Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 54

Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 fclk f fréttum L Nokkrir atburðir liðins árs IMorgunblaðinu á gamlársdag voru riQaðir upp nokkrir atburðir liðins árs og meðan enn er ekki lengra um liðið frá áramótum þyk- ir rétt að halda því áfram. Af sjálfsögðu hefur þessi um- ijöllun ekki verið tæmandi, eða í samræmi við mikilvægi, en altjent nokkur uppri^un. Leikkonan Joan Collins, sem all- ir héldu að væri komin í örugga höfn, sótti um skilnað frá hinum sænska eiginmanni sínum, Peter Holm, 6. desember. Þau giftust fyrir rúmu ári og töldu menn þau lifa sem blóma í eggi þar til skilnaðarfréttin kom sem sprengja í slúðurdálka blaða um heimsbyggðina alla. Bæði hafa haldið fram að þau hafi sætt barsmíðum af hálfu hins og Joan hefur sakað Peter um að hafa dreg- ið sér fé af tekjum hennar, en hann var umboðsmaður hennar og bók- haldari meðan á hjónabandinu stóð. Sú spuming brennur nú á vörum milljóna manna um allan heim hvort eitthvað sé hæft í þessum ásökun- um og verður fróðlegt að fylgjast með því hvemig málinu reiðir af fyrir dómstólum. Bandaríski leikarinn Patrick Duffy, sem þekktastur er fyrir leik sinn sem Bobby Ewing í fram- haldsþáttunum Dallas, varð fyrir miklu áfalli hinn 19. október, en þá vom báðir foreldrar hans drepn- ir með köldu blóði. Lögreglan hafði brátt hendur í hári tveggja unglinga, sem hafa verið sóttir til saka fyrir ódæðið, en þeir vora blóði ataðir þegar lögreglan tók þá höndum. Talið er að þeir verði dæmdir í 250 ára fangelsi hvor. lyndi. Svetlana Stalín á blaðamannafundi; óspör á yfirlýsingar eins og venjulega. Svetlana Stalín ætlar seint að höndla hamingjuna. Árið 1964 leitaði hún hælis á Vesturlöndum, afneitaði föður sínum, Jósef Stalín, óskaði kommúnismanum út í hin ystu myrkur, en játaði þess í stað trú sína á Guð og frelsi manna. Ekki gekk henni þó að aðlagast bandarísku samfélagi og einkalíf hennar var þymum stráð, yfirleitt vegna alvarlegra persónubresta. Að lokum fór svo í október árið 1984 að hún fór austur yfir járntjald á ný og hafði bandaríska dóttur sína, Olgu, með sér. Þeirra mæðga beið að vísu ekki rauður dregill, en Svetl- ana taldi sig búna að brenna allar brýr að baki. Vistin í Sovétríkjunum reyndist verri en Svetlana taldi og Olga þoldi alls ekki við. Hinn 4. apríl í vor fór Olga í breska sendiráðið í Moskvu og sótti um vegabréfsáritun til Bretlands, sem hún fékk samdæg- urs, en ekkert var vitað um ráða- gerðir Svetlönu. 15. apríl fór Olga svo til Bretlands og daginn eftir hélt Svetlana aftur til Banda- ríkjanna. Filipus og drottningin í veiðiherberginu í Windsor. Jólin hjá bresku konungsfjölskyldunni Elísabet önnur Englandsdrottn- ing ásamt Filipusi eiginmanni sínum við Sandringham-höll. Windsor-kastali. Jólahald er mjög mismunandi eft- ir löndum, trúarbrögðum og emstaka Qölskyldum. Mismunandi er eftir efnum, trúarskoðunum og ótalmörgu öðra, hversu íburðarmik- il veisluhöldin yfír hátíðamar eru. Ekki væri út í hött að ætla að nógur væri íburðurinn og viðhöfnin hjá bresku konungsfjölskyldunni, því á fáum stöðum öðram er haldið jafnfast í hvers kyns hefðir, auk þess sem að hún er einhver ríkasta fjölskylda í heimi, ef ekki sú alrík- asta. Málin era þó ekki svo einfold, því íjós kemur að í einkalífinu hafa hinir eðalbomu lágt um sig. Samkvæmt Harold Brooks- Baker, sem er ritstjóri aðalsmanna- tals Bretlandseyja, era jólin mikil hátíðarstund fyrir drottninguna og fjölskyldu hennar, þar sem að þau eu eini tími ársins, sem öll fjölskyld- an kemur saman og eyðir rólegri stund fjarri blaðamönnum og hvers- dagsskarkalanum. „Fyrir drottn- inguna verða jólin í meira og meira uppáhaldi með hveiju árinu sem líður, því sífellt bætast nýjir fjöl- skyldumeðlimir við og hún er mikill bamavinur." Á aðfangadag kemur fjölskyldan, u.þ.b. 30 manns, til Windsor-kast- ala. Þeir mega ekki koma seinna en kl. hálf fímm, vilji þeir vera í náðinni hjá drottningunni þann daginn, en hún leggur mikið upp úr stundvísi. Um fímmleytið er lögð lokahönd á jólatréð og það er drottningin sjálf, sem tendrar ljósin. Móðir hennar býður þá öllum upp á te í „eikarherberginu“. Klukkan sex afhenda fjölskyldu- meðlimimir hver öðram jólagjafim- ar. Þrátt fyrir að fjölskyldan sé svo efnum búin að hún geti látið eftir hvaða hugdettu sem er, era flestar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.