Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 35 Röksemdir Landsvirkjunar fyrir gjaldskrárhækkun LANDSVIRKJUN hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingn og línurit vegna gjaldskrár- hækkunar fyrirtækisins: Á fundi stjórnar Landsvirkjunar hinn 30. desember var fjallað um þau tilmæli ríkisstjórnarinnar að fyrirhuguð gjaldskrárhækkun fyrir- tækisins verði ekki hærri en 4%. Niðurstaða stjómar Landsvirkjunar varð sú að hún treysti sér ekki til þess að falla frá fyrri ákvörðun sinni um hækkun á gjaldskrá fyrirtækis- ins um 7,5% hinn 1. janúar 1987. Helstu röksemdir fyrir þessari ákvörðun eru eftirfarandi: 1. í rekstraráætlun Landsvirkj- unar fyrir árið 1987 er rekstrarhalli áætlaður um 225 m.kr. og greiðslu- halli um 140 m.kr. og er þá reiknað með að 7,5% gjaldskrárhækkun taki gildi hinn 1. janúar sl. í áætlun þessari er gert ráð fyrir að verð- bólga verði 7,5% og gengi verði fast. Gjaldskrárhækkun Lands- virkjunar um 7,5% veldur einungis um 4,5% hækkun á smásöluverði rafmagns og er því vel innan við yfirlýst markmið stjómvalda um hóflegar verðhækkanir á opinberri þjónustu. 2. Á undanfömum árum hefur stjórnin stefnt að því að endur- greiða lán Landsvirkjunar á 20 árum með markvissri endurfjár- mögnun frá ári til árs. Með þessu móti eru skuldir fyrirtækisins lækk- aðar jafnt og þétt og þar með fjármagnskostnaðurinn, sem gerir jafnframt kleift að raunverð rafork- unnar frá Landsvirkjun geti lækkað um 3% á ári. Ef fresta á endur- greiðslum lána eins og tilmæli ríkisstjómarinnar fela í sér, myndi það dragast lengur en góðu hófí gegnir að Landsvirkjun komist í þá aðstöðu að verða sjálfráð um ákvörðun gjaldskrárverðs síns óháð vaxtakröfum erlendra lánardrottna. 3. Þegar stjóm Landsvirkjunar tók ákvörðun um 7,5% gjaldskrár- hækkun hinn 16. þ.m. var tekið tillit til breyttra verðlags- og geng- isforsendna í kjölfar nýrra kjara- samninga og lagt til grundvallar fast gengi eins og það var skráð hinn 8. þ.m. Lán Landsvirkjunar eru að mestu í erlendum myntum og breytist gengisskráning þeirra næstum daglega. Þannig hafa gengisbreytingar á þessum stutta tima frá 8. desember til dagsins í dag gert afkomuhorfur Landsvirkj- unar árið 1987 mun verri en áður og þyrfti gjaldskrárhækkukn Landsvirkjunar nú að vera 8,4% ef ná ætti sömu afkomu og þeirri sem reiknað var með þegar ákvörðunin um 7,5% gjaldskrárhækkun var ákveðin. Sýnir þetta glögglega hve óvarlegt það er að byggja rekstrar- áætlanir Landsvirkjunar á forsend- um sem gera ráð fyrir föstu gengi. 4. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri er ljóst að rekstrarhalli getur orðið verulegur á þessu ári og þeg- ar er sýnt að greiðsluhalli verður allt að 200 m.kr. og eins og áður segir eru afkomuhorfur Landsvirkj- unar á næsta ári nú verri en gert var ráð fyrir fyrr í mánuðinum. Með hliðsjón af þessu verður ekki séð að neinar breytingai’ á rekstrar- horfum hafi komið fram sem rétt- lætt geti lægri gjaldskrárhækkun en 7,5% nema síður sé. Landsvirkj- un mun að sjálfsögðu eftirleiðis sem hingað til leitast við að fella gjald- skrárhækkanir að stefnu ríkis- stjórnarinnar í verðlagsmálum eins og frekast er unnt á hverjum tíma. Hefur sú stefna Landsvirkjunar komið fram í mjög hóflegum gjald- skrárhækkunum á undanfömum árum, sem sést best á því að raf- magnsverð Landsvirkjunar hefur lækkað- að raungildi um 40% frá 1. ágúst 1983 til ársloka 1986 og þar af um 10% á árinu 1986. HÚ VER-ÐA ÞRENG5LIN ÚR SÖGUNNl FRAKTÞJÓNUSTUDEILDIN TOLLSKJALADEILDIN SKRIFSTOFUÞJÓNUSTUDEILDIN HRAÐSENDINGADEILDIN úfflswm á mmm tr zjm. tmr/ skipaafgneiðsla jes zlmsen hf TRYGGVAGÖTU 17 2.h. VESTUR ENDA- P.O.BOX: 1017. 121 REYKJAVlK- 5ÍMAR'13025-14025*20662.mEX:3071
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.