Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
47
sem verða skyldi og orðinn er.
Vígsla þessa kirkjuhúss fór fram
þremur árum síðar, 5. desember
1948, eftir nær 8 ára bækistöð
safnaðarins í bíósal Austurbæjar-
skólans. Ekki hentaði húsrýmið
nýja til stórvirkja, sízt aðstaðan
hjá kórnum, sem hafði aðsetur á
litlum palli yfir anddyri, umhverfis
stórt stofuorgel. Og ekki rýmkað-
ist, þegar þarna kom pípuorgel 6
árum síðar. En samt sem áður lifn-
aði nú mjög yfir kirkjulegu starfi.
T.d. var farið að messa tvisvar á
sunnudögum (fyrir fullorðna), og
kirkjukórinn tók að sinna átaka-
meiri verkefnum. Arið 1974 var
suðurálma kirkjutumsins tekin í
notkun til messugerða, og rýmkað-
ist þá að mun um kórinn. Pípuorg-
elið var flutt á milli og var notað
til skamms tíma.
Fýrsti samsöngur kórsins eftir
að í kirkjuna kom var haldinn 12.
maí 1950 og endurtekinn §órum
dögum síðar, þó ekki eins að öllu
leyti. Efnisskráin var fjölbreytt.
Byrjað var á tveimur íslenskum
lögum eftir Sigvalda Kaldalóns og
Þórarin Guðmundsson, síðan
sungnir níu morgun- og kvöld-
söngvar eftir danska tónskáldið
C.E.F. Weyse, og svo var endað á
kantötunni „Jesu, meine Freude"
eftir Dietrich Buxtehude, þar sem
þrír kórfélagar sungu einsöng og
fjórir hljóðfæraleikarar aðstoðuðu.
Sama haust var efnt til tvennra
annarra tónleika. Hinir fyrri fóru
fram í Hraungerðiskirkju í Flóa í
október. Þar var Buxtehude-kant-
atan flutt og með henni fimm
kirkjuleg lög útlend (án undirleiks)
og fjögur íslensk þjóðlög (sálma-
lög), þar sem Sverrir Kjartansson
(kórfélagi) söng einsöng, en við
þessi lög voru leikin kóralforspil
eftir íslensk tónskáld. Sverrir var
nokkrum sinnum einsöngvari með
kórnum á þessum árum. Snemma
vetrar voru svo haldnir Bach-
hljómleikar í Hallgrímskirkju með
aðstoð tveggja einsöngvara, Sig-
urðar Skagfields og Ama Jónsson-
ar, og fimm hljóðfæraleikara. Voru
þar á efnisskránni 12 lög, þ.á m.
tvær aríur úr kantötum, svo og
kóralforspil.
Vorið eftir (1951), þegar kórinn
minntist 10 ára starfsafmælis síns,
hafði hann tvö söngkvöld í kirkj-
unni með breyttu efnisvali að
nokkru leyti, en aðalverkið var
önnur kantata eftir Buxtehude:
„Hvað mun oss skilja frá kærleika
drottins?" í því verki sungu aftur
þrír kórfélagar einsöng og fjórir
hljóðfæraleikarar léku. Annars
hafði kórinn minnzt afmælisins
innan vébanda sinna með því að
efna til kaffisamsætis, þar sem
prestar, meðhjálpari og sóknar-
nefndarmenn voru meðal boðs-
gesta ásamt konum sínum. Fengu
kórinn og söngstjórinn þar marga
góða umsögn og hvatningu. Fyrr-
verandi formaður kórsins, Þór-
hallur Bjömsson (sem nú er
látinn), flutti frumort kvæði, sem
vert er að komist á prent. Það er
óður til tónlistargyðjunnar og
sönghvöt:
í bijósti voru blundar voldug þrá,
hún bæríst rótt ( mannsins hjartaslætti.
En stundum rts hún himingnæf og há
sem hafsins brim — i fegurð, tign og mætti,
og lyftir vorri sál i unaðsómi,
svo undrahátt frá lífsins dökka grómi.
Þinn sprota tak, ó tigna dís, og slá
einn töfrahljóm, já láttu múrínn faila,
sem bindur vora heitu hjartans þrá,
lát hljóm þinn til vor ná og fagurt gjalla.
Gef vorri sálu sýn í æðri heima,
sorg vorrí og smæð, ó lát oss böm þín gleyma.
Seg hug þinn allan, heimsins þjáða lif,
lát hróp þitt gjalla, syng þitt skapaljóð.
Upp, upp til ljóssins fijáls þú sála svíf,
syng Guði dýrð til heilla vorri þjóð.
Árið 1952 var mikið söngár, því
að þá var haldið Norrænt kirlq'u-
tónlistarmót í Reykjavík, hið
fímmta í slíkri röð, og stóð að því
Félag íslenskra organleikara, sem
stofnað hafði verið árið áður. Verk-
efnum fyrir mótið var skipt á fjóra
kirkjukóra Reykjavíkurprófasts-
dæmis, Dómkórinn, Hallgríms-
kirkjukór, Neskirkjukórinn og
Hafnarflarðarkirkjukór, en orgel-
leikarar þriggja þessara kirkna
voru í stjóm organistafélagsins,
dr. Páll ísólfsson (formaður), Páll
Halldórsson og Páll Kr. Pálsson
(undirritaður viðhafði þá stundum
þann orðaleik í spaugi, að
„þrípælt“ væri í stjóminni!) Flutt
voru kór-, einsöngs- og orgelverk
frá Norðurlöndum, þ.á m. Færeyj-
um, og komu hingað 33 erlendir
gestir, organleikarar, tónskáld og
einsöngvarar. Kór Hallgrímskirkju
tók að sér að æfa og flytja fínnsku
kórlögin. Fékk hann til liðs við sig
u.þ.b. 10 manns til viðbótar, og
má sjá í heimild að kórinn hefur
komið 24 sinnum saman til æfínga
gagngert í þessu skyni. í sænska
blaðinu Kyrkomusikemas Tidning
frá þessum tíma getur að líta þenn-
an dóm um flutning kórsins á
fínnsku lögunum: „Finnland bauð
fram efnisskrá, þar sem gaf að
heyra kórlög eftir Madetoja, Salon-
en, Stenius og Maasalo. Eftir hinn
síðastnefnda var meiriháttar tón-
verk, Psalmi 42, fyrir einsöngvara,
kór og orgel, og stjómaði höfund-
urinn sjálfur. Honum og öðmm
viðstöddum Finnum kom það mjög
á óvart, hve góð fínnskan var hjá
kórnum. Áheyrendur furðuðu sig
einnig yfír fullkomnu söngöryggi
kórsins."
Kórinn tók einnig þátt í flutn-
ingi íslenzku efnisskrárinnar, söng
lög eftir Karl 0. Runólfsson og
Þórarin Jónsson. Allir tónleikar
þessa merka mots fóm fram í
Dómkirkjunni 3,—10. júlí 1952.
En þess er vert að geta, að þetta
sama vor hafði kórinn haldið
tvenna tónleika í heimakirkjunni.
Félag íslenskra organleikara lét
áfram til sín taka og hóf röð kirkju-
tónleika undir heitinu Musica sacra
(helgitónlist). Haustið 1952 tóku
kór og söngstjori Hallgrímskirkju
að sér að halda tónleika í þessu
teikni, og vom þeir í Fríkirkjunni.
Þar sungu þrír kórfélagar einsöng
og níu hljóðfæraleikarar léku,
þ.á.m. þrír organistar. Á efnis-
skránni vom m.a. tvær kantötur
eftir Buxtehude, önnur áður flutt
og nefnd hér að framan, en hin
„O væg þú, Drottinn, vorri synd“.
Fyrir bragðið má telja að hinn róm-
aði danski organleikari og tónskáld
Dietrich Buxtehude (1637—1707)
hafí verið eftirlætistónskáld Hall-
grímskirkjukórs. Á þessum tón-
leikum var þar að auki sungið lag
eftir Pétur Guðjohnsen og tveir
Davíðssálmar eftir Gunnar Wenn-
erberg, landshöfðingjann sænska,
sem samdi glúntalögin.
Á jólaföstunni rúmu ári síðar
hélt kórinn aðra Musica sacra-
tónleika, og var þá tekin fyrir
jólatónlist eingöngu. Þá hafði verið
tekið í notkun nýtt pípuorgel í
kirkjunni (12. september) og lék
dr. Páll ísólfsson á það að_ því
sinni. Sungin vom lög eftir ísólf
Pálsson, Sigvalda Kaldalóns, Áma
Bjömsson og Armas Maasalo.
Einnig Jólakantata eftir Johann
Samuel Beyer og kór- og einsöngs-
verkið „Betlehemsstjama“ eftir
Werther Carlson, sænskt tónskáld.
Á 900 ára afmæli biskupsstóls
í Skálholti árið 1956 tóku félagar
í Kór Hallgrímskirkju þátt í flutn-
ingi Skálholtskantötunnar, sem
höfundurinn, dr. Páll ísólfsson,
stjómaði fmmflutningi á, en hátíð-
arljóðin orti sr. Sigurður Einars-
son. Þar kom saman söngfólk úr
mörgum kirkjukórum, einkum af
Suður- og Suðvesturlandi. Árið
1948 hafði verið stofnað Kirkju-
kórasamband Reykjavíkurpróf-
astsdæmis og landssamband
kirkjukóra þremur ámm síðar.
Forgöngu að samtökum þessum
hafði Sigurður Birkis þáverandi
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.
Til þess að gera langa sögu
skamma skal það saman dregið,
að kórinn hélt níu opinbera tón-
leika til viðbótar hinum fyrr-
greindu á ámnum 1959—72, sjö í
Hallgrímskirkju, eina í Selfoss-
kirkju (á hvítasunnu 1966) og eina
í Laugameskirkju (í ársbytjun
1970). Helztu verk, sem þá vom
flutt: Jólakantötumar „In dulce
jubilo" eftir D. Buxtehude (íjórða
kantata hans) og „Velkomið sértu
Jesújóð" eftir W. Liibeck, kantötur
eftir dönsku tónskáldin Axel And-
ersen, Svend-Ove Maller (tvær),
Poul Schierbeck og Soren Sarens-
VEGNA FJ01DA FYRIRSPURNA BENDUM VIÐ Á
Babydiner
bamastóllmn vinsæli
fæst á eftirtöldum
stöðum
REYKJAVÍK:
Húsasmiöjan,
Hagkaup,
Dómus,
Málarinn,
JL. matvörumarkaður,
Bókabúö Breiðholts,
Veggfóðrarinn,
B.B. Byggingavörur,
Byggingamarkaðurinn,
Mikligarður,
KÓPAVOGUR:
BYKÓ,
GARÐABÆR:
OLÍS,
Smiðsbúð,
HAFNARFJÖRÐUR:
BYKÓ,
Dröfn,
Kf. Hafnfirðinga,
Fjarðarkaup,
KEFLAVÍK:
Aþena,
SELFOSS:
G. Á. Böðvarsson,
AKRANES:
Skagaver,
AKUREYRI:
Öryggisól.
Hægt að brjóta saman
með einu handtaki.
Tryggar festingar.
Amaró„
HÚSAVÍK:
Kaupfélag Þingeyinga,
VESTMANNAEYJAR:
Verslunin Brimnes.
HORNAFJÖRÐUR:
Kaupfélag Austur Skaftfellinga,
PATREKSFJÖRÐUR:
Verslun Sveins Þórðarssonar,
SAUÐÁRKRÓKUR
Kaupfélag Skagfirðinga,
K. RICHTER hf.
HEILDSÖLUBIRGÐIR SÍMI40900
ÁSKRIFENDUR
AÐEINS EITT
SIMTAL
691140 691141
Með einu sfmtali er hægt að breyta innheimtuað-
ferðinni, Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á
viðkomandi greiðslukortareikning mánaöarlega.
GOTT FÓLK / SÍA