Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 „Þjóðirnar samein- ast í voninni um frið“ - sagði Ronald Reagan Bandaríkja- forseti í ávarpi til sovésku þjóðarinnar New York og Moskvu. AP. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti sagði í ávarpi, sem bandaríska útvarpsstöðin Voice of America útvarpaði til Sov- étríkjanna, að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að leggja mikið á sig til að unnt yrði að komast að raunhæfu samkomu- lagi um afvopnun. „Við vonum, að Sovétmenn setjist með þessu sama hugarfari að samninga- borðinu á nýju ári,“ sagði Reagan. Sovéskir embættis neituðu að verða við tilmælum Bandaríkja- manna um að skipst yrði á nýársávörpum leiðtoga á svipaðan hátt og í fyrra og báru við, að samskipti landanna væru ekki nóg góð til þess að það væri viðeig- andi. Var útsending Voice of America á ræðu forsetans trufluð i Sovétríkjunum, en útvarpað þýddum útdráttum úr henni í Moskvu-útvarpinu. Reagan sagði, að þrátt fyrir djúpstæðan mun á þjóðskipulagi í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um sameinuðust þjóðimar í voninni um frið. „Mikið ávannst á síðasta ári í þeirri viðleitni að skapa varanlegan frið,“ sagði Reagan, „en miklu á einnig eftir að koma í verk enn, enda verkefn- ið flókið." Leiðtogar um áramót: „Vopnakapphlaupið þung- bærasta vandamál okkar tíma“ sagði Gro Harl- em Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, 1 nýársávarpi sínu New York. AP. „VOPNAKAPPHLAUPIÐ er þungbærasta vandamál okkar tíma; það á rætur að rekja til tortryggni og baráttu um völd og áhrif og er heiminum dýr- keypt,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, í nýársavarpi sínu. „Vopnabirgðir hlaðast upp - ekki aðeins í austri og vestri, heldur einnig í þriðja heimin- um,“ sagði hún. Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, gagnrýndi risaveldin fyrir „íhlutun í öðrum löndum“ - og átti þar bersýnilega við hersetu Sovétmanna í Afganistan og bar- áttu Bandaríkjamanna gegn Sandínistastjóminni í Nicaragua. Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, reyndist þrautin þyngri að hreinsa sig af árinu Francois Mitterand. 1986. Vegna mistaka flutti vest- ur-þýska sjónvarpið ársgamla áramótaræðu kanslarans á gaml- árskvöld. Ríkisstjómin fór fram á afsökunarbeiðni forráðamanna sjónvarpsins, og við því var orðið. Réttu ávarpi var síðan útvarpað á nýársdag. Yasuhiro Nakasone, forsætis- ráðherra Japans, sagðist í áramótaávarpi sínu ætla að vinna að því, að komið yrði á nýjum leiðtogafundi risaveldanna „til að stuðla að heimsfriði", og hann mundi þegar hefjast handa þar Helmut Kohl. að lútandi, er hann færi til Aust- ur-Þýskalands, Finnlands, Pól- lands ogJúgóslavíu 10.-17. janúar nk. Francois Mitterand, forseti Frakklands, gerði hryðjuverka- starfsemi að umtalsefni í ára- mótaávarpi sínu og sagði atburði liðins árs sýna nauðsyn þess, að „hiklaust“ yrði tekið á vandanum. Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, sagði, að árið 1986 hefði verið „ár blóðsúthellinga og þján- inga“ fyrir þjóð sína, en hét því að beijast áfram við Contra- „Verðum að læra að búa saman í friði“ - sagðiMikhail Gorbachev Sov- étleiðtogi í ávarpi sínu til bandarísku þjóð- arinnar Moskvu. AP. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, óskaði banda- rísku þjóðinni velfarnaðar á árinu 1987 í ávarpi sínu og sagði, að risaveldin yrðu að læra að búa saman í friði, Gro Harlem Brundtland. skæruliða, sem Bandaríkin styðja. Ali Hassan Mwinyi, forseti Tanzaníu, eins fátækasta ríkis heims, sagði, að landsmenn yrðu að búa sig undir aukið harðrétti á komandi ári vegna neyðarráð- stafana, sem gera yrði í efnahags- málum. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti yfir, að árið 1987 yrði alþjóðlegt baráttuár fyrir málefn- um heimilislausra. Hann sagði, að varidamál þessa fólks snerti allar þjóðir og hvatti ríkisstjómir, alþjóðlegar peningastofnanir og einkaaðila til að sameinast um að „veita úrlausn þess nauðsynlegan forgang". Jóhannes Páll páfi II sagði á nýársdag, að hann vonaði, að þjóðum heims auðnaðist að leysa ágreiningsefni á árinu 1987 „og sérhvert hjarta leiti friðar". Páfí hvatti mannræningja til að sleppa gíslum sínum úr haldi á nýbyijuðu ári. Mikhail Gorbachev hvernig svo sem aðilum geðjað- ist hvorum að öðrum. Gorbachev sagði þetta í svari við spurningum, sem þekktur banda- rískur blaðamaður og Pulitzer- verðlaunhafi, Joseph Kingsbury, aðstoðarritstjóri hjá Hearst-blaða- samsteypunni í Bandaríkjunum, lagði fýrir hann. Gorbachev sagði í svari við þeirri spumingu, hvaða boðskap hann hefði að flytja bandarísku þjóðinni á þessum áramótum: „Fyrst af öllu langar mig til að taka fram, að sovéska þjóðin óskar þess að lifa í friði við Banda- ríkjamenn og fínnur ekki til neins kala í þeirra garð.“ „Mér finnst ástæða til að ítreka það enn einu sinni,“ sagði Gorba- chev, „að saman munum við tortímast eða lifa af, svo að það er mikilvægt, að okkur takist að læra að búa saman í friði á þess- ari litlu og viðkvæmu plánetu, hvort sem okkur geðjast vel eða illa hvomm að öðrum." í nýársávarpi, sem útvarpað var um öll Sovétríkin, kvaðst Gorbachev mundu halda áfram tilraunum sínum til að koma á afvopnun. „Við réttum öllum þeim, sem fylgjandi eru algjöru banni við kjamorkuvopnatilraun- um og eyðingu þessara vopna, hönd vináttu og samstarfs," sagði Gorbachev. Góðar horfur í norskum sjávarútvegi á þessu ári - segir Bjarne Mörk Eidem, sjávar- útvegsráðherra Noregs Ósló, NTB. „ÁRIÐ 1986 var gott ár fyrir norskan sjávarútveg og horfum- ar á þessu nýbyijaða ári em mjög bjartar fyrir flestar grein- ar atvinnuvegarins," sagði Bjarne Mörk Eidem, sjávarút- vegsráðherra Norðmanna, i viðtali, sem NTB-fréttastofan átti við hann. „Búist er við, að á liðnu ári hafi útflutningsverðmæti físks og físk- afurða verið um 8,5 milljarðar nkr. (rúmlega 46 milljarðar ísl. kr.) eða 400 milljónum kr. (tæpir 2,2 millj- arðar ísl. kr.) meira eri 1985. Útflutningur síldarmjöls, síldarlýsis og hertrar feiti minnkaði hins vegar um 500 millj. kr. (rúmlega 2,7 millj- arða ísl. kr.) en ef við höfum aðeins í huga útflutning físks og físk- afurða til neyslu, jókst hann um 1,2 milljarða (6,5 milljarða Isl. kr.), eða um 16,5% milli 1985 og ’86. Það er einkum í þorskveiðunum, sem útlitið virðist gott og kvótinn á nýbyijuðu ári verður sá stærsti í 10 ár. Togveiðisjómenn fá verulega aukinn kvóta og hvað varðar veiðar með ströndinni má heita, að þær verði alveg fijálsar. Ýsukvótinn eykst um helming. Það er þó fyrst og fremst þorskurinn, sem á að tryggja, að arðurinn af veiðunum verði jafn mikill og 1986. Ekki er eins bjart yfír síldveiðun- um nú um þessi áramót og var um þau síðustu en auk Norðursjáv- arsíldarinnar og norsk-íslenska síldarstofnsins falla loðna og makríll undir þær veiðar. Raunar var um gyllivonir að ræða í fyrra og menn töluðu um nýtt sfldarævin- týri á borð við það, sem var á sjöunda áratugnum, en síðar kom í ljós, að norsk-íslenski síldarstofn- inn var ekki jafn stór og talið var. Vinna verður áfram við að byggja hann upp og verður kvótinn sá sami og var 1986. Loðnustofninn í Barentshafi verður einnig að byggja upp og úr honum verður ekkert veitt 1987. Við höfum hins vegar fengið loðnu- kvóta í íslenskri lögsögu og ekki er útilokað, að kvóti fáist við austur- strönd Kanada. Óvíst er þó, að hann verði nýttur vegna mikilla fjar- lægða,“ sagði Bjame Mörk Eidem. Samningar við Evr- ópubandalagið „Fyrir norskan sjávarútveg náð- ist sá merki áfangi árið 1986, að samningar tókust við Evrópubanda- lagið um skiptingu sfldveiðanna í Norðursjó. Upphaflega vildu tals- Stokkhólmi, Rcutcr. REFAAT el-Sayed, fyrrum for- stjóri sænska Iyfjafyrirtækisins Fermenta, kvaðst í gær ekki hafa reynt að draga að sér fé úr sjóðum fyrirtækisins. Hlut- hafar i fyrirtækinu hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hvort el-Sayed hafi gerst brot- legur við lög. Refaat el-Sayed, kvaðst á fundi Bjame Mörk Eidem með hluthöfum í gær ekki hafa dregið að sér fié frá fyrirtækinu. Hins vegar sögðu endurskoðendur fundarmönnum að hann hefði leynt stjómarmenn í fyrirtækinu upplýsingum um fjárhagsstöðu þess auk þess sem hann hefði falsað bókhaldið. Átta nýir menn voru kjömir í stjóm fyrirtækisins en fyrri stjóm sagði af sér þegar uppvíst varð menn EB aðeins fallast á, að Norðmenn fengju í sinn hlut 2-3% aflans en niðurstaðan varð sú, að við fengum 30%, sem er fastur kvóti. Hér var um að ræða tíma- mótasamning fyrir sjávarútveg- inn,“ sagði Mörk Eidem. „Háir tollar í EB-löndum á unn- um fiskafurðum frá Noregi er eitt mesta vandamálið, sem við höfum við að glíma. Það verður því eitt meginverkefni sjávarútvegsráðu- neytisins 1987 að fá þessa tolla lækkaða en þar er við ramman reip að draga enda vill EB fá einhveijar ívilnanir á móti. 1986 náðum við einnig samningum við Sovétmenn um þorskveiðarnar í Barentshafí og verða þær 1987 meiri en þær hafa verið í tíu ár,“ sagði Bjame Mörk Eidem að lokum. um falsanir el-Sayed og ljóst þótt að hagnaður fyrirtækisins yrði mun minni en bókhaldið gaf til kynna. Refaat el- Sayed missti meirihluta í fyrirtækinu þegar sænskir lánadrottnar hans kröfð- ust þess að hann greiddi 554 milljón króna lán að fullu eftir að unpvíst varð um bókhaldsfalsan- imar. Svíþjóð: Fyrrum forstjóri kveðst saklaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.