Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 V ertí ðarf réttir Ólafsvík: Erfið sjósokn Ólafavík. SJÓSÓKNIN var fremur erflð frá Ólafsvík síðustu viku vegna slæmra sjóveðra. Vikuna þar á undan voru aftur á móti ein- Hnpina blíður. Vikuafiinn var ekki nema 463 tonn en frá áramótum eru komin 1422 tonn á land. Yfir- leitt var mun tregari afli þessa vikuna nema helst hjá stærri linubátunum sem eru fímm tals- ins og réru þeir alla dagana. Afli þeirra var þetta 5 til 8 tonn en Garðar II hafði tvívegis tæp 8 tonn. Hann er hæstur línubát- anna frá áramótum með 127,5 tonn í 18 róðrum. Níu bátar eru bytjaðir með net. Aflahæstur þeirra eru Auðbjörg með 136 tonn í 24 róðrum og Ólafur Bjarnason með 80 tonn í 12 róðr- um. Um afia Auðbjargar er þó þess að geta að hún réri með dragnót í verkfallinu og er sá afli meðtalinn sem fékkst þá. Þá réru þeir á bátn- um eigendumir, íjórir talsins. Slíkt er auðvitað umdeilt og er ekki vel séð af verkfallsmönnum að farið sé á svig við aðgerðir þeirra. Mörgum þótti þó langt seilst í gagnrýninni á eigendur Auðbjargar þegar frétt kom í einu dagblaðanna þess efnis að fengin hefði verið undanþága til vélavörslu fyrir mann á áttræðis- aldri til þess að báturinn kæmist í róðra. Hefði verið helst að skilja á fréttinni að settur hefði verið af- ruglari á einhvem karlægan vesal- ing, skellt upp í hann tönnunum og hann hífður um borð. Hið rétta væri það að tii þess að skrá mætti lögiega á bátinn hefði verið fengin undanþága fyrir einn eigandann en hann er að verða 72 ára. Það hefði verið auðsótt mál enda maðurinn reyndur sjómaður frá bamæsku og verið skráður allt frá kokki upp í skipstjóra þar með talin vélgæsla. Þar að auki gengi hann enn tein- réttur að skipi og hefði róið í allt haust á Auðbjörgunni sem fullgild- ur háseti og ekkert verið upp á hann að klaga. Þeir sömu menn segja að ekki sé víst að sögumaður blaðsins sé á neinn hátt klárari sjó- maður en sá gamli og ef þeir reyndu með sér við glas væri ekki minnsti vafi á hvor færi fyrr undir borðið. Hið eina fi-éttnæma í þessari sögu hefði því verið það að svona fullorð- inn maður stæði enn í róðrum. Það væri þó alls ekki einsdæmi. Síðasta vika var sem sagt ekki gjöful fyrir netabátanna, næstum ördeyfa, 1 til 3 tonn á dag í erfiðum veðrum. Þó fékk Ólafur Bjamason 8,7 tonn á föstudaginn og 6,5 á laugardag. Menn hafa samt engar áhyggjur vegna tregðunnar því hér er algengt að aflalítið sé í febrúar þó janúar væri sæmilegur. Það hýmaði þó vel yfir strákunum á einum netabátnum þegar þeir fóru í netakassann til að bæta neti í trossu. Út úr netinum valt heil flaska af „sterku". Netameistari bátsins virðist ekki hafa haft alveg á hreinu hvar stungið var í heyið og því fór sem fór. Við bryggju var svo skipt á milli skipveijanna og mælt í krúsimar eins og þegar krakkamir skiptu appelsíninu í gamla daga. Afli dragnótabátanna sem em fimm talsins hefur verið misjafn. Þorgrímur Benjamínsson á Skálavíkinni er þar aflahæsti skip- stjóri með 47 tonn í 14 róðmm frá áramótum. Hann hefur verið í góðu stuði allt frá því í haust og fékk á föstudaginn 23,5 tonn. Dagsafli dragnótabátanna í sfðustu viku var annars yfirleitt 2 til 5 tonn. Litlu bátamir em þrír í róðmm og fara með línu. Þeir róa með þetta 15 til 20 bjóð og hafa fengið 1 til 3 tonn í róðri. Aflahæstur þeirra er Bylgja I með 34 tonn í 13 róðmm. Togskip- ið Jökull hefur landað tvívegis á árinu og fengið 115 tonn alls. At- vinna hefur verið allgóð og horfir vel. Allmargt aðkomufólk er í Ól- afsvík og er enn að fjölga — Helgi Örn KE í Sandgerðishöfn á sunnudaginn þar sem verið var að landa 350 tonnum af loðnu úr bátnum. Agætur afli hjá Sandgerðisbátum SandnnkrAi Sandgerði. AFLABRÖGÐ Sandgerðis- báta voru ágæt í síðustu viku og alls lönduðu bátarnir 607,8 tonnum af bolfiski. Fjórir bát- Yfirleitt góður afli AlmnMÍ ^ * Akranesi. AFLI Akranesbáta hefur yfir- leitt verið góður það sem af er þessu ári. I liðinni viku lönduðu þrir togarar afla sínum, Harald- ur Böðvarsson 4. febrúar 95 tonnum sem að mestu var þorsk- ur, Krossvík 5. febrúar 117 tonnum og Skipaskaginn sama dag 66 tonnum. Skímir sem stundar línuveiðar landaði þrisvar í vikunni alls 25 tonnum og hefur hann aflað um 100 tonna frá því hann hóf veiðar að loknu sjómannaverkfalli. Allur afli hans er slægður um borð. Loðnubátamir fjórir héðan frá Akranesi hafa aflað vel þó litlu af því sé landað í heimahöfn. Aðeins Höfrangur landaði í síðustu viku og var hann með 920 tonn. Afli smábáta sem stunda línu og neta- veiðar hefur verið góður sérstak- lega hjá línubátunum. Hrólfur AK sem er 10 lesta bátur fékk í vik- unni tæpar 14 lestir og hefur frá áramótum aflað alls 53,5 tonnum. Af netabátunum fékk Anna Hall- dórs AK mestan afla í vikunni tæp 6 tonn sem var að mestu þriggja nátta fiskur. Sólfari mun á næstu dögum heija netaveiðar og Akur- nesingur AK hefur verið á rækju- veiðum en hefur ekki enn komið inn til löndunar. - JG Þorlákshöfn: Vikuaflinn var tæplega 700 tonn Þorlákshöfn. HEILDARAFLI vikunnar var 696,4 tonn hjá 25 bátum sem byijað hafa róðra. Aflinn skiptist þannig: 18 netabátar með 550,2 tonn í 68 róðrum, fjórir línubátar með 6,9 tonn í 8 róðrum, tveir dragnótabátar með 106,4 tonn í 6 róðrum og einn trollbátur með 2,8 tonn í einum róðri. Mestan afla í vikunni fékk neta- báturinn Þorleifur Guðjónsson HR 350 eða 72,5 tonn i þremur róðmm, netabáturinn Jóhann Gíslason HR 42 með 64,4 tonn í 3 róðmm og dragnótabáturinn Dalaröst HR 63 með 62,2 tonn í 3 róðmm. Mestan afla frá áramótum hefur Höfmngur III HR 250 fengið, eða 179.3 tonn. Afli togaranna frá áramótum skiptist þannig: Þorlákur HR 5 með 207.3 tonn og Jón Vídalín HR 1 með 126 tonn. Uppistaðan í afla netabátanna hefur verið ufsi og línubátamir hafa fengið þorsk og ýsu. En togar- amir hafa að mestu fengið þorsk. JHS ar lönduðu loðnu rúmlega 2000 tonnum. Veður var ágætt og sækja bátarnir mislangt, allt frá Eldey norður í Jökul- dýpi og Kolluál. Mestan afla í vikunni var netabáturinn Amey með, 52,8 tonn í 5 sjóferðum, en Skagaröst sem líka er á netum var með mestan afla í einni sjóferð, 33,9 tonn og var sá afli að mestu ufsi. Þuríður Halldórsdóttir var með 40 tonn og Bergþór 33,3 tonn eftir vikuna. Afli línubátanna var einnig ágætur og voru efstu bátar eftir vikuna Víðir II með 42 tonn og Mummi með 34,3 tonn, þeir fóru í 3 róðra og síðan Freyja með 34,2 tonn, í 2 róðrum. Mestan afla í einni sjóferð var Freyja með, 18,6 tonn. Reynir sem er á trolli landaði 22,7 tonnum í tveim sjóferðum og Þröstur landaði 7,8 tonnum í einni sjóferð. Fjöldi smærri báta sem eru 10 til 14 tonn og eru á netaveiðum leggja upp í Sandgerði og í vikunni lönduðu 18 netabátar og 4 færabátar af þessari stærðargráðu 91,3 tonn- um. Loðnubátamir sem lönduðu í Sandgerði vom: Ljósfari 556 tonn, Dagfari 523,5 tonn, Húna- röst 599 tonn og Öm 350 tonn. - BB Bifreiðaverkstæði opnar í Sandgerði: Þjónusta sem menn hafa sótt marga kílómetra Suðumes. SANDGERÐINGAR hafa að und- anfömu orðið að fara til Keflavíkur til að fá gert við sprungið dekk eða til að láta gera við bilinn sinn. Þjónustu af þessu tagi hefur ekki veríð hægt að fá í mörg ár þar I bæ, þvi bifreiðaverkstæði hefur ekki verið til staðar. Hægt hefur ver- ið að leita til laghentra manna í bænum með minniháttar við- gerðir heima í „skúr“ eins og gengur og geríst, en ekki hægt að ganga að þeim vísum. En nú hefur orðið breyting á. í janúar sl. hóf ungur maður, Arsæll Armannsson, starfræksiu Bifreiða- og vélaverkstæðisins Drifáss — og nú geta Sandgerðingar sparað sér að keyra marga kílómetra til að fá almenna bifreiðaviðgerðaþjónustu. Ársæll er lærður vélvirki og starfar hann einn við fyrirtækið. Hann sagðist vera Keflvíkingur en hafa búið í Sandgerði sl. 15 ár og unnið sem verkstjóri í Vélsmiðjunni áður en hann tók þá ákvörðun að gerast sjáifs síns herra. „Þessa þjónustu hefur vantað lengi héma í Sandgerði, menn hafa tekið mér vel og ég er bjartsýnn með áframhaldið," sagði Arsæll. Hann sagðist ennfremur ætla að vera með smurþjónustu og væri aðeins að bíða eftir tækjabúnaði sem til þyrfti. Bifreiða- og vélaverk- stæðið Drifás er við Strandgötu 21a í Sandgerði. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ársæll Armannsson við dekkjavélina sem á vafalaust eftir að spara Sandgerðingum marga ekna kílómetra ef að líkum lætur. Bræla BRÆLA er nú á loðnumiðinum og veiði hefur veríð lítil undan- farna daga. Heildaraflinn frá upphafi vertíðar er orðinn um 745.000 lestir og eru því eftir af kvótanum um 260.000 lestir. Norðmenn hafa fengið hér rúmlega 50.000 lestir. Á laugardag vom eftirtalin skip með afla: Börkur NK 400, Svanur RE 650, Guðmundur VE 300, Víkingur AK 600, Hilmir SU 1.200, Helga IIRE 300, Skarðsvík SH 300, Grindvíkingur GK 300 og Öm KE 310. Enginn afli var á sunnudag en síðdegis á mánudag höfðu eftirtal- in skip tilkynnt um afla: Gísli Ámi RE 100, Huginn VE 590, Húnaröst ÁR 620, Hrafn GK 620, Helga II RE 460, Víkurberg GK 400, Víkingur AK 1.100, Pétur Jónsson RE 330, Þórður Jónasson EA 190, Sigurður RE 350,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.