Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987
\
I
Mótunarárm
ÆF
Eg ætla ekki að fjalla um þær
mörgu kvikmyndir er ég horfði
á um helgina en þar á ekki við lýsing-
in á bandaríska sjónvarpinu er lesa
mátti í síðasta Reykjavíkurbréfi:
Meðal vinsælustu mynda var Gone
with the Wind og segir það nokkra
sögu um hungrið í þessa fram-
leiðslu, en meiri hluti þeirra bíó-
mynda sem sýndur er í bandarískum
sjónvarpsstöðvum er gamlar myndir,
margar afar lélegar. En hvemig á
annað vera? Seðja þarf skemmtana-
fýsn milljóna manna nánast allan
sólarhringinn frá austri til vesturs,
norðri til suðurs, enda skipta sjón-
varpsstöðvamar tugum, eða hundr-
uðum, ef allt er tekið með í
reikninginn. Já hún er stór hún
Ameríka, hér beijast aðeins tvær
sjónvarpsstöðvar um hylli áhorfenda
og hafa úr nógu að moða. Tel ég
ekki ástæðu til að óttast að hér verði
þróunin í sjónvarpsmálum á þann
veg sem lýst er í Reykjavíkurbréf-
inu. Þvert á móti er ég þeirrar
skoðunar að samkeppnin örvi menn
til dáða og við njótum þess í fram-
tíðinni að fletta sjónvarpsbæklingun-
um í leit að bitastæðu efni. Tími
einokunarinnar er liðinn og tími
kominn til að menn læri að nota sjón-
varpið í senn sem skemmti- og
fræðslumiðil.
Stafirnir
í Stundinni okkar síðastliðinn
sunnudag sáum við hversu auðvelt
er að skeyta saman skemmti- og
fræðsluefni þannig að áhorfandinn
hafí í senn gagn og gaman af. Eg
hef í huga stafaleik brúðubílsins.
Þar var á afar hugmyndaríkan hátt
leikið með bókstafina þannig að
börnin hrifust með og spurðu svo
pabbann á eftir ... hvað heitir þessi
stafur pabbi? Undirritaður sussaði á
bömin því Stundin hafði ekki alveg
runnið sitt skeið. „Þetta er bara
hann Stulli pabbi hann er hundleiðin-
legur.“ Já það var bara hann Stulli.
Veturlangt hafa umsjónarmenn
Stundarinnar okkar lengt bamatí-
mann með fíflagangi Stulla, landsins
bömum til ama þótt umsjónarmenn-
imir hafi lýst því yfir í blöðum að
þeim sjálfum finnist fígúra þessi
óskaplega skemmtileg. Er ekki kom-
inn tími til að hefja Stundina til
vegs og virðingar og ráða þar til
starfa fólk sem ber þá lágmarksvirð-
ingu fyrir bömunum að bjóða þeim
ekki uppá skrípalæti í tíma og ótíma?
Stundin okkar er kjörinn vettvangur
fyrir vandað skemmti- og fræðslu-
efni er getur ekki aðeins glatt bömin
heldur og þroskað skilning þeirra á
veröldinni. Ekkert má til spara í því
markmiði að gera hana sem best
úr garði. Finnst mér ekki úr vegi
að leita til dæmis til Kvikmyndasjóðs
um styrkveitingu til vandaðra bama-
mynda eða framhaldsþátta er sýndir
yrðu í Stundinni. Slík málaleitan
yrði máski til lítils einsog málum er
nú háttað á þeim bæ en þá má leita
til menntamálaráðuneytisins um
stuðning við fílmun vandaðs
skemmti- og fræðsluefnis er mætti
síðan nota við uppfræðslu bamanna
bæði á heimilunum og í skólakerf-
inu. Nóg er af hugmyndaríkum
rithöfundum, kennurum, fóstrum og
jafnvel kvikmyndagerðarmönnum er
gætu nýtt þær fáu krónur er falla
hér til kvikmyndagerðar í þágu upp-
vaxandi kynslóða!
P.S. Sunnudagskaffí Ævars
Kjartanssonar á rás 1 var að þessu
sinni drukkið austur í París, og ekki
nóg með það því franskir tæknimenn
sendu kaffíhúsaspjallið hans Ævars
— þar sem mættu til leiks nokkrir
íslendingar er búa í borginni — í
gegnum símalínu beint í hlustir okk-
ar er heima sátum. Notalegir
píanótónar og skvaldrið á heims-
borgarkaffíhúsinu hvíldu hlustimar
frá engilsaxneska poppiðnaðinum er
hafði dunið alla vikuna frá þáttar-
stjórum léttu útvarpsstöðvanna.
Kærar þakkir Ævar^
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTYARP/SJÓNVARP
Rás 1:
íslensk tónlist
allsráðandi
■■ í kvöld verður
20 flutt dagskrá
með íslenskri
tónlist á rás 1 Ríkisút-
varpsins. Leikin verða þrjú
verk eftir jafnmarga höf-
unda.
Fyrst verður leikin Sin-
fónía nr. 1, eftir Skúla
Halldórsson. Sinfónían
heitir „Heimurinn okkar“
og er að sögn Skúla fant-
asía um heim þann sem við
byggjum, eins og hann
getur verið fallegastur. Það
er Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, sem leikur, en
stjómandi er Jean-Pierre
Jacquillat. Verkið var
frumflutt hinn 17. maí
1984, en upptakan, sem
nú er leikin var gerð síðar,
eða haustið 1985. Þetta er
því í annað sinn, sem sin-
fónían er flutt opinberlega.
Þá leikur Edda Erlends-
dóttir „Einskonar rondó"
Skúli Halldórsson, tónskáld.
eftir Karólínu Eiríksdóttur
á píanó, en Karólína samdi
verkið sérstaklega fyrir
Eddu.
Að lokum verður flutt
sinfónía eftir Leif Þórarins-
son í þremur þáttum, en
hún er elst þessara þriggja
— frá 1968. Það er Sin-
fóníuhljómsveit íslands,
sem leikur, en Bohdan
Wodiczko stjómar.
RÚV Sjónvarp:
Miss
Marple
■■■■ I kvöld er upp-
OA35 gjör hjá fröken
Marple, en að
hún hefur fengist við að
upplýsa dularfullt morð,
sem auglýst var fyrirfram
í þorpsblaðinu. Forvitnir
vegfarendur safnast saman
og á tilsettum tíma er mað-
ur skotinn. Málið verður
þó dularfyllra, því að ekk-
ert vitnanna segir satt frá
atburðum. í kvöld mun
fröken Marple leysa málið
ef að líkum lætur.
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
10. febrúar
6.45 Veðurfregnir. Baen.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin. — Jón
Baldvin Halldórsson, Sturla
Sigurjónsson og Lára Mar-
teinsdóttir. Fréttir eru
sagðar kl. 7.30 og 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar
kl.7.25, 7.55 og 8.25.
Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál
kl.7.20.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Fjöður úr hvíta
fálkanum Fönix"
Elísabet Brekkan endurseg-
ir þetta rússneska ævintýri.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesiö úr forustugreinum
dagblaðanna.
9.46Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Samhljómur. Umsjón
Þórarinn Stefánsson.
11.00 Fréttir.
11.03 Ég man þá tíð
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 ( dagsins önn — Tölvur
og heilsa. Umsjón: Lilja
Guðmundsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Móðir
Theresa" eftir Desmond
Doig. Gylfi Pálsson lýkur
lestri þýðingar sinnar (10).
14.30 Tónlistarmaður vikunn-
ar. Kim Larsen.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá
Vesturlandi. Umsjón: Ásþór
Ragnarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Síödegistónleikar
a. Sónata nr. 10 í As-dúr
eftir Geoig Bertouch. Stig
Nilsson og Káre Fuglesang
leika á fiðlur, Aage Kvalbein
á selló og Magne Elve-
strand á sembal.
b. Catarina Ligendza syngur
Tvær þýskar aríur eftir
Georg Friedrich Hándel
með Kammersveit Thomas
Brandis.
c. Svíta nr. 1 eftir Ottorino
Respighi. Sinfóníuhljóm-
sveitin í Boston leikur; Seiji
Oszawa stjórnar.
17.40 Torgið — Neytenda- og
umhverfismál. Umsjón:
Steinunn Helga Lárusdóttir.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
19.35 Spurningakeppni fram-
haldsskólanna
Áttunda viðureign af níu í
fyrstu umferö keppninnar:
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
— Menntaskólinn á Laugar-
vatni.
Stjórnandi: Vernharður
Linnet. Dómari: Steinar J.
Lúðviksson.
20.00 Djass í útvarpssal
Tríó Jóns Páls Bjarnasonar
leikur.
Umsjón: Ólafur Þóröarson.
20.40 iþróttaþáttur
Umsjón: Ingólfur Hannes-
son og Samúel Örn Erlings-
son.
21.00 Perlur
Paul Anka og Brenda Lee.
21.30 Útvarpssagan: „Heima-
eyjarfólkið" eftir August
Strindberg
Sveinn Víkingur þýddi. Bald-
vin Halldórsson byrjar
lesturinn. Hjörtur Pálsson
flytur formálsorð.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Sólborgarmál. Síðari
hluti.
Klemenz Jónsson samdi út-
varpshandrit og stjórnar
flutningi.
Sögumaður: Hjörtur Páls-
son.
Flytjendur: Þorsteinn Gunn-
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
10. febrúar
18.00 Villi spæta og vinir hans
(Woody .Woodpecker)
Fjórði þáttur. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýð-
andi Ragnar Ólafsson.
18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey
(Butterfly Island). Ellefti þátt-
ur. Ástralskur framhalds-
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga um ævintýri á Suð-
urhafseyju. Þýðandi Gunnar
Þorsteinsson.
18.46 Islenskt mál. Ellefti þátt-
ur um myndhverf orðtök.
Umsjón: Helgi J. Halldórs-
son.
18.66 Sómafólk
(George and Mildred)
14. Afdrifarfkt rafmagnsleysi
Breskur gamanmyndaflokk-
ur. Þýðandi Ólöf Péturs-
dóttir.
19.20 Fréttaágrip á táknmáli
19.25 Poppkorn
Umsjónarmaöur Þorsteinn
Bachmann.
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingarog dagskrá
20.35 Fröken Marple
Auglýsing um morð —
Sögulok. B7esk sakamála-
mynd í þremur hlutum um
eina vinsælustu söguhetju
Agöthu Christie. Aöalhlut-
verk: Joan Hickson. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
nSTÖDTVÖ
fig^ Þriðjudagur
10. febrúar
§ 17.00 Vandræðabörn
(North Beach and Raw-
hide). Tveir ungir drengir eru
sendir á vinnuhæli eftir að
hafa reynt að stela mótor-
hjóli. Þar leitast fyrrverandi
fangi við að beina þeim inn
á rétta braut áður en það
er um seinan. Aðalhlutverk:
William Shatner, Christ-
opher Penn og Tate
Donovan.
§ 18.36 Myndrokk.
19.00 Teiknimynd. Gúmmí-
birnirnir (Gummi Bears).
21.30 í brúðuheimi
(The World of Puppetry).
Lokaþáttur • — Philippe
Genty. Brftskur myndaflokk-
ur í sex þáttum. Jim Henson
kynnir franskan brúöulista-
mann. Þýðandi Hallveig
Thorlacius.
22.25 Kastljós
Þáttur um erlend málefni.
Umsjón: Bogi Ágústsson.
22.55 Fréttir i dagskrárlok
19.30 Fréttir.
20.00 Allt er þá þrennt er.
Bandarískur gamanþáttur.
20.25 [ návígi. Yfirheyrslu- og
umræöuþáttur í umsjón
Páls Magnússonar.
§ 21.05 Hættustund (The
Final Jeopardy). Bandarisk
bíómynd með Richard
Thomas, Mary Crosby og
Jeff Corey i aðalhlutverkum.
Ung hjón ætla að gera sér
glaðan dag í stórborginni
Detroit. En dagur þeirra fer
allur úr skoröum og endar
með skelfingu. BönrtuA
bömum.
§ 22.35 Bandariski körfubolt-
inn (NBA). Umsjónarmaður
er Heimir Karlsson.
00.05 Dagskrárlok.
arsson, Sigurður Skúlason,
Pálmi Gestsson, Róbert
Arnfinnsson, Arnar Jóns-
son, Margrét Guömunds-
dóttir, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Valgerður
Dan og Ragnheiður Stein-
dórsdóttir. (Áður útvarpað í
nóvember sl.)
23.20 fsiensk tónlist
a. Sinfónía nr. 1 („Heimurinn
okkar") eftir Skúla Halldórs-
son. Sinfóníuhljómsveit
ÞRIÐJUDAGUR
10. febrúar
9.00 Morgunþáttur í umsjá
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Siguröar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Tónlistarget-
raun og óskalög yngstu
hlustendanna.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist í
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Skammtað úr hnefa.
Stjórnandi: Jónatan Garð-
arsson.
15.00 I gegnum tiðina.
Þáttur um íslensk dægurlög
f umsjá Ragnheiöar Daviðs-
dóttir.
[slands leikur; Jean-Pierre
Jacquillat.
b. „Einskonar rondó" eftir
Karólínu Eiríksdóttur. Edda
Erlendsdóttir leikur á pianó.
c. Sinfónía i þrem þáttum
eftir Leif Þórarinsson. Sin-
fóníuhljómsveit íslands
leikur; Bohdan Wodiczko
stjórnar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
17.00 Allt og sumt.
Helgi Már Barðason stjórn-
ar þætti með tónlist úr
ýmsum áttum.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAYÍK
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1
AKUREYRI
18.00-19.00 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
Trönur. Umsjón. Finnur
Magnús Gunnlaugsson.
Fjallað um menningarlif og
mannlíf almennt á Akureyri
og í nærsveitum.
989
’BYLGJAN;
f ÞRIÐJUDAGUR
10. febrúar
07.00—09.00 Á fætur með
Siguröi G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður litur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar.
Afmæliskveöjur, matarupp-
skriftir og spjall til hádegis.
Síminn er 61 11 11. Fréttir
kl. 10.00, 11.00 og 12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Haröar-
dóttur. Fréttapakkinn.
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því
sem helst er í fréttum,
spjalla viö fólk og segja frá.
Flóamarkaöur er á dagskrá
eftir kl. 13.00. Fréttir kl.
13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétur spil-
ar síödegispoppiö og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Fréttir kl.
15.00, 16.00 og 17.00.
17.00—19.00 Hallgrimur
Thorsteinsson í Reykjavík
siðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og
spjallar við fólkiö sem kemur
við sögu. Fréttir kl. 18.00.
19.00—20.00 Tónlist með
léttum takti.
20.00—21.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
' Óskarsson kynnir 10 vin-
sælustu lög vikunnar.
21.00—23.00 Ásgeir Tómas-
son á þriðjudagskvöldi.
Ásgeir leikur rokktónlist úr
ýmsum áttum.
23.00-24.00 Vökulok. Þægi-
leg tónlist og fréttatengt efni
í umsjá Elínar Hirst frétta-
manns.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veður.