Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 71

Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 71 Morgunblaðið/Bjami Liðsmenn STRAX, misábyrgir á svip. í hálfboga standa: Tómas Tómasson, Þórður Árnason, Val- geir Guðjónsson og Jakob Magnússon. Fremst eru þau Egill Ólafsson og Ragnhildur Gisladóttir, en hún höndlar gripinn. Á myndina vantar Ásgeir Óskarsson. STRAX.. ..í dag? Fyrsta hljóm- plata STRAXút komin Islendingar kannast velflestir við hljómsveitina Stuðmenn, sem skemmt hefur landsmönnum með hljóðfæraslætti og söng mörg und- anfarin ár. Hljómsveitin er þó fræg víðar en í á Islandi og má t.a.m. nefna Kína í því sambandi, en hljómsveitin fór einmitt í hljómleikaferð þangað á árinu. Þar sem að hljómsveitarmeð- limimir sáu fyrir að nafnið „Stuð- rnenn" yrði Gulveijum þungt á tungu tóku þeir það ráð að kalla útflutningsdeiid sína STRAX, en það nafn kunnu Kínverjar vel að meta. Stuðmenn sáu þó að ekki dygði að leggja Austurlönd íjær ein að fótum sér, svo hugað var að tónlist- arútflutningi til Vesturlanda. Meðan á Reykjavíkurfundinum stóð gafst svo gott tækifæri til þess að koma tónlistinni á framfæri og það gerði okkar fólk enda. Minnast menn eflaust lagsins „Moscow, Moscow", sem Stuðmenn tóku upp á hljóð- og myndband á mettíma, og náði talsverðum vinsældum hér. Á dögunum efndi STRAX til samkvæmis á Hótel Borg, en þang- að var boðið nokkrum vinum og vandamönnum hljómsveitarmeð- lima, auk blaðamanna. Var boðs- gestum leyft að taka með sér besta vin sinn og þeim boðnar piparkökur og glögg að skandinavískum sið. Var skrafað og skeggrætt um ágæti fyrstu plötu STRAX, en til samkvæmisins var boðað í tilefni útgáfu hennar. STRAXmönnum er óskað til hamingju með skífuna, enda var ekki að heyra á gestum að þeim líkaði hún verr en piparkök- umar og jólaglöggið. ★ K51EML * í kvöld Frá Hippodrom í Kreml. Ásta Sigurðardóttir og Helena Jónsdóttir. ★ ★ Sjóliðar í jólafríi. Jassballettskóli Báru. Dansskóli Auðar Haralds. Strandastrákar í sveppasveiflu. Maggi frá World Class. ★ ★ Unglingadagskrá á laugardag kl. 16-19. Kr. 150.- Þýsk-ísl., — Boss — Stefáns blóm *KHEML* stofnað 13. des. 1985 = 1 árs. Jólaglögg og huggulegheit. SANNKÖLLUÐ KRÁARSTEMMNING Það er óhætt að fullyrða að fjör verði í kvöld, því hljómsveitin Kasínó spilar og syngur til kl. 3.00. OPIÐ: í hádeginu alla daga kl: 11.30 - 15. á kvöldin sunnudaga - fimmtudaga kl: 18-01. og á föstudögum og laugardögum kl: 18-03. Jólapakkakvöld Jólapakkakvöldin okkar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Nú endurtökum við þau laugardagskvöld og sunnudagskvöld. Matseðill Reyksoðin rjúpubringa með jólasalati Nautakjötseyði Julienne með ostastöngum Heilsteiktar nautalundir með Cognacsósu skornar á silfurvagni. Heimalagaður kiwiís í sykurkörfu Kaffi og konfektkökur Matseðillinn gildir sem happdrættismiði, aðalvinningur er flugfarseðill til London Víkingaskipið er sérstaklega skreytt. Ingveldur Hjaltested syngur jólasálma við undirleik Jónínu Gísiadóttur Sigurður Guðmundsson leikur jólalög á píanó. Stjórnandi kvöldsins er Hermann Ragnar Stefánsson. Model samtökin kynna jólafatnað á alla fjölskylduna, börn, unglinga og fullorðna. Borðapantanir í síma 22322—22321 Verið velkomin HQTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIDA ' HÓTEL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.