Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 9 VAIMTAR ÞIG VIÐHALD? Reynið viðskiptin! AL-STILLIN Smiðjuvegi 50D, Kópavogi. Simí 71919. Nýþjónusta fyrir bifreiðaeigendur Nýtt bifreiðaverkstæði AL-STILLING býður nú fastan viðhaldssamning fyrir tíma- laust nútímafólk! Treystið okkur fyrir velferð bílsins. Mótor\ Blöndungs ^ Hjóla > stillingar Véla > viðgerðir Ljósa ) Hedd * | Fjársöfnun E1 Salvador-nefndarínnar: Féð fer til samtakal sem skæruljðar ráð; Fjársöfnun El Salvador-nefndarinnar Nu er komið á daginn, að féð, sem El Salvador-nefndin á ís- landi kveðst vera að safna handa fórnarlömbum jarðskjálftanna í El Salvador í október, fer ekki til hins raunverulega alþýðusam- bands landsins, heldur til samtaka, sem skæruliðar ráða. Um þetta er fjallað í Staksteinum í dag. Skæruliðar ráðaUNTS í frétt i Morgunblað- inu á laugardaginn segir orðrétt: „Freedom House í New York, sem er við- urkennd upplýsinga- og rannsóknarstofnun, seg- ir, að samtöldn UNTS i E1 Salvador lúti stjórn skæruliða í landinu og séu notuð til að afla þeim fjár og stuðnings erlend- is. E1 Salvador-nefndin á Islandi hefur undanfarn- ar vikur staðið fyrir fjársöfnun til fórnar- lamba jarðskjálftanna í E1 Salvador í október sl. og í fréttatílkynningu frá nefndinni, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu, sagði, að „Al- þýðusamband E1 Salvad- or, UNTS, mundi sjá til þess að koma til hinu fslenska söfnunarsé til skila". Síðan segin „Sam- kvæmt upplýsingum Douglas Payne hjá Free- dom House klofnaði Alþýðusamband E1 Salvador (UPD) i febrúar á síðasta ári i kjölfar undirróðursstarfsemi stuðningsmanna skæru- liða, sem beijast gegn lýðræðislega kjörinni rikisstjóm Jose Napoleon Duarte forseta. Meiri- hlutinn, sem styður áframhaldandi uppbygg- ingu lýðræðis, myndaði nýtt alþýðusamband, sem nefnist UNOC. Minni- hlutinn stofnaði hins vegar UNTS, en þau samtök halda þvi fram, að þau séu lýðræðisleg og fulltrúi meirihluta verkalýðs í landinu. Freedom House segir það ekld eiga við rök að styðjast. UNTS sé yst til vinstri í stjóramálum og starfi sem framvarðar- samtök skæruliðahreyf- ingarinnar FMLN, sern er ólögieg." Loks segir i frétt Morgunblaðsins: „Þess má geta, að Freedom House í New York sér- hæfir sig f, að afla upplýsinga um sfjórnar- far og mannréttindi í ríkjum heims. Dougias Payne er einn af starfs- mönnum stofnunarinnar og hefur m.a. ritað bók um Sandinista-hreyfing- una í Nicaragua.“ Hvað verður um pening- ana? Upplýsingamar frá Freedom House vekja að sjálfsögðu ýmsar spura- ingar. Ef skæruliðar hafa tögl og hagldir i UNTS og samtökin eru notuð til að afla þeim fjár er þá ekki vafamál, að söfnunarfé E1 Salvador- nefndarinnar komist til fórnarlamba jarðskjálf- tanna i landinu? Getur verið, að þessir peningar verði i staðinn notaðir til að kaupa vopn og vistir handa skæruliðum? f þvi sambandi er rétt að minna á, að skæruliðar njóta hemaðarlegs stuðnings frá Kúbu og Nicaragua og markmið þeirra er að koma á fót sósialisma i E1 Salvador af sama tagi og þróast hefur i fyrmefndu lönd- unum. Þar eru, sem kunnugt er, lýðréttindi fótum troðin, en í E1 Salvador er reynt að halda lýðræði i heiðri og samtökum stjórnarand- stæðinga, þar á meðal stuðningsmönnum skæruliða, leyft að starfa I óáreittum. E1 Salvador-nefndin á íslandi þarf að gera skýra grein fyrir því, livemig farið verður með söfnunarféð (sem mun nema um 300 þúsund krónum), þegar það berst til E1 Salvador. Rennur það beint í sjóði UNTS eða fer það til ákveðinna og skilgreindra verk- efna? Það mundi siðan taka af öll tvimæli um heilindi E1 Salvador- nefndarinnar, ef söfnun- arféð yrði ekki sent til umdeildra samtaka eins og UNTS heldur hefðu einhver alþjóðasamtök, t.d. Rauði krossinn, milli- göngu um að koma þvi til réttra aðila. Getur E1 Salvador-nefndin verið á móti þeirri leið, ef hún er í rauninni að hugsa um fórnarlömb jarð- skjálftanna en ekki skæruliða? Undarlegt fréttamat Á laugardaginn voru haldnir tveir opnir fundir um skólamál i Reykjavik. Annar fundurinn var í Valhöll á vegurn Sjálf- stæðisflokksins og umræðuefnið var „Fram- tíðarstefna i menntamál- um.“ Hinn fundurínn var i Lögbergi á vegum Mál- fundafélags félags- hyggjufólks og umræðuefnið var „Hvert stefnir i islenskum skóla- málum?“ Hljóðvarp ríkisins og Stöð 2 sögðu ýtarlega frá seinni fund- inum og ræddu við framsögumenn. Á fyrri fundinn var ekki minnst einu orði. Þetta fréttamat er vægast sagt undarlegt. Á báðiun fundunum var í rauninni verið að ræða um sama efnið og á fundi Sjálfstæðisflokksins voru ræðumenn, sem ástæða er til að ætla að hafi ekld minna til málanna að leggja en félagar i Málfundafélagi félags- hyggjufólks. Þar má nefna t.d. Sverri Her- mannsson, menntamála- ráðherra, Sigmund Guðbjarnason, háskóla- rektor, Birgi tsleif Gunnarsson, formann nefndar sem samið hefur frumvarp um framhalds- skóla, og Pál Dagbjarts- son, formann nefndar sem er að semja frum- varp nm grunnskólann. Að auld tóku þar til máls skólastjórar og kennarar á öllum skólastigum. Ef skýringin á þessu er sú, að fjölmiðlamir tveir te(ji Málfundafélag félags- hyggjufólks ekki pólitísk samtök, fær hún ekki staðizt. Að þeim samtök- um stendur fólk úr nokkrum stjórnmála- flokkum á vinstri vængnum. Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Stighækkandi dagvextir Mun betri ávöxtun á veltufé. Á TT-reikningi Verzlunarbankans Af innstæðu að kr. 10.000.- reiknast eru vextir reiknaðir af daglegri stöðu 3% dagvextir. reikningsins í stað lægstu stöðu hvers Af innstæðu umfram kr. 10.000.- tíu daga tímabils. reiknast 9% dagvextir. Þú færð einnig stighækkandi vexti Af umsaminni lágmarksinnstæðu með hækkandi innstæðu og auk þess reiknast 12% dagvextir. geturðu ákveðið að hafa mánaðarlega lágmarksinnstæðu á reikningi þínum og fengið þannig enn hærri vexti. \ÆRZlUNflRBANKINN -vúuuvi vneð þ&i f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.