagið sem samið var af blámanni. Bróður- sonur hans, Gene Turpin, var einmitt kennari Bobs og kenndi honum alla réttu taktana. Hingað kom Bob eftir að hafa leikið um alla Danmörku og Færeyj- ar að auki, en heáðan heldur hann heim til Bandaríkjanna, þá til Ástr- alíu og loks til Bangkok. Enn er þó nægur tími til stefnu því að Bob mun leika á Fógetanum út desember. Þessí mynd var tekín á jólaskemmtun á Austurvelli fyrir nokkrum árum. Jól í „Gamla Mðbænum" Samtökin „Gamli miðbærinn" hyggjast standa fyrir ýmsum menningarviðburðum og uppákom- um fram að jólum. Hugtakið „Gamli miðbærinn" er nú reyndar nokkuð teygjanlegt, því að í skilningi sam- takanna nær hann alla leið upp á Hlemm! En vissulega er ekki verra að hann stækki. Þessi dagskrá mun hefjast nú á laugardaginn og heldur áfram dag- inn eftir, sem og um næstu helgi og síðustu daga fyrir jól. Á vegum samtakanna verða margs konar við- burðir, svo sem söngur og hljóð- færasláttur, ljóðalestur, barna- skemmtanir og margt fleira. Verða hér raktir nokkrir dagskrárliðir: Á Iaugardag mun dagskráin hefj- ast klukkan tvö á Hlemmtorgi, en þá mun hornakvintettinn Tónhirð- arnir flytja nokkur jólalög með léttri sveiflu. Klukkan þrjú munu Eiríkur Hauksson og Helga Möller kynna plötuna „Jól alla daga" við Lands- bankann á Laugavegi 7. — Á sama tíma mun hefjast bókmenntakynn- ing á Gauki á Stöng, þar sem lesið verður úr verkum eftirtaldra höf- unda: Fríðu Á. Sigurðardóttur, Gunnars Gunnlaugssonar, Kristjáns J. Gunnarssonar, Jónasar Svafár, Matthíasar Johannessens, Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Sigmars B. Haukssonar. Á sunnudag fram hin hefð- bundna tendrun jólatrésins á Austurvelli, en það afhendir sendi- herra Noregs borgarbúum fyrir hönd Óslóarbúa. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika jólalög fyrir afhendinguna og á eftir verður jóla- sveinaskemmtun. Klukkan fimm hefjast svo unglingatónleikar á Lækjartorgi og mun hljómsveitin Rauðir Fletir leika lög af nýút- kominni hljómskífu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.