Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Blómlegt barnastarf í Bústaðakirkju Allt frá því í haust hafa safnast yfir 100 börn á hverjum sunnudagsmorgni í barnaguðsþjónustu í Bú- staðakirkju í Reykjavík. Þar sem ég hafði haft spurnir af þessu vinsæla starfi í söfnuðinum stillti ég vekjaraklukkuna óvenju snemma síðastlið- inn sunnudag til þess að forvitnast um hvað þar færi fram. Á leið í kirkju sá ég böm drífa að úr öll- um hliðargötum Smáíbúða- hverfisins og margir fullorðnir teymdu böm sín þangað á snjóþotum. Fyrir mér var þetta óvenjuleg sjón. Starfið inn- an kirkjudyra hlaut að vera spennandi. Snjóþotunum var stillt upp við kirkjuvegginn, snjórinn dustaður af yfírhöfnum og skónum raðað snyrtilega við innganginn. Börnin drógu gul- ar vinnubækur upp úr pússi sínu og gengu rakleitt að tveim- ur samviskusömum stúlkum sem sátu við borð og stimpluðu stjömu í bækurnar en það var staðfesting á mætingu. Um leið fengu bömin nýjar myndir í vinnubækumar. A hverri mynd sem bömin áttu að lita sjálf var valinn texti úr Biblíunni. A einni mynd dagsins stóð: „Nafn hans skal kallað ... friðar- höfðingi." (Jes. 9:6). Þegar allir höfðu fengið sér sæti hófst fundurinn. Kennar- amir Elín Anna Antonsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir stjómuðu af mikilli röggsemi. Kveikt var á þriðja aðventu- kertinu. Það var mikið sungið og þó greinilegt væri að það gátu ekki allir lesið textann úr söngbókinni kom það ekki að sök því raulað var með. Elín Anna bað nú öll bömin að lyfta upp vinnublöðunum frá síðasta sunndegi til þess að skoða hversu fagurlega þau væm unnin. Síðan talaði hún um þann boðskap sem settur var fram á nýju vinnublöðun- um. Svo áhugavert þótti bömunum efnið að þótt hljóð- neminn hefði ekki verið notaður hefði maður mátt heyra saum- nál detta. Guðrún Ebba kallaði síðan alla upp sem höfðu átt afmæli í vikunni og gaf þeim myndir. Bömin vom mjög virk í guðs- þjónustunni. Þau vom beðin um að teikna eða lita Biblíumyndir sem hengjast ættu upp í kirkj- unni næsta sunnudag því auglýst var að mikil Qölskyldu- hátíð yrði í kirkjunni sunnudag- BLESSUÐJÓL Blessuð jól, bjartari sól leiftra frá Ijósanna stól, hlusta nú, jörð, á hin himnesku Ijóð, helgandi, blessandi synduga þjóð. Guði sé dásemd og dýrð! Hægt og hljótt, heilaga nótt, faðmar þú frelsandi drótt, plantar Guðs lífsfræ um hávetrarhjarn, himnesku smáljósi gleður hvert barn. Friður um frelsandi jörð! Jesúbarn! Betlehemsrös, dýrð sé þér, þjóðanna Ijós! Ljúfustum bamsfaðmi, lausnari kær, lykur þú jörðina, fagur og skær. Guði sé vegsemd og vald! (Matthías Jochumsson, 1876) inn 21. desember kl. 14.00, þar sem kór úr Breiðagerðisskóla myndi syngja og böm úr Foss- vogsskóla myndu sýna helgi- leik. Þá gæfíst kirkjugestum kostur á að skoða myndimar þeirra. Þegar þessari bamaguðs- þjónustu var lokið héldu bömin hvert til síns heima með til- hlökkunarglampa jólanna í „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki þvi slíkra er guðsríkið." Kennararnir Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir sjá um barnastarfið í Bústaðakirkju. Börnin sýna stolt vinnubæk- ur sínar. Allir fengu mætingarstjörnu í vinnubækumar og ný verkefnablöð til úrlausnar. augunum. Bráðum kæmu þau blessuð jólin. En eftir sat ég. Hvemig stendur á því að full- orðin manneskja getur fengið meira út úr einfaldri bama- guðsþjónustu en á lestri mikilla, háfleygra og vel gerðra guð- fræðidoðranta? Það að horfa á bamaskara treysta og trúa hveiju orði sem við hann er sagt gerir það að verkum að maður hrindir frá sér öllum efasemdum hinna fullorðnu. Eftir situr bamatrúin í stór- kostlegum einfaldleik sínum. í veröld þar sem allt snýst um hverfulleika, stress og spennu manna í millum er gott til þess að vita að boðskapur Biblíunnar stendur á traustum og óbifan- legum grunni — ávallt óbreytt- ur. „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafí eilíft líf.“ (Jóh. 3:16). Að hugsa sér hvað jólin em nauðsynleg. Þau em eins og tæki sem hristir upp í okkur annað slagið. Hversu kaldrana- leg sem við emm dags daglega minna þau okkur á að til er eitthvað sem heitir kærleiki og friður og von mannkyns. Jesús Kristur er í gær og í dag sá sami og um aldir. Guð gefí okkur öllum gleðileg jól. A DROITINS i»n Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Svavar A. Jónsson „Hver sem ekki.. tekur á móti guðsriki eins og barn mun alls eigi inn í það komast.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.