Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 17
i MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 17 frá foreldrum sem eiga böm i opn- um skóla heidur en þeim sem eiga böm í öðmm skólategundum. Af þeim ástæðum megi því rekja þann mun sem fram kemur á náms- árangri milli skólategunda. Það er rétt að vægi neikvæðra svara er tiltölulega mikið í opnum skóla. Samanburður á skólategundunum Úómm tekur af öll tvímæli (þ.e. tölfræðilega séð) um innbyrðis mis- mun skólategundanna og einnig mismun þeirra þriggja skólateg- unda sem heyra ríkinu til og þeirrar fjórðu sem er sjálfseignarstofnun. En um þetta segir dr. Wolfgang: „Hefði höfundur reynt að prófa þennan mun tölfræðilega hefðu líklega allir hefðbundnu skólamir (að Isaksskóla meðtöldum) myndað einn flokk og opnu skólamir ann- an.“ Þetta er deginum ljósara og enginn ágreiningur um það. En dr. Wolfgang heldur áfram og segin „Þetta er athyglisvert út af fyrir sig en það styður auðvitað ekki staðhæfinguna um ágæti einka- skóla í samanburði við ríkisskóla." Innskot greinarhöfundar „(að ís- aksskóla meðtöldum)" er að vísu hugsunarvilla með hliðsjón af því sem hann hyggst rökstyðja, þ.e. að samanburður á hefðbundnu skólun- um að ísaksskóla meðtöldum og opnum skóla styðji ekki ágæti einkaskóla í samanburði við ríkis- skóla. Ég kannast reyndar ekki við þá staðhæfingu í umræddri skýrslu að einkaskólar séu yfir höfuð betri en ríkisskólar. Það má vel vera að svo sé. Hins vegar benda niðurstöður þeirrar rannsóknar sem hér um ræðir til þess að foreldrar séu yfir- leitt ánægðari með þá þjónustu sem veitt er í einkaskóla heldur en í hefðbundnu skólunum og mun ánægðari með einkaskóla heldur en opinn skóla. Það er augljóst að greinarhöf- undur leggur sig mjög fram um að afsaka þá tiltölulega neikvæðu út- komu sem opinn skóli fær í þessari rannsókn. Varðandi mismunandi heimtur svara er það vissulega allt- af áhyggjuefni þegar ekki nást full skil. Reyndar má benda á að hlut- fallslega fleiri svör bárust frá nýjum skóla en einkaskóla þannig að ekki er hægt að segja að fjöldi svara sé síðamefndu skólategund- inni sérstaklega í vil. Auðvitað er alls ekki hægt að fullyrða, eins og dr. Wolfgang gerir, að heimtur hafí áhrif á útkomuna. Það er hins veg- ar rétt að þær geta haft áhrif, en um það vitum við hreint ekki neitt. Greinarhöfundur víkur allítar- lega að þeim þætti rannsóknarinnar sem snertir hina félagslegu hlið skólamála. Augljóst er að greinar- höfundur hefur rýnt þar í einstök atriði af nákvæmni. En þar eins og svo víða annars staðar í greininni skortir mikið á nákvæmni. Dr. Wolfgang flallar t.d. um hlutfall einstæðra foreldra annars vegar í ísaksskóla og { ríkisskólunum hins vegar. Þar segir hann: „ ... hlut- fallslega færri (9,4% á móti 13,8%) eru í „einkaskóla". Ef hlutfall ein- stæðra foreldra ætti að vera jafnt í báðum skólaflokkunum þyrfti ís- aksskóla að bætast 7 böm úr þessum hópi. Nú höfum við áður nefnt að 5—10 atkvæði geta riðið baggamuninn um það hvort tafla er marktæk ...“ Hér verður stjóm- anda Max Planck-rannsóknarstofn- unarinnar hált á svellinu, því samtals voru í könnuninni 96 böm úr Ísaksskóla. Af þeim vom 9 böm einstæðra foreldra. Hið rétta er að flögur böm einstæðra foreldra sem bættust ísaksskóla myndu jafna muninn. En e.t.v. er skýringarinnar á þessari reiknivillu dr. Wolfgangs að leita síðar í greininni þar sem rannsóknarmaðurinn virðist telja 5—10 „atkvæði" skipta sköpum. Reyndar er það einnig rangt hjá greinarhöfundi að „við“ höfum áður nefnt að 5—10 atkvæði skipti sköp- um, því þar sem áður var um þetta atriði fjallað stóð: „Þegar nánar er að gáð geta 5—15 atkvæði riðið baggamuninn ... Hvað skyldi hafa orðið um þessi fimm „atkvæði" sem hurfu á leið sinni niður dálkinn? Spyr sá sem ekki veit. Dr. Wolfgang Edelstein hefur haft mikil afskipti af skólamálum hér á landi og veit heilmikið um íslensk skólamál. Þó koma fram gloppur í þessari þekkingu. í grein sinni segir hann: „Hvers vegna valdi dr. Bragi þá ekki Tjamarskólann til samanburðar við hina skólana? Spyr sá sem ekki veit.“ Ég ætla að ljúka þessari grein með því að svara þessari einu spum- ingu sem greinarhöfundur bar fram. Svarið er einfalt: í fyrsta lagi, Tjamarskóli er ekki með 7 ára böm; í öðru lagi, Tjamarskóli var ekki til þegar rannsóknin var gerð. Höfundur er doktor í uppeldis- fræði og dósent við Kennara- háskóla tslands. 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 071 á kr. 10.0007 122.202 á kr. 5.000; 234 aukauinningar á kr. 20.000. Jar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til uinnings ARGUS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.