Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 17 Ríkissjónvarpið: Böðullinn og skækjan eftir Hrafn Gunnlaugsson Stephanie Sunna Hockett og Niklas Ek í hlutverkum skækjunnar og böðulsins í mynd Hrafns Gunnlaugssonar. Sjónvarp Amaldur Indriðason Böðuliinn og skækjan (Bödeln och skökan). Sýnd í ríkissjón- varpinu 9. feb. Sænsk. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Hrafn Gunn- laugsson. Framleiðandi: Sænska sjónvarpið. Kvikmynda- taka: Peter Fischer. Tónlist: Hans-Erik Philip. Helstu hlut- verk: Niklas Ek, Stephanie Sunna Hockett, Kjell Bergkvist, Per Oscarsson, Kjell Tovle og Sune Mangs. Sænska sjónvarpsmyndin Böð- ullinn og skækjan eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem sýnd var í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, var framan af næstum yfirþyrmandi leiðangur um mannlegan dýragarð ofbeldis, afskræmingar og hór- dóms. Hrafn hefur fundið sér stíl í ofurraunsæjum umhverfís- og mannlýsingum miðaldanna, nið- umíðslu og eymd, myrkri þeirra og vonleysi. Það má sjálfsagt margt segja um þessa nýjustu mynd hans, sem gerð er eftir sögu Ivars Lo-Johans- sons, og þá fyrstu sem hann gerir í útlandinu. Og það á örugglega margt eftir að verða sagt um hana en aldrei það að Hrafn skorti hug- rekki til að gera akkúrat það sem honum sýnist þótt það geti vakið hneykslan manna. Hann hefur verið umdeildur kvikmyndagerðarmaður frá því Blóðrautt sólarlag leit dagsins ljós og hispurslaus framsetningarmát- inn í Böðlinum og skækjunni á ekki eftir að róa hneykslunar- gjarna. Myndir hans hafa verið Hrafn Gunnlaugsson misjafnar í gegnum tíðina en með Hrafninn flýgur urðu kaflaskil; hann hafði ekki áður gert mynd af sömu fagmennskunni, ákveðn- inni og þunganum. Böðullinn og skækjan er ánægjulegt og rökrétt framhald þess. Myndin, sem gerist í Svíþjóð í upphafi 18. aldar, er um ást og fómfysi í guðsvoluðum heimi. Hún dregur upp andstæður ljótleika og fegurðar í miskunnarlausu um- hverfi og Hrafn er í essinu sínu þegar hann lýsir soralegu mannfé- laginu með blóðugum aftökum, skítugum hórum og forljótu fólki yfír höfuð. Útlit þess og hegðun kallar á líkingu við dýraríkið. Menn slafra í sig mat eins og svín með tilheyrandi búkhljóðum og slefi, hórast og slengjast um dauðadrukknir í drullu og skít. Hjá Brittu í hóruhúsinu fæst „mik- ið hold fyrir lítið“. Hrafn er spar á textann framan af. Sá litli texti sem er, er ekki aðeins klámfenginn og ruddalegur heldur vekur hann beinlinis ógeð í atriðinu þar sem böðlamir ræða saman um starf sitt undir kjöt- pottunum. En ákafí Hrafns við að lýsa niðurdrepandi umhverfinu og draga upp andstæðu við fallega ástarsögu böðulsins og skækjunn- ar verður til þess að ástarsagan er alls ekki eins sterk og hún gæti orðið og tilefni er til, heldur hálfgert aukanúmer. í stað textans kemur sterkt myndmál. Leikmyndin er fimagóð og búningar Karls Júlíussonar einnig, vandaðir og viðeigandi. „Böðullinn" er gerð fyrir sjónvarp og umgjörð hennar hæfir því vel í bráðgóðri kvikmyndatöku sem fangar svo vel hinn myrka og drungalega heim sögunnar. Niklas Ek leikur böðulinn og minnir stundum á franska leikar- ann Gerard Depardieu í útliti. Ek er ástríðufullur leikari og lýsir af tilfinningahita þessum manni sem hefur enga stjóm á örlögum sínum, er hataður af öllum og hafður að háði og spotti. Eina vonarglætan í lífi hans er hóran Úrsúla. Stephanie Sunna Hockett leikur hana blíðlega en átakalaust og ekki af neinni sérstakri innlif- un. Aðrir leikarar koma minna við sögu en standa sig vel. Böðullinn og skækjan á sjálf- sagt eftir að kveikja leiftur í augum siðapostula lesendadálk- anna, þeirra sömu og hrópuðu klám og svívirða út af ágætu hand- bragði Kristínar Jóhannesdóttur í sjónvarpsuppfærslu á leikriti Nínu Bjarkar, Líf til einhvers. En Hrafn er vanur slíkum látum. Hann er upp á sitt besta þessa stundina. „Böðullinn“ er aðeins undanfari að enn stærra verki sem er Tristan og Isold, sem hann gerir einnig í samráði við Svía. Það verður gam- an að sjá hvað úr því verður. BV Hcmd lyfH- vttgnar Eigum ávallt fyrirliggjandi hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFOA 16 SÍML6724 44 Sérstakt tækifæri! Skrifstofuhúsnæði Til sölu er skrifstofuhúsnæði í nýju vönduðu húsi í Skipholti. Er hér um að ræða skrifstofuhúsnæði í eftirfarandi stærðum: ★ 2. hæð 275 fm. ^eld- ★ 3. hæð 325 fm + 325 fm = 650 fm. ★ 4r hæð (;:Denthou3o“V-533 -fm. Seld. Húsnæði þetta er nú í smíðum og verður fokhelt 30. aprfl 1987, en verður afhent 31. október 1987 í eftirfarandi ástandi: ★ Tilbúið að innan til innréttinga og málningar. ★ Með fullfrágenginni sameign og vönduðum frágangi eftir hönnun Sturlu Más Jónssonar innanhússarkitekts. ★ Húsið verður fullfrágengið að utan með vönduðum frágangi á lóð eftir hönn- un Guðmundar Sigurðssonar landslagsarkitekts. Verð og greiðsluskilmálar: ★ Verð pr. fm er kr. 32.950 miðað við staðgreiðslu og byggingavísitölu 1. jan- úar 1987, 293 stig. ★ Gert er ráð fyrir ýmsum möguleikum á greiðsluskilmálum, sem allir verða reiknaðir til núvirðis miðað við ofangreint verð. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða m.a. vegna þess, hve stað- ur er góður og allur frágangur sérlega vandaður. Nánari upplýsingar verða veittar alla virka daga milli kl. 9 og 14 í símum 31965 og 82659.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.