Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 60
OL_ m Feróaslysa 'trygging STERKTB3RT ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Staðgreiðslukerfið samþykkt í stj órnarflokkunum í gær: Skattleysismörk miðast við 33 þús. kr. á mánuði Persónuafsláttur verður 11.500 kr. Alagningarhlutfallið verður 34,75% FRUMVARP um staðgreiðslukerfi skatta var kynnt í stjórn- arþingflokkunum í gær og það var samþykkt í báðum þingflokkum að leggja þau fjögur skattafrumvörp fram á Alþingi, sem verið hafa í vinnslu á vegum fjármálaráðuneyt- isins að undanförnu. í staðgreiðslufrumvarpinu kemur fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að álagning- arhlutfali tekjuskatts og útsvars verður 34,75% og persónu- afsláttur einstaklings verður 11.500 krónur á mánuði, miðað við verðlag í febrúar og mun hækka tvisvar á ári -^iamkvæmt lánskjaravísitölu. Skattleysismörk eru miðuð við 33 þúsund króna mánaðartekjur. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sjó- mannaafsláttur verði 150 krónur fyrir hvem lögskráningardag, en þeir munu að meðaltali vera um 300 á ári, og að sérstakur húsnæðisaf- sláttur til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, verði 55 þúsund krónur á ári. Þá er gert ráð fyrir að bamabætur verði með svip- uðum hætti og tíðkast í núverandi kerfi. •y Ef hjón hafa þann háttinn á, að aðeins annað þeirra vinnur utan heimilisins, þá getur það sem heima er lánað maka sínum skattkort sitt og nýtast 75% af fastafrádrætti þess sem heima er hinu til handa, þannig að samtals getur frádráttur í slíku tilviki numið liðlega 20 þúsund krón- um. Varðandi skattleysi þessa árs, kemur fram í frumvarpinu að engin álagning verður á launatelqur laun- þega á þessu ári. Það verður einungis um það að ræða að skattstjóri hefur heimild til þess að meta til hækkun- ar tekjur hjá sjálfstæðum atvinnu- rekendum, sem geta haft yfirfærðar tekjur. Sömuleiðis hjá einstaklingum með atvinnurekstur, sem ákvarða launatekjur sínar sjálfir. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að útreikningar liggi fyrir, þess efnis að núverandi skattkerfi tekju- skatts, útsvars og annarra gjalda teljist vera um 40%, ef um stað- greiðsluform væri að ræða, miðað við 34,75% sem gert er ráð fyrir í staðgreiðslufrumvarpinu. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur Vinnuveitendasambands Islands sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær telja að hér væri um umtalsverð- an ávinning að ræða. „Ég minni á, að í samningunum á milli ASI og VSÍ í desember, þegar verið var að tala um staðgreiðslukerfí skatta, þá var iðulega talað um 40% álagningu telquskatts og útsvars og skattleysis- mörk um 30 þúsund krónur. Nú hefur komið á daginn að álagningarhlut- fallið er mun lægra, eða 34,75% og skattleysismörkin hærri, eða 33 þús- und krónur," sagði Vilhjálmur. Margirbiðja um frest Frestur til að skila framtali til skattstjóra rennur út á miðnætti. Eins og sjá má var mikiil erill á Skattstofunni í Reykjavík í gær þegar fjöldi manns kom og sótti um frest til að skila framtali. Rétt er að taka fram að margir þurftu að koma tvisvar því kenni- töiuna vantaði í stað nafnnúmers sem gilt hefur til þessa. Skal fólk minnt á að hafa kennitöluna við höndina ef það ætlar að sækja um frest í dag. Morgunblaðið/Ami Sæberg Kópavogur: Réðst að konumeð hníf á lofti MAÐUR með hníf á lofti réðst i gærkvöldi að konu í Fossvogi nálægt Reyni- grund við göngubrú sem þar er yfir lækinn milli Kópavogs og Reykjavíkur. Konan bjargaði sér á flótta en á flóttanum tapaði hún veski sínu. Konan kærði atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi og Rannsóknarlögregla ríkisins 'hafði mál þetta til rannsóknar í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hafði ekki fundist þegar Morg- unblaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Framtíð Steinullarverksmiðjunnar enn óráðin: Reynt að semja um skuld- breytingii og lækkun vaxta BSRB: Félög ætla að semja sér , Niðurstaðan af fundi, sem haldinn var í gær með þeim félögum ríkisstarfsmanna og Starfsmannafélagi Reykjavik- ur, sem hafa haft samflot í samningaviðræðum, varð sú að hvert félag mun fara með við- ræðumar sjálft í áframhaldi samningaviðræðna. STJÓRN Steinuliarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki kemur saman til fundar á fimmtudag og að líkindum mun framtíð verksmiðjunnar ráðast á þeim fundi. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Þórður Hilmarsson, og einn stjórnarmanna, Halldór J. Kristjánsson, lögfræðingur í iðn- aðarráðuneytinu, eru nýkomnir heim frá Finnlandi, þar sem þeir reyndu að semja við finnskan banka um skuldbreytingu lána og lækkun vaxta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var farið fram á það við Union Bank, sem lánað hefur verk- smiðjunni yfir 100 milljónir króna í finnskum mörkum til 5 ára með 11,5% vöxtum, að lánið verði lengt til 11 ára og vextir lækkaðir. Líklegt er talið að bankinn verði við skuldbreytingunni en meiri vandkvæðum er bundið að ná fram lækkun vaxta. Verksmiðjan hefur einnig fengið lán frá norræna Fjárfestingabank- anum að upphæð rúmar 100 millj- ónir króna, en ekki til jafnskamms tíma þannig að ekki er líklegt að reynt verði á fá einhvetju þar um breytt. Þá var leitað þeir til útflutn- ingslánasjóðs Norðmanna, sem lánað hefur verksmiðjunni 30 millj- ónir króna og farið fram á sams konar fyrirgreiðslu. Von er á því að Norðmenn samþykki skuldbreyt- ingu, en ekki er talið jafnlíklegt að þeir verði við beiðninni um vaxta- lækkun. Verksmiðjan hefur farið fram á viðbótarlán frá Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði að upphæð um 30 milljónir króna, en svar hefur ekki borizt um það, hvort orðið verður við þeirri beiðni. Stjómendur verksmiðjunnar telja samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins að þær víðtæku björgunar- aðgerðir, sem unnið er að, verði að takast til að rekstrargrundvöllur fyrirtækisins verði tryggður til næstu 15 ára, sem er talinn eðlileg- ur afskriftartími verksmiðjunnar. Loks binda þeir vonir við að hluti af þeirri heildarlausn, sem þeir leita nú og felur meðal annars í sér aukn- ingu hlutafjár, verulegan spamað í rekstri og endurskipulagningu sölu- mála, verði að þeir nái fram verðhækkun á afurðum verksmiðj- unnar á grundvelli þeirra gæða, sem þeir segja steinullina frá verksmiðj- unni búna. Óvenjugóð þorsk- veiði í janúamiánuði ÞORSKVEIÐI var óvenjugóð í janúarmánuði. Þrátt fyrir að veiðar hæfust ekki að marki fyrr en undir 20. dag mánaðarins var þorskaflinn 22.196 lestir eða að- eins 3.348 lestum minni en i fyrra og meiri en allan janúarmánuð áríð 1985. Heildaraflinn varð 40.772 lestum minni nú og munar þar mestu um loðnu, en aflinn var 10.000 lestum meirí en árið 1985. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var þorskafli báta í janúar 8.683 lestir eða 199 lestum minni en í fyrra. Árið 1985 varð hann 10.076 lestir. Afli af öðmm botnfiski var 4.317 lestir, 315 lestum meiri en í fyrra. 1985 varð sá afli nánast sá sami og nú. Loðnuaflinn nú varð 131.687 lestir en 167.754 í fyrra. 1985 varð hann 116.639 lestir. Heildarafli bátanna varð 147.120 lestir, 184.401 í fyrra og 134.566 árið 1985. Togarar öfluðu nú 13.513 lesta af þorski, 16.662 í fyrra og 12.114 1985. Afli af öðmm bolfíski varð 5.200 lestir nú, 5.542 í fyrra og 10.049 árið 1985. Heildaraflinn nú var því 3.491 lest minni en í fyrra. Sjá fréttir af aflabrögðum á bls. 32 og 33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.