Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 21 vindu mála. Þeim mun furðulegra er að þing- menn Alþýðubandalagsins skuli hafa stillt sér upp í breiðfylkingu gegn sameiningu sjúkrahúsanna og gegn endurskipulagningu og skyn- samlegri miðstýringu sjúkrahús- mála. Og hvert er nú þetta ógnvekjandi bákn sem við mundum vera að búa til með sameiningu hinna þriggja sjúkrahúsa? Ég hygg að ekki sé fjarri lagi að ætla að með því værum við að stofna eitt af minnstu háskóla- sjúkrahúsum veraldar sem þó uppfyllti þau lágmarks skilyrði að veita þjónustu í öllum þeim greinum læknisfræði sem stundaðar eru í landinu. í öllu því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum þetta mál hefur mér fundist rödd heilbrigðisráðherra skera sig nokk- uð úr. Þó ráðherrann hafí ekki í smáatriðum tíundað hver rök að því hnigi að sameining Borgarspítala og Ríkisspítala gefí tilefni til bættr- ar og markvissari þjónustu og aukins spamaðar þá hefur af orou... ráðherrans glöggt mátt ráða að hann geri sér fulla grein fyrir þeim jákvæðu möguleikum sem slík sam- eining hefði í för með sér. Ég tek undir það með Hauki Benediktssyni að það væri mikið slys ef sömu vinnubrögð yrðu nú viðhöfð eins og þau sem beitt var er Landakotsspít- ali komst í eigu ríkisins. Treysti ég því að eftir þau um- mæli sem heilbrigðisráðherrra hefur viðhaft í flölmiðlum um möguleika á endurskipulagningu sjúkrahúsakerfisins við sameiningu Borgarspítala og Ríkisspítala þurfí ekki að óttast annað slys af þvi tagi. í umræðu um heilbrigðismál á síðari árum hafa vestan vindar drjúgum blásið. Læknar sem hlotið hafa sína framhaldsmenntun f Sví- þjóð ganga margir hveijir hart fram í því að fordæma það heiibrigði- skerfí sem þar hefur verið komið á og miðar að því að tryggja hveijum þjóðfélagsþegni góða heilbrigðis- þjónustu. Að sama skapi dásama menn gjaman heilbrigðiskerfi hins „villta vesturs". Ég tel mig þekkja nokkuð til heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð og þótt hún sé án efa flarri því að vera gallalaus hygg ég að sú mannúðarsiðfræði sem þar býr að baki sé meginþorra íslendinga meiri að skapi en markaðslögmál hinnar vestrænu fijálshyggju. Höfundur er yfirlœknir Sjúkra- búss Suðurlands, Selfossi. Ritum Guðmund Hjaltason KOMIÐ er út á vegum Kennara- háskólans ritið Lýðskólamaður- inn Guðmundur Hjaltason og ritverk hans. Höfundur ritsins er dr. Bragi Jósepsson, dósent í uppeldisfræði við skólann. I ritinu, sem unnið var fyrir styrk úr Vísindasjóði, er heildarskrá yfír þau ritverk Guðmundar Hjaltason- ar, sem birtust í íslenskum blöðum og tímaritum auk allmargra greina í erlendum blöðum. Þá er í ritinu stutt æviágrip Guðmundar Hjalta- sonar, en hann gerði, fyrstur manna tilraun til að starfrækja lýðskóla á íslandi. Auk þessa rits er í undirbúningi útgáfa á ritgerð Guðmundar Hjalta- sonar Um uppeldi (óprentað handrit á Þjóðskjalasafninu). Er áætlað að sú bók komi út á næsta ári. Lýðskólamaðurinn Guðmundur Hjaltason og ritverk hans er annað ritið sem kemur út í ritröðinni Ranr.- sóknarritgerðir og skýrslur á vegum Kennaraháskóla Islands. Pyrr á þessu ári kom út rit þeirra Indriða Gíslasonar, Sigurðar Konráðssonar og Benedikts Jóhannessonar „Framburður og myndun fleirtölu hjá 200 íslenskum börnum við fjög- urra og sex ára aldur“. Bæði ritin eru til sölu í Bóksölu Kennaraháskólans og Bóksölu stúd- enta og einnig í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bóka- búð Máls og menningar. Eróbikk Jeirtínu sáfgústu Borgartúni 31. S: 29191. Low Impact Minna álag á fætur. Eróbikk er fyrir þá sem vilja ná árangri jafnframt því ad hafa gaman af ANNALL1986 Eróbikkstúdíó Jónínu og Ágústu var opnað 15. mars og hefur mikill sviti runnið til sjávar síðan. Aðsóknin segir sína sögu og hafi einhver minnst á magn en ekki gæði hvað Eróbikk varðar, þá teljum við fólkið, sem hefur mætt í mörg ár reglulega, bestu dómarana hvað það snertir. Því teljum við kennsluna hjá okkur miðast við getu nemendanna og þá þekkingu sem nýjust er hvað varðar öryggi. Öryggi er aðalsmerki þeirra sem fylgjast með og á árinu sem leið höfum við sent kennarana út um allan heim til þess að kynna sér sem best nýjasta nýtt í Eróbikk. Ágústa Johnson sótti námskeið í Colorado, Chicago og núna nýverið í Los Angeles. Jónína Ben. fór og kynnti sér Eróbikk í Danmörku. Ágústa Kristjánsdóttir fór til Colorado. Mark Wilson fór til Kanada á námskeið. Kristín Gísladóttir er nýkomin frá Los Angeles. Anna Borg var líka í Lós Angéles. Anna Ólafsdóttir stundar nám í Eróbikk í San Fransiskó. Þessu verður haldið áfram á nýju ári. Námskeið var haldið á vegum Jónínu og Ágústu með aðstoð sjúkraþjálfara, læknis og læknanema auk þess sem kennararnir aðstoðuðu. Þetta tókst vel og var þátttakan mjög góð. 25 nem- endur tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir í 5 vikur. Við töldum timabært að einhverjir faglærðir stæðu fyrir fræðslu um Eróbikk almennt, þar sem augljóst er að einhver sú gagnrýni sem við heyrum stafar af því að fólk, sem telur sig vera að kenna Eró- bikk, veit varla hvað það er. Námskeiðið gefur að sjálfsögðu engin kennararéttindi heldur er um að ræða viðurkenningu fyrir u þátttöku í námskeiði undirritað af Jónínu og Ágústu. Annað slíkt námskeið verður haldið með vorinu. Ráðstefna á Hótel Esju fyrir nemendur í Eróbikk var sérlega vel sótt og virtist fólk hafa endalaust úthald, enda allir í góðu formi. Fjallað var um helstu þætti hreyfingar, næringar og svo forvarna í líkamsrækt. Margir fyrirlesarar voru og vonandi voru allir vel upplýstir og saddir af heilsufæði eftir þann skemmtilega dag. Norwell Robinson kom sem gestakennari og væntum við komu hans að nýju með vorinu. Annál lýkur. Mánudagurog Þriðjudagurog fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 12 KENNARAR STORFUÐU VIÐ SKOLANN A ARINU Á myndinni eru: Anna Ólafs- dóttir, Ágústa Johnson, Sigrún Arnar, Sigríður Valdimarsdótt- ir, Þuríður Hreiðarsdóttir, Jónína Benediktsdóttir, Kristín Gísladóttir og Mark Wilson. Á myndina vantar: Ágústu Kristj- ánsdóttur, Hildigunni Johnson, Nonwell Robinson og Önnu Borg. Sunnudagur Innritun í síma 29191 milli klukkan 10 og 22 alla daga. 09.30-10.30* Morguntími: * « 09.30-10.30* Morguntimi: * 'k 12.07-12.55* Hádegisþrek * ^ 12.07-12.55* Hádegisþrek * "Ár 11.30-13.00* Púltimi* Ár 12.00-13.10* Þrektimi * " 1 16.20-17.20 Byrjendat. 16.20-17.20 Framhaldst. 16.20-17.20* Byrjendat. * " 13.00-14.00* Framhaldst. * * 17.20-18.20 Framhaldst. 17.20-18.20 Byrjendat. 17.20-18.30* Þrektimi * "A 14.00-15.00* Byrjendat. * 'A 18.20-19.40 Púltimi 18.20-19.30 Þrektimi 19.40-20.40 Byrjendatimi 19.30-20.30 Framhaldstími 20.40-21.40* , Barnshafandi * 20.30-21.30* Byrjendatími * 21.40-22.40* „OldBoys"* Ar Þessi stundaskrá gengur í gildi 5. janúar 1987. Stjörnumerktir tímar eru frjálsir tímar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.