Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 51 lega hafa þessi fyrirtækið og opnað samsetningaverksmiðju fyrir dísel- vélar, og stefnir í að þær verði 85-90% tyrknesk heimasmíði". - Er það rétt að þið framleiðið ykkar vín sjálfir og seljið einnig til Frakklands, sem þekkt er fyrir sín góðu vín? „Já, vín hefur verið framleitt í Tyrklandi í margar aldir. Eins og þú veist var vín framleitt einna fyrst í Litlu Asíu, sem nú er Tyrkland, og hefur þessi heimshluti verið vagga vínmenningar frá alda öðli. Það er og rétt að við seljum vín til Frakklands, svo mikið reyndar að það er flutt þangað í tankskipum. En tyrknesk vín eru sennilega lítt þekkt á íslandi. Ég sendi sýnishorn, nokkrar flöskur, til Afengisverzlun- arinnar árið 1971 en fékk aldrei nein viðbrögð þaðan“. - Víkjum talinu að stjórnmálum. Ymislegt hefur verið að gerast á þeim vettvangi undanfarin ár í Tyrklandi? „Starfsemi stjómmálaflokka hef- ur verið gefín ftjáls, tæpum sex ámm eftir byltingu hersins 1980. Ollum er heimilt að stofna stjóm- málaflokk, nema kommúnistum. Margir stjómmálaflokkar em nú starfandi en segja má að þjóðin hneigist til hægri. Fyrstu opnu kosningamar frá byltingu hersins vom sveitarstjómarkosningarnar í marz sl. Sex flokkar buðu fram en halda mætti því fram að úrslitin sýndu að' Tyrkir séu hlynntastir tveggja flokka kerfí. Flokkur Turg- uts Ozal, forsætisráðherra, vann yfírburðasigur. Hlaut hann meiri- hluta í 52 af 67 stærstu borgum landsins og í 785 borgum af 1430. Hefur líklega enginn forsætisráð- herra síðustu 20 árin staðið jafn sterkt og Ozal. Styrk sinn mun forsætisráðherr- ann væntanlega nota til að hrinda efnahagsáætlun sinni í fram- kvæmd. Hefur hann fengið þingið til að samþykkja ýms lög sem ætlað er m. a. að draga úr skrifræðinu og gera báknið skilvirkara, Iaða erlent fjármagn að og stuðla að því að efnahagslíf landsins byggi á lög- málum hins frjálsa markaðskerfís. I hinu síðasttalda felst mikil breyt- ing því Tyrkir hafa búið við ríkisrek- inn iðnað og vemdartolla í meira en hálfa öld. Þá hefur Ozal aflétt hömlum, sem var á innflutningi, látið gengi tyrknesku lírannar fljóta og aflað ríkissjóði tekna með sölu hlutabréfa í ríkisfyrirtækjum," sagði Hamamcioglu. Hamamcioglu sagði mikla grósku í atvinnu- og efnahagslífí í Tyrk- landi og tók m.a. sem dæmi byggingu gríðarstórrar stíflu, sem verið væri að reisa í hinu sögu- fræga fljóti Efrat og safnám í austurhluta landsins. Fullgerð yrði hún fímmta stærsta stífla heimsins. Hún væri þó aðeins ein margra stíflna, sem væri verið að reisa í suðausturhluta landsins, þar sem unnið væri að því að beizla fallvötn- in til orkuframleiðslu, áveitu og flóðvama. Umfangsmikilli áætlun þar að lútandi hefði nýlega verið hrint í framkvæmd, en Tyrkir nýttu nú aðeins um 30% þeirrar orku og þeirra áveitumöguleika, sem í fall- vötnum þeirra feldust. Ætlunin væri að ljúka framkvæmdum á næstu fjómmtil fimm ámm. Þegar því væri lokið yrði „Mesópótamía endurreist" á svæðinu. Þá sagði Hamamcioglu að ferða- mönnum til Tyrklands hefði fjölgað ár frá ári. Fjöldi nýrra hótela væri ' byggingu og ættu bandarískar hótelkeðjur aðild að smíði margra þeirra, einkum í höfuðborginni og á strandlengjunni beggja vegna Hellusunds. Tekjur af ferðamönn- um hefðu numið 1,2 milljarði Bandaríkjadollara, eða sem svaraði 50 milljörðum ísl. kr., í fyrra. Gert hefði verið ráð fyrir því að þær yrðu tveir milljarðar dollara í ár, en loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu og slysið í sovézka kjamorku- verinu í Chemobyl hefðu gert að verkum að vemlega færri ferða- menn hefðu lagt leið sína til Tyrklands í ár. Engu að síður verða tekjurnar af þeim ekki undir millj- arði dollara á þessu ári. Auglýsendur Auglýsingar í Morgunblaðið sunnudaginn 28. desember þurfa að berast aug- lýsingadeild eigi síðaren kl. 2 þriðjudaginn 23. desember. JttpriSPitttMstM^ athugið Ertu búin að kaupa miða í happdrætti SÁÁ? Blessaður vertu ekki að því! Ég er búinn að borga minn miða og staðan er víst þannig núna að einn af hverjum hundrað miðum fær vinning. Nei, happdrættið fær ekkert. Bara þeir sem kaupa miða. Nei, alls engan. Þeir draga út alla vinninga úr greiddum miðum eingöngu. Til hádegis á aðfangadag. Svo draga þau Hófí og Jón Páll í beinni útsendingu á rás 2 kl. 1 til 4 eftir hádegi á gamlársdag. Nei. Nú? En hirðir happdrættið þá ekki afganginn af vinningunum? Fær SÁÁ þá engan vinning? Það er nú mikil áhætta hjá þeim. Hve lengi er hægt að borga? Jæja, ég ætla að athuga þetta. Hvenær lokar bankinn í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.