Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Forsenda fyrir öllu því sem gera þarf er stöðug-- leiki í efnahagsmálum Áramótaávarp Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra Góðir íslendingar. Um þessi áramót væri freistandi að rekja allítarlega það sem gerst hefur á því kjörtímabili, sem senn lýkur. Það mun ég þó ekki gera. Eg hef hug á því að fjalla fyrst og fremst um framtíðina og nefna nokkur þau meginverkefni, heima og erlendis, sem ég tel mikilvægust á þessari stundu og geta stuðlað að bættu mannlífi. Til þess tel ég forsendur vera nú, eftir þann árang- ur, sem náðst hefur. Um framtíðina verður þó ekki rætt án þess að hafa fortíð í huga. Staðan verður að vera Ijós þegar næstu skref eru ákveðin. Þegar ég flutti mitt fyrsta ávarp í lok ársins 1983 hafði tekist með hörðum, markvissum aðgerðum að bægja frá taumlausri óðaverðbólgu. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hveijar afleiðingamar hefðu orðið, ef það hefði mistekist. Vafa- laust hefði íslenskt efnahagslíf riðað til falls. Þetta skildu lands- menn og það var fyrst og fremst vegna stuðnings ykkar, fólksins í landinu, að tókst að bægja þeim vágesti frá dyrum hins íslenska þjóðarbús. Þrjú síðustu árin hafa verið gjöf- ul og góð. Mikilvægast er, að við íslendingar höfum borið gæfu til að nýta þau vel. Ekki held ég því fram, að allt hafí tekist eins og skyldi, því fer víðs fjarri. Ýmis mis- tök hafa orðið. Ríkisstjómin á sinn þátt í þeim. Þegar á heildina er lit- ið hefur hins vegar gengið vel. Staðan er nú þessi: Verðbólga er minni en verið hefur í fímmtán ár og fer minnkandi. Meðalkaup- máttur er meiri en hann hefur verið nokkm sinni í sögu þessarar þjóð- ar. Þrátt fyrir það verður umtals- verður afgangur af vöruskiptum og viðskiptahalli lítill, minni en verið hefur í mörg ár. Þetta er svo, m.a. af því, að sparnaður hefur aukist vemlega og er nú meiri en verið hefur á annan áratug. Þá hefur verið stigið mikilvægt skref til hækkunar á launum þeirra, sem lökust hafa kjörin, og atvinnu- reksturinn stendur traustari fótum en hann hefur gert lengi. Ekki má heldur gleyma því, að framkvæmd- ir hafa verið miklar, vegir t.d. batnað og sjálfvirkur sími og sjón- varp komið um iand allt, svo eitt- hvað sé nefnt. Hvað sem öðm líður er þetta góð staða. Hún hefur a.m.k. ekki verið betri í áratugi. Það er því sannfær- ing mín, að nú sé unnt að lagfæra og bæta margt í þessu þjóðfélagi, sem stuðlað getur að betra mannlífí. Mun ég nú rekja þau verkefni, sem ég tel einna mikilvægust í náinni framtíð. Forsendan fyrir öllu því, sem gera þarf, er stöðugleiki í efnahags- málum. Það veit ég, að mönnum er ljóst orðið. Enginn vill þola á ný hörmungar óðaverðbólgunnar og allt, sem henni fylgir. Með tilvísun til þess skilnings, sem fram hefur komið hjá bæði launþegum og at- vinnurekendum, sérstaklega í samningunum í febrúar og nú í desember, er ég vongóður um, að þetta megi takast. Ríkisstjóm verð- ur einnig að vera reiðubúin til samstarfs við þessa aðila, eins og sú ríkisstjóm hefur verið, sem nú situr. Erlendar skuldir þjóðarinnar em ennþá of miklar. Þær hafa að vísu lækkað allverulega, sem hundraðs- hluti af þjóðarframleiðslu, og greiðslubyrðin hefur minnkað. En þegar aflabrestur verður aftur, sem er því miður nokkuð öruggt, það kennir sagan okkur, er nauðsyn- legt, að skuldir þjóðarinnar erlendis séu sem minnstar. Með innlendum spamaði og eitthvað minni fjárfest- ingu næstu tvö til þijú árin á þetta að vera hægðarleikur. Enda er jafn- framt mikilvægt að draga úr þeirri þenslu, sem ríkir í þjóðfélaginu. í ávarpi mínu um síðustu áramót birti ég línurit, sem sýndi, svo ekki varð um villst, að sveiflur í íslensku efnahagslífi hafa verið ákaflega miklar á undanförnum áratugum. Nokkuð reglulega hefur fiskafii dregist mjög saman. A sama tíma hefur verðbólga vaxið og erlendar skuldir aukist. Afar mikilvægt er, að koma eins og frekast er unnt í Stemgrímur Hermannsson veg fyrir slíkar sveiflur. Til þess er nauðsynlegt að renna fleiri stoð- um undir atvinnulíf okkar íslend- inga. í þessum tilgangi hefur eftir megni verið stuðlað að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sumt er þegar komið á allgóðan rekspöl. Fiskeldis- fyrirtækin em t.d. orðin mörg og sama má segja um loðdýraræktina. Alltaf mátti búast við erfiðleikum í byijun. Það má þó ekki hræða menn til undanhalds. Af mistökun- um má læra og bæta reksturinn. Ég efa ekki, að þessar greinar munu eftir fáein ár færa mikinn auð í íslenskt þjóðarbú. Einnig er það sannfæring mín, að miklir möguleikar séu fyrir okk- ur íslendinga á ýmsum sviðum nýrrar tækni og vísinda, sem oft er einu nafni nefnt hátækni, þar með tel ég líftæknina. Þessi nýju svið em ekki háð fjöldaframleiðslu og stómm markaði eins og iðnþróun undanfarinna áratuga. Þau byggja á eðlisgreind einstaklingsins og góðri menntun. Hið fyrra tel ég, að við íslendingar höfum í allríkum mæli. Það sönnuðu t.d. ungu skák- mennimir okkar nýlega. Menntunin er einnig allgóð, sérstaklega hin almenna menntun, eins og gengur og gerist. Hins vegar óttast ég, að við höfum dregist aftur úr í ýmiss konar sér- og framhaldsmenntun. Einnig sýnist mér ljóst, að margvís- leg rannsókna- og vísindastarfsemi er of lítil og þarf að aukast vem- lega. Slíkt krefst fjármagns, að sjálfsögðu, en því er vel varið og er smámunir hjá því, sem það mun gefa íslensku þjóðarbúi síðar. Ég hef haft tækifæri til þess að kynnast lítillega því efnilega unga fólki, sem nemur hin nýju fræði hátækninnar. Ég hef smitast af þeim eldmóði, sem þar ríkir, og ekki að ástæðulausu. Ef vel er búið að því og öðm áhugasömu æsku- fólki er framtíðin björt. Sú nýsköpun, sem ég hef nú laus- lega lýst, er ma.a afleiðing af miklum breytingum í atvinnulífi þjóðarinnar. Slíkt hefur því miður vítæk áhrif á afkomu og búsetu manna í landinu. Brýnt er að draga úr þessum áhrifum eins og frekast er kostur. Því er m.a. nauðsynlegt að haga aðlögun að breyttum að- stæðum þannig, að þær byggðir, sem veikastar em, og þar sem íbú- ar hafa ekki að öðm að hverfa, hafi forgang til framleiðslunnar. Þetta verða þeir að skilja, sem byggja hin búsældarlegri hémð og eiga fjölmargra annarra kosta völ. En lífið er meira en atvinnu- og efnahagsmál. Félagslegu þarfimar em margar, sem efnaðri þjóð ber skylda til að sinna. Því miður hefur sumt af slíku orðið nokkuð útundan á undanfömum erfíðleikaámm. Fíkniefnin og sú tortíming, sem þeim fylgir, er mér einna efst í huga. Þar sem atvinnu- og vonleysi ríkir í myrkraheimi erlendra stór- borga er þetta böl e.t.v. skiljanlegt. Hér á landi sé ég enga ástæðu til slíks. Á vegum forsætisráðuneytisins starfar nefnd, sem vinnur ötullega að því að samræma opinberar að- gerðir og gera tillögur til úrbóta í ávana- og fíkniefnavörnum. Ég er Björgunarstöðin í Bodö: Hefur engar þyrlur með nægt fiugþol BJÖRGUNARSTÖÐIN í Bodö í Noregi hefur ekki yfir nein- um þyrlum að ráða, sem hafa nægt flugþol til þess að fljúga 300 mílna vegalengd og sömu „ÞAÐ var ekkert óvenjulegt við þessi svör okkar. Við höfum einfaldlega ekki yfir þyrlum að ráða sem hafa slíkt flugþol sem til þarf, til þess að komast frá Bretlandi til slysstaðarins," sagði talsmaður björgunar- stöðvarinnar í Edinborg í Skotlandi í samtali við Morgun- vegalengd til baka. Þetta kom fram í samtali blaðamanns Morgunblaðsins við Olaf Sönderland lögreglustjóra björgunarstöðvarinnar í Bodö blaðið, þegar hann var spurður hvort það hefði verið tilviljun að björgunarstöðin hafði ekki yfir neinni þyrlu að ráða á jóla- dagsnótt, þegar stöðin var beðin um að senda þyrlu að slys- staðnum þar sem Suðurlandið fórst. Talsmaður björgunarstöðvar- og sagði hann að það hefði ekki verið tiifallandi vegna jólahátíðarinnar að stöðin gat ekki orðið við óskum Slysa- varnafélags íslands á jóladag- innar sagði að eina þjóðin sem hefði yfír slíkum þyrlum að ráða væri Bandaríkjamenn. „Banda- ríkjamenn stýrðu aðgerðinni frá Keflavík, en flogþolnu þyrlumar þeirra eru staðsettar í Vestur- Þýskalandi og Suður-Englandi og mér er ekki kunnugt um hvort þeir hugleiddu að nota þær.“ „Við sendum Nimrod ratsjár- flugvélina um leið og hægt var,“ sagði talsmaðurinn, „en við gátum enga þyrlu sent, því það var ekk- ert skip á svæðinu, þar sem hægt var að endurfylla þyrluna af elds- neyti." snótt, að senda þyrlu á slysstaðinn þar sem Suður- landið sökk. Staðreyndin væri sú að engar þyrlur væru til- tækar sem hefðu það flugþol sem þurft hefði. „Við höfum ekki yfír neinum þyrlum að ráða, sem hafa flugþol til þess að fljúga þá vegalengd sem hér var um að ræða, eða um 420 mílur. Við höfum einungis 2 leitarþyrlur sem geta flogið í mesta lagi 250 mílur áður en þær snúa aftur. Að öðmm kosti yrðu þær að geta lent til þess að taka eldsneyti,“ sagði Sönderland. Hann sagði að landhelgisgæslu- skipin semí þeir hefðu yfir að ráða hefðu leitarþyrlur um borð, en þær hefðu ekki meira flugþol en hinar. Skipin hefðu hins vegar ekki verið í viðbragðsstöðu yfír jólahátíðina. Þau hefðu legið við landfestar í Norður-Noregi og áhafnir þeirra verið í fríi. Björgunarstöðin í Skotlandi; „Sendum Nimrodvél- ina um leið og hægt var“ þeirrar skoðunar, að stór hluti vand- ans liggi í því, að dugmiklir ungling- ar fái ekki aðstöðu til þeirrar iðju, sem þeim hentar, eða útrás fyrir orku sína eins og þörf krefur. Oum- deilt er, að íþróttir, holl tómstunda- iðja og útivist er afar mikilvægt í þessu sambandi. Sem betur fer hef- ur áhugi og þátttaka á þeim sviðum stórlega aukist. En með tiltölulega litlu opinberu fjármagni má þó enn bæta verulega aðstöðu til útivistar og íþróttaiðkana. Hin mörgu, stóru og smáu íþróttafélög munu síðan sjá um hvatninguna. Á mörgum sviðum eigum við afreksmenn, sem bera hróður sinnar litlu þjóðar víða og eru æsku- fólki til eftirbreytni. Nýleg afrek skákmanna, sundmanna og afl- raunamanna á innlendum og erlendum vettvangi eru t.d. líklega meira virði fyrir þjóðlífið en margan grunar. Einnig hefur hin unga feg- urðardrottning verið glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar. Því er heldur ekki að neita, að enn er mikið ógert fyrir þá, sem af einhveijum ástæðum eru van- búnir til lífsbaráttunnar. I efnuðu velferðarþjóðfélagi kemur ekki til mála, að slíkir einstaklingar líði skort eða þjáist vegna vanbúnaðar. Sem betur fer hefur mikið áunnist. Því verður að halda áfram af fullum krafti. I þessum hópi eru margir, sem hafa fatlast ævilangt vegna um- ferðarslysa. Sem dæmi um mikla velmegun er bifreiðaeign okkar ís- lendinga, nú orðin ein sú mesta í heimi miðað við fólksfjölda, líklega svipuð og í Bandaríkjunum. Því miður erum við einnig meðal þeirra efstu í slysatíðni. Á næsta ári er ráðgert samræmt átak af hálfu tryggingarfélaga og Umferðarráðs til þess að draga úr slysum. Það getum við auðveldlega. Það hefur reynslan sýnt. Við skul- um setja okkur, íslendingar, að fækka umferðarslysum stórlega á næsta ári og um alla framtíð. Slíkt heit er verðug áramótagjöf til okkar sjálfra og þjóðarinnar allrar. Mörg önnur mikilvæg verkefni mætti að sjálfsögðu nefna. Ég læt þó nægja að minnast á eitt til við- bótar, vemdun umhverfis og náttúm þessa lands. Því verður ekki neitað, að við íslendingar höf- um farið illa með gróðurinn. Það dylst engum manni, sem um hálend- ið ferðast. Víða er landið uppblásið og nánast auðn, þar sem fyrr var sterkur gróður, jafnvel skógur. Svo getur ekki fram haldið. Nauðsyn- legt er að skipuleggja betur íslenska náttúruvernd og taka framsýnar ákvarðanir, sem snúa við þessari þróun. Til slíkra sjónarmiða verða bæði atvinnurekendur og einstakl- ingar að taka tillit. Við Islendingar eigum eitt besta og fegursta land í heimi. Hér er víðátta næg og unnt að fínná kyrrð og frið, jafnvel í næsta nágrenni bæjanna, sem er ómetanlegt. Landið er vel fallið til margskonar útivistar og íþrótta. Hér gætir lítið sem ekkert mengunar frá stóriðnaði meginlandanna. Það sem spillst hefur má því auðveldlega bæta. Það kostar að vísu tímabundnar fórnir en kemur margfalt til baka í enn betra landi. Já, verkefnin framundan eru mörg. Ég hef aðeins drepið á fáein þau helstu. Það er sannfæring mín, að við íslendingar stöndum nú á þeim tímamótum, með allgott og batnandi jafnvægi í efnahagsmál- um og góðæri eftir óðaverðbólgu og óáran undanfarinna ára, að við getum og eigum að taka myndar- lega á slíkum verkefnum. Mér er ljóst, að allt krefst það fjármagns, og ekki er vinsælt að tala um hækkun skatta. Ég er held- ur ekki sannfærður um, að það þurfi að verða mikið ef allir taka réttlátan þátt í rekstri þjóðarbúsins og greiða sín gjöld. Hitt er þó ljóst, að við Islendingar þurfum að gera upp hug okkar um það, til hvers við ætlumst af ríkisvaldi og ríkis- sjóði. Eins og nú er ástatt fær ríkissjóður ekki sinnt nema að hluta þeim fjölmörgu félagslegu verkefn- um, sem Alþingi hefur ákveðið. Tekjur hrökkva hvergi nærri fyrir gjöldum, svo einfalt er það. Tekist hefur að koma hér á fót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.