Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 22

Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Bókaflokkurinn sem hefur hitt í mark! Mörk og Steinarsson sætir sigrar — annað bindi sögu íslensku knattspyrnunnar! Nú er sagt frá 1. deildarkeppninni 1964—1970 og að sjálfsögðu 1986. Bokin er 208 bls. með nær ________________ 400 myndum. Skemmtilegar frásagnir: • KR-ingarfóru meðþyrlu upp áAkranes. ® Keflvíkingar skutu KR-ingum og Skaga- mönnum ref fyrir rass. • KR-ingar smylguöu bikarnum út af Laug- ardalsvellinum. ® „Brasilíumennirnir" frá Akureyri. ® Keflvíkingar réðu ekkert við Sigurð Dags- son, markvörð Vals. ® Rikhaöur Jónsson sleginn niöur á Akra- nesi. ® Þórólfur Beck aftur meÖ KR. ® Eyjamenn skelltu íslandsmeisturum Vals. ® Ellert B. Schram og Hermann Gunnars- son reknir af leikvelli. • Skagamenn fóru meö Akraborginni til Keflavikur. — og margar aðrar frásagnir af sögulegum atburðum Sigxmmdur Ó. Steinarssonj .sigrar Sagf frá H I. deildar- keppníiuii SS? 1964-1970] oq 1986 [SE'LECTI Tímaritið Sagæ. Sjónum beint að félagssögu TÍMARITIÐ Saga 1986 er komið út. Félagssaga er efst á baugi í ritinu að þessu sinni, en að auki eru þar greinar um önnur efni, skoðanaskipti og fjöldi ritdóma. I formála tímaritsins segir, að j hugtakið félagssaga sé vítt, en inn- an félagssögu hafi athyglin á seinasta áratug mjög beinst að fjöl- skyldusögu í víðasta skilningi og sögu kvenna og bama sérstaklega. 1 Fjórar greinar eru birtar um efnið í Sögu að þessu sinni. Gísli Ágúst Gunnlaugsson gerir grein fyrir hug- tökunum félagssaga og fjölskyldu- saga og rannsóknum í fjölskyldu- sögu almennt, en greinar Gunnars Karlssonar, Helga Þorlákssonar og Guðmundar Hálfdanarsonar eru á sviði kvenna- og barnasögu. Af öðrum toga er grein Kjartans Ólafssonar um áform Frakka að koma upp nýlendu í Dýrafirði; þótt ísland heyrði til Danmörku var það þó á áhrifasvæði Breta og mátti því búast við að ásælni Frakka leiddi til togstreitu milli stórveld- anna. Jón Hnefill Aðalsteinsson færir rök að því að norræn trú hafi átt meiri ítök hér á landi á 10. öld en almennt hefur verið talið og Harald Gustafsson leiðir í ljós að settar voru fram hugmyndir um að koma átthagafjötri á íslenska bændur á 18. öld. Þá heldur Björn Th. Björnsson áfram umræðu þeirri sem vakin var í Sögu 1985 um Þing- velli og Þingvallabók hans. Sautján ritfregnir eru birtar í tímaritinu eftir sextán höfunda og tengjast ýmsar þeirra meginefni heftisins, félagssögu. I formála Sögu kemur fram, að ráðgert er að tímaritið komi fram- vegis út í tvennu lagi. Vorsaga komi á vormánuðum, eins og naf- nið ber með sér, í nýju broti, með nýju sniði, en á haustin komi út hefti undir nafninu Saga með sama hætti og verið hefur að öðru leyti en því að það verður nokkru styttra. Ólafsvík: Hækkun á bónusþaki mótmælt FUNDUR var haldinn í Verka- lýðsfélaginu Jökli, Ólafsvík, á fimmtudag. Samningarnir voru samþykktir samhljóða, en hækk- un bónusþaks mótmælt. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Fundur um nýgerðan kjarasamning, haldinn 18. desember 1986 í Verkalýðs- félaginu Jökli, mótmælir harðlega því ákvæði samningsins að hækka bónusþak úr 200 í 210. Funduðnn telur að lækka hefði átt þessa tölu í 190.“ Komdu við á næstu bensínstöð ESSO og gerðu góð kaup. Athugaðu að það er opíð bæðí á kvöldín og um helgar. Olíufélagið hf VÖNDUÐ SÍMTÆKI MEÐ TÓNVALI STEREÓ ÚTVARP VHS MYNDBAND 3 KLUKKUSTUNDIR LEITIN AÐ JÍCMQIÖHNM ENDAR HJÁ ESSO Á bensínstöðvum ESSO fást ódýrar en vandaðar vörur af ýmsu tagí, sem eru tílvaldar í jólapakkann. Þar fæst líka jólapappír ásamt merkíspjöldum og margs konar vamingí tíl jólaundírbúníngs s.s. lítaðar perur í útíseríuna, framlengíngarsnúrur og öryggí, að ógleymdum reYkskynjurum og slökkvítækjum. dg?-. TVEIR KERTASTJAKAR MEÐ KERTUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.