Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1987 Sumar fyrir feigðarhaust? Leikiist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu í smásjá eftir Þórunni Sigurðardóttur Leikstjóri:Þórhallur Sigurðs- son Leikmynd og búningar: Gerla Tónlist: Arni Harðarson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson VIÐBRÖGÐ manneskjunnar þegar það kemur á daginn, að hún er haldin banvænum sjúk- dómi. Erfítt hjónaband er ekki til að gera þetta léttbærara. Hvers virði er lífíð, þegar við fínnum návist dauðans? Og hvemig eigum við að bregðast við og hvemig gerum við það.í hnotskum kannski það sem er inntak leikrits Þórunnar Sigurð- ardóttur í smásjá, sem var frumsýnt á þriðjudag í nýjum sal í leikfimihúsi Jóns Þorsteins- sonar. Bjami, prófessor og yfírlækn- ir hefur lengi unnið að rannsókn- um á blóðsjúkdómum og svo virðist sem hann hafí nú þróað nýtt lyf, sem kann að koma að gagni í sumum tilvikum að minnsta kosti. Bjami og konan hans, Dúna, sem hætti á sínum tíma í læknisfræði, búa í afleitu hjónbandi. Hann er upptekinn af starfínu og stöðugt að fara á fundi og ráðstefnur; er vakinn og sofínn að vinna í þágu mann- kynsins - eða hvað? Sennilega sprettur þó áfergja hans ekki síður nú orðið af persónulegum metnaði. Og er í rauninni ekkert bogið við það. Heima er Dúna, örg og leið yfir því hversu mað- urinn er henni fjarlægur.sýknt og einlægt að halda framhjá henni með einhverjum smástelp- um, sonurinn eini farinn til náms í útlöndum, og hún er sjálf eitt- hvað slöpp og ónóg sjálfri sér. Helzti samstarfsmaður Bjarna er Hildur, hún er einnig læknir og gift Alla lækni, sem er enn aðstoðarlæknir, enda full hneigður til að drekka brennivín. En hann er vænn og elskulegur og hefur meira og betra sam- band við Dúnu en aðrir. Líf þessara einstaklinga hefur verið í sínum farvegi, þótt auðvitað megi deila um, hversu vel eða illa þeim líður. En svo koma upp á veikindi Dúnu og síðan snýst verkið um hvemig hún sjálf, maðurinn hennar og hin læknis- hjónin bregðast við. Leikverk Þórunnar Sigurðardóttur er að mörgu leyti vel heppnað, textinn er vel gerður, áhugaverður um margt og stundum fyndinn. Stígandi verksins er sannfær- andi og þegar átökin magnast, tekst Þórunni að forðast að detta í tilfinningasemi og stýrir fím- lega hjá þeim boðum. Eftirtekt- arvert og áhrifamikið í öllum meginatriðum. Leikrit er auðvitað ekki text- inn einn, til að gæða verkið sjálfstæðu lífí verður að koma til umgerð á sviði sem því hæf- ir. Leikstjóm Þórhalls Sigurðs- sonar er oft vel unnin, en þó em meiri hnökrar í sviðsstjóminni en svo að fmmsýningarskjálfti gæti verið þar á ferð. í fyrsta lagi fannst mér með ólíkindum, hversu litla rækt leikstjóri hefur lagt við hlutverk Hildar, sem Ragnheiður Steindórsdóttir fór með. Hildur varð nánast utan- veltu í sýningunni. í öðm lagi finnst mér hann láta Önnu Kristínu Arngrímsdóttur leggja fullmikla áherzlu á hörkuna og töffheitin til að byija með. Hver manneskja , verður að hafa skjöldinn sinn, en í sýningunni varð Dúna of neikvæð, vakti ekki umhyggju og samúð sem mér fannst þó texti geta boðið uppá. Mér fannst staðsetningar, inn- og útkomur oft vera vand- ræðalegar og þvingaðar og furðaði mig satt að segja á þessu hjá svo þrælvönum og hug- myndaríkum leikstjóra sem Þórhallur er. Amar Jónsson vinnur eftir- minnilegan sigur í hlutverki Bjama. Leikurinn er ákaflega agaður, vandlega unninn per- sónuleikinn og framsögnin til fyrirmyndar. Hann hafði létti- lega á valdi sínu þá hægu umbreytingu, sem verður á Bjama þegar hann uppgötvar að kona hans er sjúk. Anna Kristín Amgrímsdóttir má passa Anna Krístín Arngrímsdóttir, Ragnheiður og Sigurður Skúlason í í smásjá. sig í fyrrihlutanum að festast ekki í töff ogyfírlætislegum leik. En hún sýndi hversu ágætur list- amður hún er með því að ná smátt og smátt tökum á þessum leikmáta, og reis hæst í lokin. Ég hef áður minnzt á Ragnheiði Steindórsdóttur og botna satt að segja ekki í, hvemig hlutur hennar hefur v erið hugsaður. A hún að vera andstæðan við hina hrokafullu og lífsleiðu prófess- orsfrú, sem hinn íhuguli vísinda- maður? Ef svo er fínnst mér það ekki lánazt. Leikurinn er bragð- daufur, og manneskjan Hildur kemur manni harla lítið við í eina skiptið, sem Ragnheiður lét að Hildi kveða, var í mjög fal- legu atriði á sjúkrastofunni, það gerði hún líka af list. Sigurður Skúlason var einkar viðfelldin AIIi aðstoðarlæknir og alki. Sympatiskur og hress, án þess að yfirdrífa nokkuð. Leikmyndina var ég ekki sátt við. Heimili læknishjónanna er snautlegt og kuldalegt, gagn- stætt við það, sem boðið er í texta. Eigi þessi kuldi að spegla heimiliskuldann milli hjónanna, fannst mér vera skotið yfír. Blómin, sem prófessorinn fær í byijun voru rytjuleg og gátu varla gefíð ástæðu til að Dúna færi að æsa sig. Hvemig væri Araar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir i hlutverkum sæín- um. að kaupa betri blóm, eða hafa gervirósir fremur en þessi strá. Búningar Dúnu fannst mér yfír- drifnir og ekki smekklegir. Tækniatriði ýms fóru úrskeiðis á frumsýningu og stendur það til bóta væntanlega. Þessi sýn- ing er vissulega ekki gallalaus, en textinn hefur í sér lífsmagn og efni þess og innihald á við okkur erindi.Og margt er vel gert í sýningunni, og fólk ætti tvímælalaust að gefa henni gaum. * husi MAZDA F/Cnifr MAZDA Pickup með lengdu og auknu sætarými er væntanleg- ur til landsins á næstunni. Hann er með nýrri aflmikilli (high torque) 2600 cc vél, vökvastýri og 16 tommu hjólbörðum ásportfelgum. Hagstætt verð. BILABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.