Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 \ I Mótunarárm ÆF Eg ætla ekki að fjalla um þær mörgu kvikmyndir er ég horfði á um helgina en þar á ekki við lýsing- in á bandaríska sjónvarpinu er lesa mátti í síðasta Reykjavíkurbréfi: Meðal vinsælustu mynda var Gone with the Wind og segir það nokkra sögu um hungrið í þessa fram- leiðslu, en meiri hluti þeirra bíó- mynda sem sýndur er í bandarískum sjónvarpsstöðvum er gamlar myndir, margar afar lélegar. En hvemig á annað vera? Seðja þarf skemmtana- fýsn milljóna manna nánast allan sólarhringinn frá austri til vesturs, norðri til suðurs, enda skipta sjón- varpsstöðvamar tugum, eða hundr- uðum, ef allt er tekið með í reikninginn. Já hún er stór hún Ameríka, hér beijast aðeins tvær sjónvarpsstöðvar um hylli áhorfenda og hafa úr nógu að moða. Tel ég ekki ástæðu til að óttast að hér verði þróunin í sjónvarpsmálum á þann veg sem lýst er í Reykjavíkurbréf- inu. Þvert á móti er ég þeirrar skoðunar að samkeppnin örvi menn til dáða og við njótum þess í fram- tíðinni að fletta sjónvarpsbæklingun- um í leit að bitastæðu efni. Tími einokunarinnar er liðinn og tími kominn til að menn læri að nota sjón- varpið í senn sem skemmti- og fræðslumiðil. Stafirnir í Stundinni okkar síðastliðinn sunnudag sáum við hversu auðvelt er að skeyta saman skemmti- og fræðsluefni þannig að áhorfandinn hafí í senn gagn og gaman af. Eg hef í huga stafaleik brúðubílsins. Þar var á afar hugmyndaríkan hátt leikið með bókstafina þannig að börnin hrifust með og spurðu svo pabbann á eftir ... hvað heitir þessi stafur pabbi? Undirritaður sussaði á bömin því Stundin hafði ekki alveg runnið sitt skeið. „Þetta er bara hann Stulli pabbi hann er hundleiðin- legur.“ Já það var bara hann Stulli. Veturlangt hafa umsjónarmenn Stundarinnar okkar lengt bamatí- mann með fíflagangi Stulla, landsins bömum til ama þótt umsjónarmenn- imir hafi lýst því yfir í blöðum að þeim sjálfum finnist fígúra þessi óskaplega skemmtileg. Er ekki kom- inn tími til að hefja Stundina til vegs og virðingar og ráða þar til starfa fólk sem ber þá lágmarksvirð- ingu fyrir bömunum að bjóða þeim ekki uppá skrípalæti í tíma og ótíma? Stundin okkar er kjörinn vettvangur fyrir vandað skemmti- og fræðslu- efni er getur ekki aðeins glatt bömin heldur og þroskað skilning þeirra á veröldinni. Ekkert má til spara í því markmiði að gera hana sem best úr garði. Finnst mér ekki úr vegi að leita til dæmis til Kvikmyndasjóðs um styrkveitingu til vandaðra bama- mynda eða framhaldsþátta er sýndir yrðu í Stundinni. Slík málaleitan yrði máski til lítils einsog málum er nú háttað á þeim bæ en þá má leita til menntamálaráðuneytisins um stuðning við fílmun vandaðs skemmti- og fræðsluefnis er mætti síðan nota við uppfræðslu bamanna bæði á heimilunum og í skólakerf- inu. Nóg er af hugmyndaríkum rithöfundum, kennurum, fóstrum og jafnvel kvikmyndagerðarmönnum er gætu nýtt þær fáu krónur er falla hér til kvikmyndagerðar í þágu upp- vaxandi kynslóða! P.S. Sunnudagskaffí Ævars Kjartanssonar á rás 1 var að þessu sinni drukkið austur í París, og ekki nóg með það því franskir tæknimenn sendu kaffíhúsaspjallið hans Ævars — þar sem mættu til leiks nokkrir íslendingar er búa í borginni — í gegnum símalínu beint í hlustir okk- ar er heima sátum. Notalegir píanótónar og skvaldrið á heims- borgarkaffíhúsinu hvíldu hlustimar frá engilsaxneska poppiðnaðinum er hafði dunið alla vikuna frá þáttar- stjórum léttu útvarpsstöðvanna. Kærar þakkir Ævar^ Ólafur M. Jóhannesson ÚTYARP/SJÓNVARP Rás 1: íslensk tónlist allsráðandi ■■ í kvöld verður 20 flutt dagskrá með íslenskri tónlist á rás 1 Ríkisút- varpsins. Leikin verða þrjú verk eftir jafnmarga höf- unda. Fyrst verður leikin Sin- fónía nr. 1, eftir Skúla Halldórsson. Sinfónían heitir „Heimurinn okkar“ og er að sögn Skúla fant- asía um heim þann sem við byggjum, eins og hann getur verið fallegastur. Það er Sinfóníuhljómsveit ís- lands, sem leikur, en stjómandi er Jean-Pierre Jacquillat. Verkið var frumflutt hinn 17. maí 1984, en upptakan, sem nú er leikin var gerð síðar, eða haustið 1985. Þetta er því í annað sinn, sem sin- fónían er flutt opinberlega. Þá leikur Edda Erlends- dóttir „Einskonar rondó" Skúli Halldórsson, tónskáld. eftir Karólínu Eiríksdóttur á píanó, en Karólína samdi verkið sérstaklega fyrir Eddu. Að lokum verður flutt sinfónía eftir Leif Þórarins- son í þremur þáttum, en hún er elst þessara þriggja — frá 1968. Það er Sin- fóníuhljómsveit íslands, sem leikur, en Bohdan Wodiczko stjómar. RÚV Sjónvarp: Miss Marple ■■■■ I kvöld er upp- OA35 gjör hjá fröken Marple, en að hún hefur fengist við að upplýsa dularfullt morð, sem auglýst var fyrirfram í þorpsblaðinu. Forvitnir vegfarendur safnast saman og á tilsettum tíma er mað- ur skotinn. Málið verður þó dularfyllra, því að ekk- ert vitnanna segir satt frá atburðum. í kvöld mun fröken Marple leysa málið ef að líkum lætur. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 6.45 Veðurfregnir. Baen. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Mar- teinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl.7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl.7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fjöður úr hvíta fálkanum Fönix" Elísabet Brekkan endurseg- ir þetta rússneska ævintýri. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 9.46Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Samhljómur. Umsjón Þórarinn Stefánsson. 11.00 Fréttir. 11.03 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Tölvur og heilsa. Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Móðir Theresa" eftir Desmond Doig. Gylfi Pálsson lýkur lestri þýðingar sinnar (10). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Kim Larsen. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar a. Sónata nr. 10 í As-dúr eftir Geoig Bertouch. Stig Nilsson og Káre Fuglesang leika á fiðlur, Aage Kvalbein á selló og Magne Elve- strand á sembal. b. Catarina Ligendza syngur Tvær þýskar aríur eftir Georg Friedrich Hándel með Kammersveit Thomas Brandis. c. Svíta nr. 1 eftir Ottorino Respighi. Sinfóníuhljóm- sveitin í Boston leikur; Seiji Oszawa stjórnar. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.35 Spurningakeppni fram- haldsskólanna Áttunda viðureign af níu í fyrstu umferö keppninnar: Fjölbrautaskóli Suðurnesja — Menntaskólinn á Laugar- vatni. Stjórnandi: Vernharður Linnet. Dómari: Steinar J. Lúðviksson. 20.00 Djass í útvarpssal Tríó Jóns Páls Bjarnasonar leikur. Umsjón: Ólafur Þóröarson. 20.40 iþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannes- son og Samúel Örn Erlings- son. 21.00 Perlur Paul Anka og Brenda Lee. 21.30 Útvarpssagan: „Heima- eyjarfólkið" eftir August Strindberg Sveinn Víkingur þýddi. Bald- vin Halldórsson byrjar lesturinn. Hjörtur Pálsson flytur formálsorð. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Sólborgarmál. Síðari hluti. Klemenz Jónsson samdi út- varpshandrit og stjórnar flutningi. Sögumaður: Hjörtur Páls- son. Flytjendur: Þorsteinn Gunn- SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 18.00 Villi spæta og vinir hans (Woody .Woodpecker) Fjórði þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýð- andi Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly Island). Ellefti þátt- ur. Ástralskur framhalds- myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suð- urhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 18.46 Islenskt mál. Ellefti þátt- ur um myndhverf orðtök. Umsjón: Helgi J. Halldórs- son. 18.66 Sómafólk (George and Mildred) 14. Afdrifarfkt rafmagnsleysi Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 19.20 Fréttaágrip á táknmáli 19.25 Poppkorn Umsjónarmaöur Þorsteinn Bachmann. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarog dagskrá 20.35 Fröken Marple Auglýsing um morð — Sögulok. B7esk sakamála- mynd í þremur hlutum um eina vinsælustu söguhetju Agöthu Christie. Aöalhlut- verk: Joan Hickson. Þýðandi Veturliði Guðnason. nSTÖDTVÖ fig^ Þriðjudagur 10. febrúar § 17.00 Vandræðabörn (North Beach and Raw- hide). Tveir ungir drengir eru sendir á vinnuhæli eftir að hafa reynt að stela mótor- hjóli. Þar leitast fyrrverandi fangi við að beina þeim inn á rétta braut áður en það er um seinan. Aðalhlutverk: William Shatner, Christ- opher Penn og Tate Donovan. § 18.36 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Gúmmí- birnirnir (Gummi Bears). 21.30 í brúðuheimi (The World of Puppetry). Lokaþáttur • — Philippe Genty. Brftskur myndaflokk- ur í sex þáttum. Jim Henson kynnir franskan brúöulista- mann. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 22.25 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjón: Bogi Ágústsson. 22.55 Fréttir i dagskrárlok 19.30 Fréttir. 20.00 Allt er þá þrennt er. Bandarískur gamanþáttur. 20.25 [ návígi. Yfirheyrslu- og umræöuþáttur í umsjón Páls Magnússonar. § 21.05 Hættustund (The Final Jeopardy). Bandarisk bíómynd með Richard Thomas, Mary Crosby og Jeff Corey i aðalhlutverkum. Ung hjón ætla að gera sér glaðan dag í stórborginni Detroit. En dagur þeirra fer allur úr skoröum og endar með skelfingu. BönrtuA bömum. § 22.35 Bandariski körfubolt- inn (NBA). Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 00.05 Dagskrárlok. arsson, Sigurður Skúlason, Pálmi Gestsson, Róbert Arnfinnsson, Arnar Jóns- son, Margrét Guömunds- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Valgerður Dan og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. (Áður útvarpað í nóvember sl.) 23.20 fsiensk tónlist a. Sinfónía nr. 1 („Heimurinn okkar") eftir Skúla Halldórs- son. Sinfóníuhljómsveit ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Siguröar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistarget- raun og óskalög yngstu hlustendanna. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 15.00 I gegnum tiðina. Þáttur um íslensk dægurlög f umsjá Ragnheiöar Daviðs- dóttir. [slands leikur; Jean-Pierre Jacquillat. b. „Einskonar rondó" eftir Karólínu Eiríksdóttur. Edda Erlendsdóttir leikur á pianó. c. Sinfónía i þrem þáttum eftir Leif Þórarinsson. Sin- fóníuhljómsveit íslands leikur; Bohdan Wodiczko stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 17.00 Allt og sumt. Helgi Már Barðason stjórn- ar þætti með tónlist úr ýmsum áttum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAYÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningarlif og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveitum. 989 ’BYLGJAN; f ÞRIÐJUDAGUR 10. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveöjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 61 11 11. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla viö fólk og segja frá. Flóamarkaöur er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar ' Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriðjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá Elínar Hirst frétta- manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.