Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 velferðarkerfí, sem rekið er með miklu minna fjármagni en t.d. á flestum hinna Norðurlandanna. Það er til fyrirmyndar. Þetta kerfi er hins vegar lent í þeim fjárhags- nauðum, að ekki verður lengur svo fram haldið. Bæði verkefni og tekj- ur verður að taka til endurskoðunar. Það er von mín, að aldrei verði horfið frá því að tryggja eftir föng- um öllum þegnum landsins jöfnuð og öryggi í menntun, heilsugæslu og öðrum grundvaliarkröfum nú- tímamannlífs. Ég treysti því einnig, að íslenskt ríkisvald styðji ætíð vel hvaðeina, sem bætir mannlífíð í þessu landi. Slíkt verði um alla framtíð okkar aðalsmerki. Þótt hagsýni og spamaður sé sjálfsagður í hvers konar rekstri og eflaust megi þar margt bæta, verð- ur að afla ríkis- og sveitarsjóðum þeirra tekna, sem nauðsynlegar eru til þess að reka velferðarþjóðfélag- ið. Undanfarin tvö ár hefur allfjöl- menn nefnd unnið að' svonefndri framtíðarkönnun. í því starfí er lit- ið 25 ár fram í tímann. Mér er fyllilega ljóst, að þær spár, sem verða ítarlega kynntar almenningi fljótlega eftir áramótin, munu margar ekki standast. Jafnvel spár til skemmri tíma reynast oft heldur haldlitlar. Hins vegar er það sann- færing mín, að hyggilegt sé að líta sem lengst fram á veg og vera þannig sem best undir það búinn, sem óvænt yrði að öðrum kosti. Ég hef fylgst með þessu starfi og mér sýnist rík ástæða til að þakka þeim einstaklingum, sem lagt hafa mikla og góða vinnu í verkið. Von mín er, að um það verði mikil umræða í þjóðfélaginu og að það reynist hvatning fyrir stjóm- völd, atvinnrekendur og einstakl- inga til þess að gera ráðstafanir til lengri tíma og undirbúa sig sem best fyrir framtíðina. Ef þannig verður unnið er ég sannfærður um, að óvíða á heims- kringlunni verður mannlíf betra en hér. Þetta er þó ekki undir okkur ein- um komið. Lengi þótti okkur íslendingum sem við værum nánast einir í heiminum. Svo er ekki leng- ur. Það má öllum ljóst vera. Með stórbættum samgöngum og nýrri tækni er heimurinn orðinn lítill. Við erum nánast í miðju hans. Á þetta vorum við íslendingar mjög minntir, þegar við urðum gest- gjafar leiðtoga stórveldanna á hinum mikilvæga fundi þeirra í Reykjavík sl. haust. Þá var til um- ræðu það mál, sem e.t.v. ræður mestu um framtíð okkar og heims- ins alls, kjamorkuvopnin. Ég varð fyrir vonbrigðum að fundi loknum. Svo varð um marga fleiri um heim allan. Við nánari athugun og að fengnum betri upplýsingum hefur þetta hins vegar breyst. Eg er sann- færður um, að þær róttæku tillögur, sem lagðar voru fram á Reykjavík- urfundinum af leiðtogum stórveld- anna beggja, og játað í meginatrið- um, eru stærsta skrefið, sem tekið hefur verið til fækkunar og jafnvel eyðingar kjamorkuvopna. Ég tel raunar hið síðara vera það eina, sem við getum sætt okkur við. Það virð- ist nú vera raunhæfur möguleiki. Á grundvelli þessara tillagna mun öll viðleitni til afvopnunar næstu mán- uði og ár byggjast. Frá hugmynd- unum verður ekki hlaupið. Eftir leiðtogafundinn hef ég haft tækifæri til þess að ræða við for- ystumenn ýmissa áhrifamikilla þjóða. Þær viðræður styrkja mig í þeirri sannfæringu, sem ég hef lýst. Ég tel, að margar þjóðir, sem nú ráða yfír kjamorkuvopnum eins og t.d. Kínveijar, muni fúsar til þess að setjast niður og ræða af fíillri alvöm um útrýmingu allra kjam- orkuvopna, ef stórveldin ná samkomulagi um slíkt og sýna vilj- ann í verki. Að þessu verður heimurinn að stefna. Við Islendingar getum verið án- ægðir með okkar hlut í leiðtoga- fundinum. Þeir mörgu einstakling- ar, sem falið var að undirbúa fundinn og til þess veitt ábyrgð, Sólbaðsstofan Ánanaustum Aerobic-leikfimi Sérsalur Námskeið hefjast laugardaginn 3. janúar Tækjasalur Eimgufa Góðir fjósabekkir Leiðbeinendur í sal Heilsubar — kaffistofa Opnunartími: Mánud. — fimmtud. kl. 10—22 Föstud. kl. 10—20 Laugard. og sunnud. kl. 10—17 RGEKTIN stóðu sig með afbrigðum vel. Þeim ber fyrst og fremst að þakka hve vel tókst. Fyrir það höfum við ís- lendingar fengið hrós um heim allan, sem vafalaust á eftir að hafa jákvæð áhrif um langa framtíð. Leiðtogafundurinn var satt að segja ánægjulegt framlag okkar til friðar á Friðarári Sameinuðu þjóðanna. Þótt kjamorkukapphlaupið sé sú hætta, sem hæst ber um þessar mundir, er fleira sem ógfnar lífí á jörðu. Notkun kjamorku til raforku- framleiðslu hefur heldur ekki reynst mönnum viðráðanleg. Mörgum óör- uggum orkuvemm þyrfti að loka. Að minnsta kosti er nauðsynlegt að setja rekstur allra slíkra orku- vera undir alþjóðlegt eftirlit. Mengun veldur vaxandi tjóni, eyðir m.a. skógum og eitrar vötn. Alvarlegastar era þó þær fréttir, að hið mikilvæga ozone-lag í háloft- unum eyðist hratt. Án þess verður lítið líf á jörðu. Þó hefur ekkert samkomulag náðst um að stöðva framleiðslu þeirra efna, sem tjóninu valda. Stórfyrirtækin láta seint spón úr sínum aski. Á þetta þykir mér rétt að minna til þess að leggja áherslu á þá skoð- un mína, að okkur íslendingum ber að taka meiri og virkari þátt en við geram í alþjóðlegri viðleitni til þess að stöðva það, sem er ógnun við okkur og alla íbúa jarðarinnar. Oft hefur mér orðið hugsað til þess, hvað veldur stöðugum átökum á milli þjóða, og reyndar einnig inn- an landamæra. Mér virðist einna alvarlegast í þessu sambandi, að tortryggni er gífurlega mikil og drengskap skortir víða. Margir leið- togar og margar ríkisstjómir virðast ganga út frá því sem gefnu, að aðrar þjóðir sitji á svikráðum og muni nota fyrsta tækifæri til þess að svíkja samninga og beita ofbeldi. Þótt allur sé varinn góður vinnst lítið ef slík hugsun ræður gerðum manna. Til að eyða tortryggninni tel ég eitt hið mikilvægasta í heimsmál- um, að virða mannréttindi, opna landamæri og leyfa fólki að kynn- ast. Allt annað hljótum við Islend- ingar að fordæma. Ekki er heldur von að vel fari, þegar embættismenn leyfa sér að fara á bak við kjöma leiðtoga og stuðla að ófriði með vopnasölu og baktjaldamakki. Slíkt getum við íslendingar, að sjálfsögðu, aldrei stutt, þótt bandamenn eigi í hlut. Því miður sýnist mér einnig iðu- lega svipuð tortryggni einkenna málflutning innlendra manna. Stað- reyndin er, að niðurstaðan verður aldrei góð ef slíkar tilfínningar ráða. Eg trúi því, að í hveijum manni búi viljinn til þess að vinna þjóð sinni og náunganum vel. Svo segir mér mín reynsla. Oft ber töluvert á milli en venjulega leysast málin ef sest er niður og þau rædd af fullri einurð og alvöra. Gott dæmi um slíkt era þeir samningar, sem náðust á hinum almenna vinnumarkaði í febrúar og nú aftur í desember í ár. Við gerð þeirra samninga ríkti trúnaður á milli manna og drengskapur. Við munum áfram deila og oft hart um menn og málefni. Við því er ekkert að segja ef drengilega er gert. Skoðanir verða alltaf mismun- andi. Viðurkennum hins vegar, að andstæðingurinn hefur rétt til sinna sjónarmiða, setjumst niður, ræðum málin og leysum þau. Þá mun vel fara. Ég þakka samstarfsmönnum mínum og íslensku þjóðinni liðnu árin. Þau verða mér eftirminnileg. Nýjársósk mín til ykkar, íslend- ingar góðir, er að drengskapur megi ráða okkar gerðum. Guð gefí, að árið 198'i' megi verða landi og þjóð farsælt. Jólagleði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til jólafagnaðar í sjálfstæð- ishúsinu Valhöll laugardaginn 3. janúar nk. kl. 15.00. Brúðubíllinn með Gústa, ömmu og Lilla mætir á staðinn, jólasveinar koma í heimsókn, píanóleikur og söngur, einnig mætir Davíð Oddsson borgarstjóri og riQar upp eitthvað jólalegt. Kaffi, gos og kökur. Kynnir verður María E. Ingva- dóttir formaður Hvatar. Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að fjölmenna á þessa fjölskylduskemmtun. . . ______________________Sjálfstæðisfelogin 1 Reykjavík. Við kennum þér alla almenna dansa, bæði samkvæmisdansa og gömlu dansana. Bamadansar fyrir yngstu kynslóðina. Byrjenda- og framhaldsflokkar Innritun fer fram dagana 2.-5 janúar kl. 13-19 í símum 40020 og 46776. Kennsluönnin er 20 vikur, kennsla hefst 5. janúar og önninni lýkur með lokaballi. Til að tryggja góða kennslu er fjöldi nemenda í hverj- um hópi takmarkaður. pjj) _ getri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, Kópavogi. Símar 40020 og 46776. Sóibaðsstofan, Ananaustum 15, Reykjavík, sími 12815
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.