Morgunblaðið - 31.12.1986, Síða 19
Ingi Tryggvason
Ingi
Tryggvason
formaður stétta-
sambands bænda
Veðurfar var landbúnaðinum
hagstætt á árinu, góðviðra-
samt og sæmilega gott öllum
jarðargróða. Kalskemmdir voru iitl-
ar, grasspretta í tæpu meðallagi og
nýting heyja víðast góð. Uppskera
garðávaxta var í góðu meðallagi
og tiltölulega jöfn um landið.
Framleiðsla
Enn eru ekki fyrir hendi lokatöl-
ur um framleiðslu ársins. Tölur
geta því eitthvað breyst frá því sem
hér verður sagt, þegar allar upplýs-
ingar eru tiltækar.
Samkvæmt framleiðslulögunum
frá 1985 skal ákveða fyrirfram það
magn afurða, sem hveijum fram-
leiðenda er ábyrgt fullt verð fyrir.
Skipting fullvirðisréttar í mjólk fyr-
ir síðastliðið verðlagsár var þó ekki
frágengin fyrr en verðlagsárið var
meira en hálfnað. Var því erfitt
fyrir einstaka bændur að aðlaga sig
þeim fullvirðisrétti sem hveijum og
einum var skammtaður. í haust var
unnið að skiptingu fullvirðisréttar
mjólkur fyrir yfirstandandi verð-
lagsár og sauðfjárafurða fyrir
verðlagsárið 1987-1988 og hafa til-
kynningar þar um verið sendar
framleiðendum.
Mjólkurframleiðsla var mikil í
upphafi ársins, en úr henni dró
þegar fullvirðisrétti til mjólkur-
framleiðslu hafði verið skipt á milli
framleiðenda og einstökum bænd-
um varð ljóst, hver réttur þeirra til
fulls verðs væri í lítrum talinn. í lok
nóvember var framleiðsla mjólkur
frá ársbyrjun orðin 101,5 milljónir
lítra á móti 107,2 milljónum 1985.
Samdráttur milli ára nemur 5,31%.
Gera má ráð fyrir að heildarfram-
leiðsla ársins verði yfir 109 milljónir
lítra á móti 115,9 milljónum lítra
1985. Á verðlagsárinu 1985-1986
var mjólkurframleiðsla tæplega
111,6 milljónir lítra. Á yfirstand-
andi verðlagsári er bændum tryggt
fullt verð fyrir 106 milljónir lítra
af mjólk. Þróun framleiðslunnar
fyrstu þijá mánuði þessa verðlags-
árs sýnir, að mjólkurframleiðendur
eru að aðlaga sig þeim aðstæðum,
sem fyrir hendi eru.
Framleiðsla kindakjöts á árinu
1986 er nálægt 12.900 tonnum á
móti rúmlega 12.200 tonnum 1985.
Nokkur fækkun varð á ásettu fé
haustið 1985. Meðalfallþungi dilka
á þessu hausti var 14,32 kg á móti
14,25 kg haustið 1985. Aukin
kindakjötsframleiðsla á þessu
hausti stafar því aðallega af fækkun
§ár í haust. Enn eru ekki fyrir
hendi skýrslur um ásetning nú.
Ljóst er þó, að fækkun fjár er veru-
leg, tæpast minni en 40 þúsund.
Á fyrstu 11 mártuðum ársins
jókst framleiðsla svínakjöts um
13,5% miðað við næsta ár á undan,
en sala um 13,7%. Hrossakjöts-
framleiðsla dróst saman um 8%, en
sala innanlands minnkaði um 8,5%,
nautakjötsframleiðsa jókst um
13,5%, en sala minnkaði um tæp-
lega 1%. Upplýsingar um fram-
leiðslu og sölu fuglakjöts eru
óljósar, en birgðir'hafa aukist.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986
Eins og öllum er kunnugt fækk-
aði ásettu sauðfé um rúm 20% frá
hausti 1978 til hausts 1985. Enn
varð mikil fækkun sauðfjár nú í
haust. Á sama tíma hefur önnur
kjötframleiðsla aukist verulega. Um
þessi áramót eru sennilega til meiri
birgðir kjöts í landinu en nokkru
sinni fýrr. Á mörkuðum erlendis
þarf að keppa við mjög vemdaða
framleiðslu sem þar að auki er yfir-
leitt til muna ódýrari en okkar
framleiðsla vegna hagstæðari ytri
skilyrða. Það er öllum til hagsbóta
að komið verði á heildarstjóm inn-
lendrar kjötframleiðslu, stjóm sem
miði að því að tryggja framleiðend-
um framleiðslukostnaðarverð fyrir
vöm sína og neytendum góða vöm
á kostnaðarverði.
Framleiðsl.ustjóm sauðíjárafurða
og mjólkur og skipting fullvirðis-
réttar milli framleiðenda hafa mjög
sett svip á alla umræðu um málefni
landbúnaðar á síðustu ámm.
Mjög lágt og sífellt lækkandi
heimsmarkaðsverð á kjöti, vaxandi
birgðir og minnkandi neysla gras-
bítakjöts og lágt kornverð og því
lágur framleiðslukostnaður „hvíts
kjöts“, hefur veruleg áhrif á út-
flutningsmöguleika okkar. Sam-
dráttur í kindakjötsneyslu
innanlands er mikið áfall fyrir
íslenska bændur. Margir þeirra em
því uggandi um afkomu sína og
framtíð byggðarlaga sinna. Það er
engum hollt, hvorki framleiðendum
né þjóðfélaginu í heild, að fram-
leiddar séu vömr sem ekki seljast
nema fyrir brot af kostnaðarverði.
Með framleiðslulögunum frá 1985
er stefnt að því að hætta útflutn-
ingi landbúnaðarvara að mestu
leyti. Hins vegar ná þær ráðstafan-
ir, sem lögin gera ráð fyrir, aðeins
skammt til að tryggja nýja tekjuöfl-
un fyrir íbúa dreifbýlis í stað
samdráttar í hefðbundnum búgrein-
um. Núverandi ástand gerir þær
kröfur til stjómvalda að mörkuð sé
ákveðin avinnumálastefna fyrir
dreifbýlið, stefna sem tryggi byggð
í landinu og félagslega og efnahags-
lega afkomu þess fólks sem byggir
sveitir landsins nú og í framtíðinni.
Verðlagsmál
Hækkanir til bænda á þeim vör-
um sem verðlagsnefnd verðleggur
urðu litlar á árinu. Stöðugt verðlag
rekstrarvara réði mestu um. Erfítt
er um nákvæman samanburð vegna
breytinga sem urðu við skiptingu
verðlagsgrundvallarins milli bú-
greina. Sem dæmi má taka að verð
á einum lítra mjólkur hækkaði til
bænda á árinu úr kr. 24,63 í kr.
26,05 eða um 5,8% og verð 1. fl.
dilkakjöts úr kr. 170,92 í kr. 183,87
hvert kíló eða 7,6%. Verðlagsnefnd
búvara ákveður ekki lengur verð
þessara vara í heildsölu og smásölu.
Á síðastliðnu sumri var verðlags-
grundvöllur landbúnaðarvara
endurskoðaður og honum skipt í tvo
grundvelli, annan fyrir nautgripaaf-
haust, eða 11.800 tonn, Ákvörðun
þessi var studd samþykki stjórnar
Stéttarsambands bænda og stjórnar
Landssambands sauðQárbænda.
Framleiðnisjóður tók ábyrgð á verði
800 tonna af kindakjöti með leigu
eða kaupum á fullvirðisrétti og
verðábyrgð á framleiðslu 1987. Með
þessum ráðstöfunum er reynt að
koma í veg fyrir að fullvirðisréttur
einstakra bænda minnki að meðal-
tali frá því sem samningar gerðu
ráð fyrir að greitt yrði að fullu á
þessu hausti
Lokaorð
Eins og fyrr er nefnt tel ég að
lengja þurfi þann frest sem bænd-
um er gefinn til að breyta búskapar-
háttum, ef ekki á að verða veruleg
byggðaröskun í landinu. I fram
leiðslulögunum frá 1985 er ákveðið
að tilgangur laganna sé „að innlend
aðföng nýtist sem mest við fram-
leislu búvara bæði með hliðsjón af
framleiðsluöryggi og atvinnu“.
Samkvæmt þessu ber stjómvöldum
að stuðla að því, að afurðir þeirra
dýra sem nýta fyrst og fremst inn-
lent fóður geti haldið markaðshlut-
deild sinni og þurfi ekki að víkja
fyrir vörum sem fyrst og fremst
nýta erlend aðföng. Frekari sam-
dráttur í verðábyrgð á sauðQár- og
nautgripaafurðum má alls ekki
verða ef ekki eiga að verða stórslys
byggðamálum. Skjót og markviss
viðbótaraðstoð við nýbúgreinar svo
sem loðdýrarækt getur aukið tekjur
þeirra sem enn búa í sveitum, tryggt
búsetu og aukið þjóðartekjur. En
nýjar búgreinar þurfa fjármagn,
leiðbeiningar og tíma ef þær eiga
að bjarga sveitunum frá félagslegu
og fjárhagslegu hmni. Víst er
myndarlega unnið að ýmsum þess-
um þáttum, en reynsla undanfar-
inna missera sýnir þó að betur má
ef duga skal.
Kristján Ragnarsson
Kristján
Ragnarsson,
formaður Landssam-
bands ísl. útvegsmanna
Arið, sem er að líða, hefur verið
sjávarútveginum hagstætt.
Aflabrögð hafa verið góð og em
líkur á að heildaraflinn verði um
1640 þús. lestir, eða aðeins minni
en á sl. ári, en þá var hann meiri
en nokkm sinni fyrr eða 1680 þús.
lestir.
Áætlað er að aflinn skiptist þann-
ig, borinn saman við aflann árið
1985:
TAFLA 1
framleiðsluverðmæti sjávarútvegs-
ins hafa valdið því að unnt reyndist
að ná niður verðbólgunni og auka
ráðstöfunartekjur fólks vemlega,
þannig að kaupmáttur er nú sá
hæsti sem verið hefur.
Það virkar svolítið broslegt þegar
stjómmálamennimir em að þakka
sér, að með stjóm efnahagsmála
hafí tekist að ná verðbólgunni niður
og aðgerðir þeirra hafi aukið ráð-
stöfunartekjur fólks. Með sama
hætti er óréttmætt að saka þá um
minnkandi ráðstöfunartekjur þegar
illa aflast og verðfall verður á afurð-
um okkar. Oll okkar velferð er undir
sjávarútveginum komin eins og
dæmin sanna svo vel nú. Með þessu
er ég ekki að gera lítið úr ákvörðun-
um stjómmálamanna, sem að
sjálfsögðu skipta miklu máli, eins
og t.d. varðandi stjómun fiskveiða
og fjárfestingu í sjávarútvegi og
öðmm atvinnugreinum.
Það er alveg ljóst, að við væram
ekki að tala um hagnað í sjávarút,-
vegi, ef ekki hefði verið um skyn-
samlega stjómun á fiskveiðum
okkar að ræða undanfarin ár. Með
sama hætti má segja að nýting
fiskiskipastólsins hafi haft afger-
andi áhrif og að ekki hefur verið
bætt við flotann. Miðað við allar
þær óvinsælu takmarkanir sem em
á fiskveiðum okkar virðist fiski-
skipaflotinn geta veitt mun meiri
afla en okkur leyfist að veiða nú.
Mikils er um vert, að sú víðtæka
samstaða, sem náðst hefur milli
stjórnvalda og sjávarútvegsins um
þessi mikilvægu málefni megi hald-
ast þegar ný ríkisstjóm tekur við
völdum eftir nokkra mánuði.
Vemleg aukning var á árinu á
sölu á ferskum fiski erlendis og
munu alls hafa verið seldar um 90
þús. lestir. Alls fengust um 4,6
milljarðar króna fyrir þennan físk
eða um 51 króna fyrir hvert kfló
að meðaltali, en árið áður fengust
2,2 milljarðar fyrir 68 þús. lestir
eða 32 krónur fyrir hvert kfló. Þessi
mikla verðhækkun hefur ýtt mjög
undir sölu á ferskum fiski og skap-
að aukna samkeppni um fiskinn við
fiskvinnsluna. A sama tíma háir
vöntun á starfsfólki fiskvinnslunni
að vinna meira af fiskinum hér
heima.
Svo virðist að fiskneysla fari víða
vaxandi og skilningur fólks aukist
á því að fiskur sé heilsufæða. Á
sama tíma fer framboð víða minnk-
andi vegna ofveiði á fískistofnum
eins og t.d. í Norðursjó. Þetta á að
sýna okkur hve nauðsynlegt er, að
við gætum hófs í sókn okkar í fiski-
stofnana svo við getum á hveijum
tíma haft eðlilegt framboð af físki,
sem við fáum hátt verð fyrir.
urðir og hinn fyrir sauðfjárafurðir. 1986 1985
Samkomulag varð í verðlagsnefnd Þorskur 350.000 323.000
um 12,74% hækkunarþörf sauð- Annar botnfiskur 268.000 262.000
fjárafurða umfram almennar verð- Loðna 900.000 994.000
lagshækkanir. Fulltrúar framleið- Síld 65.000 49.000
enda ákváðu að fresta þessari Rækja 34.000 25.000
hækkun til 1. september 1987. í Hörpudiskur 15.000 17.000
beinum tengslum við þá ákvörðun Humar 2.500 2.400
var samið um óbreytta verðábyrgð Annað 5.500 7.600
fyrir kindakjöt haustið 1987 frá því sem samið var um fyrir síðastliðið 1.640.000 1.680.000
Þrátt fyrir að aflinn sé álíka
mikill og árið_ 1985 er hann mun
verðmætari. Áætlað er að útflutn-
ingsverðmæti sjávarvömfram-
leiðslu þessa árs verði 32,3
milljarðar á móti 24,0 milljörðum
króna á árinu 1985. Þetta gerist
þrátt fyrir að verð á dollara í ísl.
krónum er nú 4% lægra en á sama
tíma og í fyrra og gengi á sterlings-
pundi 3% lægra. Gengi þessara
útflutningsmynta ráða mestu um
tekjur sjávarútvegsins.
Af þessu má sjá að sjávarútveg-
urinn hefur tekið á sig allar innlend-
ar hækkanir án þess að fá þær
bættar með breytingu á gengi og
skilað þjóðarbúinu vemlegri verð-
mætisaukningu. Áætlað er að
sjávarvömframleiðslan hækki í
verði um 22,5% milli ára óg aukist
að magni um 10%. Þessi auknu
Verð á frystum fiski, saltfiski,
rækju og hörpudiski hefur hækkað
vemlega á árinu og allt bendir til
þess að núverandi verð haldist á
næsta ári. Hinsvegar hefur verð á
mjöli og lýsi lækkað og er nú lægra
en um langt skeið. Háir þetta mjög
afkomu loðnuveiða og loðnuvinnslu.
Mjög mikið hefur verið rætt um
aukið frelsi við verðlagningu á fiski
til vinnslu, þar sem verð ráðist af
framboði og eftirspurn. Tilraun hef-
ur verið gerð með fijálsa verðlagn-
ingu á loðnu og hafa allir aðilar
talið það hafa gefist vel. Það hefur
m.a. leitt til þess að engin loðna
hefur farið óunnin úr landi, en í
_______________________________19
fyrrahaust vom seldar 26 þús. lest-
ir erlendis.
Vegna hinnar auknu eftirspumar
eftir fiski hafa fulltrúar sjómanna
og útvegsmanna talið eðliiegt að
reyna aukið fijálsræði í ákvörðun
fiskverðs m.a. vegna þeirra fisk-
markaða sem munu taka til starfa
í Reykjavík og Hafnarfírði fyrri
hluta árs. Fulltrúar fiskvinnslunnar
óttast hinsvegar að fijálst fískverð
muni leiða til hærra fískverðs, en
hið hefðbundna verðákvörðunar-
kerfi muni ákveða.
Eg tel að í þessu efni verði að
taka nokkra áhættu ef menn í raun
meina eitthvað með því að auka
fijálsræði á þessu sviði.
Lækkun á olíu hefur skipt físk-
veiðiflotann miklu máli svo og
þjóðarbúið allt. Mikil óvissa ríkir
nú um, hvort olíuframleiðsluríkjun-
um muni takast að knýja fram
verðhækkun og virðist sem þeim
hafí þegar tekist það, að hluta til.
Tekjur sjómanna hafa verið mjög
góðar á árinu og em nú hlutfails-
lega hærri en annarra stétta, og
hærri en þær hafa verið um fjölda
ára þrátt fyrir það virðist þegar
þetta er ritað stefna í veraleg átök
með verkfallsaðgerðum í upphafi
næsta árs.
Utvegsmenn fagna því, hve vel
hefur tekist að bæta afkomu sjó-
manna og vildu fegnir gera enn
betur. Þeir bera hinsvegar ábyrgð
á greiðslu útgerðarkostnaðar, vaxta
og afborgana af Iánum og ætla
ekki að víkjast undan þeirri ábyrgð,
með kjarasamningum sem gerir
þeim ókleift að standa við skuld-
bindingar sínar.
Horfur em á að aflabrögð verði
góð á næsta ári og að við fáum
hátt verð fyrir fískafurðir okkar.
Það er því illt í efni ef við spillum
góðum árangri með innbyrðis átök-
um í byijun næsta árs.
Jóhann J.
Olafsson
formaður Verzlunar-
ráðs Islands
Enn einu sinni stöndum við á
tímamótum. Árið 1986 er að
hverfa í móðu aldanna, ár sem tal-
að er um, að hafí verið hagstætt
atvinnuvegum þjóðarinnar. Við
þessi áramót getum við glaðst yfír
því, að hagstæð ytri skilyrði þjóðar-
búsins hafa hjálpað okkur að taka
á helstu efnahagsvandamálum, svo
sem verðbólgu og erlendri skulda-
söfnun, á sama tíma og kaupmáttur
hefur almennt vaxið og hinum
lægstlaunuðu hafa verið veittar sér-
stakar kjarabætur.
En við þurfum að hafa andvara
á okkur, án þess að ég vilji hvetja
til neinnar svartsýni. Sú gæfa sem
fylgt hefur okkur á árinu 1986
getur snúist. Verð á olíu kann að
hækka á ný og erfiðleikar geta
komið upp á fiskmörkuðum. Til
langframa getum við alls ekki reitt
okkur á, að hagstæð ytri skilyrði
verði ávallt til að efla íslenskt at-
vinnulíf. Því þarf að vinna áfram
að ýmsum framfaramálum. Við
þurfum enn að treysta innviðina til
að standast þau vetrarveður, sem
ávallt geta skollið á.
Örar breytingar
Á undanförnum ámm hafa orðið
snögg umskipti í atvinnulífí okkar.
Verðbólgan hefur ekki einungis
komist í skaplegt horf, heldur em
skilyrði til atvinnurekstrar allt önn-
ur en var fyrir nokkmm ámm.
Verðmyndun hefur verið gefin
fijáls, samkeppni hefur aukist,
gjaldeyrisviðskiptin hafa færst í
fijálslegra horf og bylting hefur
orðið á fjármagnsmarkaði. Þessar
breytingar hafa orðið án þess að
um þær hafi verið ákaft deilt í þjóð-
félaginu.
Ef til vill vegna þess, hversu
mikfll friður hefur verið um þessar