Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 11 Þjóðleikhúsið: Litla sviðið opnað með blysf ör LITLA svið Þjóðleikhússins var formlega opnað þriðjudag- inn 30. desember með sýningu á nýju íslensku leikriti, „í smá- sjá“ eftir Þórunni Sigurðar- dóttur. Litla sviðið er í, svokölluðu, Jóns Þórsteinssonar húsi, en það hús er bakvið Þjóðleikhúsið, að Lindar- götu 7. Áður en leiksýningin hófst, gengu leikarar, og annað starfs- fólk Þjóðleikhússins blysför frá Þjóðleikhúsinu og að Lindargötu 7. Þar tóku kyndilberar sér stöðu sitthvoru megin við dyr hússins á meðan frumsýningargestir gengu í húsið. Starfsfólk Þjóðleikhússins gengur blysför eftir Lindargötu. jSk. il | 8i|l fl w' 1 i i 1 W i J Blysförin komin á leiðarenda, að Lindargötu 7, og býr sig undir að taka á móti frumsýningargestum. Dagsbrún og VSI: Þrír samn- ingafundir millijóla og nýárs VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún og Vinnuveitenda- samband íslands áttu með sér þrjá samningafundi milli jóla og nýárs um nýjan kjara- samning, en Dagsbrún átti ekki aðild að samningi Al- þýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins, sem gerður var í byijun des- ember. Til næsta samninga- fundar hefur verið boðað á mánudaginn kemur 5. jan- úar. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að nokkuð hefði miðað í samkomu- lagsátt á þessum fundum. Langur samningafundur fram á nótt hefði verið haldinn 29. des- ember og annar styttri daginn eftir. Þá hefði verið ákveðið að fresta viðræðum fram yfir ára- mótin og yrði fundur á mánudag- inn kemur. Guðmundur sagði að hann byggist við að á þeim fundi myndu línur skýrast á annan hvom vegin, en samningar Dags- brúnar eru nú lausir, þar sem þeir runnu út um áramótin. Skagafjörður: Vinnuslys við Gras- kögglaverk- smiðjuna UNGUR maður slasaðist við vinnu sína við Grasköggla- verksmiðjuna á Vallhólmi í Skagafirði á mánudags- morgun síðastliðinn. Maður- inn var fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og þaðan á Borgarspítalann í Reykjavík. Ekki er alveg ljóst með hveij- um hætti slysið bar að höndum, en maðurinn var einn við vinnu sína. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki bendir flest til að maðurinn hafi slegist utan í vörubílspall og vankast við það, en hann mun hafa legið meðvit- undarlaus í einhvern tíma áður en hann komst sjálfur í síma til að gera viðvart um atburðinn. Líðan hans er nú sögð eftir atvik- um. STOÐVUN KAUPSKIPA- FLOTANS Vegna yfirvofandi verkfalls undirmanna á kaupskipum vekur EIMSKIP athygli viðskiptavina sinna á eftirfarandi: # Boðað verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hjá undirmönnum á kaupskipum hefst á miðnætti aðfarar- nótt þriðjudagsins 6. janúar 1987 hafi samningar þá ekki tekist. # Á undanförnum mánuðum hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar til þess að ná samningum við forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur og afstýra vinnustöðvun.Þærtilraunir hafa ekki borið árangur. Komi til verkfalls munu íslensk kaupskip stöðvast eitt af öðru í janúar. # EIMSKIP bendir viðskiptavinum sínum á að vera viðbúnir verkfalli, og gera ráðstafanir til að vörur komi með þeim skipum félagsins sem lesta í erlendum höfnum á næstunni. # Af hálfu EIMSKIPS verður áfram lagt kapp á að sanngjarnir samningar náist sem allra fyrst við viðsemj- endur fyrirtækisins. Vonast er til þess að óþægindi af væntanlegri vinnustöðvun verði sem minnst og að flutningsþjónusta EIMSKIPS komist sem fyrst í eðlilegt horf. EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.