Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
„Guð minn
góður, þetta
var skelfílegt“
San Juan, Puerto Rico, AP.
FYRIR þá, sem komust lífs af úr brunanum í Dupont Plaza-
hótelinu í San Juan á Puerto Rico, var nýársdagur ein skelfileg
martröð. Eiga margir þeirra nú á bak að sjá vinum sinum eða
ættingjum.
„Ég get ekki beðið með fara
héðan og hingað vil ég aldrei
koma aftur," sagði Judy Castelli,
sem býr í Connecticut í Banda-
ríkjunum, en í eldinum og kæfandi
reyknum, sem fyllti 20 hæða hót-
elið, fórust a.m.k. 60 manns. Judy
sagði þó, að hún yrði að bíða með
brottförina þar til skýrt hefði frá
nöfnum allra hinna látnu. Kvaðst
hún hafa verið í hópi 30 manna
og að enn vissu sumir ekkert um
örlög maka sinna.
Talið er, að eldurinn hafí komið
upp í spilavíti hótelsins og á því
örlagaríka augnabliki var Jeremy
Citron, 28 ára gamall maður frá
Miami, einmitt staddur þar.
„Svart reykjarkóf fyllti skyndi-
lega salinn og gluggarúðumar
tóku að springa. Gestimir misstu
stjóm á sér í örvæntingu og
reyndu flestir að komast út um
dymar," sagði Jeremy, sem komst
heilu og höldnu út um einn
gluggann. „Ég reyndi að hjálpa
eins mörgum og ég gat en guð
minn góður, þetta var skelfílegt.
Mér fínnst það kraftaverk, að ég
skuli hafa sloppið lifandi."
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, hefur sent ættingjum þeirra,
sem létust í hótelbrunanum, sam-
úðarkveðjur og beðið um að fá
skýrslur um rannsókn málsins.
Þyrla frá bandarísku strandgæslunni sveimar yfir hótelinu með-
an eldurinn geisar á neðri hæðunum. Uppi á þakinu er fólk, sem
skömmu síðar var dregið upp í þyrluna.
Var íkveikja ástæðan
fyrir hótelbrunanum?
Gestir segja frá undarlegri framkomu sumra starfsmannanna
San Juan, Puerto Rico, AP.
SÍÐUSTU dagana fyrir brunann í Dupont Plaza-hótelinu urðu
þar ýmsir undarlegir atburðir og gestunum þótti framkoma starfs-
fólksins vera á stundum dálítið skrýtin. Að sjálfsögðu óraði þó
engan fyrir þeim hörmungum, sem gamlársdagur bar i skauti sér.
Michael Wolf, reiðhjólasali frá
Connecticut í Bandaríkjunum,
sagði, að síðustu dagana hefði
eins og eitthvað verið á seyði í
hótelinu. Aðfaramótt sunnudags-
ins og mánudagsins hefði komið
upp eldar, sem strax voru slökkt-
ir, og á gamlársdag hefði starfs-
fólkið hagað sér á einhvem hátt
undarlega, eins og eitthvað byggi
undir með því. Freda og Steve
Fenner, hjón frá Detroit, sögðu,
að þennan afdrifaríka dag hefðu
tveir starfsmannanna varað þau
við að fara í spilavítið um kvöldið
og hefði annar þeirra talað um,
að hætta væri á sprengitilræði.
„Ég spurði hann nánar eftir
þessu og hann sagði, að starfs-
mennimir ættu í launadeilu og
þegar þannig stæði á mætti búast
við öllu,“ sagði Freda.
Michael Wolf og kona hans
sögðu, að síðla á gamlársdag hefði
þjónninn þeirra ekki verið al-
mennilega með sjálfum sér og
augljóslega mjög taugaóstyrkur.
Þau hjónin fóru síðan út að versla
og voru stödd skammt frá hótelinu
þegar þau fundu reykjarlyktina
leggja fyrir vit sér. Þau snem
strax við og þegar þau komu að
hótelinu var verið að hjálpa dætr-
um þeirra tveimur út um bruna-
stiga frá fímmtu hæðinni.
Vegna þessara frásagna gest-
anna em yfirvöld á Puerto Rico
að kanna hvort um íkveikju hafí
verið að ræða en forsvarsmenn
verkalýðsfélaga þvertaka fyrir, að
henni getið verið til að dreifa.
Eldurinn kom upp hálftíma eftir
að samningafundur með eigend-
um hótelsins og starfsmönnum
hafði farið út um þúfur og höfðu
250 starfsmenn af 450 boðað til
verkfalls á miðnætti aðfaramótt
nýársdags.
Flutti vopn fyrir Banda-
ríkjamenn til Irans 1982
London, Washington, AP.
BREZKUR skipstjóri, Tom
Screech, sagði í viðtali við Lund-
únablaðið Daily Telegraph að
hann hefði tekið að sér að flyija
hvellhettur í sprengjur til írans
fyrir Bandaríkjamenn árið 1982.
Ef rétt þá er það þremur árum
áður en hinar leynilegu vopna-
sendingar, sem Bandaríkjastjórn
hefur gengist við, hófust.
Skipstjórinn segist hafa skrifað
upp á samning um flutningana fyrir
vopnaverksmiðju, sem er í eigu hins
opinbera en rekin af einkaaðilum.
Hann segir ýmislegt hafa farið úr-
skeiðis í flutningunum og að fyrir
misskilning í því sambandi hafí
hann orðið að dúsa í fangelsi í
Dubai í hálfan annan mánuð.
Bandaríkjastjóm segist ekki hafa
neina vitneskju um vopnasendingar
til íran frá því í apríl 1980 og þar
til að leynisamningunum svonefndu
kom fyrir ári síðan. Daily Telegraph
segir Screech hafa í sínum fóram
skjöl, sem sýni að 12. júlí 1982
hafí verið skipað um borð í skip
hans, Sarah James, sem er 600
tonn, 18 gámum með 3.000
sprengjuoddum og hvellhettum fyr-
ir sprengjur, sem varpað er úr
flugvélum. Farmurinn var lestaður
í borginni Setubal í Portúgal. Þegar
skipið kom til borgarinnar Bandar
Abbas í íran komust byltingaverðir
á snoðir um að um borð væri banda-
rískur farmur og vísuðu þeir skipinu
á brott. Svo virtist sem flugherinn
hafí samið um vopnakaupin með
leynd. Sigldi Screech skipi sínu þá
til Dubai og þar sem hann skýrði
ekki frá því hvert ferðinni væri
heitið, þ.e. til írans með hergögn,
var hann sakaður um tilraun til að
smygla vopnum til Dubai. Hald var
lagt á skipið og farminn. Fékk hann
jafnframt vikufrest til að selja skip-
ið og tapaði miklu fé. Hann rekur
nú diskótek í suðvesturhluta Eng-
lands.
Screech stéfndi vopnasölufyrir-
tækinu Westem Dynamics í New
York og ríkisstjóm íran fyrir rétt
í London í maí 1983 og fór fram á
900 þúsunda sterlingspunda skaða-
bætur. Málareksturinn varð árang-
urslaus þar sem hinir stefndu vísuðu
til friðhelgi stjómarerindreka.
Reagan Bandaríkjaforseti kom í
gærkvöldi til Washington eftir viku-
langt jólafrí í Kalifomíu. Forsetinn
dvelst ekki lengi í Hvíta húsinu því
á morgun, sunnudag, verður hann
lagður inn á Bethesda flotasjúkra-
húsið þar sem hann gengst undir
aðgerð á mánudag. Ekki er búizt
BANDARÍKJADOLLAR hélt
áfram að lækka í gær gagnvart
fíestum helztu gjaldmiðlum
heims. Verð á gulli hækkaði tals-
vert. Síðdegis í gær kostaði
brezka pundið 1,4925 dollara
(1,4820), en annars var gengi
dollarans þannig, að fyrir hann
við öðra en að Reagan verði aftur
kominn til starfa að um viku liðinni.
Meðal fyrstu mála, sem koma til
kasta forsetans eftir jolafríið, er
vopnasalan til írans. I gær hafði
þó ekki verið ákveðið hvenær hann
mun eiga fund með nýskipuðum
öryggismálafulltrúa sínum Frank
C. Carlucci, sem tók við starfí sínu
í gær. Forveri hans var John
Poindexter, sem neyddi til að segja
af sér vegna leynisamningana við
írani.
fengust 1,9165 vestur-þýzk mörk
(1,9250), 1,6070 svissneskir
frankar (1,6110), 6,3550 franskir
frankar (6,3825) og 158,15 jen
(160,10). Verð á gulli hækkaði
og var það 403,50 dollarar únsan
(390,75).
Thailensk
flugvél
skotin niður
Bangkok, AP.
THAILENSK flugvél var skotin
niður í gær nærri landamærum
Kambódíu og Thailands. Flug-
maðurinn lést en aðstoðarflug-
maðurinn slasaðist alvarlega.
Að sögn talsmanns thailenska
stjórnarhersins var flugvélin í eftir-
litsflugi um 130 kílómetra austur
af Bangkok, höfuðborg Thailands.
Hann sagði að ekki væri vitað hvort
víetnamskir hermenn eða sveitir
Kambódíumanna hefðu skotið vél-
ina niður. Flugmaðurinn reyndi að
fljúga vélinni aftur til bækistöðvar
hennar og skall vélin til jarðar
skammt frá flugvellinum.
Stjómin í Kambódíu, sem nýtur
stuðnings Víetnama, hefur iðulega
sakað Thailendinga um að bijóta
lofthelgi landsins auk þess sem
Kambódíumenn hafa fullyrt að her-
sveitir Thailendinga sæki oft yfír
landamærin. Víetnamar réðust inn
í Kambódíu árið 1978 og hefur innr-
ásarliðið aðstoðað stjómina í Phnom
Penh í baráttu hennar gegn
Kambódíuskæraliðum sem halda til
nærri landamæranum.
Afganistan:
Skærulið-
ar hafna
tilboði um
vopnahlé
Segja ræðu Naji-
bullahs „marklausa
og einskis virði“
Islamabad, AP, Reuter.
NAJIBULLAH, forseti Afganist-
ans, hefur hvatt skæruliöa í
landinu til að setjast að samn-
ingaborði með stjórnvöldum og
gefið í skyn, að andkommúnísk
öfl geti fengið að ráða nokkru i
landsstjórninni. Talsmenn
skæruliða hafa vísað þessu
vopnahléstilboði á bug og segja
þeir, að fyrir Najibullah vaki
ekki annað en að vinna tíma með
blekkingum.
í ræðu, sem Najibullah hélt á
nýársdag, skoraði hann á skæruliða
að gera vopnahlé og taka upp samn-
ingaviðræður við stjómina. Á móti
hét hann öllum uppgjöf saka og að
efnt yrði til almennra kosninga. Lét
hann að því liggja, að skæraliðar
fengju einhveija aðild að lands-
stjórninni en hafði þó um það mjög
óljós orð.
Vestrænir sendimenn segja, að í
ræðunni hafí ekki annað komið
fram en að afganski kommúnista-
flokkurinn og Sovétmenn færu
áfram með völdin og talsmenn
skæraliða segja, að vopnahléstil-
boðið megi eingöngu rekja til ófara
stjómarhersins og Sovétmanna að
undanfömu. Ræða Najibullahs væri
„marklaus og einskis virði" og til-
gangurinn sá að slá ryki í augu
almenningsálitsins í heiminum.
„Við munum halda baráttunni
áfram þar til engir kommúnistar
og engir Rússar fyrirfinnast í Afg-
anistan," sagði talsmaður stærstu
skæraliðahreyfíngarinnar.
Vestrænir sendimenn telja, að
það hafi helst vakað fyrir Najibullah
með ræðunni að bæta stöðu stjóm-
ar sinnar í Genfarviðræðunum um
Afganistan en þær hefjast aftur 11.
febrúar nk.
Gengi gjaldmiðla