Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 27 Yfirvofandi verk- fall hiá farmönnum Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Sjómenn mættu í gær á skrifstofu sjómanna og vélstjórafélagsins í Grindavík til verkfallsvörslu. Hér sitja þeir og rabba yfir kaffibolla og bíða eftir fréttum af samningsfundi enda allt rólegt við höfnina. Grindavík: „Blóðugt að verkfall þurfi til að fá rétt- láta leiðréttingu“ UNDIRMENN á farskipum og viðsemjendur þeirra áttu með sér árangurslausan samningafund hjá ríkissáttasemjara mánudaginn 29. desember og hefur næsti samningafundar verið boðaður á mánudag- inn klukkan 10, en boðað verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur á að koma til framkvæmda frá og með miðnætti aðfaramætur þriðju- dagsins. „VERKFÖLL leggjast aldrei vel í menn,“ sagði Önundur Haralds- son og tók Sveinn Eyfjörð undir það þegar fréttaritari Morgun- blaðsins tók þá tali í gær, en þeir vom á verkfallsvakt á skrif- stofu sjómanna og vélsljórafé- lagsins í Grindavík. Aðspurðir sögðu þeir að ef ekki semdist nú um helgina þá gæti verkfallið dregist á langinn. „Loðn- usjómenn eru með smávægilegar sérkröfur sem eru löndunarfrí og lenging á fríi úr tveim sólarhringum í fjóra og ætti ekki að stranda á því. Stóra málið fyrir alla sjómenn er hinsvegar breyting á kostnaðar- hlutdeildinni. Það er sjálfsögð krafa þar sem hin mikla olíukostnaðar- birgði er farin af útgerðinni og allt árferði í þjóðfélaginu breytt frá því fyrir þrem árum þegar hér var bull- andi verðbólga. Okkur finnst því blóðugt að þurfa að fara í verkfall til að fá leiðréttingu á þeim málum sem breytt var með lögum 1983. Nú er ekki lengur hægt að réttlæta ■ kauphækkun til okkar með auknum afla eða færri mönnum um borð eins og gerst hefur á rækjunni. Hér í Grindavík ríkir mikill einhugur „Fiskverðs- ákvörðunin sýndar- mennska“ SIGURÐUR Gunnarsson vélsljóri á Hópsnesi GK sagði að allt væri rólegt hjá þeim sem stæðu verk- fallsvakt því enginn bátur hefði farið til veiða og ekki gerðar neinar tilraunir til verkfalls- brota. Iðnaðarmenn eru að sinna ýmsum verkefnum i sumum bát- um en vinna við veiðarfæri liggur hins vegar niðri. „Hjá mér brennur heitast að kostnaðarhlutdeildin verði leiðrétt, enda þýðir það hærri skiptarpró- sentu. Hjá okkur sjómönnum kemur ekkert annað til greina en að standa saman í fullri alvöru þó verkföll séu ekki skemmtileg til þess að leiðrétt- ing náist. Við bátasjómenn viljum að auki frítt fæði og eins er orðið brýnt að standa vörð um helgarfríin svo við séum ekki hlunnfarðir í þeim efnum. Mér finnst fiskverðs- ákvörðunin sýndarmennska gagn- vart okkur hér á vertíðarsvæðinu Sunnanlands því sá fiskur hækkar mest sem veiðist á öðrum svæðum á öðrum árstíma, eins og grálúðan. Þetta er greinilega gert til að ná upp meðaltalshækkuninni. Að vísu lagaðist ufsaverðið en er samt hörmulega lágt miðað við hversu mörg tonn við þurfum að fiska til að ná upp í trygginguna,“ sagði Sigurður að lokum. Kr. Ben. meðal sjómanna að þessar leiðrétt- ingar fáist," sögðu þeir félagar að lokum. „Þetta er það furðulegasta verk- fall sem ég hef orðið vitni að og ég sé ekki fram á annað en það biasi við langt stopp á kaupskipa- flotanum öllum, þar sem sjómenn neita að ræða samning sem gilt geti frá áramótum og það þótt verk- fall eigi að skella á strax i upphafí þess sama árs,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Undirmenn gera kröfur um 27.700 króna lágmarkslaun, en lág- markslaunin eru nú 23.600. Þá gera þeir kröfu um 80% álag á alla yfírvinnu, en hafa nú 60%. Þetta er sömu kröfur og sjómenn höfðu uppi á síðastliðnu vori þegar verk- fall þeirra var afnumið með lögum og samningum þeirra framlengt til áramóta. Guðmundur Hallvarðsson, form- aður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sjómenn væru ekki til viðræðu um kjarasamning fyrir árið, fyrr en gengið hefði verið að þessum kröfum. Til verkfallsins nú hefði verið boðað 9. maí strax eftir að lögin voru sett, þannig að útgerðar- menn hefðu haft nægan tíma til umhugsunar. Hann sagði að í ljósi nýgerðra kjarasamninga væru þetta ekki háar kröfur, þar sem það gæti varla talist mikið, þó sjómenn hefðu eitt þúsund krónum meira, en þau lágmarkslaun sem giltu í landi. Um 50 togarar á sjó UM 74 skip voru á sjó í gær, þar af um 50 togarar og togskip sam- kvæmt upplýsingum Tilkynn- ingaskyldunnar. Verkfall fiskimanna tók gildi á miðnætti 1. janúar, en þau skip sem voru á veiðum um áramótin fyrir sölu á erlendan markað mega ljúka þeim veiðitúr. Það gildir þó ekki um skip á samningssvæði Alþýðusambands Austurlands, en samningum þess eru ákvæði þar sem segir að skip skuli vera inni yfír áramót. Tveir togarar frá Austfjarðahöfnum eru nú á veiðum, Ottó Wathne frá Seyð- isfirði og Snæfugl frá Reyðarfírði. Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðu- sambands Austurlands, sagði að hann reiknaði með því að þessi samningsbrot yrðu kærð. Trausti Magnússon hjá útgerð Ottó Wathne sagði að útgerðin hefði leitað álits verkalýðsfélags Seyðis- flarðar á því hvort skipið mætti vera úti um áramótin til að veiða fyrir sölu erlendis. Verkjalýðsfélag- ið hefði túlkað það þannig að það væri í lagi og hefði skipið farið í veiðiferð 28. desember. Skipið Ágreiningur um boðun verkfalls á Vestfjörðum: Formaður Utvegs- maunafélags Vest- fjarða lætur af formennsku „SKIPSTJÓRA- og stýrimanna- félaginu Bylgjunni láðist að tilkynna ríkissáttasemjara um verkfallið í tíma og því telst boð- un þess ólögmæt samkvæmt landslögum. Eg, sem formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða, taldi hins vegar ekki rétt að dæma verkfallið ólögmætt þrátt fyrir þetta, það myndi aðeins flækja málin,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, formaður Útvegs- mannafélags Vestfjarða, í samtali við Morgunblaðið. „Til þessa hefur formaður félags- ins haft óskorað vald í þessum málum, en sú breyting varð nú á, að ég varð undir á félagsfundi og verkfallið dæmt ólögmætt. Vegna þess hef ég tilkynnt afsögn mína sem formaður," sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki vita annað, en verkfallið væri algert af hálfu skipstjóra og stýrimanna, en fram- hald málsins væri óljóst. Réttast væri þó að leggja þessa deilu til hliðar meðan reynt væri til þrautar að ná heildarsamkomulagi. myndi fara í söluferð til Englands og síðan í viðgerð á togspilum í Grimsby um miðjan mánuðinn, en frá þessari viðgerð hefði verið geng- ið um mánaðarmótin nóvember/ desember. Trausti sagði að þeir væru ekki að þessu til þess að fara á bak við samninga og benti á að skipið hefði níu sinnum á árinu selt í Englandi. Hallgrímur Jónasson, fram- kvæmdastjóri hjá Skipakletti á Reyðarfirði, sagði að það hefði ver- ið venja hjá útgérðinni mörg undan farin ár að stíla upp á sölu í jan- úar, en það hafi að vísu ekki orðið af því um síðustu áramót. Trúnað- armaður um borð í skipinu hefði borið það undir skipshöfnina hvort hún vildi fara í sölutúr og það hefði verið samþykkt. Togarinn myndi selja í Bremerhaven 13. janúar, en hann hefði farið út 28. desember. Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar hefur ekki sagt upp samningum og í samningum yfirmanna eru ekki ákvæði um að skipin skuli liggja inni um áramót. Guðmundur sagðist ekkert vilja fullyrða um það hvort til verkfalls kæmi: „Það fer eftir viðsemjendum okkar. Þeir hafa viljað binda samn- inga skilyrðum um breytingar á vinnutíma farmanna. Við teljum það ekki til umræðu, því með því móti værum við að gefa eftir ýmis- legt, sem hlýtur að teljast til mannréttinda nú á tímum," sagði Guðmundur. „Þó við gengjum að kröfum sjó- manna til fulls, þá myndi það ekki leysa kjaradeiluna. Við stöndum því frammi fyrir verkfalli án þess að kröfur liggi fyrir, sem geta orðið grundvöllur að lausn málsins," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn sagði að VSÍ hefði vitað um þessar kröfur undirmanna frá því í maí og mikil vinna hefði verið lögð í það að undirbúa samning, sem miðaði að aukinni hagræðingu og einföldun launakerfísins, svipað og gert hefði verið víða á almennum vinnumarkaði. Þessi samningur myndi skila undirmönnum veruleg- um kjarabótum. Sjómannafélag Reykjavíkur hefði alfarið hafnað að ræða nokkuð annað en kröfur sínar, sem leystu ekki málið, þó gengið yrði að þeim. „Við efumst stórlega um að þessi framkvæmd sé í samræmi við gild- andi vinnulöggjöf og munum kanna það. Ég get ekki ímyndað mér að íslensk lög haldi verndarhendi yfír jafn forkastanlegum vinnubrögðum og hér er um að tefla, því langvinn stöðvun kaupskipaflotans, stefnir viðkvæmum útflutningsmörkuðum í mjög mikla hættu," sagði Þórarinn ennfremur. nzzzzxzzxzx: BÍðflðlI He’s survived the most hostile and primitive land known to man. Now all he’s got to do is make it through a week in New York. „Egerbúinn aðslá öll aðsóknarmet í Astralíu ogerennþá í fyrsta sæti e(tir34 vikur.„ Myndinmín, Crocodile Dundee, byrjaríBíóhöll- inniídag. Með nýárskveðju, Krókódíla Dundee. Sjá nánar á síðu 41. PAUL HOGAN TTT*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.