Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 42
42 1 ^ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Coldwaterog físksalan vestan hafs oggæðieru undirstaða mikiis árangurs jrODAY’S SPECIALS o f , LUNCfí ~~ ^eafood e , *** ,, . dinner S°Up " °Ur9Cp°m"V ‘~h • 5í£5. , MIKILL fjöldi fólks vinnur við sölu á íslenzkum fiski í Banda- ríkjunum. Hér fara á eftir viðtöl við nokkra aðila, sem að sölunni standa, allt frá starfsmanni Coldwater til stjórnenda og starfsmanna veitingahúsa. Venjuleg leið fisksins eftir að hann fer frá íslandi liggur í gegn um fry- stigeymslur og verksmiðju Coldwater til umboðsmanna, heildsala, veitingahúsa og verzlana. Um þessar mundir eru nokkrar breytingar að eiga sér stað i fiskssölu og neyzlu í Bandaríkjunum. Fisk- neyzlan er að aukast, en neyzla á djúpsteiktum fiski er að minnka. Ennfremur hef- ur framboð á bolfiski verið af skornum skammti. Við sölu á fiski til veitingahúsa og verzlana er stöðugt framboð talið það mikilvægasta fyrir utan gæði. Hins vegar eru gæði ekki nægjanleg, ef fram- boð er óstöðugt. Veitingahús og verzlanir byggja sölu sína og kynningu á langtímasjón- armiðum með miklum auglýs- ingakostnaði. Sé fiskurinn, sem auglýstur er, ekki til, er auglýsingaherferðin fallin. Gæðin skipta Bandaríkja- menn æ meira máli og þeir aðilar, sem rætt var við fyrir vestan töldu íslenzka fiskinn ótvírætt þann bezta. Mörg veitingahúsanna sjá sér hag í þvi að geta auglýst íslenzkan fisk og í verzlunum er þess getið að hann sé íslenzkur; vörumerkið Icelandic" er vel þekkt vestan hafs og er talið tryggja gæðin. Þess vegna er okkur mikilvægt að hafa lang- tímasjónarmið í huga við fisksöluna vestur um haf. Skortur á fiski í einhvern tíma getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á markaðsstöðuna og hreinlega kippt fótunum undan þeim árangri, sem náðst hefur með áratuga löngu starfi og miklum til- kostnaði, sem hefur skilað sér ! í miklum árangri umfram 'í aðra innflytjendur fisks í Bandaríkjunum. Viðskiptin við Long John Silver’s eru af þessu tagi, en salan þangað er ein sú mikilvægasta hjá Coldwater. Mörgum veitingahúsum þyk- ir hagur i því að auglýsa íslenzkan fisk á matseðlum sínum. Hérerauglýstur kvöldverður úr islenzkum fiski, sórstaklega matreidd- um af matreiðslumelstara hússins. Verðið er 210 krón- ur. JackZinga, aðstoðar svæðis- forstjóri LongJohn Siluer's: Afkoman 1985 var mjög góð „ÉG BER ábyrgð á rekstri 113 veitingahúsa í eigu Long John Silvers og um 83 veitingastaða, sem eru reknir undir nafni fyrir- tækisins, en í eigu annarra. Umráðasvæði mitt nær yfir 5 ríki, Pennsylvania, Maryland, Virgina, Vestur Virginia, Ohio og New York. Hlutverk mitt er að sjá um að allir þættir í rekstri þessara veitingahúsa, séu eins og til er ætlazt. Reksturinn hefur gengið ágætlega og síðasta ár kom mjög vel út. Sala hefur aukizt verulega og afkoman er góð. Efnahagur hefur batnað hér og atvinnuleysi minnkað. Við höfum kynnt nýja rétti, sem hafa Jack Zinga verið okkur hagkvæmir og við höfum aukið fjölbreytni. Þar að auki höfum við vandað mjög til auglýsinga og leggjum sífellt meiri áherzlu á gæði, vinalega framreiðslu og umhverfi. Allt þetta er farið að skila arði,“ sagði Jack Zinga, aðstoðarsvæðisfor- stjóri hjá Long John Silver’s. „Coldwater er okkur mjög mikil- vægt. Við leggjum áherzlu á beztu möguleg gæði fisksins, sem við selj- um og Coldwater getur séð okkur fyrir bezta fáanlega fiskinum og það er stór hluti velgengi okkar. Það skiptir okkur mikiu máli, að gæðin séu jöfn. Stjómendur veit- ingahúsanna verða að geta treyst því, að fiskurinn sé alltaf eins, pökk- un sé eins, gæði séu þau sömu, það taki sama tíma að þíða flökin, vökvainnhald verður að vera sama, þéttleiki og svo framvegis. Allt þetta hefur Coldwater getað tryggt og það er okkur mjög mikilvægt, enda sér Coldwater okkur fyrir megninu af fiskinum, sem við selj- um. An þess að leggja áherzlu á gæði og góða þjónustu, er rekstur veitingastaða sem okkar vonlaus. Það eru margir, sem bíða eftir mi- stökum til þess að geta tekið reksturinn yfir. Samkeppni okkar við hamborg- ara og kjúklinga hefur gengið nokkuð vel. Hamborgarastaðimir beijast að mestu hvor við annan. Þar er mikið um undirboð og sér- stök gylliboð, sem vissulega eru þeim kostnaðarsöm auk mikilla auglýsinga. Við eigum reyndar ekki í sérstakri samkeppni við aðrar fískveitingahúsakeðjur, heldur ein- staka fyrirtæki á ákveðnum stöð- um. Við teljum okkur einu skrefi framar en hamborgarastaðirnir. Við höfum ekki á okkur sama gerfiyfir- bragðið og hamborgarastaðirnir, við emm með vinalegri veitinga- staði og barum matinn fram á diskum og hji okkur er ekki sami asinn. Okkur hefur verið heiður af því að hafa Magnús Gústafsson og Friðrik Pálsson í heimsókn hjá okk- ur, þeir hafa kynnzt rekstrinum hjá okkur mjög vel og ég held að þeir muni taka þessa þekkingu með sér heim til íslands, þar sem hún mun koma framleiðendum til góða. Fisk- urinn frá Islandi er okkur mjög mikilvægur og áríðandi að framleið- endur þar haldi vöku sinni og viti hvað við þurfum og hvemig við þurfum það,“ sagði Jack Zinga. Stephen Benyo, heildsalar í Pittsburg Líkar mjög vel við Coldwater „VIÐ höfum sérhæft okkur í út- vegun matvæla fyrir veitingahús af öllu tagi síðstliðin 32 ár. Við reynum að sjá þeim fyrir öllu, sem þau þurfa af matvælum og skyldum vörum. Þar skipar fisk- urinn auðvitað stóran sess. Vié erum með 18 manns í vinnu og höfum aukið söluna jafnt og þétt Við höfum skipt við Coldwatei allan tímann og líkar það vel Við erum aðallega þorsk- og RonaldJ. Champe, innkaupastjóri Eat'n Park: Aukin áherzla lögð á íslenzka fiskinn „VIÐ erum með fjölmörg fjöl- skylduveitingahús, sem taka á ínóti um 46.000 manns á dag og morgunmaturinn er stærsti þátt- urinn í sölunni hjá okkur. Við er með sérstök fiskkvöld á föstu- dögum og fisksalan er um 4% af allri sölu. Neyzla fisks hjá okkur fer vaxandi enda aukinn Ronald J. Champe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.