Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 42

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Líkan af K-byggingu LandspStala. Stöður fleiri en starfsfólk: Vantar 200 hjúkrunarfræð- inga og öllu fleiri sjúkraliða ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þjónustustorf hverskonar spanna hærra og hærra hlutfall vinnandi fólks, hér sem annars- staðar. Hlutfall þeirra er vinna þjónustustörf af vinnandi fslend- ingum óx um 134% á rúmlega hálfum öðrum áratug (1963-1979); úr 10.000 mannár- um í 23.500 eða úr 14,8% f 23,3% mannaflans - og hefur haldið áfram að vaxa síðan. Mest var aukningin á fyrrgreindu árabili f heilbrigðisþjónustunni (1963: 1.656 mannár - 1979: 5.757 mannár) eða rúmlega þreföldun. Engu að síður vantar til starfa í dag rúmlega tvö hundruð hjúkr- unarfræðinga í heimiluð störf innan heilbrigðiskerfisins og öllu fleiri sjúkraliða. Þessi vöntun á starfsfólki í hjúkrunarstörf kom til umræðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Þingbréf fjallar lítillega um þetta efni í dag. Vantar fjögnr hundr- uð starfsmenn Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, sat fyrir svörum um vöntun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa í heilbrigðis- kerfinu, 2. desember sl. Hún sagði m.a.: „Lauslega áætlað vantar í þær stöður sem leyfi er fyrir rúmlega 200 hjúkrunarfræðinga og öllu fleiri sjúkraliða. Þessar tölur eru breytilegar frá einum mánuði til annars". Ráðherra sagði ennfremur: Mikil hreyfing er á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum í starfi. Þeir hverfa frá um tíma, en koma flestir til starfa á ný. Allmargir eru við nám um lengri eða skemmri tíma hér heima eða er- lendis... “. Ráðherra sagði að hjúkrunar- fræðingar í fullu starfi væru um 680 en um 1000 í hlutastarfi. Hlutfallslega fleiri sjúkraliðar (en hjúkrunarfræðingar) eru í hluta- störfum. Þá kom fram í svari ráðherra að af 340 heimiluðum störfum hjúkrunarfræðinga á Landspítala væru 308 stöður setnar, en rúm- lega 20 hjúkrunarfræðingar hefðu náms- eða barneignarleyfi. Fleiri sjúkraliðar vóru hinsvegar í starfi en stöðuheimildir segðu til, m.a. vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um. Á Borgarspítala vóru 204 stöðuheimildir hjúkrunarfræðinga en setnar 179 stöður. Stöðuheim- ildir sjúkraliða vóru 168 en setnar stöður 134. Á Landakotsspítala vóru stöðuheirnildir hjúkruna- rfræðinga 110 en setnar stöður 108 og heimildir sjúkraliða 99 en setnar stöður 87. Ástæður vandans Heilbrigðisráðherra var jafn- framt spurður um hvaða ástæður liggi að baki skorti á hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum. Hann svaraði því efnislega til að sam- virkandi ástæður væru nokkrar. Ráðherra vitnaði m.a. til könnun- ar sem Hjúkrunarfélag íslands stóð að með styrk frá heilbrigðis- ráðuneyti fyrir þremur árum. Félag háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga hafi og staðið að könnun á þessu efni á sl. ári, einn- ig með styrk frá ráðuneytinu. Báðar þessar kannanir leiddu til svipaðrar niðurstöðu. Orsakir vóru m.a. taldar. 1) Lág laun, 2) Óreglulegur vinnutími, 3) Mikið vinnuálag, 4) Skortur á barnagæzlu, 5) Vinnan samræmdist illa heimilisstörfum. Jafnftarlegar kannanir hafa ekki fan'ð fram hvað sjúkraliða varðar, sagði ráðherra, en eftir- grennslan hefur þó leitt í ljós svipaðar niðurstöður. „Eins og mönnum er kunnugt", sagði ráðherra, „er yfirgnæfandi meiri hluti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða konur sem þurfa að sjá um heimilishald og bamauppeldi. Margar hverfa frá starfi um stundarsakir vegna ungra bama, það er auðvitað einn þáttur skýr- ingarinnar á því að þær em ekki allar í starfí samtímis og sízt f fullu starfi í sínu fagi, en aðrar minnka við sig starf um skemmri eða lengri tíma. Það mun vera rúmlega 1% karlar í stétt hjúkr- unarfræðinga og svipað hlutfall meðal sjúkraliða". Lokun deilda á sjúkrahúsum Ráðherra var og spurður um, hvort þurft hafi að loka deildum sjúkrahúsa, utan venjulegra sum- arlokana, vegna skorts á hjúkr- unarstarfsfólki. Ráðherra sagði „að sjúkrahúsin í Reykjavík hafi orðið að loka deildum eða draga úr starfsemi um stundarsakir, en minna hafi verið um slíkt úti á landsbyggðinni. Á Landspitala hafi endurhæfingardeild með 23 rúmum verið lokuð um nokkurra mánaða skeið og í Borgarspítala væm 26 rúm ekki í notkun (hand- lækningadeild og öldmnardeild). Þar er engin heil deild lokuð. Fyrirspyijandi, Kristín Ást- geirsdóttir (Kl.-Rvk.) sagði m.a.: „Ég tek innilega undir það með heilbrigðisráðherra, að ástæðan fyrir stöðu þessara mála er fyrst og fremst launamálin, vinnutím- inn, skortur á bamagæzlu og sú mikla ábyrgð sem fylgir þessum störfum... Ég þekki sjálf dæmi um tiltölu- lega nýútskrifaðan hjúkmnar- fræðing sem hætti starfí á sjúkrahúsi og gerðist flugfreyja og fékk þrisvar sinnum hærri laun hjá Flugleiðum en í heilbrigðis- kerfinu...", sagði þingmaðurinn. Dregið hefur verið í happdrætti skíðadeildar KR. Þessi númer hiutu vinnina: 1. vinningur 4789 2. vinningur 2634 3. vinningur 1532 4. vinningur 2042 5. vinningur 2289 6. vinningur 3541 7. vinningur 1044 8. vinningur 530 9. vinningur 2240 10. vinningur 2653 H.vinningur 170 12. vinningur 3575 13. vinningur 1536 14. vinningur 4007 15. vinningur 4427 16. vinningur 4899 17. vinningur 4162 18. vinningur 2418 19. vinningur 2779 20. vinningur 1681 21. vinningur 128 22. vinningur 2980 23. vinningur 3406 24. vinningur 5153 25. vinningur 3211 26. vinningur 710 27. vinningur 1306 28. vinningur 5540 29. vinningur 4069 30. vinningur 2601 Færanlega fatahengið HENTUG JÓLAGJÖF HF. OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7. SÍMI: 21220.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.