Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1987 Jón Óskar Bókaklúbbur Al- menna bóka- félagsins: Nýbók komin út JANÍJARBÓK Bókaklúbbs Al- inenna bókafélagins, „Konur fyrir rétti“ eftir J6n Óskar, er komin út. í bókinni eru raktar sögur átta íslenskra dómsmála frá nítjándu öld, úr jafn mörgum sýslum lands- ins. Dómsmálin eiga það sameigin- legt að þar eru konur fyrir rétti. í formála segir höfundur meðal ann- ars að hugmyndin að bókinni hafi orðið til þegar hann vann að bók sinni um Sölva Helgason. Þá hafí hann grúskað í dómabókum frá öll- um landshlutum og var sífellt að rekast á einkennnileg sakamál gegn konum. Mál á nítjándu öld gegn konum, segir Jón að hafí mörg átt það sameiginlegt að konur voru ákærðar fyrir að hafa fætt böm leynilega, borið þau út eða deytt á annan hátt. í inngangi kemst Jón Óskar svo að orði um vinnuaðferðir sínar: „Hér er ekkert annað gert en reyna að gæða sögumar því lífí að sann- leikurinn komi fram á þann hátt sem hann blasir við mér í heimild- um, en sannleikurinn og fáránleik- inn verða eitt á þessum blöðum, þó skýrt sé frá bláköldum staðrejmd- um.“ Bókin er 261 bls. að stærð og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin í Félagsbókband- inu. (Úr fréttatilkynningu) Reykjavík: Viðmið Fél- agsmálastofn- unar hækkar FÉLAGSMÁLARÁÐ hefur sam- þykkt að hækka viðmiðunar- kvarða Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um 33.8% í samræmi við hækkun á lámarks- launum Dagsbrúnarverka- manna. Á sama fundi var samþykkt sam- hljóða eftirfarandi bókun: „Um leið og viðmiðunarkvarði Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar er hækkaður í samræmi við hækkun lágmarkslauna Dagsbrúnar, stefnir Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar að því að Ijúka endurskoðun á viðmiðunarkvarða í mars n.k. Verði þá m.a. hugað að því, hvort miða skuli kvarðann við almenna launaþróun í landinu í stað samn- inga við eitt stéttarfélag eins og verið hefur." Vísindasjóður - Rannsóknarsjóður: Fjárhagsgrundvöllur íslenzkra vísindarannsókna treystur segir menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um Vísindaráð og Vísindasjóð, Rann- sóknarráð ríkisins og Rannsókn- arsjóð. Vísindaráð Frumvarpið felur í sér að Vís- Aukið vaxtafrelsi: Peninga- sparnaður í bankakerfinu ört vaxandi Raunaukning inn- lána 1986 17,1% Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, sagði í þingræðu í gær að þróun undanfarinna ára í átt til aukis vaxtafrelsins hafi skilað umtalsverðum árangri i auknum peningasparnaði i bankakerfinu. Hann sagði að innlán til innlánsstofnana, sem komin vóru niður fyrir 20% sem hlutfall af landsframleiðslu 1978, hafi numið 27,5% 1984, 29,1% 1985 og 31,2% 1986. Raunaukning innlána 1985, það er hækkun umfram hækkun láns- kjaravísitölu, nam 9,3% 1985 og 17,1% 1986. Ráðherra sagði pen- ingaspamað í bankakerfínu fara óðum vaxandi, þótt enn skorti nokk- uð á að hann sé kominn á sama stig og í grannríkjum okkar. indaráð sé sjálfstæð ríkisstofnun og heyri undir menntamálaráðu- neyti. Hlutverk þess er að efla íslenzkar vísindarannsóknir í þeim tilgangi að afla þekkingar og skiln- ings á eðli mannsins og umvherfí hans og búa í haginn fyrir farsæla nýtingu náttúrugæða. Vísindaráð er ríkisstjóm og öðrum opinberum aðilum til ráðuneytis um allt er varðar rannsóknir á verksviði þess. Vísindasjóður skal efla íslenzkar vísindarannsóknir. Tekjur hans eru fjárveiting á fjárlögum ár hvert og fjárframlag frá Seðlabanka Islands, auk gjafa frá einstaklingum og fyr- irtækjum, sem undanskildar eru sköttum og frádráttarhæfar frá skatttekjum. Rannsóknarráð Rannsóknarráð er einnig sjálf- stæð ríkisstofnun, er heyrir undir menntamálaráðuneytið. Það er ráð- gjafarstofnun, sem vinnur að efl- ingu hagnýtra rannsókna í raunvísindum og tækni og rann- sóknum á auðlindum lands og sjávar. Það skal vera ríkisstjómum og Alþingi til ráðuneytis um allt er varðar hagnýtar rannsóknir og þró- unarstarfsemi atvinnuveganna. Rannsóknarsjóður, sem mynda á, verður í vörzlu Rannsóknarráðs. Hlutverk hans er að efla rannsókn- AIÞHMil ir og þróunarstarfsemi til nýsköp- unar og styrktar íslenzku atvinnu- lífí. Tekjur sjóðsins eru fjárveiting á fjárlögum ár hvert, framlög úr Framkvæmdasjóði íslands (að lág- marki 10% af hreinum tekjum sjóðsins) og tekjur af einkaleyfum eða endurgreiðslur af styrlqum. Ráðuneytið setur reglur um úthlut- anir úr Rannsóknarsjóði. Markmið og- nýmæli Markmið fmmvarpsins er fjór- þætt, að sögn ráðherra: 1) að víkka starfssvið Vísindasjóðs, bæta við ráðgefandi og stefnumótanadi hlut- verki með myndun Vísindaráðs, 2) að veita Rannsóknarráði ríkisins úthlutunarrétt á rannsóknarstyrkj- um til hagnýtra rannsókna, 3) að efla samstarf rannsóknaraðila í landinu og 4) að treysta fjárhags- grundvöll íslenzkra vísindarann- sókna. Helztu nýmæli frumvarpsins er stofnun vísindaráðs, lögfesting rannsóknarsjóðs, niðurfelling að- flutningsgjalda af tækjum og búnaði sem keyptur er fyrir fé úr Vísinda- eða Rannsóknarsjóðum og loks er gert ráð fyrir sérstakri sam- starfsnefnd Vísindaráðs og Rann- sóknarráðs, er skipuð skal tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, auk oddamanns, er menntamálaráð- herra skipar án tilnefningar. Kjartan Jóhannsson: „Syndakvittun fyr- ir Seðlabankann“ Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) sagði meir en tímabært að setja lög í landi um vexti. Þessvegna beri að þakka það að fram væri komið frumvarp til laga um vexti. Tilefnið sé hinsvegar leið- inlegt, það er hæstaréttardómur í okurmáli, sem fallið hafi í des- embermánuði síðast liðnum og verið umtalaður. Kjartan minnti á ummæli Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, um þennan dóm eða aðdraganda hans, þar sem hann hafí varpað sök á Seðlabanka og farið um hörðum orðum. Ríkis- stjómin hefur hinsvegar veitt Seðlabankanum - með þessu frum- varpi og greinargerð, er því fylgir, - algjöra syndakvittun, sagði þing- maðurinn efnislega. Hann sagði ríkisstjómina hafa, með frumvarp- inu, tekið á sig sök á hneykslinu. Kjartan minnti á ákvæði Seðla- bankalaga, þessefnis, að bankinn gæti gripið inn í framvindu mála ef vaxtastig hér færi að ráði fram úr vöxtum í grannríkjum. Þetta lagaákvæði hefur ekki verið notað, sagði þingmaðurinn. Hann gagn- rýndi og ríkisstjómir fyrir að stuðla að háum vöxtum með afskiptum sínum af fjármagnsmarkaði, m.a. sölu verðbréfa (spariskírteina). Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra: „ÖIl bankalöggjöfin hefur verið endurskoðuð“ Umbótastarf í verðbréfa- og vaxtamálum Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra, mælti í gær fyrir stjómarfrumvarpi til vaxtalaga, sem Jónatan Þór- mundsson, prófessor, samdi að beiðni ráðherrans. Ráðherra sagði að „öll bankalöggjöfin hafi nú verið endurskoðuð: lög nr. 86/1985 um viðskiptabanka, lög nr. 87/1985 um sparisjóði, en hvortveggja lögin tóku gildi í upphafi árs 1986, og siðan lög nr. 36/1986 um Seðlabanka fs- lands, en þau öðluðust gildi hinn 1. nóvember sl. Þá gengu í gildi 1. júní ný lög um verð- bréfamiðlun nr. 27/1986, þar sem reynt er að tryggja heil- brigða viðskiptahætti í verð- bréfaviðskiptum... Þá var gerð breyting á samningalögunum (með lögum nr. 11/1986), í þvi skyni að styrkja réttarvernd þeirra, sem hafa lakari aðstöðu við gerð samninga... Við samn- ingu frumvarps þess, er hér liggur fyrir, þótti rétt að fella ákvæði um dráttarvexti inn í heildstæð vaxtalög“, sagði ráð- herrann. „Tilefni hinna skjótu viðbragða nú í vaxtamálum er í aðra röndina dómur sá, er féll í Hæstarétti hinn 19. desember sl., og vakti mikla athygli, af því að sökunautur í okurmáli var sýknaður að hluta til“, sagði ráðherra. „í rauninni varð mál þetta ákjósanlegt tilefni til að herða á umfangsmiklu end- urskoðunar- og umbótastarfi í banka-, verðbréfa- og vaxtamál- um, sem farið hefur fram á vegum viðskiptaráðuneytisins". Frumvarpið skiptist í fímm kafla: 1) Sameiginleg ákvæði og gildissvið, 2) almenna vexti (samningsvexti), 3) dráttarvexti (vanskilavexti), 4) refsiákvæði um okur, „mótuð með hliðsjón af tak- mörkuðu vaxtafrelsi“, 5) gildis- taka og bráðabirgðaákvæði. „FYumvarpinu er ætlað að stuðla að því“, sagði Matthías Bjamason, „að viðskipti fari fram með heilbrigðum og heiðarlegum hætti, allir standi sem jafnast að vígi og njóti eðlilegrar vemdar gegn misnotkun aðstöðu af hálfu þeirra, er hafa viðskiptalega yfír- burði. Mikilvægur þáttur í þessari réttarvemd er, að sem fullkomn- astar upplýsingar liggi ætíð fyrir um þau vaxtakjör, sem ríkjandi em á markaðinum, svo að menn geti varast að taka á sig skuld- bindingar, sem eru þyngri en þeir ráða við eða óhagstæðari en þeim standa til boða annarsstaðar...“. Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, og Ragnhildur Helga- dóttir, ráðaherra heilbrigðismála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.