Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 31 Hópur verkfaUsmanna i París sést hér skemmta sér fyrir framan lest sina á gamlárskvöld. Lestin hafði staðið kyrr og ónotuð um daginn rétt eins og undanfarnar tvær vikur. Verkfall járnbrautarstarfs- manna setur nú æ meiri svip á franskt þjóðlif og það hefur þegar valdið mjög miklu tjóni í efnahagslífi landsins. Elton John skor- inn upp á hálsi Sydney, AP. ELTON John, rokksöngvarinn sivinsæli, gengst uhdir skurðað- gerð í næstu viku og hefur hann af þeim sökum aflýst öllum tón- leikum, sem hann hafði ráðgert á þessu ári. Aðgerðin verður framkvæmd á einkasjúkrahúsi í Sydney í Ástralíu, en Elton John hefur nýlokið mánað- arlöngu hljómleikahaldi í Ástralíu. Á einum tónleikunum varð hann að hætta í miðjum klíðum vegna hálsverkja og einni samkomu varð hann að aflýsa af sömu sökum. Elton John hefur þjáðst í hálsi í rúmt ár og hefur það háð söng- mennsku hans. Hefur hann gengið á milli sérfræðinga án þess að hljóta bót sinna meina og hefur nú fallizt á að láta opna á sér barkann með skurðaðgerð til að fá úr því skorið hvað amar að honum. Helzt er talið að smáhnúður séu á raddböndun- um. Elton hefur af þessum sökum aflýst 32 tónleikum, sem fyrir- hugaðir voru í Bandaríkjunum. Heimildir herma að hann muni ekki geta komið upp orði í viku eða svo eftir aðgerðina. Karin Söder hætt for- mennsku Miðflokksins Frakkland: Lestarferðir lágu að mestu niðri um áramótin París, AP, Reuter. LESTARFERÐIR lágu að mestu niðri í Frakklandi yfir áramótin vegna verkfalls starfsmanna jarnbrautanna þar í landi, en það hefur nú staðið í meira en hálfan mánuð. Virð- ast tilslakanir frönsku sfjórnar- innar iitlu hafa breytt um gang verkfallsins. Francois Lavondes, sáttasemjari stjómarinnar, sagði í fyrradag eft- ir fund milli forystumanna verk- fallsmanna og fulltrúa stjómarinn- ar, að framkomnar tillögur um að miða laun verkamanna meira við starfsgetu en starfsaldur yrðu dregnar til baka. Sú skipan, sem ríkt hefði í þessu tilliti, yrði látin halda sér, þar til samstaða næðist um nýtt fyrir- komulag í sameiginlegum viðræð- um milli verkfallsmanna og stjómar jámbrautanna um nýtt launafyrirkomulag, þar sem tekið yrði tillit „bæði til starfsaldurs og starfsgetu." Samkvæmt frásögnum frönsku blaðanna ríkja miklar efasemdir á meðal verkfallsmanna varðandi þessar tilslakanir stjómarinnar. Verkfallsmenn telja að þær nái allt of skammt og munu því ekki snúa aftur til vinnu að svo komnu. Stokkhólmi, AP. Reuter. KARIN Söder sagði af sér for- mennsku Miðflokksins í gær af heilsuf arsástæðum. Hún var fyrsta konan til að veita sænsk- um stjórnmálkaflokki forystu. Söder var kosinn formaður Mið- flokksins í júní í fyrra og tók við af Thorbjöm Fálldin, sem hafði sagt af sér fyrr um vorið. Hún var lögð inn á sjúkrahús um miðjan desember sl. vegna ofnæmis fyrir lyfjum, en nokkm áður féll hún í yfirlið á vinnustað sínum vegna ofþreytu. Olíuverð: Sovétstjórnin styður ákvörðun OPEC-ríkja Helsinki, Reuter. HÁTTSETTUR starfsmaður finnska olíufyrirtækisins Neste Oy, sem er ríkisrekið, sagði í gær að svo virtist sem Sovétstjórnin hygðist styðja þá ákvörðun olíuframleiðsluríkja að koma verðinu upp í 18 dollara á fatið. Sovétríkin eiga ekki aðild að OPEC, samtökum olíu- f ramleiðslurikja. OPEC-ríkin hafa samþykkt að selja olíu á 18 dollara fatið frá og með 1. febrúar. Ráðamenn olíumála í Sovétríkjunum ákváðu nú um ára- mótin að hækka verðið upp í 18,30 dali fatið. Neste Oy hefur um langt árabil keypt olíu frá Sovétríkjunum og er verðið nú um 14 dollarar. í næstu viku hefjast samninga- viðræður forráðamanna fínnska olíufyrirtækisins og Sovétmanna. Kai Hietarinta, aðstoðarforsljóri Neste Oy, kvaðst í gær efast um að Sovétmenn myndu krefjast þessa háa verðs. „Það er augljóslega ekki hægt að krefjast hærra verðs en gerist og gengur á markaðinum," sagði Hietamita. „Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að Sovét- stjómin hyggst með þessu styðja OPEC-ríkin og hækka olíuverðið verulega," sagði Kai Hietamita ennfremur. Karin Söder I yfírlýsingu, sem Söder sendi frá sér í gær, kvaðst hún ekki eiga um annað að velja en afsala sér for- mennsku í Miðflokknum þar sem hún yrði að dveljast á sjúkrahúsi um nokkurra mánaða skeið. Karin Söder er 58 ára og fyrrum kennari. Hún tók við ráðherrastarfi í þriggja flokka samsteypustjóm borgaralegu flokkanna, sem mynd- uð var 1976 eftir 44 ára óslitna stjóm jafnaðarmanna. Hún gegndi starfí utanríkisráðherra í ríkisstjóm Thorbjöms Fálldin 1976—1978 og félagsmálaráðherra 1979—1982. Miðflokkurinn er nú f stjómarand- stöðu í Svíþjóð. Flokkurinn, sem einkum sækir fylgi sitt í strjálbýli, hlaut 12,4% atkvæða í þingkosning- unum 1985. Fljúgandi furðuhlutir yfir Alaska Tókýó, Reuter. FLUGMAÐUR japanskrar flutn- ingavélar kveðst hafa séð þijá fljúgandi furðuhluti við vél sína á flugi yfir Alaska, að því er jap- anska fréttastofan Kyodo greindi frá á mánudag. Haft var eftir Kanetoshi Ter- auchi flugmanni að hann hefði séð stóran hnattlaga furðuhlut og tvo smærri farkosti, sem líktust geim- skipum, að kvöldi 17. nóvember. Terauchi sagði að stóra fyrirbærið hefði litið út eins og tvö risastór flugmóðurskip, sem sett hefðu verið saman. Að sögn flugmannsins fylgdu furðuhlutimir flutningavélinni eftir 760 km. vegalengd. Deilur um stjómarstefnuna magnast innan Kremlarmúra Moskvu, Reuter. ÞÓTT Mikhail Gorbachev, leið- togi Sovétríkjanna, hafi sýnt hver heldur um stjórnvölinn þegar hann fyrirskipaði að and- ófsmanninum Andrei Sakharov skyldi leyft að snúa úr útlegð í Gorki, segja stjómarerindrek- ar í Moskvu ýmislegt benda til þess að í Kreml sé nú hart deilt um stefnu stjórnarinnar. Erindrekar segja að gleggsta dæmið um það sé að miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins hafi ekki haldið formlegan fund síðan í júní, þrátt fyrir að bæði Gorbachev og hægri hönd hans, Yegor Ligachev, hafí sagt að fundur yrði haldinn áður en þetta ár væri á enda. 307 menn sitja í miðstjóminni og markar hún stefnu flokksins. Stjórnin heldur fundi tvisvar til þrisvar á ári og undanfarin ár hefur ætíð verið haldinn fundur einhvem tíma á síðari hluta árs en svo verður ekki nú. Kremlarbændur hafa engar skýringar gefíð á þessu en opin- berir fjölmiðlar hafa birt greinar undanfama mánuði, sem benda til þess að endurbótasinnar og afturhaldsöfl innan flokksins deili um stefnuna í menningar- og efnahagsmálum og á öðrum svið- um. Stjómarerindrekar segja að Gorbachev hafi sýnt hversu mikið hann leggur að veði til að koma á endurbótum þegar hann hringdi sjálfur í kjameðlisfræðinginn Sakharov, sem kalla má föður hreyfingar andófsmanna í Sov- étríkjunum, og tilkynnti að sjö ára útlegð hans og konu hans, Yelenu Bonner, væri lokið. Þeir segja að Sakharov hafí fengið slíkar viðtökur þegar að hann kom til Moskvu að forsvars- mönnum afturhalds í flokknum og ráðamönnum KGB, sem vilja btjóta allt andóf á bak aftur, standi ekki á sama. Sakharov hefur verið leyft að ræða við vestræna blaðamenn að vild og gagnrýna fangelsanir and- ófsmanna og innrás Sovétmanna í Afganistan. Bandarískar sjón- varpsstöðvar tóku viðtöl við Sakharov og sjónvörpuðu beint með aðstoð opinberra starfs- manna í Moskvu. „Ef hugsað er til þess hvemig farið hefur verið með Sakharov, þá er þessi stefna stjómvalda vissulega athygli verð,“ sagði stjómarerindreki nokkur. „Þeir sem hlynntir eru afturhaldssemi hljóta að velta vöngum yfír því hvert stefni og hvað taki við.“ Sakharov hefur bent á að ýms- ar greinar, sem birst hafa í sovéskum blöðum síðan Gorbac- hev tók við völdum, séu svo berorðar að andófsmenn hefðu verið dæmdir í fangelsi eða þrælk- unarbúðir fyrir slík skrif á síðasta áratug. Ýmsir vestrænir sérfræðingar segja að við Gorbachev blasi ýmis vandamál ef hann ætli að bijóta andstöðu við stefnu sína á bak aftur. Þeir benda á að að kom- múnistaflokkurinn verði að sameina viðhorf bæði endurbóta- sinna og afturhaldsafla því enginn sé stjómarandstöðuflokkurinn. Gorbachev hefur gagnrýnt steinrunna flokksmenn og skrif- finna stjómarinnar fyrir að reyna að standa í vegi fyrir tilraunum sínum til að auka hagræðingu í stjómkerfínu og auka ábyrgð embættismanna. Útverðir hugmyndafræði flokksins og varðhundar menn- ingar hafa lýst yfír því að þeir taki auknu fijálsræði í sovéskum listum með fyrirvara. Sem dæmi um aukið ftjálsræði má nefna að verk rithöfunda, sem eitt sinn voru bönnuð, hafa nú verið gefín út og meiri áræðni gætir bæði í leikritum og kvikmyndum, sem nú koma fyrir sjónir almennings. í síðasta mánuði var Dinmukh- amed Kunayev, - bandamaður Leonids Brezhnev, fyrrum leið- toga Sovétríkjanna, vikið úr embætti flokksleiðtoga í Kaz- akhstan. Stjómarerindrekar segja að þetta bendi til þess að Gorbac- hev og stuðningsmenn hans hafí yfirhöndina. Þeir segja aftur á móti að mót- mæli stúdenta í Alma-Ata, höfuðborg Kazakhstan, eftir að Kunayev var settur af hljóti að hafa vakið stjómvöld í Kreml til umhugsunar. Talið er að þessar óeirðir hafí jafnvel leitt til þess að fundi miðstjómarinnar, sem vænst var nú um jólaleytið, var frestað. Að sögn stjómarerindreka er Gennady Kolbin, arftaki Kunay- evs, líklegur til að komast í stjómmálaráðið. Einnig er talið að Boris Yeltsin, formaður kom- múnistaflokksins í Moskvu, verði gerður fullgildur félagi í stjóm- málaráðinu og fái þar með atkvæðisrétt. Yeltsin hefur verið einn berorð- asti fulltrúi endurbótasinna í Kreml Ef hann hækkar í sessi í stjórnmálaráðinu verður litið á það sem svo að Gorbachev og stuðningsmenn hans séu stað- ráðnir í að knýja fram markmið sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.