Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
27
Reuter
Ár liðið frá falli Duvaliers
Á laugardag var liðið eitt ár frá því Jean-Claude Duvalier, sem
lýst hafði sjálfan sig forseta til lífstíðar, hrökklaðist frá vöidum
á Haiti. Minntust menn þessa merkisatburðar með miklum hátíð-
arhöldum. Á myndinni sést hvar Henri Namphy herforingi,
núverandi leiðtogi Haitibúa, heilsar að hermannasið.
Bandaríkin:
Pravda:
Harðorð lesendabréf
gagnrýna kerfiskarla
Moskva. Reuter.
PRA VDA, málgagn sovéska
kommúnistaflokksins, birti i gær
harðorð iesendabréf þar sem
þess var m.a. krafist að skýrt
yrði frá starfsemi forsætisnefnd-
ar sovéska kommúnistaflokksins
og kvartað yfir því, að eingöngu
meðlimir kommúnistaflokksins
fengju þau störf er eftirsóknar-
verðust þættu.
í einu bréfmu voru kerfískarlar
sakaðir um að reyna að kæfa fer-
skar hugmyndir ráðamanna í Kreml
og er litið svo á, að blaðið hafi með
þessu verið að setja ofan í við and-
stæðinga Mikhails Gorbachev,
aðalritara. Alls voru birt 27 lesenda-
bréf og þöktu þau heila síðu í
flokksmálgagninu. Er birting þeirra
í samræmi við yfirlýsta stefnu
Gorbachevs, að fá venjulega so-
véska borgara til þess að taka þátt
í þjóðfélagslegri og efnahagslegri
endumýjun.
Einn lesandi talaði um nauðsyn
þess að hæft fólk fengi stöðuhækk-
anir og kæmist til áhrifa, jafnvel
þótt það væri ekki í kommúnista-
flokknum. „Ég er orðinn fertugur,
en veit ekki um einn einasta verk-
smiðjustjóra, eða bæjarstjóra sem
ekki er meðlimur í flokknum", sagði
Gashev, verkamaður frá norður
Kákasus og fleiri bréfritarar tóku
í svipaðan streng. Gorbachev, aðal-
ritari, sagði á fundi miðstjómar
flokksins í síðasta mánuði, að flokk-
urinn þyrfti að losa sig við henti-
stefnumenn og mætti ekki standa
í vegi fyrir frama manna, þótt þeir
væm ekki í kommúnistaflokknum.
Annar lesandi er fjallaði um vilja
flokksforystunnar til breytinga,
vildi fá að vita meira um starfsemi
forsætisnefndar kommúnista-
flokksins, hvemig ákvarðanir væm
teknar og hversu lýðræðisleg vinnu-
brögðin væm.
í allmörgum bréfanna var kvart-
að jrfir sinnuleysi kerfískarla og
andstöðu þeirra við breytingar og
einn bréfritari sagði þá marga í
mótmælaskyni „gera hreint ekki
neitt — og mætti líkja slíkri hegðan
Stj órnin breytir túlkun
sinni á ABM-samningnum
við skemmdaverk".
Gengi
gjaldmiðla
London, AP.
Uggur meðal bandamanna í Evrópu
Washington, Briissel, AP. Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, segir að
„lykilhlutir" í geimvamaráætl-
uninni séu tilbúnir og tímabært
sé að gera tilraunir með þá. Yfir-
lýsingar hans þykja til marks um
að Bandaríkjamenn séu að
hverfa frá svokaUaðri „þröngri"
túlkun á samningnum, sem tak-
markar gagneldflaugakerfi
(ABM-samningnum) frá 1972.
Hefur það mætt lítilli hrifningu
meðal bandamanna þeirra í Evr-
ópu.
Samkvæmt upplýsingum emb-
ættismanna hjá Atlantshafsbanda-
laginu (NATO) er óttast að ný
túlkun Bandaríkjamanna á ABM-
samningnum kunni að draga úr
möguleikum á afvopnunarsamning-
um við Sovétmenn. í gær sagði
Hans-Dietrich Genscher, utanríkis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, að
það væri forsenda árangurs í af-
vopnunarviðræðum stórveldanna í
Genf að gildandi samningar um
takmörkun vígbúnaðar væru virtir.
Voru orð hans túlkuð sem gagnrýni
á Bandaríkjamenn.
Shultz hefur fram til þessa lýst
annarri skoðun á ákvæðum ABM-
samningsins en Caspar Weinberger
vamarmálaráðherra. Ummæli
Shultz í sjónvarpsþætti á sunnudag
voru á hinn bóginn skilin á þann
veg að Bandaríkjastjóm hallist nú
að „nímri" túlkun á samkomulag-
inu. í gær lofaði Shultz fulltrúum
NATO að Bandaríkjamenn muni
ráðfæra sig við bandamenn sína í
Evrópu áður en lengra yrði haldið.
Þá staðfesti hann, að Reagan-
stjómin hefur ákveðið að túlka
ABM-samninginn rúmt.
Yfírlýsingar Shultz hafa mætt
lítilli hrifningu í Evrópu og er það
sagt til marks um ugg manna að
Carrington lávarður, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
hefur ritað Bandaríkjastjóm bréf í
nafni bandalagsins vegna málsins.
Telja Evrópuríkin að ný túlkun
stjómarinnar á samkomulaginu
geri að engu vonir um árangur í
afvopnunarviðræðum við Sovét-
menn það sem eftir er valdatíma
Reagans. Fulltrúar hjá NATO spá
því að breyti Bandaríkjastjóm af-
stöðu sinni til ABM-samningsins
kunni það að valda örðugleikum
innan bandalagsins. Ymis aðild-
arríki, einkum þó Noregur og
Danmörk, settu það sem skilyrði
fyrir stuðningi við geimvamaáætl-
un Reagan-stjómarinnar að hún
færi í einu og öllu eftir gagnflauga-
samningnum.
GENGI Bandaríkjadollars lækk-
aði gagnvart öllum helstu gjald-
miðlum Evrópu. Gerðist það í
kjölfar þess að James Baker,
fjármálaráðherra Banda-
ríkjanna, bar til baka orðróm um
að fulltrúar fimm helstu iðnríkja
heims hygðust koma saman til
að koma á stöðugleika í gengis-
málum.
í London kostaði sterlingspundið
1,5165 dali (1,5081) þegar gjald-
eyrisviðskiptum lauk í gær. Gengi
dollarans var annars þannig að fyr-
ir hann fengust:l,8290 vestur-þýsk
mörk (1,8565), 1,5407 svissneskir
frankar (1,5668), 6,0975 franskir
frankar (6,1850), 2,0640 hollensk
gyllini (2,0965), 1.300,50 ítalskar
lírur (1.319,75), 1,3337 kanadískir
dollarar (1,319,75) og 153,37 jap-
önsk jen (154,45).
Gullverð hækkaði vegna lækkun-
ar dollarans. í London kostaði
gullúnsan 405,85 dollara (403,25).
Ballett Helga Tomas-
sonar fær góða dóma
HELGl Tómasson fær góða dóma hjá Önnu Kisselgoff, hinum kunna
ballettgagnrýnanda New York Times, er hún fjallaði um sýningar
San Francesco-ballettsins í blaði sínu. Helgi er sem kunnugt er fram-
kvæmdastjóri og aðal danshöfundur ballettsins.
Anna Kisselgoff segir að San
Francisco-ballettinn hafí tekið
stórstígum framförum á því hálfu
öðru ári, sem liðið er frá því Helgi
Tómasson tók við stjóm hans. Hafí
klassískri tækni dansaranna fleygt
fram, einkum táhreyfingum kven-
dansaranna, og hafí það skilað sér
rækilega og með eftirminnilegum
hætti í þremur nýjum ballettum,
sem sýningar eru nýhafnar á. Seg-
ir að hin nýja tækni hafí notið sín
einna bezt og að dansinn hafi náð
hvað hæst í ballettnum „Innri radd-
ir“ eftir Helga.
Anna Kisselgoff segir að ballett-
inn Innri raddir sé tileinkaður Erik
Bruhn, kennara Helga í Danmörku,
sem hvatt hafí Helga til að leita
fyrir sér í danslistinni í New York.
Kisselgoff segir Innri raddir frá-
brugðnari fyrri ballettum Helga að
hann hafi á sér frásagnarblæ. Helgi
hafí sótt innblástur í ljóð Richards
Monckton Milnes við samningu ball-
ettsins, sem sé ljóðrænn og laus við
alla væmni. Segir Kisselgoff ballett-
inn hinn fegursta.
Á verkefnaskránni var annar
ballett eftir Helga Tómassonar,
„Bizet Pas de Deux“, sem Kissel-
goff segir hafa verið sérstaklega
samin með það í huga að hæfíleikar
Ludmila Lopukhova, fyrrum sóló-
dansara við Kirov-ballettin í Len-
ingrað, nytu sín sem bezt. Þriðji
ballettinn, sem sýndur var í upp-
hafí leikársins var „Sinfonia" eftir
George Balanchine og Lew Christ-
ensen. Christensen var forstöðu-
maður San Francisco-ballettsins
mjög lengi, en hann lézt árið 1984.
I ballettnum njóta kvendansaramir
sín vel, að sögn Kisselgoff og held-
ur hún því fram í greininni í New
York Times að líklega hafí ballett
eftir Christensen aldrei verið gerð
jafn góð skil og dansaramir í San
Francesco, ballett Helga Tómasson-
ar, gerðu.
Ritkerfið
WORD
Vandað námskeið í notkun ritkerílsins
WORD.
Dagskrá:
* Grundvallaratriðið við notkun PC-tölva.
* Almennt um ritvinnslu með tölvum.
* Ritkerfið WORD.
* Æfingar í notkun kerfisins.
* Helstu atriði við skrárvinnslu.
* Umræður og fyrirspurnir.
Að loknu námskeiði eru þátttakendur
færir um að nota kerfið hjálparlaust.
Leiðbeinandi:
Margrót Pálsdóttir,
Tími: 18., 19., 25. og íslenskukennari.
26. febrúar kl. 17—20.
Innritun í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, Reykjavík.
TSítamatízadutinn
ffý-iettitgötu 1-2-18
Sýnishorn úr söluskrá
V.W Jetta C 86 19 þ.km. Hvítur, 2ja
dyra. Gulifallegur bíll. VerÖ 440 þús.
MMC Colt GLX 1.5 86
18 þ.km. Hvítur. 5 gíra, Ijóskastarar,
gardínur o.m.fl. Verð 380 þús.
Toyota Hi-Ace 1984
hvítur. Sæti f/5 farþega. Gullfallegur
sendibíll. Verö 500 þús.
Ford Econoline húsbill 1980
37 þ.km. Einn meÖ öllu. Tvöfallt rafkerfi,
eldavél o.m.fl. Orginal húsbíll. Tilboð.
Citroen CX 2000 Pallas 1983
Grásanseraöur, 5 gíra, rafm. i rúðum o.fl.
Gullfallegur bfll. Verð 485 þús.
Nissan Patrol Diesel 1984 _
Langur, 6 cyl., ekinn 93 þ.km. Ný dekk,
ný ryðvarinn o.fl. Verð 650 þús. Skipti á
ódýrari.
Subaru 4x4 st. 1985
Grænsans., ekinn 34 þ.km., 5 gíra, afl-
stýri, útvarp * segulband, 2 dekkjagangar.
Verð 525 þús.
Opið laugardag kl. 10-5
Mazda 929 st. 84
Sjálfsk. Vökvastýri o.fl.
BMW 320 82
Ýmsir aukahlutir. V. 420 þ.
Mazda 323 GT 1500 83
Rauður, ekinn 69 þ.km. V. 350 þ.
Opel Ascona GL 84
32 þ.km. 5 gíra. V. 410 þ.
Lada Lux 84
23 þ.km. Sílsalistar. V. 145 þ.
Suzuki Fox 410 Yfirb. 84
25 þ.km. Klæddur. V. 525 þ.
Subaru 1800 st. 4x4 86
Vökvastýri, útv.+kass. V. 580 þ.
Fiat Uno 70S 85
21 þ.km. Sóllúga. V. 340 þ.
M. Benz 230 E 83
Sjálfsk. m/öllu. V. 750 þ.
Volvo 240 GL 84
60 þ.km., 6 gíra, spotrf. o.fl. V. 460 þ.
Mazda 323 5d 82
65 þ.km. Sjálfsk. V. 230 þ.
M. Benz 230 E 83
75 þ.km. Sjðlfsk. m/öllu. V. 750 þ.
Saab 900i 85
32 þ.km. Bein innsp. o.fl. V. 550 þ.
B.M.W. 730 79
Fallegur bfll. V. 460 þ.
Cherokee 4x4 77
8 cyl. Sjálfsk. Gott eintak. V. 360 þ.
Honda Prelude EX 85
28 þ.km. Sóll. A.B.S. o.fl. V. 630 þ.
M.M.C Galant Turbo Diesel 86
30 þ.km. sjálfsk. m/öllu. V. 640 þ.
Ath: Úrval bifreiða á 10-
20 mán. greiðslukjörum.