Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 fclk f fréttum L Nokkrir atburðir liðins árs IMorgunblaðinu á gamlársdag voru riQaðir upp nokkrir atburðir liðins árs og meðan enn er ekki lengra um liðið frá áramótum þyk- ir rétt að halda því áfram. Af sjálfsögðu hefur þessi um- ijöllun ekki verið tæmandi, eða í samræmi við mikilvægi, en altjent nokkur uppri^un. Leikkonan Joan Collins, sem all- ir héldu að væri komin í örugga höfn, sótti um skilnað frá hinum sænska eiginmanni sínum, Peter Holm, 6. desember. Þau giftust fyrir rúmu ári og töldu menn þau lifa sem blóma í eggi þar til skilnaðarfréttin kom sem sprengja í slúðurdálka blaða um heimsbyggðina alla. Bæði hafa haldið fram að þau hafi sætt barsmíðum af hálfu hins og Joan hefur sakað Peter um að hafa dreg- ið sér fé af tekjum hennar, en hann var umboðsmaður hennar og bók- haldari meðan á hjónabandinu stóð. Sú spuming brennur nú á vörum milljóna manna um allan heim hvort eitthvað sé hæft í þessum ásökun- um og verður fróðlegt að fylgjast með því hvemig málinu reiðir af fyrir dómstólum. Bandaríski leikarinn Patrick Duffy, sem þekktastur er fyrir leik sinn sem Bobby Ewing í fram- haldsþáttunum Dallas, varð fyrir miklu áfalli hinn 19. október, en þá vom báðir foreldrar hans drepn- ir með köldu blóði. Lögreglan hafði brátt hendur í hári tveggja unglinga, sem hafa verið sóttir til saka fyrir ódæðið, en þeir vora blóði ataðir þegar lögreglan tók þá höndum. Talið er að þeir verði dæmdir í 250 ára fangelsi hvor. lyndi. Svetlana Stalín á blaðamannafundi; óspör á yfirlýsingar eins og venjulega. Svetlana Stalín ætlar seint að höndla hamingjuna. Árið 1964 leitaði hún hælis á Vesturlöndum, afneitaði föður sínum, Jósef Stalín, óskaði kommúnismanum út í hin ystu myrkur, en játaði þess í stað trú sína á Guð og frelsi manna. Ekki gekk henni þó að aðlagast bandarísku samfélagi og einkalíf hennar var þymum stráð, yfirleitt vegna alvarlegra persónubresta. Að lokum fór svo í október árið 1984 að hún fór austur yfir járntjald á ný og hafði bandaríska dóttur sína, Olgu, með sér. Þeirra mæðga beið að vísu ekki rauður dregill, en Svetl- ana taldi sig búna að brenna allar brýr að baki. Vistin í Sovétríkjunum reyndist verri en Svetlana taldi og Olga þoldi alls ekki við. Hinn 4. apríl í vor fór Olga í breska sendiráðið í Moskvu og sótti um vegabréfsáritun til Bretlands, sem hún fékk samdæg- urs, en ekkert var vitað um ráða- gerðir Svetlönu. 15. apríl fór Olga svo til Bretlands og daginn eftir hélt Svetlana aftur til Banda- ríkjanna. Filipus og drottningin í veiðiherberginu í Windsor. Jólin hjá bresku konungsfjölskyldunni Elísabet önnur Englandsdrottn- ing ásamt Filipusi eiginmanni sínum við Sandringham-höll. Windsor-kastali. Jólahald er mjög mismunandi eft- ir löndum, trúarbrögðum og emstaka Qölskyldum. Mismunandi er eftir efnum, trúarskoðunum og ótalmörgu öðra, hversu íburðarmik- il veisluhöldin yfír hátíðamar eru. Ekki væri út í hött að ætla að nógur væri íburðurinn og viðhöfnin hjá bresku konungsfjölskyldunni, því á fáum stöðum öðram er haldið jafnfast í hvers kyns hefðir, auk þess sem að hún er einhver ríkasta fjölskylda í heimi, ef ekki sú alrík- asta. Málin era þó ekki svo einfold, því íjós kemur að í einkalífinu hafa hinir eðalbomu lágt um sig. Samkvæmt Harold Brooks- Baker, sem er ritstjóri aðalsmanna- tals Bretlandseyja, era jólin mikil hátíðarstund fyrir drottninguna og fjölskyldu hennar, þar sem að þau eu eini tími ársins, sem öll fjölskyld- an kemur saman og eyðir rólegri stund fjarri blaðamönnum og hvers- dagsskarkalanum. „Fyrir drottn- inguna verða jólin í meira og meira uppáhaldi með hveiju árinu sem líður, því sífellt bætast nýjir fjöl- skyldumeðlimir við og hún er mikill bamavinur." Á aðfangadag kemur fjölskyldan, u.þ.b. 30 manns, til Windsor-kast- ala. Þeir mega ekki koma seinna en kl. hálf fímm, vilji þeir vera í náðinni hjá drottningunni þann daginn, en hún leggur mikið upp úr stundvísi. Um fímmleytið er lögð lokahönd á jólatréð og það er drottningin sjálf, sem tendrar ljósin. Móðir hennar býður þá öllum upp á te í „eikarherberginu“. Klukkan sex afhenda fjölskyldu- meðlimimir hver öðram jólagjafim- ar. Þrátt fyrir að fjölskyldan sé svo efnum búin að hún geti látið eftir hvaða hugdettu sem er, era flestar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.