Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Elías erallt það sem mig langaði til að vera, þegar ég varlHil Slegið á þráðinn til Auðar Haralds, sem býr í Róm, og rætt við hana um nýjustu bók hennar um ærslabelginn Elías Halló, er þetta Auður Haralds .. ? „Já, þetta er hún.“ (Röddin er svo svefnþrungin að það heyrist alla leið frá Róm til Reykjavíkur!) — Var ég að vekja þig? „Já.“ — Hvað er klukkan hjá þér? _ „Ég held hún sé tólf.“(Á hádegi) — Hvað_____og ekki komin á fætur? „Nei, ég var að lesa til klukkan fimm í morgun, alveg ofboðslega góðan __ “thriller".“ — Ég er að hringja í þig út af nýútkominni bók þinni, Elías, Magga og ræningjarnir. „Það er naumast Mogginn er flott á því.. .“ — Segðu mér fyrst, hvernig varð Elías til? „Jú, það var þannig, að þegar Ása Ragnarsdóttir tók við barnatímanum á sínum tíma, bað hún Sigga Siguijóns (leikara) að gera eitthvað fyndið fyrir bömin. Hann var alveg til í það, en sagði að hann þyrfti að hafa handrit. Þetta gerðist, þegar við Valdís (Óskarsdóttir) vorum með þætti hjá útvarpinu. Vorum við beðnar að gera handrit að fjórum þáttum fyrir bamatíma sjónvarpsins, sem síðar urðu tólf. Óg þar eð bömin elskuðu Elías svo mikið þá fékk einn útgefandinn þá hugmynd að það mætti gera bók um Elías. Valdís fór að vinna að kvikmyndum um þetta leyti svo það kom í minn hlut að skrifa bókina.“ — Hver er Elías? „Hann er allt það sem mig, Valdísi og Sigga langaði til að vera þegar við vorum lítil. Elías er lúmskur og kjaftfor og heldur að heimurinn snúist í kringum hann. Hann lætur ekki troða á sér eða hefta sig á neinn hátt. Hann myndi til dæmis aldrei þegjandi og hljóðalaust láta fullorðna troðast framfyrir sig í röðinni út í búð. Hann er hrifínn af fullorðnu fólki, sem kemur ekki fram við hann eins og krakka, eins og til dæmis konunni, sem svaraði auglýsingu í einu dagblaðanna, þar sem Elías var að selja alla búslóð foreldra sinna. Eftir að hafa rætt við Elías gat hún alveg hugsað sér að gera út um viðskiptin við hann einan. Þetta kunni Elías að meta!“ — Af hveiju er Elías I matrósafötum? „Það var „proppsið" hjá sjónvarpinu, sem réði því. Reyndar voru allir strákar í matrósafötum þegar ég var krakki. Annars hef ég haft áhyggjur af því að Elíasi yrði kalt, því hann er í stuttbuxum. En í bókunum er sjaldan minnst Kðpa bókarlnnar á klæðnað hans. Reyndar varð hann einu sinni lasin í sjónvarpsþáttunum og þurfti að fara í náttföt. Þegar Siggi var kominn í náttfötin kom í ljós, að bringuhárin hans gægðust fram úr hálsmálinu. En það var náttúrlega ófært, því Elías var bara 11 ára. Svo ég krafðist þess að Siggi rakaði af sér bringuhárin. En hann þvemeitaði svo við leystum málið með því að binda trefíl um hálsinn á honum." — Nú er Elias búinn að vera ellefu ára í fimm ár. Er það ekki svolítið hæpið? „Við höfum nú gert bragarbót á því og hann er orðinn 13 ára í þessari nýju bók, þetta fer þó mjög leynt og segja má að hann sé svolítið óeðlilegur miðað við aldur. En það kemur ekkert að sök, því fjölskyldan öll er skrítin og verður sífellt skrítnari." — Þetta er engin venjuleg vísitölufjölskylda, sem þú ert að fjalla um i bókinni, þvi á heimilinu búa lika þau Magga móða, eða móðursystir hans, og heimilisvinurinn Misja. „Það er rétt, þessi fjölskylda er frekar óvenjuleg. Þau eru auk þess alltaf að lenda í vandræðum og það er Elías sem reddar öllu. Það þarf semsagt bam til að bjarga hlutunum þegar í óefni er komið." í nýjustu bókinni um Elías er hann kominn til Ítalíu, nánar tiltekið til Sikileyjar. í siðustu bók var hann í Kanada, þýðir þetta að hann ferðist með þér hvert á land sem þú ferð? „Nei, ég hef aldrei komið til Kanada og það var bara fyrir tilviljun að ég fékk að vita að það væri til borg í Kanada, sem héti Prins Albert, en þar gerist sagan. Hins vegar bjuggum ég og bömin mín þijú á Sikiley í eitt og hálft ár og það sem gerist í þessari safnar öllum þeim dýrum sem hann hugsanlega getur haft hjá sér. Við emm með hunda og ketti, kóngulær, eðlur, en ekki krókódfl, því hann kemst ekki fyrir í baðkerinu, og snákar eru í pöntun. nýju bók höfum við allt upplifað þar.“ ---Nú ert þú farin að skrifa skáldsögur fyrir börn en varst þekktari fyrir svæsnar þjóðfélagsádeilur, hver er skýringin á þessum sinnaskiptum? „Þetta eru engin sinnaskipti, þetta æxlaðist bara svona. Annars ætlaði ég aldrei að skrifa þjóðfélagsádeilur alla ævi. Mig langar til að ljúga líka.“ — Þú ert þá með nýja skáldsögu í smíðum? „Hún er nú ekki komin á neitt framkvæmdarstig. En mig langar til að skrifa bók, sem nálgast náttúruna. Ég hreifst mjög af bók Gerald Durrell, sem heitir fjölskylda mín og önnur dýr og fjallar um dýr. En það má segja að ég sé í óvenju mikilli nálægð við dýralífíð þessa dagana, því sonur minn, sem er fjórtán ára, Flest það sem hendlr Elías og fjölskyldu hans í nýju bókinní, sem gerist á Sikiley, upplifðu höf undurinn og börnin hennar í raun og veru. Allar teikningar í bókinni eru eftir Brian Pilkington. Auður Haralds Ég varð vör við það um daginn að strákurinn notar dýrin líkt og strákar nota frímerkin sín þegar þeir eru hrifnir af stúlkum. Ég heyrði hann nefnilega segja við stúlku, sem honum leist vel á, viltu ekki koma inn til mín og sjá tarantúlumar mínar, en tarantúla er baneitruð kónguló. — Baneitraðar kóngulær! Og þú ert ekkert hrædd? „Ég var einu sinni afskaplega hrædd við kóngulær og öskraði alltaf þegar ég sá þær. En ég er hætt að öskra. Ég snerti þær þó aldrei af fijálsum vilja en sýni þeim þá tillitssemi að taka ekki niður vefinn þeirra fyrr en þær eru famar.“ — Svo við höldum okkur við Elías, má búast við framhaldi á sögunni af honum? „Já, því okkur fínnst ekki rétt að láta hann daga upp í útlöndum. En upp frá því mun hann fá unglingabólur og fara að hlaupa á eftir stelpum.“ — Svona í lokin, er öðruvísi að skrifa í Róm en Reykjavík? „Nei, það fínnst mér ekki, því efniviðurinn kemur innanfrá en ekki svo mikið frá umhverfínu. En það sem gerir gæfumuninn er að það er mun ódýrara að búa hér. Sígarettupakkinn kostar ekki nema sextíu kall, kampavínsfíaskan þijátíu krónur og nautasteikin tvo þriðju af því sem hún kostar heima. Við höfum meira að segja efni á því að fara stundum út að borða án þess að láta skrifa það hjá okkur. Og nú er til dæmis glampandi sól úti og ég get farið út á svalimar á nærfötunum, til að taka niður þvottinn minn.“ — Þið ætlið semsagt að dvelja áfram á Ítalíu? „Eg er að hugsa um að læra arabísku og fara síðan til einhvers af Miðjarðarhafslöndunum, þar sem slegist er minnst. Eða þá við fömm til Kenýa, þar sem sonur minn getur dvalið innan um öll þessi hættulegu dýr eins og ljón og villisvín. Mig hálf langar þangað líka.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.