Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 33. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Japan: Símafélagið selt á verðbréfamarkaði Tókýó, Reuter. SALA hófst í gær á hlutabréfum í japanska símafélaginu NTT og reyndist eftirspum gifurleg. Tvö hundruð milljónir hlutabréfa voru seldar fyrsta sinni á verð- bréfamarkaðnum í Tókýó. Verð- bréfasalar sögðu að það hefði verið erfiðleikum undirorpið að fínna rétt markaðsverð á bréfunum þegar við- skipti hófust. Gangverð hlutabréfanna hækk- aði um 200 þúsund japönsk jen upp í 1,4 milljónir, sem er mesta leyfileg hækkun. Um tíma var boðið í rúm- Afganistan: Skærulið- argranda flugvél A.m.k. 30 fórust Islamabad, AP, Reuter. AFGANSKIR skæruliðar skutu niður flugvél með eld- flaug skammt frá landamær- um Pakistans í gær. Stjórain í Kabúl sagði að þrjátíu manns hefðu farist. í afganska út- varpinu sagði að skæruliðar hefðu grandað farþegaflug- vél og konur böra og gamal- menni hefðu verið meðal farþega. Talsmaður skæruliða í Pakist- an sagði aftur á móti að hér hefði verið um herflutningavél að ræða. 43 menn hefðu verið í vélinni, allir starfsmenn afg- anska hersins. Vélin var í flugtaki frá flug- vellinum í bænum Khost, sem er um 20 km frá landamærum Pakistans. Hart hefur verið bar- ist í grennd við bæinn undanfar- ið. í útvarpinu í Kabúl var sagt að flaug „óvinarins" hefði hæft vélina, sem var af gerðinni Ant- onov 26. Flugmaðurinn hefði særst og eldur komið upp um borð. Skömmu síðar hefði vélin hrapað til jarðar. lega 1,2 milljónir hlutabréfa og var eftirspum þá fertugföld á við fram- boð. Sala NTT úr ríkiseigu er liður í viðleitni Yasuhiros Nakasone til að draga úr umfangi stjómarinnar. NTT hefur nánast einokunarað- stöðu á símamarkaðinum í Japan. Með sölu ríkisstjómarinnar á hlutabréfum í NTT losnar rekstur fyrirtækisins úr viðjum skrifræðis. Að auki verður stjómin sér úti um fé til að grynnka á þjóðarskuldum. Viðskiptum með hlutabréf í fyrir- tækinu verður haldið áfram í dag og er líklegt talið að verðið hækki í 1,6 milljónir jena, að sögn verð- bréfasala. Sérfræðingar segja að verð á hlutabréfum í NTT muni lækka lítil- lega á næstunni. Aftur á móti séu ýmsar stofnanir, svo sem bankar og tryggingafélög, áfjáðar í að kaupa bréf og því líklegt að sú lækkun verði óveruleg. Bankarán íMarseille Sjö vopnaðir menn tóku í gærmorgun tuttugu og þijá gísla í banka í borginni Marseille í Frakklandi. 200 lögregluþjónar umkringdu bankann og kvaddar voru til sérsveitir og leyni- skyttur frá París. Ræningjarnir kröfðust 30 milljóna franka lausnargjalds og tveggja bif- reiða til að komast á braut. Að sögn lögreglu flúðu ræningjarnir eftir göngum, sem þeir höfðu varið nokkram vikum i að grafa. Lögregla segir að nokkrir ræningjanna hafi verið í bankanum um helgina og brotist inn i bankahólf. Ekki er vitað um ránsfeng þeirra. Þeir skildu gíslana eftir og var haft eftir talsmanni lögreglu að engan þeirra hefði sakað. Vitni sögðu að vörður í bankanum hefði verið barinn til óbóta þegar hann reyndi að flýja. Marnirænmgjar fresta aftöku fj ögnrra gísla Bcirút, Tel Aviv, Washington, Reuter, AP. Mannræningjar, sem höfðu hót- að að myrða fjóra gísla, þijá Bandaríkjamenn og einn Indveija, á miðnætti í nótt, tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að veita frest til að gengið yrði að kröfum þeirra. Sagði að síðar yrði tilkynnt hvenær sá frestur rynni út. Mann- ræningjarnir krefjast þess að fjögur hundruð fangar í ísraei verði látnir lausir, eigi þeir að þynna gíslunum. í tilkynningu frá samtökum mann- ræningjanna, Jihad (Heilagt stríð), sagði að fresturinn hefði verið fram- lengdur að beiðni gíslanna, fjöl- skyldna þeirra og indversku stjómarinnar. „Við verðum teknir af lífi á mið- nætti," sagði einn gíslanna, Alann Steen, í bréfí, sem í gær barst frétta- stofu í Beirút. „Ef þið elskið okkur, Kínverjar og Sovétmenn ræða landamæradeilur í Moskvu Moskvu, Reuter. KÍNVERJAR og Sovétmenn hófu í gær viðræður í Moskvu um landa- mæri ríkjanna. Níu ár eru síðan Kínveijar og Sovétmenn reyndu síðast að leysa landamæradeilu sína. Haft var eftir heimildarmönnum að Igor Rogachev, aðstoðarutanrík- isráðherra Sovétríkjanna, og Qian Qichen, starfsbróðir hans, ætluðu að ræða afstöðu ríkjanna til deil- unnar. Aftur á móti væri ólíklegt að þeir næðu samkomulagi. Fjallað verður um það hvar lar.damæri Kína og Sovétríkjanna eigi að ljggja við ámar Amur og Ussuri. Árið 1978 slitnaði upp úr viðræðunum. Bættum samskiptum Kínveija og Sovétmanna á sviði vísinda, efnahags- og menningar- mála er að þakka að nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju. Þannig var umhorfs eftir að bílasprengja sprakk í úthverfi í vestur- hluta Beirút í gær. Fimmtán manns létu lífið og áttatíu særðust að sögn lögreglu. þrýstið þá á ísraela og fáið þá til að sýna góðan vilja í verki." Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði í viðtali við blaðamenn í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki farið fram á það að fangarnir yrðu látnir lausir og bætti við að ísraelar myndu ekkert gera í málinu að eigin frumkvæði. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að stefna Bandaríkjamanna væri að greiða hvorki lausnargjald fyrir gísla, né að hvetja aðra til þess. Mannræningj- arnir gætu því ekki vænst þess að Bandaríkjastjórn reyndi að beita ísraela þrýstingi. Gíslunum fjórum, Alann Steen, Robert Polhill, Jesse Tumer og Mit- hilishwar Singh, var rænt í janúar við háskólann í Beirút. Wu Xueqian, utanríkisráðherra Kína, og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hittust í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í september og ákváðu þá að viðræður yrðu hafnar að nýju. Sovétmenn hafa undanfarið reynt að blíðka Kínveija og hafa þeir tvíeflst í þeirri viðleitni síðan Mik- hail Gorbachev komst til valda í Kreml. Bflsprengja sprakk í úthverfi í vesturhluta Beirút í gær með þeim afleiðingum að fimmtán manns lét- ust og áttatíu særðust, að þvi er haft var eftir lögreglu. Þetta er fyrsta sprengingin í þeim hluta Beir- út, sem múhameðstrúarmenn búa í, á þessu ári. Vopnaðar sveitir síta- hreyfíngar Nabihs Berri dómsmála- ráðherra fóm um og skutu í loft upp úr rifflum sínum til að greiða götu sjúkrabíla. í yfírlýsingu síta var Frelsishreyfing Palestínu (PLO) sök- uð um að bera ábyrgð á sprenging- unni. Sendingar útvarpsstöðva í Beirút vom stöðvaðar hvað eftir ann- að til að hvetja fólk til að gefa særðum blóð. McFarlane á spítala: Tók of stór- an skammt af valíum Washington, Reuter. ROBERT McFarlane, fyrram ör- yggisráðgjafi Bandarikjaforseta, var fluttur á sjúkrahús i gær og sagði lögfræðingur hans, Peter Morgan, að hann hefði tekið inn of stóran skammt af lyf inu valíum, sem er róandi. Morgan kvaðst ekki vita hvort McFarlane, sem mikið hefur komið við sögu í vopnasölumálinu, hefði viljandi tekið of stóran skammt af lyfinu eða ekki. McFarlane var ekki talinn í lífshættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.