Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Oskemmtileg reynsla, sem ég vildi ekki þurfa að ganga aftur í gegn um Keflavík. TVÍTUG stúlka úr Keflavík, Harpa Högnadóttir, starfsmaður Islensks markaðar í Chicago í Bandarikjunum var handtekin við störf sín þar í borg daginn fyrir gamlársdag. Harpa var tek- in af lögreglu útlendingaeftirlits- ins, færð til yfirheyrslu og síðan flutt í fangelsi. Henni voru gefn- ir tveir kostir, að bíða í fangelsi þar til réttað yrði í máli hennar eða fara úr landi með fyrstu ferð. Harpa valdi seinni kostinn og kom heim á nýársdag. „Þetta var óskemmtileg reynsla sem ég vildi ekki þurfa að ganga í gegnum aftur," sagði Harpa í samtali við Morgunblaðið á heimili sínu í Keflavík í gær þegar hún rakti atburði síðustu daga. „Ég hóf störf hjá íslenskum markaði í Chicago í byrjun septemb- er. Aður fór ég í bandaríska sendiráðið og skýrði frá erindi mínu til Bandaríkjanna og fékk vega- bréfsáritun í samræmi við það. Ég vissi því ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar þrír lögreglumenn komu að afgreiðsluborðinu eftir hádegi á þriðjudaginn og báðu mig að koma með sér. Þeir virtust vita allt um mig, sögðu að kæra hefði borist um að þar ynnu ólöglegir innflytjendur, en við erum tveir Is- lendingar sem vinnum þarna. Hin slapp vegna þess að hún er titluð framkvæmdastjóri og þeir sögðu að einhver yrði að sjá um versiun- ina.“ „Það var farið með mig í bygg- ingu sem útlendingalögreglan hefur, þar var ég yfirheyrð og látin staðfesta með eiði að rétt væri eft- ir mér haft. Mér var skýrt frá möguleikum mínum, að um tvo kosti væri að velja, bíða í fangelsi þar til málið kæmi fyrir rétt eða fara úr landi með fyrstu ferð og ákvað ég að taka seinni kostinn." „Þá var ákveðið að ég yrði höfð í fangelsi þar til ég fengi ferð heim. Tvö fangelsi voru nefnd, River Side fangelsið og Metropolitan City Center Chicago. Einn lögreglu- mannanna sagði að River Side lægi betur við vegna þess að þaðan væri styttra út á flugvöll. En annar sagði að ég væri enginn morðingi og var það ofan á að flytja mig í Metropolitan fangelsið. Þar var mér sagt að fangelsið í River Side væri all rosalegt og þakka ég mínum sæla fyrir að lenda ekki þar.“ Harpa sagði að hún hefði verið handjárnuð á leiðinni í fangelsið, hún hefðí verið lafin taka af sér alla skartgripi og lausamuni úr vös- unum. í fangelsinu hefði byijað ný skýrslugjöf og læknisrannsókn. Hún hefði verið tekin afsíðis af lög- reglukonu, sem hefði skipað henni að afklæðast og síðan leitað á sér. „Þarna var mér boðin samloka sem ég afþakkaði og var ég þá spurð hvort fangelsismatur væri ekki nógu góður handa mér.“ „Ég var bæði hrædd og óstyrk, þetta sáu konurnar sem voru þama fyrir og höfðu sumar gaman af og gerðu hróp að mér. Klefarnir vom opnir og flestar að horfa á sjón- varpið. Ég var höfð ein í klefa og ákvað að blanda mér ekki í hópinn. Þær vom að koma og skoða mig og var ég þeirri stundu fegnust þegar hurðunum var læst klukkan tíu um kvöldið." „Þetta var andvökunótt og ég var því lítið búin að sofa þegar dymar vom opnaðar klukkan sex um morguninn. Ég fékk morgun- verð og átti þá stutt spjall við tvær konur sem voru þama. Ónnur hafði verið í River Side fangelsinu og sagði það vondán stað, hún var ólöglegur innflytjandi og hafði beð- ið í fangelsi í fjóra mánuði eftir að dómstóll tæki mál hennar fyrir. Hin hafði verið í fangelsi í sautján ár en fyrir hvað veit ég ekki. Mér var sagt að þarna væm ólöglegir inn- flytjendur, eiturlyfjasalar og bankaræningi. Ég giskaði á að hún væri bankaræninginn." „Eftir morgunverðinn var ég færð aftur til stöðva útlendingalög- reglunnar þar sem ég beið til klukkan fimm um daginn, að mér var ekið út á flugvöll. Lögreglumað- urinn sem flutti mig sagði að hann skyldi láta líta svo út að við væmm bara vinir, þannig að ég þyrfti ekki að skammast mín. Hann sagði jafn- framt að ég yrði að eiga vini í lögreglunni. Þá þyrfti svona mál ekki að koma upp ef ég lenti í vand- ræðum.“ Harpa sagðist vonast til að geta farið fljótlega aftur til starfa í Chicago þrátt fyrir þessa dapurlegu reynslu og þá ömgglega með rétt gögn í höndunum. B.B. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er 990 millibara djúp vaxandi lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Yfir landinu er 1023 millibara hæðarhryggur. SPÁ: Allhvöss suðaustanátt og rigning um allt land. Sunnanlands og vestan verður hiti 3 til 5 stig en lítið eitt kaldara annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Suðlæg átt og frostlaust um allt land. Skúrir eða slydduél sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustanlands. MÁNUDAGUR: Vestlæg átt og heldur kólnandi veður. Éljagangur um vestanvert landið en léttir til austanlands. TÁKN: í Q ► Heiðskírt J Léttskýjað •B Hálfskýjað / Skýjað JHf^ Alskýjað * /, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / Rigning / / / * / * * / * Slydda / * / * # * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hlti veður Akureyri -3 alskýjað Reykjavík 1 skýjað Bergen -4 léttskýjað Helsinki -22 heiðskírt Jan Mayen -6 lóttskýjað Kaupmannah. -2 skýjað Narssarssuaq -15 alskýjað Nuuk -3 skafrenn. Osló -15 léttskýjað Stokkhólmur -12 léttskýjað Þórshöfn 1 léttskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 3 þokumóða Aþena 16 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Berlín —5 snjókoma Chicago 1 snjókoma Glasgow 4 skúr Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 7 skýjað Hamborg -3 skýjað Las Palmas 19 hálfskýjað London 7 skúr Los Angeles 12 þokumóða Lúxemborg 4 skúr Madríd 2 þoka Malaga 16 léttskýjað Mallorca 18 hálfekýjað Miami 12 skýjað Montreal -5 skýjað New York vantar Parls 6 rigning Róm 18 léttskýjað Vín 8 skýjað Washington 1 snjókoma Winnipeg -10 skafrenn. Reykjagarður hf. kaupir kjúklinga- hluta Holtabúsins ALIFUGLABÚIÐ Reykjagarður hf. í Mosfellssveit hefur keypt kjúkl- ingahluta Holtabúsins hf. á Ásmundarstöðum. Kjúklingahlut- anum fylgir útungunarstöð á Ásmundarstöðum ogalifuglaslátur- húsið Dímon á Hellu, auk að minnsta kosti fjögurra einbýlishúsa fyrir starfsmenn á Ásmundarstöð- um og Hellu. Hinir nýju eigendur taka við rekstrinum nú í byijun árs. Ásmundarstaðabræður munu áfram hafa eggjaframleiðslu fyrir- tækisins með höndum. Reykjagarður hf. er í eigu Jóns Bjamasonar á Syðri-Reykjum og Bjama Ásgeirs sonar hans og fjöl- skyldna þeirra. Bjami Ásgeir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Reykjagarður hefur verið annað stærsta alifuglabú landsins, næst á eftir Holtabúinu. Það er með eggja- og kjúklingaframleiðslu á Syðri- Reykjum og Teigi og er jafnframt stór hluthafi í Hreiðri hf. sem rekur alifuglasláturhúsið ísfugl í Mos- fellssveit. Með kaupum á Holtabú- inu er Reykjagarður orðinn lang stærsta alifuglabú landsins. Holtabúið hf. var stofnað á Ás- mundastöðum á Rangárvöllum fyrir allmörgum ámm af bræðrunum Gunnari, Garðari og Jóni Jóhanns- sonum. Búið hefur lengi verið stærsta alifuglabú landsins. Bræð- umir standa nú einnig í umtalsverð- um rekstri í Reykjavík. Keyptu þeir Fóðurblönduna hf. sem í framhaldi af kaupum þeirra réðist í byggingu fullkominnar fóðurblöndunarstöðv- ar á Komgarði í Sundahöfn. Fóðurblandan stendur einnig að byggingu hveitimyllu á sama stað í samvinnu við erlenda aðila. Gunnar Jóhannsson sagði að kjúklingahlutinn væri um 2/s hlutar fyrirtækis þeirra á Rangárvöllum en eggjahlutinn væri um það bil V3 hluti. Sagði hann að þeir bræður myndu reka eggjahluta búsins áfram. Gunnar sagði að samkomu- lag væri um að skýra ekki opin- berlega frá söluverði kjúklingabús- ins. Ræðst af sam- komulagi við Sovétmenn - segir Gunnar Flóvenz um af- greiðslu á saltsíld EKKI hefur verið tekin um það ákvörðun í Síldarútvegsnefnd hvernig brugðist verður við vegna þeirra 19 þúsund tunna af saltsíld sem fóru í hafið með flutningaskipinu Suðurlandi um jólin. Suðurland var sem kunnugt er að flylja saltsíld til Rússlands á vegum Síldarútvegsnefndar. Gunnar Flóvenz framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar sagði í gær að þetta mál hefði enn ekki verið formlega rætt hjá nefndinni. Sagði hann að um afgreiðslu á þess- um hluta samningsins færi eftir samkomulagi við Sovétmenn. Gísliá Upp- sölum látinn Á GAMLÁRSDAG lést á sjúkra- húsinu á Patreksfirði Gísli Gíslason á Uppsölum í Selárdal. Gísli var fæddur á Uppsölum 29. október 1907. Foreldrar hans voru hjónin Gíslína Bjamadóttur og Gísli Sveinbjömsson. Eftir fráfall Gísla bjó Gíslína áfram á Uppsölum með sonum sínum og eftir að hún féll frá bjuggu synir hennar þar áfram og Gísli einn síðustu árin. Banalega hans var stutt, hann fór á sjúkrahúsið á Þorláksmessu og lést viku síðar. Gísli Gislason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.