Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 23 eftirBjörn Friðfinnsson Að undanfömu hefur þeirri skoð- un verið haldið á lofti, að sveitarfé- lögunum beri að lækka útsvarspré- sentu sína á árinu 1987, þar eð mikil tekjuhækkun launþega á ár- inu 1986 mun skila sér í mun meiri tekjuhækkun sveitarsjóða á árinu 1987 að óbreyttri útsvarsprósentu heldur en fyrirsjáanleg útgjalda- aukning þeirra verði. Þjóðhagsstofnun er borin fyrir því, að tekjur sveitarfélaga muni af þessari ástæðu hækka um einn og hálfan milljarð umfram útgjöld á næsta ári, ef útsvarsprósentur haldist óbreyttar. Um þessar mundir situr 221 sveitarstjóm landsins á rökstólum um fjárhagsáætlun næsta árs og hefur fmmvarp til fjárhagsáætlun- ar þegar verið tekið til fyrri umræðu í stærstu sveitarfélögunum. Hér er um að ræða nýlega kjöma fulltrúa kjósenda og ákvörðun þeirra er vissulega vandasöm, en hlýtur að mótast af aðstæðum á hveijum stað. Ekki er hægt að mæla með því við sveitarstjómir, að þær lækki útsvarsprósentu sína að svo stöddu. Til þess liggja ýmsar ástæður. í fyrsta lagi er þess að geta, að ríkisstjórn og stuðningsmenn henn- ar á Alþingi létu áskoranir sveitar- stjórna varðandi mál Jöfunarsjóðs sveitarfélaga sér í léttu rúmi liggja, þegar fjárlög vom afgreidd á jóla- föstu. Skerðing á lögbundnum tekjustofnum sjóðsins, sem sérstak- lega er ákveðin með ákvæði í lánsfjárlögum auk skerðingar, sem leiðir af afnámi landsútsvars af gasolíusölu til fiskiskipa og skerð- ing, sem leiðir af almennri lækkun tolla, nemur um 400 milljónum króna. Þar að auki nema útgjöld sjóðsins vegna ráðstafana, sem gerðar vom til þess að stoppa upp í fjárlagagat ársins 1984, um 200 milljónum króna. Skerðingin á Jöfn- unarsjóði kemur jafnt við fjárhag stórra sem lítilla sveitarfélaga, en alveg sérstaklega kemur hún við fjárhag stijálbýlissveitarfélaganna, þar sem framlag Jöfnunarsjóðs nemur verulegum hluta af tekjum sveitarsjóða. I öðm lagi er rétt að geta þess að stjómir stærri sveitarfélaganna hafa þegar fallist á tilmæli forsætis- ráðherra um mun minni lækkun þjónustugjalda sveitarfélaganna en kostnaðarþróun gefur tilefni til. Þannig mun t.d. Reykjavíkurborg taka á sig tugmilljóna útgjöld vegna aukins rekstrarhalla af dagvistun Bjarni hættir sem bæjarstjóri á Húsavík 1. maí BJARNI Aðalgeirsson, bæjar- stjóri á Húsavík, lætur af störf- um hinn 1. maí næstkomandi að eigin ósk. Bjarni gerði grein fyr- ir þessari ákvörðun sinni á bæjarráðsfundi á þriðjudags- morgun. Bjarni sagði í samtali við Morg- unblaðið að í ráðningarsamningi sínum hefði verið gert ráð fyrir að hann hætti störfum sem bæjarstjóri á þessu kjörtímabili, sem er hið þriðja sem hann gegnir starfinu. Hann kvaðst að undanfömu hafa stundað trillubátaútgerð og hefði hann áhuga á að snúa sér alfarið að því starfi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um eftirmann Bjama í stöðu bæjarstjóra á Húsavík. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' sjöum Moggans! bama og SVR, en gjöldum fyrir þjónustuna verður haldið niðri. I þriðja lagi er nú orðið ljóst, að margar, sveitarstjómir hafa treyst um of á spár um 7% verðbólgu, þegar þær ákváðu að lækka út- svarsprósentu sína eftir febrúar- samningana á þessu ári. Kostnaðar- þróun sveitarfélaganna hefur orðið allt önnur og á verri veg eins og upplýsingar um mikla tekjuhækkun launþega bera með sér, en stærsti þátturinn í útgjöldum sveitarsjóða em vinnulaun og útgjöld þeim tengd. Þau sveitarfélög, sem lækk- uðu útsvarsprósentuna mest, eiga nú í verulegum greiðsluörðugleik- um og verða því væntanlega að hækka prósentuna til þess að ná jafnvægi í fjármálum sínum á nýjan leik. í fjórða lagi er ekki Ijóst, hver þróun máta verður varðandi iau- naútgjöld sveitarfélaganna á næsta ári. Enn er eftir að gera kjarasamn- inga við flesta starfsmenn þeirra og svokallaðir „fastlaunasamning- ar“ á samningssviði aðila ASÍ geta bætt við þau laun, sem nýlega var samið um milli aðila ASI, VSÍ og VSS. Enn er mikill þrýstingur um launahækkanir og veldur því vafa- laust sú spenna, sem nú ríkir á vinnumarkaðinum. Miklar útflutn- ingstekjur eru ein af ástæðum þessarar spennu, sem m.a. kemur fram í því að fjölda fólks vantar til starfa á vinnumarkaðinum. En ekki síðri ástæða er hinn mikli greiðslu- hálli ríkissjóðs, sem aðilar vinnu- markaðarins og rfkisstjómin hafa samið um að viðhalda. Lífskjörum á íslandi verðúr aldrei haldið uppi til lengdar með seðlaprentun og lántökum fyrir rekstrargjöldum hins opinbera. Það er þvl ekki spuming um hvort, heldur hvenær verður að grípa til nýrra og harka- legra aðgerða til tekjuöflunar fyrir ríkissjóðs. Ríkissjóður hefur ýmsar leiðir til þess að auka tekjur. Sveitarfélögin hafa þar færri kosti og því verður að hvetja sveitarstjómir til varfæmi í fjármálastjóm sinni. Útsvarslækk- un hefur e.t.v. í för með sér stundarvinsældir, en þeim mun var- anlegri er fordæming íbúanna á þeirri sveitarstjóm, sem missir bux- Björn Friðfinnsson umar niður um sig f fjárhagslegum efnum. Höfundur er formaður Sambaads ísl. sveitarfélaga. ENSKUSKOLINN TÚNGÖTU 5, SÍMI 25330 ★ Láttu nú einu sinni ný- ársheitið rætast! ★ Lærðu tungumálið tímanlega fyrir sumar- fríið ★ Bættu við kunnáttuna ★ Gríptu tækifærið og hringdu strax í síma 2533Ö Innritun stendur yfir ★ Enskuskólinn 7 vikna enskunámskeið tvisvar í viku. Morgunnámskeið kl. 10-12 Síðdegisnámskeið kl. 1-3 og 3-5 Kvöldnámskeið 6.30-7.30 og 8.30-10.30. ★ Happy Hour 5.30-6.30 þrisvar í viku ★ Evrópuskólinn 7 vikna námskeið, þýska, ítalska, spænska, franska og íslenska. ★ Erlendir kennarar ★ Æskuskólinn 12 vikna nám- skeið, enska fyrir börn 10-12 ára. Unglinganám- skeið, enska fyrir unglinga 13-15 ára. ★ Sanngjarnt verð ★ Viðskiptaskólinn Viðskiptaenska, verslunarbréf og tæknienska, mis- munandi löng námskeið. ★ Öll námsgögn innifalin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.