Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
Valentin Falin, yfirmaður
Novosti-fréttaþj ónustunnar:
Umbætur Gorbachevs
jafngilda byltingu
Bonn, Reuter.
UMBÆTUR sem Mikhail Gorba-
chev, formaður sovézka komm-
únistaflokksins, hefur beitt sér
fyrir jafngilda byltingu, að þvi
er Valentin Falin, yfirmaður
Novosti-fréttaþjónustunnar
sovézku, sagði í viðtali, sem birt-
ast mun í dag i vestur-þýzka
blaðinu Die Welt.
V-Þýskaland:
Ráðherra
græningja
vikið úr starfi
Stjórnin í
Hessen fallin
Frankfurt, AP.
RÍKISSTJÓRI Hessen, Holger
Börner, rak Joschka Fischer,
umhverfismálaráðherra úr
flokki græningja, úr stjóm sinni
í gær. Þar með er fyrsta stjórn,
sem græningjar eiga aðild að í
Vestur-Þýskalandi, fallin.
Fischer var rekinn úr stjóminni
vegna deilna sem upp komu um
hvort heimila bæri byggingu nýrrar
plútóníumverksmiðju. Fischer var
eini ráðherra græningja 5 stjóminni
í Hessen. Þegar tilkjmnt var að
hann hefði verið settur af kröfðust
flokksbræður hans að þingið yrði
leyst upp og efnt til nýrra kosn-
inga. Stjómarandstöðuflokkamir
studdu kröfu þeirra.
Græningjar mynduðu sam-
steypustjóm með jafnaðarmönnum
í Hessen í desember árið 1985.
Fischer var skipaður ráðherra um-
hverfísmála og vakti mikla athygli
er hann sór embættiseiðinn klæddur
gallabuxum, vindjakka og striga-
skóm.
„Afleiðingar umbótanna eiga eft-
ir að hafa gífurleg áhrif og rista
djúpt í sovézku þjóðlífi. Breytingar
kreíjast þess að menn tileinki sér
nýjan hugsunarhátt og hegðan og
framundan er aðlögunartími," sagði
Falin.
„I framtíðinni verður kosið í
áhrifastöður, um stöðu verksmiðju-
stjóra, stöðu deildarstjóra, í starf
forstöðumanna stofnana og kosið
verður milli manna í áhrifastöður í
deildum flokksins um land allt,“
sagði Falin ennfremur. Hann gaf
til kynna að jafnvel væri þess að
vænta að látnar yrðu fara fram
leynilegar kosningar til miðstjómar
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.
Falin var inntur álits á því hvort
Gorbachev væri ekki að taka óþarfa
áhættu með umbótunum. Hann við-
urkenndi að ágreiningur væri um
stefnu Gorbachevs innan helztu
stofnana flokksins en þær nytu þó
almenns fylgis. „Eina sem ég hef
áhyggjur af varðandi Gorbachev er
að hann taki óþarfa áhættu með
óvenjulegri vinnuhörku. Það getur
ekki gengið mjög lengi og hlýtur
að höggva skarð í starfsþrek manns
að vinna 16 stundir á dag og taka
sér aldrei frídag," sagði Falin.
„Sósíalisminn þrífst ekki með því
að halda fjöldanum í flarlægð frá
þeim sem ákvarðanimar taka.
Miklu heldur þarf hann að taka
þátt í ákvarðanatökunni," sagði
Falin. Þegar hann var spurður hvort
þetta þýddi að pólitískum föngum
og andófsmönnum yrði veitt sakar-
uppgjöf sagði Falin að útilokað
væri að sovézkir borgarar yrðu
dæmdir fyrir að láta skoðanir sínar
í ljós. „Eg geri ráð fyrir því að
meira lýðræði hafi í för með sér
göfugra dómkerfís. Það er verið að
skoða þessi mál vandlega og einnig
afstöðuna til þessa fólfs, sem hagað
hefur sér ranglega," sagði Falin.
Myndin var tekin er sovéska geimfarinu var skotið upp frá stjóm-
stöðinni í Baikonur.
Sovéskir geimfarar
um borð í„Mir“
Moskvu, Reuter, Ap.
SOVÉSKIR geimfarar hafa gangsett tækjabúnað geimstöðvarinn-
ar „Mir“ að þvi er Tass fréttastofan sovéska sagði í gær.
Um borð í „Mir“ era tveir geimfarar, Yuri Romanenko, 42 ára
og Alexander Laveikin, 25 ára.
Geimfari þeirra af Soyuz-gerð var skotið upp frá stjómstöðinni í
Baikonur í Kazakhstan á föstudagsmorgun. A sunnudag tengdu þeir
geimfarið geimstöðinni, sem er á braut umhverfís jörðu. í fréttum
sovéska sjónvarpsins í gær voru sýndar myndir af geimförunum um
borð í „Mir“. Brostu þeir sínu breiðasta og veifuðu til landa sinna á
jörðu niðri.
Haft er eftir vestrænum sérfræðingum, að sennilega muni geimafar-
amir dveljast ekki skemur en 290 daga úti í geimnum og fara þannig
fram úr fyrra dvalarmeti þar, sem er 237 dagar og var sett af geim-
förunum Leonid Kizim, Vladimir Soluvyov og Oleg Atkov árið 1984.
Bretland:
Síma-
verkfalli
að ljúka
London. AP.
TVEGGJA vikan verkfalli
110.000 símamanna lýkur
líklega í vikunni en í gær-
morgun samþykktu formenn
félaganna „með miklum
meirihluta" að ganga að nýju
kauptilboði Breska símafé-
lagsins.
Tilboðið er um 12,75% kaup-
hækkun á tveimur árum og
ætla forsvarsmenn símamanna
að hvetja þá til að ganga að
því. Mike Brett, einn af forstjór-
um Símafélagsins, sagði, að
samkomulagið gæfi félaginu
færi á að „breyta vinnutilhögun-
inni eins og við höfum lengi
stefnt að“. Eftir að kauphækk-
unin er að fullu komin til munu
árslaun flestra símamanna
verða frá 11,775 pundum upp í
13,276 pund, 700-800.000 ísl.
kr.
Var Liberace
með alnæmi?
Los Ang-eles. AP.
Pianóleikarinn Liberace
hafði smitast af alnæmi. Kom
það í ljós þegar lík hans var
krufið en ekki er þó víst, að
sá sjúkdómur hafi átt nokk-
ura þátt í dauða hans.
Liberace lést 4. febrúar sl. og
var banameinið hjartabilun, sem
aftur mátti rekja til sýkingar í
heila. Við krufningu kom í ljós,
að hann hafði smitast af al-
næmisveirunni en óvíst er og
jafnvel ólíklegt, að hann hafí í
raun verið orðinn veikur af þeim
ástæðum. Aðdáendur píanóleik-
arans látna hafa tekið þessum
upplýsingum yfirvaldanna illa
og finnst sem stundum megi
satt kyrrt liggja. „Mér varð
óglatt þegar ég heyrði þetta,"
sagði Edie Peterson, einn aðdá-
endanna. „Það er óþarfí að vera
að róta upp einkalífí manna eft-
ir að þeir eru látnir."
Noregnr:
Saltfiskur
til Brasilíu
Ósló. Fr& Jan Erik Laure,
fréttaritara Mbl.
Saltfiskútflutningur til
Brasilíu, sem áður var mesti
salfiskmarkaður Norðmanna,
mun hefjast aftur nú í febrú-
ar.
Bjame Haagensen hjá Brödr-
ene Jangaard, sem flytur út
saltfísk, segist búast við, að yfír-
völd í Brasilíu gefí leyfi fyrir
saltfískinnflutningi nú í mánuð-
inum. Verðið verður líklega 25%
minna en síðast þegar þeir
keyptu af Norðmönnum en við-
unandi samt og ekki ólíkt því,
sem er á öðrum mörkuðum.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!