Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 18

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Jólaminningar frá prestssetrinu í Vederso i. Árið 1931 dvaldi ég um nokkurra vikna skeið á Vestur-Jótlandi og- ferðaðist nokkuð um Jótland að vorlagi, þeg- ar beykiskógurinn var að blómgast, og náttúr- an öll var að klæðast sumarskrúða. Eg var mjög hrifinn af nátt- úrufegurðinni, sem víða mátti sjá á þessum slóðum, hinni miklu ræktun, hinum hlýlegu bændabýlum, og ekki síður hinum sléttu og víðáttumiklu bað- ströndum við Norð- ursjóinn, sem taldar eru meðal hinna bestu baðstranda í Vestur- Evrópu. Þá minnist ég ekki síður gestrisni. fólksins á þessum slóðum, sem líktist hinu besta, af því tagi, í íslenskum sveitum á fyrstu tugum þessarar aldar. Einmitt um þetta leyti var í Dan- mörku mikið talað um ungan guðfræðing, Kaj Munk, sem þá þegar hafði getið sér gott orð sem leikritaskáld og rithöfundur og þótti í mörgu fara sínar eigin leiðir og vera í senn þjóðlegur og alþjóðlegur og vílaði ekki fyrir sér, að taka til meðferðar vandasöm og viðkvæm viðfangsefni samtíðar sinnar, og gera það þannig að það hneykslaði marga og var því umdeildur, en flestir viðurkenndu þó, að hér væri óvenjulegt skáld á ferð og erfitt því að spá nokkru um framtíð hans. Það þótti líka nokkrum tíðindum sæta, um þennan unga guðfræðing, er hann sótti um hið afskekktasta prestakall í Danmörku á Norðvest- ur-Jótlandi, prestakall, sem lengi hafði staðið óveitt og enginn hafði fengist til þess að sækja um. Það leið ekki á löngu, áður en orð fór að fara af prédikunum hans og ræðum og rödd hans heyrðist um alla Danmörku og víðar. Hann hneykslaði að vísu marga, en öllum bar saman um að hann beitti sverði andans fimlega og markvisst, og oft voru margir kirkjugestir hjá honum, sem komnir voru langt að til þess að sjá „skáldprestinn", sem þeir höfðu heyrt svo mikið talað um, en Kaj Munk gat haft það til, ef hann átti von á slíkum kirkju- gestum, að fá nágrannaprestinn, til þess að messa fyrir sig, þann dag- inn^ og bregða sér sjálfur bæjarleið. A þessum vikum, sem ég var í Danmörku gafst mér því miður ekki tækifæri til þess að koma til Vederse, en næstu ár fylgdist ég með Kaj Munk, sem tvímælalaust var hækkandi stjama í menning- arlífi Danmerkur, en línumar skýrðust æ betur og betur í lífí hans, eftir því sem árin liðu. II. Svo liðu 30 ár. Það var sumarið 1961, að ég fékk aftur tækifæri, til þess að ferðast um Jótland, að þessu sinni ásamt konu minni og ágætum ferðafélögum úr Reykjavík. Margt hafði skeð á þess- um þremur áratugum, síðan ég var á ferð á þessum slóðum, einn á reiðhjóli. Heimsstyrjöld hafði geys- að, milljónir manna höfðu týnt lífi, eða komist á vergang, borgir voru í rústum og aldagömul menningar- verðmæti eyðilögð. Hlutleysi smáþjóða var lítilsvirt, og höfðu dregist inn í styijöldina gegn vilja sínum, og beinlínis verið afmáðar af landabréfínu, en aðrar vom her- numdar um lengri eða skemmri tíma. Svo var um ísland og Dan- mörku. Skáldpresturinn Kaj Munk hafði verið myrtur á síðustu ámm styijaldarinnar. Nafn hans var nú á allra vömm. Fólk leit á hann sem föðurlandsvin og þjóðhetju, píslar- vott fyrir málstað þjóðar sinnar. Nafn afskekkta prestakallsins við Vederso, sem fáir höfðu kannast við, var nú á allra vömm og menn streymdu þangað í einskonar pílagrímsferðir, til þess að sjá stað- inn og kirkjuna, þar sem þessi djarfhuga föðurlandsvinur hafði lif- að og starfað, og tala við það fólk, sem þekkti hann persónulega og vom vinir hans og fjölskyldunnar. Kaj Munk var myrtur 4. janúar 1944, í lok stríðsins, skammt frá Silkeborg, og vakti þessi atburður þjóðarsorg í Danmörku og allsstað- ar, þar sem nafn hans var þekkt. Eftir stríðið vom bækur hans gefn- ar út í stómm upplögum, og um hann sjálfan vom ritaðar ævisögur og minningabækur af vinum hans úr hópi guðfræðinga, og bók- menntamanna, sem lengi höfðu starfað með honum og þekktu hann best og var það samdóma álit allra, að hann hafí verið mikið skáld og föðurlandsvinur, sem hefði talað kjark í þjóð sína á hinum miklu hörmungatímum hemámsáranna. Hemámsyfírvöldin fengu ekki þolað orð hans, og þess vegna gripu of- stækisfullir nasistar til þess óheilla- ráðs að ráða hann af dögum og söfnuðu þannig glóðum elds að höfði sér í hugum allra þjóðhollra Dana. í Vederso höfðu orðið þær breyt- ingar, að nýtt prestssetur hafði verið byggt, en gamla prestsseturs- húsið fékk ekkja hans frú Lise Munk til afnota fyrir sig og fjöl- skyldu sína og dvaldi íjölskyldan þar lengstum á sumrin, en á vetrum bjó hún í Kaupmannahöfn. Þennan fagra ágústdag, sem við 1Viltu eújfu no/a/ey /cee/d ? '/{aýðu fia úaméand eið ed/cut fmí tfiið ye/um éoðið fié/i\ • Yfir 80 tegundir franskra arina. • Arina alla unna iir ósviknum nátturuefnum. • Uppsetningu sem tekur aðeins einn dag. • Ótrúleg kjör og skilmála. • Einfalda lausn á annars flóknu máli. '/{linfýdu o<ý tfiib /comum o<p íabum má/ib. TE Arnar & co S: (91) 7-44-24 HVERNIG VÆRI AÐ KOMA SKIPULAGI Á í FATASKÁPNUM? [©] Perstorp FATA- SKÁPAR Breiddir: 40, 50 og 60 cm Dýpt: 55 cm Hæð: 7 cm / ‘, ''" 'ry“, í' '' * %'.í ';;í ' ' '■ -‘/j':' ' ' 5 r, ^-5^", ífff) HF.OFNASMIÐJAN V | HATEIGSVEGUR 7 RFYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.