Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
35
Röksemdir Landsvirkjunar
fyrir gjaldskrárhækkun
LANDSVIRKJUN hefur sent frá
sér eftirfarandi fréttatilkynn-
ingn og línurit vegna gjaldskrár-
hækkunar fyrirtækisins:
Á fundi stjórnar Landsvirkjunar
hinn 30. desember var fjallað um
þau tilmæli ríkisstjórnarinnar að
fyrirhuguð gjaldskrárhækkun fyrir-
tækisins verði ekki hærri en 4%.
Niðurstaða stjómar Landsvirkjunar
varð sú að hún treysti sér ekki til
þess að falla frá fyrri ákvörðun sinni
um hækkun á gjaldskrá fyrirtækis-
ins um 7,5% hinn 1. janúar 1987.
Helstu röksemdir fyrir þessari
ákvörðun eru eftirfarandi:
1. í rekstraráætlun Landsvirkj-
unar fyrir árið 1987 er rekstrarhalli
áætlaður um 225 m.kr. og greiðslu-
halli um 140 m.kr. og er þá reiknað
með að 7,5% gjaldskrárhækkun taki
gildi hinn 1. janúar sl. í áætlun
þessari er gert ráð fyrir að verð-
bólga verði 7,5% og gengi verði
fast. Gjaldskrárhækkun Lands-
virkjunar um 7,5% veldur einungis
um 4,5% hækkun á smásöluverði
rafmagns og er því vel innan við
yfirlýst markmið stjómvalda um
hóflegar verðhækkanir á opinberri
þjónustu.
2. Á undanfömum árum hefur
stjórnin stefnt að því að endur-
greiða lán Landsvirkjunar á 20
árum með markvissri endurfjár-
mögnun frá ári til árs. Með þessu
móti eru skuldir fyrirtækisins lækk-
aðar jafnt og þétt og þar með
fjármagnskostnaðurinn, sem gerir
jafnframt kleift að raunverð rafork-
unnar frá Landsvirkjun geti lækkað
um 3% á ári. Ef fresta á endur-
greiðslum lána eins og tilmæli
ríkisstjómarinnar fela í sér, myndi
það dragast lengur en góðu hófí
gegnir að Landsvirkjun komist í þá
aðstöðu að verða sjálfráð um
ákvörðun gjaldskrárverðs síns óháð
vaxtakröfum erlendra lánardrottna.
3. Þegar stjóm Landsvirkjunar
tók ákvörðun um 7,5% gjaldskrár-
hækkun hinn 16. þ.m. var tekið
tillit til breyttra verðlags- og geng-
isforsendna í kjölfar nýrra kjara-
samninga og lagt til grundvallar
fast gengi eins og það var skráð
hinn 8. þ.m. Lán Landsvirkjunar
eru að mestu í erlendum myntum
og breytist gengisskráning þeirra
næstum daglega. Þannig hafa
gengisbreytingar á þessum stutta
tima frá 8. desember til dagsins í
dag gert afkomuhorfur Landsvirkj-
unar árið 1987 mun verri en áður
og þyrfti gjaldskrárhækkukn
Landsvirkjunar nú að vera 8,4% ef
ná ætti sömu afkomu og þeirri sem
reiknað var með þegar ákvörðunin
um 7,5% gjaldskrárhækkun var
ákveðin. Sýnir þetta glögglega hve
óvarlegt það er að byggja rekstrar-
áætlanir Landsvirkjunar á forsend-
um sem gera ráð fyrir föstu gengi.
4. Samkvæmt bráðabirgðaupp-
gjöri er ljóst að rekstrarhalli getur
orðið verulegur á þessu ári og þeg-
ar er sýnt að greiðsluhalli verður
allt að 200 m.kr. og eins og áður
segir eru afkomuhorfur Landsvirkj-
unar á næsta ári nú verri en gert
var ráð fyrir fyrr í mánuðinum.
Með hliðsjón af þessu verður ekki
séð að neinar breytingai’ á rekstrar-
horfum hafi komið fram sem rétt-
lætt geti lægri gjaldskrárhækkun
en 7,5% nema síður sé. Landsvirkj-
un mun að sjálfsögðu eftirleiðis sem
hingað til leitast við að fella gjald-
skrárhækkanir að stefnu ríkis-
stjórnarinnar í verðlagsmálum eins
og frekast er unnt á hverjum tíma.
Hefur sú stefna Landsvirkjunar
komið fram í mjög hóflegum gjald-
skrárhækkunum á undanfömum
árum, sem sést best á því að raf-
magnsverð Landsvirkjunar hefur
lækkað- að raungildi um 40% frá
1. ágúst 1983 til ársloka 1986 og
þar af um 10% á árinu 1986.
HÚ VER-ÐA ÞRENG5LIN ÚR SÖGUNNl
FRAKTÞJÓNUSTUDEILDIN
TOLLSKJALADEILDIN
SKRIFSTOFUÞJÓNUSTUDEILDIN
HRAÐSENDINGADEILDIN
úfflswm á mmm tr zjm. tmr/
skipaafgneiðsla jes zlmsen hf
TRYGGVAGÖTU 17 2.h. VESTUR ENDA- P.O.BOX: 1017.
121 REYKJAVlK- 5ÍMAR'13025-14025*20662.mEX:3071