Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 23

Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 23 Áhugasvið Virginiu Hall náði einkum til „heiðursmanna“ eins og þessa skuggalega hóps á myndinni, en þeir teljast stofnendur Morðs hf., og mun myndin tekin á hótel Franconia New York, í tilefni merk- isdagsins, sem var 11. nóvember 1931. Benjamín (Bugsy) Siegel er annar frá vinstri. Seíji skoðandinn hönd að efri strikinu kemur dálítið merkilegt i ljós — einkum hugsi menn sér loðhúfur á kollunum í stað hattanna__________ okkur næstum ekki farið að standa á sama. Sigurður og Zwi Screiber námu saman í hinum fræga skóla Art Students League við fimmtug- ustu og sjöundu götu. Þangað fórum við Sigurður einmitt morgun- inn eftir og kíktum inn í nokkrar skólastofur, en mér lék mikil for- vitni á að sjá aðbúnaðinn þar. Var það mjög lærdómsríkt innlit og bauð ég Sigurði upp á kaffí og köku á hominu við skólann á eftir. Þar var kominn nýr og snyrtilegur veitingastaður í stað þess gamla, sem var helst frægur fyrir það, að á árum áður var Jackson Pollock þar tíður gestur og heldur betur hátt uppi að jafnaði. FVægð hans byggist nú ekki á því, öllu heldur staðarins, en hins vegar varð það honum sjálfum að fjörtjóni. Margt frægra listamanna hefur numið við þennan listaskóla, sem svo aftur hafa varpað ljóma á stofn- unina, en skólinn hins vegar er sagður hafa sett niður og vera svip- ur hjá sjón miðað við fyrri tíð. Ekki skal það tekið of alvarlega, því að listaskólar eiga sín góðu og vondu tímabil, sitt á hvað, og eng- inn veit í raun með vissu hvort ofan er verður fyrr en löngu seinna. Þennan morgun hafði orðið mik- ill bruni skammt frá hótelinu okkar og skoðuðum við Sigurður verks- ummerkin er við gengum þar hjá. Slíkir brunar virðast nokkuð al- gengir í miðborginni og þá einkum í hinum eldri og hrörlegri bygging- um þar sem endurbóta er þörf. Telst naumast einleikið frekar en margt annað, sem sprottið er af skyldri endumýjunarþörf á heima- slóðum. En hér er vissulega leikið með eldinn sé tekið mið af hinni gífurlegu hættu, sem slíkum bruna er samfara, þar sem mannmergðin og þrengslin geta verið yfírþyrm- andi. Slökkviliðið er því fljótt á vettvang er slíkt kemur fyrir og viðbúnaður mikill. Það virðist því margt gert fyrir endumýjunarþörfína, þar sem fast- eignaverð fermetra er sagt fara upp í milljónir dollara! Við áttum svo allir ánægjulegt síðdegi með Zwi Screiber, sem fór með okkur í heim- sókn til valkyiju nokkurrar, Lydiu Dona að nafni, sem sýndi okkur verk sín, sem byggjast á vélrænum einingum, í dágóða stund og gaf skýrslu um hækkandi listasól sína. Tjáði hún okkur að verk sín fæm á allt að 600.000 kr. stykkið, en hér kemur inn í dæmið að umboðs- maðurinn hirðir a.m.k. 50%, auk þess sem listamennimir verða að láta af hendi myndir fyrir lítið og jafnvel ekkert hingað og þangað í auglýsingaskyni og fyrir sómann. Gott eigum við, að ennþá skuli þetta kerfí ekki vera allsráðandi á Fróni og verður vonandi aldrei. Á því sviði er áríðandi að halda vöku sinni — allan sólarhringinn. Bragi Ásgeirsson Hin nafntogaða brúður mafíunnar, Virginia Hall, i villtri sveiflu ásamt rumbasöngvaranum og brillantínigæjanum Miguelito Valdez í næturklúbb í New York á fjórða áratugnum. Virginia þótti þar villtust og trylltust allra og er sögð hafa safnað glæponum eins og aðrir frímerkjum. að skreðari hennar, Howard Greer, hannaði einnig föt á Maríu af Rúm- eníu, Isadoru Duncan og Grétu Garbo. Örlög hennar urðu og ekki síður „hugljúf“ en margra vina hennar, en hún framdi sjálfsmorð í Heuberg við Salzburg árið 1966. Hún skildi eftir sig seðil og á honum stóð: „Mér þykir fyrir því að verða að hverfa á þennan hátt.“ Virginia Hill hafði þá komið end- urminningum sínum á þrykk og þar stendur m.a. „Ég tók lífinu eins og það kom og þegar mín stund upp rennur mun ég ekki beijast á móti. Því fyrr sem ég yfirgef þennan táradal því betra." ... Tiiviljanir og óvæntar uppá- komur einkenndu þessa ferð frá upphafí til síðasta dags og þannig voru menningarkönnuðirnir þrír fyrstu fjóra dagana. Málarinn Tryggvi Ólafsson kom því marg- faldur til New York, en ekki einfaldur svo sem lengi leit út fyr- ir... Sigurður Örlygsson listmálari vissi ekkert af okkur er hann pant- aði flugfar til New York og ei heldur hvar við myndum halda til, en hann var skráður á sama hótel! Hafði hann hlotið ferðina að gjöf frá Freyju sinni í tilefni fertugsafmælis síns, en hann nam þar í einn vetur fyrir réttum áratug og hafði áhuga á að riíja upp ýmislegt í heims- borginni. Hann hugðist hitta vin sinn er þar býr og dvelja hjá hon- um, en þrátt fyrir eftirgrennslan og ótal símahringingar náði hann ekki sambandi við Israelsmanninn og hélt helst, að hann væri ekki í borginni. Er við vorum svo á gangi í SOHO, eftir að sýningarsalir lokuðu, annað kvöld okkar í borginni, langaði alla í kaffí og aðra tilfallandi hressingu og héldum inn á fyrsta veitinga- stað, sem við sáum og fór Sigurður á undan. Hið fyrsta, sem hann rek- ur augun í, er inn kom, var einmitt þessi vinur hans og urðu þar fagn- aðarfundir. Svipuð atvik voru mjög einkenn- andi fyrir þessa ferð alla og var „BIONDA 44 + ♦♦• WILKENS BSF SILFURBUÐIN LAUGAVEG 55 SÍMI 11066 SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ í 29 ÁR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.