Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
Laufabrauð
Er orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík elzta
heimild um þessa þjóðlegu brauðgerð, sem teng-
ist jólum og þorrablótum?
Mjög er orðið vinsælt að búa til
laufabrauð fyrir jólin, og sums
staðar einnig fyrir þorrablót. Svo
er að sjá sem siðurinn að gagn-
skera munstur í þunnar kökur
sé alíslenskur. Að minnsta kosti
er hvergi kunnugt um svipað
brauð erlendis. Utflúruð brauð
ýmiss konar tíðkast að vísu í
grannlöndum okkar, en öll munu
þau matarmeiri og með annarri
gerð en laufakökumar íslensku.
Ekki verður nú vitað hve langt
er síðan fyrst var skorið laufa-
brauð á íslandi. Til skamms tíma
hefur elsta heimild um það verið
talin frá 1772, er Bjami land-
læknir Pálsson hélt Sir Joseph
Banks og fylgdarliði hans veislu
á heimili sínu í Nesi við Seltjöm
haustið (6. október) 1772, mið-
degisverð sem gestimir höfðu
óskað eftir að framreiddur væri
„öldungis eins“ og fyrir Islend-
inga. Segir um málsverði þessa
í ævisögu Bjama, ritaðri 1799
af Sveini Pálssyni, tengdasyni
hans, og útgefínni að Leirárgörð-
um aldamótaárið 1800, að þeim
hafi verið borinn margs konar
íslenskur matur, án þess þó að
tekið sé fram að hann væri al-
gengur, í lokin silungur og
laufabrauð. Til „áréttis" fengu
menn hákarl og hvalrengi, en við
það kváðu þeir hafa misst alla
matarlyst! Þess skal getið að í
frásögn af matarboði þessu eftir
einn gestanna, Uno von Troil,
síðar erkibiskup í Uppsölum,
prentaðri þar í borg 1777, er
laufabrauð ekki nefnt heldur
bakelse, þ.e. kökur eins og segir
í íslensku útgáfu ritsins, Bréf
frá íslandi, 1961.
Fyrir nokkrum árum — nánar
til tekið snemma árs 1979 —
veitti ég því athygli í seðlasafni
Orðabókar Háskóla íslands að
laufabrauð var nefnt í íslensk-
latnesku orðabókarhandriti, AM
433 fol., eftir Jón Ólafsson frá
Grunnavík (f. 1705, d. 1779).
Bókina samdi hann að mestu á
árunum 1734—1754, kaflann þar
sem laufabrauðið kemur fyrir
líklega um 1736, eftir því sem
segir í doktorsritgerð Jóns Helga-
sonar um Jón frá 1926. Hér er
því um liðlega þijátíu ámm, jafn-
vel um sex og hálfum tug ára
eldri heimild að ræða en ofan-
greinda veislufrásögn í ævisögu
Bjama, miðað við ritun. Lýsing
Grunnavíkur-Jóns á laufabrauði
er svohljóðandi:
„lavfa bravd, panis frondosus,
qvi é puro tritico depsatus,
tenuis qvidem, sed variis
formis et figvris dissecatus,
et butyro unctus igne coq-
vitur, estqve iliis panis dulc-
iarius. "
Á íslensku, í þýðingu sem dr.
Jakob Benediktsson, fyrrverandi
forstjóri Orðabókar Háskólans,
var svo vinsamlegur að láta mér
í té — en hann vann það þrek-
virki að taka upp orð og orðskýr-
ingar Jóns og færa á seðla hjá
stofnuninni — er skilgreiningin á
þessa leið:
„Laufa brauð, laufótt brauð,
sem hnoðað er úr hreinu
hveiti, en þunnt og útskorið
með margvíslega löguðum
myndum, smurt með smjöri
og soðiðyfir eldi; það er þeim
[þ.e. Islendingum] sæta-
brauð. “
Að þessari heimild fundinni
má telja að laufabrauð sé að
minnsta kosti um 250 ára gam-
alt með íslendingum, en hver
veit nema enn eldri heimildir eigi
eftir að koma í ljós ef vel er leit-
að í gömlum skjölum?
í ævisögu Bjama læknis er
ekki getið um efni eða gerð laufa-
brauðsins sem borið var hinum
erlendu gestum 1772. En athygl-
isvert er að bæði í orðabók Jóns
Grunnvíkings og elstu íslensku
matreiðslubókinni, Einfaldt
Matreidslu Vasa-Qver, fyrir
heldri manna Húss-freyjur,
sem Magnús Stephensen að eigin
sögn tók saman og gaf út, að
vísu undir nafni mágkonu sinnar,
að Leirárgörðum árið 1800, þ.e.
sama ár og ævisaga Bjama kom
út þar, er laufabrauð sagt vera
úr hveiti og soðið í smjöri. Virð-
ist mér þetta benda til að laufa-
brauð hafi, á 18. öld að minnsta
kosti, fremur verið á borðum
efnameira fólks en alþýðu
manna, því að á síðari tímum,
þarf ccki meira ad segja. “
Því miður lýsa hvorki Jón
Grunnvíkingur né konferensráðið
skurðinum á laufabrauðinu nánar
en fram kemur hér að framan.
Ekki em heldur kunnar nákvæm-
ar lýsingar á laufabrauðsskurði
frá 19. öld. í frásögn eftir Ólaf
Davíðsson prentaðri í Huld 1893,
segir aðeins að í brauðið hafí
verið skorið „alls konar útflúr,
með hnífum og öðmm verk-
fæmm, svo sumar kökumar em
ekki annað en rósaverk, sem
kökuröndin heldur saman," eins
og þar stendur. Ekki verður þó
vitað hvort skurðurinn á 18. og
19. öld hafí verið með líkum
hætti og við þekkjum frá þessari
öld, þótt gera megi ráð fyrir að
svo hafí verið að minnsta kosti
að einhveiju leyti.
Elsta heimild þar sem ítarlega
em rædd og útlistuð skurðar-
Mismunandi skoríð laufabrauð. Ljósmynd: Krístján Pétur Guðna-
son, 1973.
Broch, Lagertha. Morskab for bem. Krist-
iania, 1909.
Davíðsson, Ólafur. „Venjur. Viðbætir við
þjóðsögur Jons Ámasonar, II. 567-581,“
Huld. Safn alþýðlcgra fræða íslenskra,
III. Reykjavík, 1893. Bls. 44-63.
að minnsta kosti á seinni hluta
19. og byijun 20. aldar, var það
yfírleitt haft úr rúgmjöli og steikt
í tólg. Magnús konferensráð hef-
ur að vísu þau orð um kökumar,
að þær séu algengar, en á þar
sennilega við meðal þeirra sem
bókin var ætluð samkvæmt titli
hennar, þ.e. heldra fólks.
Frásögn Magnúsar af laufa-
brauði er á þessa leið:
„Laufa-braud edur kökur af
hveiti-deigi, vættu í sikur-
blandinni góðri mjólk edur
rjóma, útskomarýmislega, og
soðnar í bræddu smjöri, eru
svo algengin, ad frá þeim
munstur í laufakökum er raunar
aðeins rúmlega fimmtíu ára göm-
ul, ágæt grein Jóhannesar Frið-
laugssonar frá Fjalli, „Laufa-
brauð,“ sem birtist í Skinfaxa
1930. Er þar bæði lýst kökugerð-
inni sjálfri og skurðinum, svo og
birtar myndir til skýringar og af
ýmsum nafngreindum munstr-
um, svo sem bóndaskurði,
skammdegissól, rós, bóndabæ,-
jólatré og músaslóð. Einnig
greinir Jóhannes frá því að al-
gengt hafí verið að skera í
kökumar áletranir ýmsar, svo
sem gleðileg jól og góða nótt, og
enn fremur fangamörk. Hafa
munstur af þessu tagi haldist
fram á okkar daga.
Eins og alkunnugt er, em flest
skurðarmunstrin gerð úr röðum
af skásettum laufum sem mynda
nokkurs konar fléttur þegar búið
er að bretta upp öðru hvom
þeirra með sérstökum hætti.
Ekki þekkjast hliðstæður við til-
svarandi fléttur í erlendri brauð-
og kökugerð, og mætti því ætla
að hér væri um séríslenska
skrautgerð að ræða. Svo er þó
ekki, þótt einungis hafi fundist
hliðstæða úr alls óskyldum efni-
viði. Era það bókmerki úr pappír
sem greint er frá í þýskri föndur-
Pálsson, Sveinn. Ævisaga Bjama Páls-
sonar, sem var fyrsti Landphysikus á
íslandi. Leirárgorðum við Leirá, 1800. —
2. útg. Akureyri, 1944.
Stephensen, Magnús. „Autobiographia
Drs. Magnúsar Stephensen. (Brot),“
Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags,
IX. Reykjavík, 1888, bls. 197-268.
Stephensen, Marta María. Einfaldt Mat-
reidslu Vasa-Qver, fyrir heldri manna
Húss-freyjur. Leirárgörðum við Leirá,
1800.
von Troil, Uno. Bref rörande en resa til
Island MDCCLXXII. Uppsala, 1777. -
ísl. útg. Bréffrá fslandi. Reykjavík, 1961.
Texti Elsa E
Guðjónsson
‘ <* k 4
’iir.si rnp
4É»Í>
Bókmerki ásamt skýringarmyndum. (Jr föndurbók eftir Lagertha
Broch, Morskab for born, prentaðri í Kristjaníu 1909.
Laufabrauðsskurður, skýringarmynd. Skorið i kökuna tvöfalda,
henni flett sundur og öðru hvoru laufi brett upp. Úr Húsfreyj-
unni, 4. tbl. 1973.
bók fyrir böm sem út kom í
danskri þýðingu í Kristíaníu
1909, Morskab for born, eftir
Lagertha Broch, en á bókmerkj-
um þessum em klippt og uppbrett
lauf nákvæmlega sömu tegundar
og á laufabrauðunum íslensku!
PRENTUÐ HEIMILD-
ARRIT
Bjömsson, Ámi. Saga daganna. Hátíðir
og merkisdagar á íslandi og uppruni
þeirra. Reykjavík, 1977.
Laufabrauð með rós og bóndaskurði. Teikningar: Jenný E. Guðmundsdóttir.
Friðlaugsson, Jóhannes. „Laufabrauð,"
Skinfaxi, 21: 191-198, 1930.
Helgason, Jón. Jón Ólafsson frá
Grunnavík. Safn fræðafjelagsins, V.
Kaupmannahöfn, 1926.